Vísir - 23.12.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 23.12.1964, Blaðsíða 15
VÍSIR . Miðvikudagur 23. desember 1964. 15 að segja við hann, að nú yrði hann að finna einhver ráð, svo að allt færi ekki í mola hjá fólkinu með allt jólahaldið, ekki bara hjá þeim, heldur öilu fólkinu í mannabyggð- um. Og hún ætlaði að segja hon- um að hún yrði ekki vitund leið, þótt það hætti að snjóa, henni væri sannast að segja sama, þótt það snjóaði ekki meira þetta árið og á næsta ári. Og nú datt henni kirkjan í hug. f>að var ekki svo ýkja langt þangað. Og hún rataði. Mamma hennar hafði einu sinni farið með hana þangað á barna- guðsþjónustu. Jæja, það var komin einhver ró yfir pabba og mömmu, þvl að þau voru að fá sér auka-kaffisopa, og mamma lét hann bragða á öllum smákökunum. Og jólatréð I hom- inu - það var eins og það breiddi út greinarnar í eftirvæntingu, biði þess að hengt væri á greinar þess allt jólaskrautið, kerti í klemmum, hjörtu og flögg og kramarhús, englahár og hvað eina, og stjama sett efst á toppinn, en jólatréð þurfti svo sem engar áhyggjur að hafa, þarna inni I hlýjunni, þótt það héldi áfram að snjóa og skafl- arnir yrðu hærri og hærri. Lísa læddist út og lokaði dyrunum hægt á eftir sér. Frammi í forstofunni fann hún belgvettlingana sína, háis klútinn og skíðafötin, úlpu og brækur, og gúmmískóna — hún fann ekki annað á fæturna. Það gerði ekkert til. Mestu máli skipti, að hún væri fljót og kæmist út áður en pabbi og mamma tækju eftir að hún væri farin. Fyrir dyrum úti nam hún staðar. Hún fékk næstum ofbirtu I augun af að sjá allan þennan snjó. En svo lagði hún af stað. Snjórinn var gljúpur og djúpur og hún varð að kafa hann, skref fyrir skref, en hún var viss um að finna kirkjuna, þótt skaflarnir næðu upp undir þak og þakið væri snævi hulið. Turninn mundi hún alltaf sjá. Lísa varð brátt rjóð í kinnum og móð — og ósköp þreytt Snjóflyksurnar loddu við fötin hennar, hárið þar sem það gægðist fram, og við augnalokin, og hún var eins og lítil snjókerl- ing, en hvað um það, hún var á leið til guðs, því að við hann þurfti hún að tala, hvernig sem allt færi. Loks komst hún til kirkjunnar, en þá kom nýtt vandamál til sög- unnar. Hún komst einhvern veginn upp tröppurnar að kirkjudyrunum, en snjónum hafði feykt að þeim, og kannske voru þær læstar. Hún var heppin að vera með vettlinga, því að nú fór hún að reyna að sópa snjóinn frá dyrunum með litlu höndunum sínum, og hafði sama lag á og hundar, sem sparka mpld aftur fyrir sig. En j>etta var seinunnið verk. Annað veifið sló klukkan í turninum, hún sló á hverjum stundarfjórðungi, en Lísa litla vissi ekkert hvernig tíminn leið. Loksins, loksins var hún búin. Hún rétti úr sér og fann til stirð- leika og þreytu í öllum líkaman- um og hún var svo sveitt, að fötin loddu við hana. Hún tók í sneril- inn og ýtti á hurðina með öxlinni og með miklum erfiðismunum tókst henni að opna hana svo, að hún gat smokrað sér inn gegnum dálitla smugu. Enn voru tvær dyr til, en það var ekkert erfitt að opna þær, og svo gekk hún inn eftir kirkjugólfinu, og fannst ákaf- lega dimmt, er hún kom svona heint inn úr snjóbirtunni, en hún var ekkert hrædd, því að hún var á leið til guðs til þess að tala við hann. Og hún hélt áfram alla leið inn að kórgrindunum, þvi að þar fyrir innan hafði hún séð prestinn standa. og mikil var undrun henn- ar, er hún sá tvö há, skínandi fal- leg kerti, sem ljós voru á. Og nú varð henni eins og léttara fyrir brjósti, en tilfinningarnar, sem nú höfðu vaknað I brjósti hennar eftir 1 gönguna og erfiðið við að sóp^ burt snjóinn voru að beina huga hennar á braut jólagleðinnar, þótt hún skildi það kannske ekki. Biarmann af kertaljósunum lagði á stórt málverk af góðum guði. t>að hákk yfir altarinu. Hún þekkti það aftur. Mamma hennar hafði einu sinni beint athygli hennar að því“ Og Lísa tók af sér blayta.ve.ttlingij ana og lagði þá'á kórgrindurnar. Og svo fór hún að tala alvarlega við myndina, því að nú yrði að hætta að snjóa. Hún ætlaði aldrei framar að biðja um neitt fyrir sjálfa sig, ef það bara hætti að snjóa, svo að allt fólkið gæti haldið áfram að hafa allt til þegar jólin kæmu, og þeir sem væru á ferð gætu komizt leiðar sinnar og tekið þátt I jólafagnaðinum. — Og eins og þú skilur, guð minn, þá verður líka að láta allan snjóinn sem kom I nótt og I dag hverfa, því að annars kemst eng- inn neitt. Lisa horfði alvörugefin á and- litið þarna uppi á veggnum og henni fannst ylui* og birta streyma frá augunum og hún var alveg viss um að guð skildi hvað hún var að biðja um. Það mundi þá hætta að snjóa. Hún gat ekki séð neitt út um rúðurnar með öllum litmyndunum á. Þær voru líka svo hátt uppi, en hún var glöð og örugg. Hún var nú búin að reka erindi sitt, en hún var allt of þreytt til þess að fara út alveg undir eins, og svo mundi guð þurfa dálítinn tíma til að ná aftur upp til skýjanna öllum snjó- kornunum, slíkur aragrúi sem var af þeim, svo að hún hnipraði sig saman fyrir framan kórgrindurnar, alveg eins og hún var vön að gera I rúminu sínu á kvöldin, þegar hún ætlaði að fara að sofa. Og hún sofnaði fljótt I öruggri frú á, að nú lagaðist allt. £ Heima' hjá henni höfðu þau upp- götvað, að Lísa var horfin. Það var mamma, sem fyrst uppgötvaði það. Hún hafði ætlað að leyfa henni að klippa hjörtu til þess að hengja á jólatréð. Hún hafði sannast að segia hlakkað til að leiðbeina henni með þetta I ár — I fyrra hafði það ekki heppnazt sem bezt, en nú var Lísa að verða svo stór stúlka, að hún átti að fara I skóla næsta haust. En Lísa svaraði ekki köllum hennar og þá fór hún inn I barna- herbergið og uppgötvaði svo, að útifatnaðurinn hennar var horfinn úr forstofuskápnum. Lísa hafði þá farið út I þetta hræðilega veður. Og mamma Lísu varð hrædd og flýtti sér inn til mannsins síns. — Pétur, Lísa er farin út — al- ein. Við verðum að leita að henni. Hann rauk á fætur — Farin út, ein, I þessu veðri — hún hlýtur að villast. Þau flýttu sér að búa sig og er út kom, fundu þau slóðina hennar. Það hafði ekki enn fennt I hana. — Það er nú ekki eins kalt og ég hélt, sagði pabbi Lísu hug- hreystandi. — Nei, sagði mamma hennar, og það snjóar ekki eins mikið og I nótt og dag. Kannske veðrið batni með kvöldinu. — Það færi betur, sagði Pétur, að hann færi að þiðna. Það er kom- inn svo mikill snjóf, að til þess að losna við hann, þarf dálitla hjálp að ofan. Og svo röktu þau slóðina alla leið að kirkjunni. — Hún skyldi þó ekki hafa farið hérna inn, sögðu þau undrandi og horfðu á dyrnar og smuguna. — En það hlýtur að vera langt síðan hún kom hér, sagði pabbi Lísu og kenndi klökkva I röddinni. Þau gengu inn I kirkjuna, og eins og Lísu, fannst þeim dimmt, er þau gengur innar, unz þau sáu háu kert in, sem logaði á, og urðu fyrir svip uðum áhrifum og Lisa litla varð, og það fór ekki fram hjá þeim, að bjarmann frá kertunum lagði á myndina yfir altarinu. Það var móðir Lísu, sem fyrst kom auga á hana, þar sem hún svaf á kókosdreglinum fyrir framan kór grindurnar. Hún horfði út — á stjörnubjartan himininn. T A R Z A N MEMW/WLE - FAR UP THE KIVER, A COVE HIPES UWSUSFECTE7 FANGEE., A FEARFUL EXFEFIEWCE.. FOK. UUKSE MAO/AI. ONLY OWE 600F THINð'S HAFFENEFTOUSIM FIVE 7A.YS- WE'VE FOUNP OUR WAY BACK.TO >" 'Z BOAT! Cuot CUAtío YA1. 6UT WE WOULFW'T BE IUTHISl MESS IF ZER.S HAFW'T FROFFEF 4 THE.RAPIO WE PK3WSEP BULVO TO V U5E EVEKY WIGHT! WK |6747| Mér þykir leitt, hvað ég hef verið til mikilla óþæginda Naomi hjúkrunarkona, segir Tarzan. Kæri Tarzan þetta er I síðasta sinn, sem þarf að búa um sár þín, þú ert svo hraustur. Nú ætía ég að spyrja þig einnar spurning ar I trúnaði, hvenær ætlar þú að hætta að kalla mig Naomi hjúkrunarkonu? Á meðan — langt upp með ánni I dimmu rjóðri felst hætta. sem enginn á von á, sízt af öllum Naomi hjúkr unarkona. Það hefur þó eitt happ hent okkur þessa síðustu fimm daga, við höfumm ratað aft ur að bátnum okkar. Já, en við værum ekki I þessum vandræðum hefði Zerbs ekki misst niður út varpið, sem við lofuðum Bulvo að nota á hverju kvöldi. — Hamingjan góða, sagði hún, hvað vildi hún hingað? — Við verðum að veikja hana, sagði faðirinn og tók litlu stúlkuna sína I fang sér og vaknaði hún við það og spurði um leið og hún horfði á andlit pabba síns, serc henni þótti svo innilega vænt um. — Er hætt að snjóa? „Hvað á hún við með þessu?“ hugsaði faðir hennar, en svaraði blátt áfram: — Nei, en það er að byrja að draga úr snjókomunni. — Það hættir alveg bráðum, sagði Lísa litla og rétti nú fram hendurnar til móður sinnar. Hún var allt I einu orðin svo glöð og langaði. til að vera enn minni en hún var, annars skipti mestu máli að verða stór, en þessa stundina var ósköp gott að vera lltil. — En af hverju fórstu hingað? Pabbi hennar og mamma vildu fá einhverja skýringu á því, að hún var þarna komin, — Ég mátti til — til þess að fá guð til þess að Líta hætta að snjóa. Hann kom þessu nefnilega af stað fyrir mig, svo að þetta var allt mér að kenna. Það fór smám saman að renna eins og ljós upp fyrir móðurinni. —• Þér að kenna — en, hvers vegna? — Ég bað um snjó vegna nýja sleðans míns á morgun, sagði Lísa og horfði á foreldra sína á víxl. En ég átti víst ekki að biðja um svo mikið. Pabbi hennar og mamma litu hvort á annað og mamma hennar tók hana I fang sér. Og svo horfðu þær á myndina af guði. Þær sáu báðar hýrt og bjart augnatillitið I skini kertaljósanna & Og það kom hláka, asahláka. Snjóinn leysti upp um nóttina og morguninn, og það urðu rauð jól þrátt fyrir allt. Veður batnaði upp úr hádeginu og afi og amma komu í tæka tíð og þá var búið að skreyta jólatréð. Og pabbi Lísu tók bílinn úr bílskúrnum, og sagðist eiga erindi I bæinn. Hann ætlaði m. a. að sækja jólagjöfina hennar Lísu. Hann talaði um þetta éins og óvæntan atburð, en þetta kom Lísu litlu ekkert óvænt. Hafði hún ekki óskað sér að fá sleða? Og svo var komið kvöld. Af því Lísa var yngst og minnst, fékk hún að taka umbúðirnar af sinni jóla- gjöf fyrst. Það var eitthvað I stór- um kassa. Hún vissi svo sem hvað I honum mundi vera — sleði, en svo reyndist vera I honum brúðu- vagn svo skínandi fallegur, að inni leg gleði lýsti upp hvern krók og kima litlu barnssálarinnar. Og nú mátti halda áfram að rigna. Og þegar amma gamla, sem var söngvin, fór að syngja gamla jóla- söngva, meðal annars alkunnan söng um jólasnjóinn fagra, sem vakti yndi i hugunum. horfðu þau hvert á annað, pabbi og mamma Lísu og hún og fóru öll að hlæja, en það hefði verið allt of flókið að fara að útskýra það fyrir ömmu af hverju þau fóru að hlæja, svo að þau Iétu kyrrt liggja. Sögulok V.V.'.W.V.V. SÆNGUR REST-BEZT-koddai Endurnýjum gömlu sængumar. eigum dún- og tiðurheld ver Selium æðardúns- og eæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum ODlVI- OG FTÐURHREINSUN Vatnsstlg 3 Sfmi 18740 s

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.