Vísir - 29.12.1964, Side 10
w
V í SIR . Þriðjudagur 29. desember 1964
Ný gerð kystígefmshm
Nýlega hefur verið tekin í
notkun hjá Afurðasölu SÍS ný
frystigeymsla inni á Kirkju-
sandi, þar sem í fyrsta skipti
hérlendis er reynd ný aðferð við
kælingu, sem gefið hefur góða
raun erlendis og þykir hafa
marga kosti að bera.
Þetta er kallað kápu (jacket)
einangrun. Hún er þannig gerð
að innan við einangrun við
veggi, loft og gólf er byggð
upp „kápa“, sem myndar sjálfa
geymsluna. Kápan er byggð úr
tré og er 20 cm breitt hólf milli
hennar og einangrunarinnar,
hvort heldur á veggjum, lofti
eða gólfi. Leikur kalt loft sí og
æ um þetta hólf, þannig að loft-
hjúpur myndast utan um geymsl
una.
Það sem telja má þessari að-
ferð til kosta öðru fremur er
mjög jafnt hitastig í geymslu,
hátt rakastig og þar af leiðandi
lítil rýrnun á vörum þeim, sem
geymdar eru, auk þess sem
engin kælitæki eru í geymslunni
sjálfri.
Annar kostur sem þessi að-
ferð hefur, er hve auðvelt er
að afhríma kælitækin. Það er
gert með köldu vatni og er
auðvelt að gera kælikerfið allt
sjálfvirkt.
Nýja frystigeymslan á Kirkju
sandi er 265 fermetrar að stærð
og rúmar 240 lést'ir kjöts. Hún
er gerð að norskri fyriímynd,
en teiknuð að öðru leyti af
starfsmönnum Teiknistofu SÍS í
Reykjavík.
A myndinni gefur að Iíta þá Guðjón Guðjónsson forstöðumann Afurðasölu SÍS og Gunnar Þorsteinssor
forstöðumaður Teiknistofu Sambandsins.
Ágæt
síldveiði
Samkvæmt upplýsingum frá
Sólrúnu, sem nú er f síldarleit
fyrir austan, var lóðað á síld í
Breiðamerkurdýpi í fyrrakvöld
og kastaði Keflvíkingur þar.
Fékk hann um 300 tunnur af
fremur Iítilli og millisíld. Ekki
köstuðu fleiri bátar á þessum
slóðum í gær. Engey og Bergur
fengu síld ífyrradag í Skeiðarár-
dýpi og var það betri síld. Fékk
Engey alls um 300 tunnur af
góðri sfld. Ekki var lóðað á
mikla síld á þessum slóðum, en
búizt var við, að fleiri skip
myndu kasta þarna. — Út
af „Rauðatorgi" fékk Björg frá
Norðfirði ágætt kast, en missti
það.
Togari tekinn
í landhelgi j
Togarinn Lord Lawallan GY 98
var tekinn i landhelgi á aðfangadag
og farið með hann til Isafjarðar.
Sýndu mælingar varðskipsins, að
hann hefði verið 2 mílur innan
markanna, er hann var tekinn.
Skipstjóri var sekur fundinn og
voru afli og veiðarfæri gerð upp-
tæk. Sekt var ákveðin 260.000 kr.
Skipstjóri áfrýjaði.
Aðalfundur
lögfræðinga-
félagsins
Aðalfundur Lögfræðingafélags
fslands verður haldinn á morgun
kl. 5,30 í 1. kennslustofu háskól-
ans. Auk aðalfundarstarfa flytur
háskólarektor Ármann Snævarr þar
erindi um erfðalögin nýju.
★ Blaðið Rauða stjarnan í
Moskvu segir það óheillastefnu,
sem Bandaríkjastjórn fylgi, áður
hafi verið tilkynnt, að áformað væri
að hafa Polaris kafbáta á Indlands
hafi og væri tilgangurinn að láta
eldflaugar Polariskafbáta ná til
allra staða í kommúnistalöndunum
► Kosningar til sambandsþings
Niger.„ eiga fram að fara n.k. mið
vikudag, hinar fyrstu síðan er land
ið fékk sjálfstæði.
ir Bandaríkjamenn hafa sent kaf-
bátinn DANIEL BOONE, nýjasta
Polarisbát sinn til Kyrrahafs „ná-
lægt Kínaströndum" og verða alls
7 af þessari gerð sendir þangað
iafnóðum og'smíð'i þeirra er lokið.
Frá morgni á Þorláksmessu til
miðnættis á annan biðu 98 menn
bana af völdum umferðarslysa £
hjóðvegum Bretlands — eða 22
færri en sömu daga 1963.
★ Johnson Bandaríkjaforseti hefir
fyhirskipað að gripið skuli til ráð-
stafana — o gróttækra ef annað
dugi ekki'— til þess að uppræta
^. Kirkiusókn um iólin var mikil
i ölluin kristnum löndum f Bethle-
hem voru sainan komnir 50.000
pílagrímar frá flestum löndurn
heims.
Skelegg rödd —
Pramh ot.s. 4
sem áður voru ekki fjárhagsleg
eða tæknileg skilyrði til vísinda
rannsókna. Þegar Árni Magnús
son safnaði handritunum var
þess enginn kostur að varðveita
þau á íslandi. í hinni dönsku ný-
lendu. Þess vegna voru handritin
flutt til Danmerkur, þar sem
íslenzkir vísindamenn hafa jafn-
an unnið að rannsóknum á þeim.
Það er fyrst nú á þessari öld að
staðhættirnir hafa breytzt svo á
íslandi að þar -á sér nú stað
sjálfstæð vísindastarfsemi. Hin-
ir íslenzku vísindamenn óska eft
ir að fá viðfangsefni í hendur,
sem þeir geta unnið að á íslandi.
Og Islenzka þjóðin vill fá aftur
minjar um fyrra sjálfstæði sitt
og reisn í andlegum efnum.
Einokunin.
Þá ræðir Schleimann ítarlega
um það hvert gildi handritin
hafi fyrir Islendinga og segir að
um það hefðu dönsku vísinda-
mennirnir átt að fræða þjóð
sína. En við verðum að játa að
ekki er raunar til eitt einasta
danskt ritverk um ísland er það
laut Danmörku. Hve lengi eigum
við enn að bíða þess að danskir
sagnfræðingar segi okkur sann-
leikann um hina hneykslanlegu
meðferð Dana á íslendingum á
dögum verzlunare'inokunarinnar
Það væri meira og verðugra
verkefni fyrir danska sagnfræðir
stúdenta að fylla upp í þessar
eyður, I stað þess að mynda
klapplið fyrir formælendur þjóð
rembingsstefnunnar svo sem á
hinum alræmda Stúdentafélags-
fun'di um handritamálið,
Talað er um það að í hand-
ritamálinu eigi ekki e'inungis að
taka tillit til ósika og vilja ís-
lenzku þjóðarinnar heldur einn-
ig þeirrar dönsku. En hverjar
eru óskir dönsku þjóðarinnar í
málinu? Ætli þær kæmust ekki
fyrir í æði þröngu húsrými, t. d.
innan veggja Árna Magnússonar
stofnunarinnar? I öllu falli hefur
mikill meirihluti dönsku þjóðar-
innar allt fram á þennan dag
ekki haft hugmynd um að hand-
ritin væru til.
Er ekki hinn bitri sannleikur
sá að við látum okkur íslend'inga
jafn Iitlu máli skipta, og t. d.
Hollendinga? Það er alla vega
staðreynd að bæði á íslandi og
í Hollandi vita menn miklu
meira um Danmörku og dönsku
þjóðina en við vitum um þessar
þjóðir. Og í íslenzkum og hol-
ienzkum blöðum koma mun
fleiri greinar um dönsk máiefni
en við birtum um mál þessara
þjóða.
Segir Schleimann síðan að því
sé fráleitt að ætla að nota tilfinn
ingar Dana sem röksemd í mál-
inu Því varla geti það verið ætl
unin að með því að halda hand
ritunum kyrrum í Danmörku
séu íslendingar látnir gjalda
þess að úr greipum Dana hafa
eftirtalin lönd gengið: Skánn,
Holland, Slesvík, Holstein,
Lauenborg, Oldenborg, Noregur
England — og ísland!
Pöfinn —
Framh af 9 sfðu
húsnæðislaust, atvinnulaust og
býr í ólýsanlegri eymd.
Og í miðju þessu Iakasta
fátækrahverfi hinnar aust-
rænu stórborgar ' er einmitt
starfandi kaþólsk líknar. og
trúboðsstöð. Þangað lagði páf
inn leið sína og fór fótgangandi
um hverfið, bað bænir fyrir
hinum fátæku og þjáðu. Hann
kom inn I kaþólsku líknarstöð
ina og þar var honum og fylgd-
arliði hans búinn málsverður,
þar sátu þeir á berum, bak
lausum bekkjum með rnáð og
slitin tréborð fyrir framan sig.
I’ sama salnum mötuðust fátæk,
foreldralaus böm, sem stöðin
hefur tekið að sér og málsverð
ur páfans var hinn sami og
málsverður fátæka mannsins.
Þeir, sem voru viðri"’ddir þessa
máltíð segja að hún hafi verið
hrífandi. Að hugsa sér annað
eins og þetta, að páfinn, sem
jafnan hefur verið umluktur
dýrðarkórónu og helzt ekki
mátt umgangast annað fólk, nú
gekk hann milli mannanna
eins og meistarinn hafði áður
gert. Fyrir nokkrum árum
vakti það furðu, þegar hinn
aldni og alþýðlegi páfi Jóhann-
es 23. tók að heimsækja sjúkra
hús og fangelsi I Rómaborg.
Páll páfi gengur þó feti lengra
hann vill umgangast fólkið.
Menn segja að máltíðin I fátækl
ingaskýlinu hafi líkst því sme
þeir ímynduðu sér síðustu kvöld
máltíðina, páfinn virtist vera
þar eins og í hlutverki meistar
ans er hann blessaði yfir fólk
ið og börnin.
j ferðinni bárust páfanum
margs konar gjafir. Fólk
kom til hans og færði hon-
um blómvendi, ýmiss konar
skrautkransa og dýrgripi. —
Aðalatriðið var þó hitt,
að páfinn hafði unnið sigur.
Hann hafði unnið hjörtu mann
fólksins og för hans verður
upphaf nýrrar sóknar til kristni
boðs og líknarstarfa meðal heið
inna þjóða.
Þegar hann sneri aftur heim
til Rómaborgar var honum líka
fagnað sem sigurvegara. Ótrú
legur manngrúi safnaðist saman
á Péturstorginu mikla fyrir
framan Péturskirkju, hópar trú
aðra manna fóru í blysför um
götur Rómar að Vatikaninu og
ménn sungu sigursöngva trúar-
innar.
Þannig lauk Indlandsför páfa
með því að hann kom út í
glugga sinn í Vatikan-höllinni
og blessaði yfir mannfjöldann,
sem kraup þar á kné.
Þannig hefur kaþólska kirkj
an hafið sókn sína á atómöld,
undir forystu hins nýja, gáfaða
og dugmikla páfa Páls VI. Og
jólahátíðin gekk í garð.
Aðaifundur Anglíu
Þorsteinn Hnnnesson kjörinn formaður
Aðalfundur brezk-íslenzka fé-
lagsins Anglia var haldinn í Sjálf-
stæðishúsinu 26. nóv. s.l.
Formaður félagsins, Gunnar G.
Schram ritstjóri, flutti skýrslu
stjórnarinnar um félagsstarfið á
árinu sem var fjölbreytilegt. Haldn
ir voru m. a. þrír fjölsóttir félags-
fundir í Sjálfstæðishúsinu og tek-
ið upp það nýmæli að véita is-
lenzkum námsmanni styrk til sum-
arnáms við brezkan háskóla. Fé-
lágar Angliu eru nú hátt á fjórða
hundrað talsins, auk styrktarfélaga.
Gjaldkeri félagsins, Haraldur Á.
Sigurðsson las reikninga og gerði
grein fyrir fjárhag félagsins, sem
er góður.
Við stjórnarkjör baðst formaður
félagsins, Gunnar G. Shram, undan
endurkjöri og einnig þeir Hall-
grímur Fr. Hallgrímsson forstjóri
og Anthony Comfort sendiráðsrit-
ari. Þakkaði formaður Hallgrími
Fr. Hallgrímssyni sérstaklega mik-
il og góð störf í þágu félagsins.
Þorsteinn Hannesson var kjör-
inn formaður félagsins fyrir næsta
ár. Með honum í stjórn’inni eru:
frú Doris Briem, Haraldur Á. Sig-
..ttrðfeson, JiieJLti Þórarinsson, Don-
ald Brander, Már Elfsson, Ralph
Hannam og Guðni Guðmundsson.
Að loknum aðalfundarstörfum fóru
fram fjölbreytt skemmtiatriði og.
síðan var dans stiginn ’ fram yfir
miðnætti.
Anglia mun gangast fyrir jóla-
trésfagnaði barna félagsmanna
þann 6. janúar og næsti fundur fé-
lagsins verður skömmu eftir ára-
mót. Verður frekar um hann til-
kynnt síðar.
Munið að panta ,
Almanök
Glæsilegt aimanak
er bezta auglýsingin.
HAGPRENT h.f.
Bergþórugötu
Sími 21650