Vísir - 23.12.1964, Blaðsíða 13

Vísir - 23.12.1964, Blaðsíða 13
VlSIR . Miðvikudagur 23. desember 1964. 13 Á sjúkrahúsi - Framhald af bls. 5. um af nýjum sjúklingum. Nú liðu dagarnir hver öðrum lík’ir, þar til sjötta janúar eða á þrettánda, að Ólafur Magnús- son, húsvörður, kom með tvær litfilmur um kvöldið. Vakti það mikla ánægju. Næstu daga fóru að sjást sjúklingar á göngunum, sem ekki höfðu haft fótavist vikum saman, og er það alltaf gleð'iefni. Að lokum vil ég færa lækn- um, hjúkrunarkonum og starfs- fólki öllu mínar innilegustu þakkir fyrir veitta hjálp og alúð alla. Ég vil einnig færa þakk’ir þeim mönnum, sem voru braut- ryðjendur þeirra menningar- framfara, sem er Sjúkrasamlag ið og Tryggingarstofnun rík'is- ins. Okkur er tamt að tauta og nöldra sí og æ, vegna þeirra skatta, sem á okkur eru lagðir, en gleymum hins vegar oftar að virða það að verðleikum, sem vel er gert og meta það sem v'ið fáum fyrir skattpeninginn. Greiðum því gjöld okkar til Sjúkrasamlagsins og Trygging- arstofnunarinnar með glöðu geði, því þau gjöld fáum við margendurgoldin. Sigrún Gísiadóttir. Borði — Framh. af bls. 16 sigldi á Barða í svartaþoku og nátt myrkri. Gekk stefni þess inn i bak borðshlið Barða 2-3 m. fyrir fram an brúarhornin og kom þar þriggja metra löng rifa. Þá er frammastrið laskað og nokkrar skemmdir urðu á siglingatækjum og brú. Lestarnar fylltust af sjó á svipstundu en dráttarbátar komu á vettvang og komu honum í þurr kví til viðgerðar. Fjárlögin — Framhald af bls. 1 Af A-lista Sigurður Bjamason, Magnús Jónsson og Sigurður Ingimundarson, af B-lista Ólaf ur Jóhannesson og Ásgeir Bjarnason Varafulltrúar voru kjömir þeir Matthías Á Mat- hiesen, Ölafur Björnsson, Birg ir Finnsson, Helgi Bergs og Jón Skaftason. Á þessum sama fundi var kos , in 7 manna nefnd til að úthluta listamannalaunum og vom þess ir kjömir: Af A-lista Sigurður Bjarnason, Bjartmar Guðmunds son, Þórir Kr. Þórðarson og Helgi Sæmundsson. Af B-lista Halldór Kristjánsson og Andrés Kristjánsson og af C-lista Ein ar Laxness. í fundarlok kvaddi þingfor seti, Birgir Finnsson, þingmenn óskaði þeim gleðilegra jóla og bað þess, að þeir mættu heilir hittast á nýju ári. Eysteinn Jónsson þakkaði for seta, óskaði honum og fjöl- skyldu hans gleðilegra jóla og farsæls nýs árs og tóku þing menn undir það, með þvl að rísa úr sætum. Ifmferð — Framhald af bls. 16. gætni I umferðinni og gang andi vegfarendur tefji sem minnst fyrir umferðinni með því að fara yfir götur aðeins þar sem merktar gangbrautir em. Á morgun má búast við mik illi umferð um Miklatorg og em það tilmæli lögreglunnnar, að ökumenn athugi að raða öku tækjum sínum á báðar akreinar þannig að „nýting“ þeirra verði meiri t.d geta þeir ökumenn sem koma Hringbraut að vest an og ætla inn Mikiubraut far ið hvora akrein sem er. — Vegna hinnar miklu umferðar I Gleðileg jóll r Kambskjör Kambsvegi 18 dag ætti það að vera aðalregl an hjá fólki, sem fer i verzlunar ferð I miðbæinn á bíl, að finna gott bílastæði ganga þar vel frá bílnum og ganga síðan milli verzlana. Miðunarstöð — Framh. at b!s. 16 notuð I sambandi við loftnetið, heldur er það útbúið með sér- stöku lagi, sem gerir þetta kleift. Það byggist á sameiginlegum áhrifum rafsviðs og segulsviðs, en það er flókið mál að skýra út. — Þessi aðferð hefur mest gildi fyrir færanlegar hlustunar- stöðvar, einkum þær sem gang- andi menn bera. Það byggist á því, hversu fljótvirk hún er og hvað hún nær veikum sending- um. Hins vegar er hún ekki eins nákvæm og gamla aðferðin, og getur það oft verið galli. Svo virkar hún ekki á Iangbylgjum og neðri hluta miðbylgja. Hún er mjög viðkvæm og erfitt að nota hana um borð I skipum, þar sem mikið er af málmi og tækjum, en hún virkaði aftur á móti I tréskipum. Hún ætti að geta náð betur en aðrar aðferðir úr landi neyðarsendingum litilla og veikra talstöðva I gúmbát- um. — Ég veit ekki til þess að þessi aðferð sé notuð neins stað ar. Þegar ég fann hana, fór ég að rifja upp fagbækurnar og leita I ýmsum nýjum bókum, en hvergi var minnzt á hana. Ég settist þá niður við að semja þessa greinargerð, en þar eru mjög ýtarlegar skýringar á raf- magnsfræðilögmálunum, sem þessi aðferð byggist á. Ég reikna með, að þær komi fyrst fram I úrdrætti, sem ég geri úr grein argerðinni fyrir fund I Raf- magnsverkfræðingafélaginu. Svo má búast við því, að ég sæki um einkaleyfi á þessari aðferð. — Útbúnaður við þessa að- ferð er mun einfaldari en við> gömlu aðferðina og það er eig-i inlega skrítið, að engumr-ákuli; hafa dottið þetta I hug áður, sagði Carl að lokum. Gjafabók AB Gjafabók Almenna bókafélagsins í ár, sem verður Kvæðakver Egils Skallagrímssonar, verður ekki til- búin fyrir jól vegna ófyrirsjáan- Iegra tafa I bókbandi. Hins vegar verður hún tilbúin milli jóla og nýárs. Heildarútgáfa Ijóða Einars Benediktssonar Út er nýlega komið kvæða- safn Einars Benediktssonar I til- efni af aldarafmæl'i skáldsins. Er það útgáfufélagið Bragi, sem stendur að baki þessu nýja vand aða heildarsafni kvæða Einars. Eru hér endurprentuð kvæða- söfn Einars Benediktssonar, en auk þess eru I bókinni þýðing hans á Pétri Gaut og ljóðaþýð- ingar úr erlendum málum. Er mikill fengur að því að fá ljóð Einars Benediktssonar öll prentuð I einni bók. Prófessor Sigurður Nordal ritar ítarlegan formála um Einar og skáldskap hans. Pétur Sigurðsson háskóla- ritari bjó bók'ina til prentunar. Ritar hann einnig eftirmála að safninu. . Þetta er önnur heildarútgáfan af ljóðum E'inars Benediktsson- ar, en sú fyrri kom út 1945. Þessi nýja útgáfa er um 800 Einar Benediktsson blaðsíður að stærð og er bókin öll hin vandaðasta að ytri gerð. Sprenging / Coca Cola verksmiBju ^'^‘'Sþrengtng varð í gær i verk- ' smíj5junni Vlfilfelli, bar sem hið ' kunna Cóca-Cola er framleitt. Ekki varð slys á mönnum og framleiðslan tefst lítið af þess- um sökum. Hins vegar urðu nokkrar skemmdir innanhúss og rúður brotnuðu i húsinu. Það var skömmu eftir hádegi I gær, sem sprengingin varð í katli. Upptökin eru talin vera þau, að einhver bilun muni hafa orðið í rafmagnskerfinu, þannig að gas náði að myndast, þannig að úr varð allmikil sprenging. Sem betur fór var enginn nálægt katlinum. Fjórar rúður.á neðri hæðinni brotnuðu og nokkrar á efri hæðinni sprungu. Þá munu einnig hafa orðið lítilsháttar skemmdir á bíl, sem stóð fyrir utan. Þessa dagana er geysilega mikið að gera við framleiðslu á Coca-Cola og er því hver klukkustund fyrirtækinu dýr- mæt. Skömmu eftir að spreng- ingin varð, var farið að vinna við að lagfæra skemmdirnar og koma verksmiðjunni I gang aft ur, og var búizt við að því verki lyki nú I morgun. þ i n g s j á V í s i i s þingsjá V i s í s þingsjá Vísis Fjárlög 1965 — Kosið í bankaráð o.fl. 1 gær var seinasti fundur sam- einaðs þings fyrir jólaleyfi. For- sætisráðherra, Bjami Benedikts- son, mælti fyrir þáltill. um frest- un á fundum Alþingis, allt til 1. febrúar, en þó sé þingið kallað saman fyrr ef þurfa þykir. • Þá voru fjáraukalög fyrir 1963 afgreidd sem lög frá Alþingi. Síð- an fór fram atkvæðagreiðsla um fjárlög fyrir næsta ár og þá var kosið í bankaráð o. fl. Að lokum óskaði þingforseti, Birgir Finns- son, þingmönnum gleðilegra jóla og að þeir mættu heilir hittast á nýju ári og Eysteinn Jónsson þakkaði forseta af hálfu þing- manna. FJÁRLÖG 1965 Fjárlög fyrir næsta ár voru af- greidd sem lög frá Alþingi á þess- um fundi. Fjárveitinganefnd bar fram nokkrar breytingartillögur Við frv. við þessa umræðu og voru tillögur stjómarandstæðinga og einstakra þingmanna flestar felldar nema till. frá Benedikt Gröndal o. fl. um að veita 100.000 til undirbúnings bilferju á Hval- firði, till. frá Gísla Guðmunds- syni o. fl. um að hækka styrk rímnafélagsins til útgáfustarfsemi, svo og till. frá Sigurvin Einars- syni um fjárframlag til að reisa minnismerki um Jón Thoroddsen á Reykhólum. Niðurstöðutölur fjárlaga eru eft ir breytingar I meðförum Alþing- is þessar samkv. rekstraryfirliti: Tekjur 3523 millj., gjöld 3301 m'illj. og rekstrarafgangur 221,2 millj. Samkv. sjóðsyfirliti eru nið- urstöðutölur þessar: Tekjur 3529 millj., gjöld 2512 og greiðsluaf- gangur rúmar 17 millj. KOSNINGAR I BANKARÁÐ O. FL. Þá var I gær kosið I hin ýmsu ráð og stjórnir, sem Alþingi ber að kjósa. Var fyrst kosinn einn maður, Steingrímur Hermannsson I stjórn Áburðarverksmiðjunnar og yfirskoðunarmenn ríkisreikn- inga voru kosnir þeir Sigurður Ó. Ólafsson, Haraldur Pétursson og Halldór E, Sigurðsson. Stjóm Senientsverksmiðjunnar Kosningu hlutu: Asgeir Péturs- son, Pétur Ottesen, Guðmundur Sveinbjörnsson, Helgi Þorsteins- son og Ingi R. Helgason. Stjórn síldarverksmiðja rikisins Sveinn Benediktsson, Sigurður Ágústsson, Jóhann Möller, Ey- steinn Jónsson og Þóroddur Guð- mundsson. Varamenn: Jónas Rafnar, Ey- þór Hallsson, Sveinn Þorsteins- son, Jón Kjartansson og Tryggvi Helgason. Bankaráð Framkvæmdabankans Jóhann Hafstein, Davíð Ólafs- son, Gylfi Þ. Gíslason, Eysteinn Jónsson og Karl Guðjónsson. Varamenn: Gunnlaugur Péturs- son, Jón Sólnes, Eggert Þorsteins son, Eirikur Þorsteinsson og Kristján Andrésson. Bankaráð Búnaðarbankans Jón Pálmason, Friðjón Þórðar- son, Baldur Eyþórsson, Hermann Jónasson og Ásgeir Bjarnason. Varamenn: Ólafur Bjarnason, sr. Gunnar Gíslason, Jón Þor- steinsson, Ágúst Þorvaldsson og Jónas Jónsson. Endurskoðendur: Einar Gests- son og Guðmundur Tryggvason. Sildarútvegsnefnd Jón L. Þórðarson, Erlendur Þor steinsson, Jón Skaftason: • Varamenn: Guðfinnur Einars- son, B/-gir Finnsson og Eysteinn Jónsson. Bankaráð Seðlabankans Birgir Kjaran, Jónas Rafnar, Jón Axel Pétursson, Sigurjón Guð mundsson og Ingi R. Helgason. Varamenn: Ólafur Björnsson, Þorvarður J. Júlíusson, Emil Jóns son, Jón Skaftason og Alfreð Gíslason. Bankaráð Landsbankans Ólafur Thors, Gunnar Thorodd- sen, Baldvin Jónsson, Stéingrím- ur Steinþórsson og Einar Olgeirs- son. Varamenn: Matthías Á. Mathie- sen, Sverrir Júlíusson, Guðmund- ur Oddsson, Skúli Guðmundsson og Ragnar Ólafsson. Endurskoðendur: Ragnar Jóns- son skrifstofustjóri og Guðbrand- ur Magnússon. Bankaráð Útvegsbankans Björn Ólafsson, Guðlaugur Gíslason, Guðmundur í. Guð- mundsson, Gísli Guðmundsson og Lúðvík Jósefsson. Varamenn: Gísli Gíslason, Valdi mar Indriðason, Hálfdán Sveins- son, Björgvin Jónsson og Halldór Jakobsson. Endurskoðendur: Björn Síep- hensen og Karl Kristjánsson. m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.