Vísir - 23.12.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 23.12.1964, Blaðsíða 9
V 1 S IR . Miðvikudagur 23. desember 1964. og jólahald nútímans opnaður aftur fyrr en klukkan 6 á jóladag. Ef til þess kæmi að lögreglan þyrfti að taka ein hvern úr umferð, sem ég vona að verði ekki, þá verður hann að láta sér nægja kjallarann hjá okkur. Persónulega get ég sagt að á jólunum fer ég í heimsóknir til vina og ættingja, ef til vill til messu á jóladag og á sunnu- daginn býst ég við að fara út í Neskirkju til þess að hlusta á lögreglukórinn syngja þar. Jólahaldið sjálft finnst mér hafa breytzt talsvert slðan ég var að alast upp. Vonandi verð ur hvít jörð á jólunum, en mér finnst vanta mikið ef við höfum ekki snjó um jólin. Eitt er það líka, sem mér finnst sér staklega gott við jólin, þá er ýmislegt gert og lagfært, sem aldrei myndi verða gert ann- ars Þess vegna mættu vera jól tvisvar á ári“. Hrafnhildur Skúladóttir, kennaraskólanemandi. „Undirbúningurinn fyrir jólin er alla að drepa. Ég er í skóla, þá byrjar tilhlökkunin strax. þegar maður fær jólafríið, Þegar það byrjar er nóg að gera, verzla og verzla og gera hreint. Um jólin er svo hægt að hvíla sig og hafa það gott og lesa bæk ur. Svo er farið í jólaboð, vinir og ættingjar heimsóttir. Mér finnast allar gjafir vera komnar út í öfgar, en þrátt fyrir allt vesen og umstang, vil ég ekki halda að tilgangur jólanna sé gleymdur, t. d. halda prestarnir því fram að aldrei sé meiri kirkjusókn en á jólunum. Sjálfri finnst mér mjög hátíðlegt að fara í kirkju um jólin og geri það þegar ég kem því við“ Sigurður Briem, fulltrúi í Menntamálaráðu- neytinu. „Venjulega kemur fjölskyld- an saman kl. 6 á aðfangadags- kvöld, þá er jólamaturinn borð- aður, síðan er dansað í kring um jólatréð og síðan gengur allt eftir venju. Tíminn fer í að lesa bækur, sem maður hef- ur e.t.v. fengið í jólagjöf, lítið er farið nema til kunningjanna og stundum er farið I leikhús um jólin. Mér lízt vel á jóla- leikritin, ég veit ekki að vísu hvernig leikrit Þjóðleikhússins verður en mér er sagt, að þetta verð anzi skemmtileg sýning nú hjá Leikfélaginu, það er gamalt og þekkt le'ikrit, sem ég hef séð áður og vafalaust verð- ur gaman að sjá það, Mér finnst ekki mikið af þessari eiginlegu jólagieði. Húsmæðurnar slíta sér út á því að gera hreint og setja i stand og allt of mikið er hugsað um gjafir. Jólin eru orð- in aðalvertíðin hjá kaupmönn- unum“. Auðnustundir \ Birgir Kjaran. — Bók- fellsútgáfan 1964. Bók þessi er sundurlausir kaflar um ísland, náttúru þess lifandi og dauða, og ekki sízt ýmsa íslendinga, lífs og liðna. Birgir er ímynd borgarbúans í 2. eða 3. lið, sem leitar upp- runa síns frá ys og þys borgar- innar á vit landsins, sem ól kyn stofninn í meir en þúsund ár. Þó engan veginn á flótta frá önn og starfi, heldur til þess að öðlast nýjan þrótt til fjöl- þættra starfa. Höfundurinn er um margt sérstæður, stórkaup- maður, bókaútgefandi og fagur keri. Ungum að aldri hlotnast honum mikill trúnaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, gjör- ist alþingismaður, og á á þessum vettvangi vísan frama. Hann dregur sig í hlé, þegar aðrir hefðu farið að renna hýrum aug um til ráðherrastóls. Hann blandar geði við Björn á Löngu mýri, þennan sérstæða þing- bónda Framsóknar sem engan veginn telur sig neina senditík síns eigin flokks — og þó meiri framsóknarmann en alla hina til samans. Þegar menn, sem standa Birgi jafnþrepis í þjóð- félagsstiganum, Iáta öldurhús- eigendur stórborganna draga úr pússi þeirra stórgróða veltiára, þá axlar Birgir staf sinn og skreppu og arkar upp á Hof- fellsjökul í leit að fágætum steinum, norður í eyðibyggðir Homstranda, eða á vit Jochums i Skógum, Hannesar á Núps- stað og Gísla á Melhóli. Tjaldið verður höfundi hugljúfara nátt- ból en hinum dýrustu hótel handan hafs. Enginn skyldi þó ætla Birgi neinn meinlætamann heima eða heiman. Nei, þetta líf er honum lífsnautnin sanna. Kaflarnir eru mjög misjafnir að stíl og áferð. Þegar bezt lætur, fellur mál afbragðs vel að efni, Frásögnin verður seið andi, og lesa má milli línanna það ósagða, t. d. Svipazt um á Horni. Rabb við ólíkustu menn Iætur Birgi vel. Hann fær þessa menn til þess að segja sög ur. Hannes á Núpsstað gefur okkur afbragðs lýsingu á úti- gangsfénu í Eystrafjalli, sem hélt velli vel eina öld. Gísli á Melhóli rifjar upp frásagnir um skipreika liðinna tíða, þessum merka þætti í sögu suður- strandar Islands. Seladrápið i Kúðafljóti er lifandi. Þjóðar- íþrótt okkar — sem fyrrum var alþjóðleg og þióðhöfðingjum sæmandi — að taka í nefið, fær verðugan sess. Tóbaksrákin á vinstra handarbaki, pontan í þeirri hægri, dokið, fullkomin ró. Hér er ekkj taugaspenna sígarettuþrælsins og fum. Skyldu nokkurn tíma hafa verið tvær meiri andstæður en Árni Thorsteinsson og Sigurð- ur Berndsen Af báðum eru dregnar skýrar svipmyndir í fáum dráttum. Það var annars þjóðarógæfa, að örlögin skyldu ekki beina Sigurði inn á vett- vang ritaðs máls í stað þess að eyða snilligáfum sínum í fjár- málavafstur, sem kannske var ekki ætíð vammi firrt. Aldrei hef ég lesið með meiri athygli nokkur eftirmæli en úr penna Sigurðar um pókerspilarann, sem stóð meistaranum á sporði í þessari íþrótt, sem Sigurður dáði svo mjög. Því er ekki að leyna, að sum ir kaflarnir eru samanbarðir, ekki nóg unnir. Þetta er leitt og algjörlega óþarfi. Það sýna beztu kaflarnir. Ofnotkun ákveð ins greinis með sérheitum þykir mér hvimleið. Að vísu getur hann gefið málinu sérstakt blæbrigði, en aðeins endrum og eins. „Ábúðarréttur meðan hún lifir“. er á íslenzku lifstíðarábúð. Ut er nú komið þriðja bindi af ritsafni Grétars Fells, skálds: „Það er svo margt“. Fjallar það eins og hin fyrri tvö hefti um djúpspeki og er þar margt að finna, sem hingað til hefur verið hulið hulu leyndardómsins og þagnarinnar. Mun mörgum þykja forvitnilegt að kynnast lífsviðhorfum þessa merka sam tíðarmanns. I bókinni eru tuttugu og þrír kaflar og nefnast þeir: Villigöt- ur nútímans Þroskagildi Guð- spekinnar, „Þriðja augað" Tvisvar stendur á sömu blað- síðu „að bera mér“ í stað fyrir mig. Þetta rifjar upp söguna um útreiðartúr Jóns Þorkelsson ar, rektors, með biskupsfrúnni. Jón var lærður latínumaður og sleppti gjarnan forsetnipgum að hætti Rómverja. Þorleifur H. Bjarnason sagði söguna, og benti okkur á, að slikt hefði mátt valda misskilningi. Raun- ar drógum við í efa, að skiln- ingur Þorleifs væri sá rétti, en ekki lét gamli maðurinn af sinni skoðun. Kváði meiðir mit Skaft fellska málskyn. Bæjarnafnið Hemra verður Hemla Fyrri bærinn er í Skaft ártungu, en hinn í Ut-Landeyj- um I registri er tvisvar vísað skakkt til blaðsíðna Bókin er skreytt ljósmyndum, nokkrum í litum. Flestar hefur höf. tekið, en ekkj er getið, hver hefur tek ið hinar. Bót væri að mynda- registri. Atli Már hefur teikn- að kápu og bókarskraut. List- rænt handbragð er á því, sem hans er von og vísa. Að lestri bókar þessarar Iokn um, dylst engum sú mikla lífs fylling, sem höfundi hlotnast af samvistum við land og nátt- úru þess. Ef bók þessi fengi opn að augu sem flestra fyrir dá- semdum náttúrunnar, sem eru við hvers manns fótmál, bara ef vilji og hugkvæmni eru til „Hvítir töfrar", Endurholdgun- arkenningin sækir fram, Siðir og siðleysi, Æðsti presturinn, Af jörðu skaltu aftur upp rísa, Laun hófsins, Trúin á Guð og trúin á manninn, Hugur og heimur, Guðmann hinr. ungi, Táknfræði leikja, Þroskagildi daglegs lífs, Vaxtalögmál sálar- innar, Spíritismi aldanna, Fræg- asta bros veraldar, Handleiðsla heimspekinnar, Dulspeki og dómvísi, Lífsviðhorf Guðspek- innar, Andi Indlands, Guðspeki og fagurfræði, Karl og kona í staðar, þá væri vel. Tvennt þarf til. Háskóli Islands verður að fullnægja skýlausri Iagaskyldu að mennta kennara í náttúru- fræðúm, en hefur hingað til hliðrað sér hjá. Hitt er það, að Iöggjafinn þarf að endurskoða frá rótum úreltan umráðarétt örfárra manna yfir óbyggðu landi og gæðum þess. Þegar þrír fjórðu hlutar íslendinga lifa í borgum. er viðhorf gjörbreytt frá því allir áttu heima í sveit. Það nær engri átt, að fáeinir bændur geti bægt öllum öðrum frá hverjum bröndupolli öræf- anna, svo þeir verði engum að notum, svo sem fer um Veiði- vötn. Hvaða vit er 1 þvf, að einhverjir bændur f Húnaþingi geti gert sér Seyðisá við Kjöl að féþúfu — meira að segja, þegar engrar bröndu er úr henni að vænta. Ætlar megin þorri þjóðarinnar að láta sér lynda, að aðeins bflvegurinn sé þeim heimill. Man enginn aug- lýsingar þeirra Mosdælinga um hreint bann vegfarendum að stíga fæti út fyrir þjóðveginn til Þingvalla? Þjóðir, sem þó virða einkarétt manna mest, hafa löngu komið til móts þarfa alþjóðar í þessum efnum. Má þar nefna Bandaríkjamenn, Eng lendinga, Vestur-Þjóðverja og Svía. Jón Á. Gissurarson. ljósi Guðspekinnar. Hispurslaust eru málin rædd, en þó með fullri sanngimi og án ofstækis, og höfðað er til hins bezta í sálum mannanna. Á vorum dögum er oft mikið um öfgar og einhliða málflutn- ing, bæði í trúmálum og stjórn- málum, og mundi mörgum vera hollt að kynnast þvf, hvernig þessi höfundur stjórnar penna sínum, og skaphöfn hans við skrifborðið. Sk. Sk. Ritsafn Grétars Fells

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.