Vísir - 23.12.1964, Page 5

Vísir - 23.12.1964, Page 5
V í S I R . Miðvikudagur 23. desember 1964. húsi um jól 02 áramót Ég er ein af þeim, sem geta hrósað því happi að hafa sjaldan þurft á sjúkrahúsvist að halda. Ég hafði ekki nema einu sinni legið í sjúkrahúsi og síðan var Iiðið á fjórða tug ára, þegar ég var lögð inn á Borgar- spítalann í Reykjavík til rannsóknar síðla árs 1962. Þar sem ég hafði fulla fóta- vist, kynntist ég ástandi þvf er ríkti í sjúkrastofunum. Þarf ekki að lýsa því, það er flest- um kunnugt. Mér til dægrastyttingar skrifaði ég dagbók og birti ég hana hér Ég var lögð inn á spítalann þann 22. desember. Það fyrsta sem ég mætti er ég gekk inn ganginn voru hjúkrunarkonur, sem voru að aka út líki einnar gamallar vinkonu minnar, sem ég viss'i að hafði legið þarna. Það átti að verða mitt fyrsta verk að heimsækja hana, er ég kom á spítalann, en — þess var ei lengur þörf. 23. desember bar upp á sunnudag. Það var enginn helgi- blær á spítalanum þennan dag þó helgur væri, því allt starfs- fólk'ið var í óða önn að undir- búa jólahátíðina og lá þar eng- inn á liði sínu. Sjúklingar tínd- ust fram á ganginn til að fylgj- ast með og mátti þar lesa eft'ir- væntingu úr hverju andliti. 24. desember. Nú var runninn upp aðfangadagur. Á sjúkrahús- inu var orðið mjög jólalegt. Fólk flykktist að í he'imsókn og alls staðar lágu jólapakkar, þá voru bornir á hvert borð á sjúkrastofunum grenilurkar með kerti og greinum ásamt fullri skál af ávöxtum og alls konar sælgæti frá spítalanum. Mikil vinna hefur legið á bak við það. Að loknum kveldverði, sem hæft hefði höfðingjum, var kve'ikt á jólatrénu og söfnuðust umhverfis það starfsfólk og sjúklingar af báðum deildum, konur og karlar, ungir sem gamlir, einnig tóku allir, sem komu í he'imsékn, þátt í jóla- gleðinni. Við röðuðum okkur kring um jólatréð og sungum jólasálma og má segja, að þá söng hver „með sínu nefi“, því ekkert var hljóðfærið. Þannig ætti það að vera Við allar guðs- þjónustur Auðheyrt var, að hver söng einni® með sínu hjarta. Allir voru sem ein sál, þó persónuleg kynni væru ekki. Svona sameina jól'in okk- ur mennina, slíkur er kraftur þess boðskapar, sem þau færa okkur. — Ekki stóð á veiting- unum, sem voru eins og bezt verður á kosið. 25. desember, jóladagur, rann upp bjartur og fagur, svo veðr- ið gerði sitt til þess að auka á jólagleðina. Klukkan 11 var guðsþjónusta, séra Jakob Jóns- son, sóknarprestur, kom til okkar og flutti messu. Allir, sem gátu úr rekkju risið, voru viðstaddir, hinum, sem ekki voru sjálfbjarga var ekið á stólum fram á ganginn. Har- monium var fengið að láni ut- an úr bæ og nokkrir félagar úr Karlakór Reykjavíkur komu t'il okkar til að punta upp á söng- inn. Presturinn lagði út af starfi Jesú, sem hins mikla læknis og líknara. Féllu þau orð vel við þenna stað, þar sem læknar og hjúkrunarlið er ávallt reiðu- búið til líknar og hjáípar hinum sjúku og hrjáðu. Þessi stund verður mér ógleýmanleg, ekki hafði mig nokkurn tíma dreymt um það, að ég ætti eft’ir að vera við guðsþjónustu á nátt- kjól og inniskóm. Að lokinni messu, var borinn fram hádeg- isverður, kræs’ingar að vanda. Heimsóknir voru miklar þessa dagana og ekki var amazt við því þó gestir sætu fram yfir ákveð'inn heimsóknartíma, því nú voru jólin. En verið þess minnug, að árið er langt, hjá þeim sem liggur langdvölum og bíður úrskurðar, þá er hver heimsókn sólargeisl'i. Um kvöld ið var safnazt saman kringum jólatréð og nú höfðum við hljóð færi. Þó engar væru nótnabæk- ur, tókst cand. med. Ólafi Jóns- syni prýð'ilega að vera organ- isti. Hann lék á hljóðfærið, nótnalaust eftir pöntun jóla- sálma og jólaleiki. Þegar fólk var farið að þreytast, tíndist það aftur í bólin sín. Þá var veitt súkkulaði, kaffi og kaldir drykkir eftir óskum með alls konar dýr'indiskökum, svo lengi sem fólk hafði lyst á. Sjúkling- um var leyft að vera á rölti fram eftir kvöldi, eins og hver hafði krafta til. Sem fyrsti jóladagur rann annar upp bjartur og fagur. Það þarf ekki að taka fram að alla helgidagana gengu skyldustörfin samkvæmt áætl- un, sem aðra daga. Allir gengu að vera glaðir og ánægðir. Það er nægileg jólagjöf að vera inn- an um svona gott fólk, sem sí- fellt er reiðubúið að leysa hyers manns vanda af slíkri alúð, sem þarna var gert. 27. desember var fimmtu- dagur. Nú skipti spítalinn nokkuð um ham. Sjúklingum hafði verið hlíft við rannsókn- um um helgidagana og núna var yc og þys á öllum stofum og göngum. Tekið var blóð og hjartalínurit, mæld efnaskipti og blóðþrýstingur, fólk metið og vegið og hvað það nú heitir allt saman. 28. desember léið svipað þeim næsta á undan. Sjúklingar komu og fóru, sumir alla leið yfir landamærin miklu. Ég þurfti að bregða mér í myndatöku, en hún fór fram á slysavarðstof- unni. Mátt'i þar sjá margan manninn með gipsumbúðir. Hjá mér sat á bekk ung móðir með níu mánaða gamla dóttur sína, fallega og hraustlega. Hvað gat amað að henni? Bróður hennar hefur vist fundizt hún girnileg til að leika sér að og haldið að hún væri brúða, hann fór svo að athuga hvernig væru eigin- lega festir handleggirnir á svona veru, en það tókst ekki betur en svo að hann togaði nokkuð hastarlega í handlegginn, svo flytja varð litlu stúlkuna I , slysavarðstofuna og taka mynd af handleggnum. Læknar ájitu að um 'tognun væri að ræðá Svona gengur það, að vandratað er meðalhófið. Piltar mega ekki verða of skotnir í litlum systr- um, þó þær séu fallegar. 29. desémber leið sem aðrir dagar. Miklar annir hjá starfs fólki, allt fægt og fágað þvi nú skyld'i fagna nýju ári. Mér voru tjáðar orsakir sjúkdóms þess er hrjáði mig og mátti ég vel við una samanborið við aðra, er þarna áttu Vist. 30. desember var sunnudag- ur. Þó skyldustörfin séu unnin jafnt helga daga sem virka, finnur maður þó dagamun. íburður meiri í mat og heim- sókn'ir miklu meiri. Með mér lá lítil og geðþekk stúlka, prestsdóttir, vestan úr Dölum, Eftir Sigrúnu Gísladóttur sýndi hún mikið þolgæði og stillingu, sem gerði sitt til að hjálpa henni til sigurs, hún var tíu ára. í næstu stofu lá önnur lítil stúlka, átta ára. Kallaði ég þær stúlkurnar mínar og sagði þeim stundum sögur á kvöldin, sem þær höfðu mikla ánægju af. 31. desember. Gamlársdagur. Ég held að hver maður auðg- aðist að mun, sem gæti gefið sér tima til að fylgjast með rlsandi degi á slíkum morgni, sem þessi var, og svo má raun- ar segja um þá flesta, meðan ég dvaldist á spítalanum. Minn- isstæð tlð þenna desember- mánuð. Svarta fjallahnúka bar við blágrænan himininn undir afturelding. Þegar nær leið sól- arupprás færðist bleikrauð Utan við glugga sjúkrahússins loga ljós jólanna. slikja yfir austurloftið, sem efldist I síbreytileg Ijósbrigði yfir I gullrauðan bjarma, sem sló purpurarauðum fölva á fjallgarðana. Ég fann til með þeim, sem lágu rúmfastir og gátu eigi notið þessarar dýrðar. TVTú er kominn morgunverður og er hann alltaf vel þeg- in. Allir læknar á stofugangi. Miklar heimsóknir. Svo leið dagurinn til klukkan 17, en þá var kveikt á öllum kertum og hátíðarmaturinn fram borinn, fyTsta flokks að vanda. Að máltíð lokinni flykktust að gestir og var heimsókn 1 meira Iagi. Nú var safnazt saman að jólatrénu sjúklingar, starfsfólk og gestir og var sungið við raust. Ólafur Jónsson cand. med., sem áður er minnzt, var þar kominn með harmoniku og virtist jafnvígur á hana, sem orgelið, sannkallaður galdra- maður. Ólafur Magnússon frá Mosfelli, semér þarna húsvörð- ur, kom upp til okkar og söng álfasöngva. Mátti því segja, að hæg væru heimatökin. Við stofnuðum þjóðkór á stundinni, sem söng viðlögin og nú færðist heldur líf I mannskapinn. Dans- að og sungið og farið I leiki. M.. er til efs að víða hafi verið meira fjör og glaðzt innilegar en þarna var gjört, þó margir sætu í ytri hring I hjólastólum og létu sér nægja að vera á- horfendur. Það mátti líka sjá gleðina á ásjónum þeirra. Um klukkan 22 fóru gestir að tínast burt, en sjúklingar tóku sér hvíld eftir dansinn. Þegar leið að áramótum, mátti sjá fólk fara að tínast fram á ganginn til að njóta Ijósadýrðarinnar, sem hvarvetna blast'i við og Ifkust var æfintýri. Álfabrenn- ur töldum við sjö, frá okkur séð, og þegar flugeldamir þeyttust um loftið var sem himinn og jörð loguðu. Af Borgarspítalanum er sjóndeild- arhr'ingurinn sérlega hár og víður, og nutum við þess í rlk- um mæli. Að lokinni klukkna- hringingu um áramótin gengu allir t'il náða, sem ekki voru áður gengnir og algjör kyrrð færðist yfir spítalann, en hvað bærðist I brjósti hvers eins, verður aldrei skráð. — Það hvarf með h'inu líðandi ári f skaut aldanna. Árið 1963 er runnið upp. Hann var hljóður nýársmorg- unn að vanda og viðbrigðin mikil frá kvöldinu áður, þegar borgin iðaði af hreyfingu um- ferðarinnar og eldar loguðu hvert sem litið var. Loftið var sem Ijóshaf. Þó var sú ljósa- dýrð léttvæg móti því samspili him’ins og jarðar, er blasti við hvern morgun og sem ég hef reynt að lýsa. Hvað fegurst finnast mér Ijósabrigðin um vetrarsólhvörf. Þessi dagur leið sem aðrir I sjúkrahúsinu, nema hvað héimsókn var I minna lagi, en það skiljum við öll, að marg- ur þarf að sofa út á nýársdag. Annan janúar voru miklar annir hjá læknum og hjúkr- unarkonum. Rúm, sem tæmdust fyrir hátfðirnar fylltust nú óð- Framh. ð bls. 5

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.