Vísir - 23.12.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 23.12.1964, Blaðsíða 16
MESTIUMFERDARDAGUR ÁRSINS I REYKJA VlK í DAG Nær ollt lögreglulið borgurinnur við löggæzlustörf VVSTR Miðvikudagur 23. des. 1964. Viðgerð á Burðu verður lungvinn Ljóst er orðið, að viðgerð á Barða NK 120, sem laskaðist í á rekstri á Saxelfi á sunnudaginn mun taka langan tima. Mun skips höfnin koma heim flugleiðis, en hún var komin til Hamborgar og átti að sigla skipinu heim í gær. Skipstjórinn, Sigurjón Valdimars- son, verður áfram úti og fylgist með vi'ðgerðinni, Þýzka flutningaskipið Alphard Framh, á 13. síðu. í dag, Þorláksmessu, er mesti umferðardagur ársins hér f höf uðborginni. Eins og kunnugt er hefur lögreglan gert sérstakar ráðstafanir vegna jólaumferðar- innar, m.a. verður öll bflaum ferð um Austurstræti, Aðal- stræti og Hafnarstræti bönnuð eftir kl. 8 í kvöld og þar til verzlanir loka kl. 12 á miðnætti Ennfremur verður öil bíla- umferð takmörkuð á Laugavegi frá Snorrabraut og í Bankastræti ef ástæður ero til þess. Það eru eindregin tilmæli til ökumanna frá lögreglunni, að þeir, sem eiga erindl niður i bæ, velji aðra leið heldur en Laugaveginn enda er t.d. mun fljótlegra að aka niður Skúlagötu eða Hring- braut og Frikirkjuveg. Það er ekki hægt að segja annað en að jólaumferðin hafi hingað til gengið mjög vel og al menningur hefur tekið vel þe’im leiðbeiningum og reghrm, er við höfum auglýst, sagði Sverrir Guðmundsson, yfirmaður Um- ferðardeildar lögreglunnar, þeg ar Vísir átti stutt samtal við hann í morgun. „Við teljum þó sérstaka á- stæðu til þess að biðja aila veg- farendur að sýna ýtrustu varúð einkum þó ef hálka verður á göt um borgarinnar," sagði Sverrir Þegar líða tekur á daginn má búast við miklum fjölda fólks á götum borgarinnar einkum þó í miðbænum, jafnvel meiri fjölda, en sumar gangstéttirnar rúma. Rfður því á miklu að menn sýni tillitssemi og nær- Framh. ð bls. 13 MIKIL SALA ( HANGIKJÖTI í dag er „stóri dagurinn" í kjötverzlunum borgarinnar. — Strax í morgun höfðu biðraðir myndazt í verzlununum og bú- ast má við mikilli ös í allan dag. Magnús S. Magnússon, verzl- unarstjóri í Kjöt & Grænmeti, sagði f stuttu viðtali í morgun, að salan fyrir þessi jól væri með meira móti og í dag mundi verða selt mjög m’ikið af hinum gómsæta veizlumat, sem kjöt- búðimar geta nú boðið upp á í miklu úrvali. „Jólahangikjötið er alltaf núm er eitt“, sagði Magnús, „og það verður það áréiðanlega um ó- komin ár“. — Og annað, sem fólk kaupir mikið? „Svínakjöt ýmiss konar, rjúp- ur vilja margir alltaf á jólaborð- ið og gæsir og hænsnakjöt eru m’ikið að vinna á“. Magnús sagði okkur að jóla- hangikjötið hefði verið rifið út jafnóðum og það hefði komið í búðina, reykofnamir f reykhús- inu væra orðnir of litlir, en það stæði til bóta á næstunni. Hann sagði einnig, að innkaupamáti viðskiptavinanna væri mjög mis jafn, sumir keyptu í nóvember- lok og desemberbyrjun til jól- anna, en aðrir geymdu ’innkaup þar til á sfðustu stundu, en þar kæmi líka til misjöfn að- staða til að geyma matvæli heima. Magnús S. Magnússon (t.h.) verzlunarstjóri og Sig. Bjama- son f Kjöt & Grænmeti með hluta af jólamatnum á boðstól- um. NÝ FLJÓTVIRK MIÐUMARAÐFERD NÆR MJÖG VEIKUM SENDINGUM — Merkileg uppgötvun íslenzks rufmugnsverkfræðings Carl Jóh. Eiríksson Ungur íslenzkur rafmagns- verkfræðingur, Carl Joh. Eiriks son, hefur fundið upp nýja mið- unaraðferð f sambandi við fær- anlegar hlustunarstöðvar á landi, sem bæði gerir miðanir fljótlegri og nær veikari hljóð- um. Þessi aðferð er einfaldari en venjulega aðferðin og bygg- ist á öðrum rafmagnsfræðilög- STÁLU VERÐMÆTUM AÐ FJÁRHÆÐ UM 40 ÞÚS.KR. Rannsóknarlögreglan hefur handtekið tvo unga menn, sem játuðu að hafa brotizt inn í verzlun s.I. föstudag og auk þess stolið allhárri peningaupphæð úr húsi hér i borg daginn áður. Innbrotið höfðu piltarnir fram ið í verzlun að Búðargerði 9 og stálu þaðan tóbaksvörum fyrir rúmlega 4 þúsund krónur. Daginn áður höfðu þeir stolið 18 þús. krónum i peningum úr húsi einu hér í borg og þar að auki bankabók með 17 þús. kr. innistæðu Ekki höfðu þeir gert neina tilraun til þess að ná pen ingum út úr bókinni, en pening- unum vora þeir að langmestu leyti búnir að eyða þegar þeir voru handteknir. Áttu þeir að- eins 1600 krónur eftir. Þjófamir eru báðir ilm tvítugt og hafa áður komið við sögu hjá lögréglunni. málum en hún. Carl er að ljúka við mjög ýtarlega greinargerð, þar sem aðferðin og lögmálin á bak við eru skýrð. Mun hann flytja úrdrátt úr greinargerðinni á fundi í Rafmagnsverkfræðinga féiaginu, og jafnframt mun hann líklega sækja um einka- Ieyfi á þessari aðferð. Vísir náði tali af Carl og spurði hann um þessa nýju miðunaraðferð. — Það var eiginlega tilviljun, að ég datt niður á hana. Ég var að undirbúa þátttöku í ,,refa- veiðum" félags radíóamatöra en það er keppni í að miða út sendi stöð. Ég ætlaði upphaflega að nota venjulegu aðferðina. Þá datt mér i hug, að prófa eitt- hvað nýtt, sem ég gerði, og datt að lokum niður á þessa aðferð. Þetta var í seinni hluta október. — Ég reyndi aðferðina við ýmis skilyrði og byggði jafn- framt upp teorxuna á bak við hana. Svo fór ég í keppnina með japanskt útvarpstæki af næstminnstu gerð, sem ég hafði útbúið fyrir þessa aðferð. Ég náði þegar í upphafi fyrsta merki sendistöðvarinnar, sem aðrar hlustunarstöðvar í keppn- inni náðu ekki, og ég held að ég hafi unnið keppnina á þeirri miðun. — Venjuleg hlustunartæki nota spólu eða afbrigði af spólu með kjarna í við loftnetið til þess að taka við merkjum, sem stafa frá segulsviðinu. Þegar þessi aðferð er notuð, þarf að auki að nota svonefnda „sense“- aðferð til þess að velja á milli tveggja átta, sem fundnar eru með venjulegu aðferðinni. Nýja aðferðin sameinar þessar tvær, þannig að rétta áttin finnst á augabragði. Þá er engin spóla Framh. 13. síðu. 1 DAGUR TIL JÓLA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.