Vísir


Vísir - 29.12.1964, Qupperneq 15

Vísir - 29.12.1964, Qupperneq 15
VISIR . desember 1964. /r Bezta SAGA ÚR DAGLEGA LIFINU Engum datt í hug, að stúlka eins útlits og ég gæti verið einmana, en það var ég. Og nú leið að jólum . . Hvað mundu jólin færa mér í ár? Ég hugsaði eitthvað á þá leið, að þetta myndu verða ömurlegustu jólin, sem ég hefði lifað, þegar ég var á heimleið desemberkvöld nokkurt skömmu fyrir jól, eftir að hafa verið þátttakandi í kvöldboði, sem fyrirtækið jafnan hélt starfs- fólki sínu um þetta leyti. Og þegar ég fór að hugsa um það, komst ég að þeirri niðurstöðu, að ég hefði í rauninni aldrei átt ánægjuleg jól síðan ég varð fullorðin, — ég hafði aldrei fundið til sömu til- hlökkunar og á bernskuárunum eða neitt í þá átt, enda aldrei átt neinn vin, sem ég gat farið með í búðir til kaupa á jólagjöfum, engan, sem ég gat gefið jólagjafir, og þá ekki heldur búizt við að fá neinar jóla- gjafir frá slíkum Vini. Eitthvað svip að kom yfir mig á öðrum tímum árs, en alltaf fannst mér þetta erf iðast fyrir og um jólin. Og þegar ég gekk ein heim um nær mann- lausar göturnar, fór ég að hugsa um það, sem ein af nýju, ungu stúlkunum f skrifstofunni hafði sagt við mig fyrr um daginn. Þessi stúlka heitir Hanna og við skipt- umst á nokkrum orðum í fata- geymslunni. — Æ, ég vildi, að ég væri eins falleg og þú, sagði hún og and- varpaði dálítið. Það mætti segja mér, að margir hafi boðið þér til sín eða út um jólin og um áramót- in. Hver kærir sig um að vera með jafn hversdagslegri stúlku og ég er? Ég brosti dálítið dularfullu brosi — brosinu, sem ég hafði æft mig i að brosa fyrir framan spegilinn heima, brosi, sem mátti skiija svo: Vitanlega á ég marga vini, sem bjóða mér út, en ég er hlédræg að eðlisfari og tala ekki um það. Sannast að segja hlakkaði dálítið i mér yfir því, að hinar stúlkurnar héldu, að ég nyti svona mikillar hylli pilta. Og það var auðvelt. Þeim gat blátt áfram ekki dottið í hug, að stúlka sem leit út eins og ég, væri ekki dáð. — Það flögraði ekki að þeim, að þessu var ekki þannig varið og að ég var ein- mana. Sannleikurinn var sá, að mér varð það jafnan umhugsunar- efni, að enginn bauð mér út oftar en einu sinni, að enginn varð ást- fanginn í mér, að allir misstu á- hugann fyrir mér áður en tækifæri var til að kynnast að ráði. — Jæja, ég get þá hlakkað til eins, sagði Hanna, að hjálpa mömmu til að hafa allt hreint og þokkalegt um jólin fyrir okkur og tvö yngri systkini mfn, En það verður vitanlega allt ósköp blátt áfram, ekkert „spennandi". En hvað mig snerti, fannst mér, yrði allt enn daufara og litlausara, því að heima voru bara pabbi og mamma, engin yngri systkini. Pabbi og mamma mundu vitanlega gefa mér firn af gjöfum eins og vanalega, — og þau mundu af venjulegri háttvísi ekki minnast á það einu orði, að mér hafði ekki verið boðið neitt um jólin. En það kom vitanlega fyrir stundum, þótt ekki væri um jólin, að mamma vék óbeint að þvf, hver ástæðan gæti verið, að ég átti eng an vin eins og flestar stúlkur á mín um aldri. Ég var orðin 23ja ára og margar vinstúlkna minna voru gift ar eða trúlofaðar, og allar höfðu verið ástfangnar, að minnsta kosti einu sinni. Einu sinni sagði mamma, að það væri leiðinlegt hve fáir hávaxnir piltar væru í bænum. Hún hugsaði víst sem svo, að ég gengi ekki í augun á piltunum sökum þess hve há ég var, 176 sentimetrar á sokka leistunum. En ég vissi betur. Það var yfrið nóg af hávöxnum piltum og ég hafði mörg tækifæri til að kynnast þeim, en það hafði bara aldrei orðið neitt úr neinu. Ég starfaði nefnilega f þeirri deild fyrirtækisins, þar sem full- trúar og erindrekar annarra fyrir- tækja jafnan komu. Það var í minni skrifstofu, sem þeir stund- um sátu og biðu eftir að röðin kæmi að þeim til þess að komast inn til forstjórans. Og þá röbbuðu þeir oft við mig. Og það hafði oft komið fyrir, að Jpeir höfðu boðið mér út til hádSfisverðar, — einu sinni — og svo ekki söguna meir. Og þegar ég sagði mömmu frá því, er einhver hafði boðið mér út þann ig, sá ég að hún beið með óþreyju eftir, að eitthvað meira gerðist, hvort við færum aftur út saman. En enginn hringdi, — enginn kom, og þá sagði mamma, að þegar karl menn væru þannig, að þeir væru bara á hnotskógi eftir léttúðugum stúlkum, ef stúlka væri vönd að virðingu sinni og hlypi ekki þegar upp um hálsinn á þeim, væri allur áhugi þeirra burt rokinn. Og þá vissi ég ekki hverju svara skyldi. Ég las alltaf kvennasíður dag- blaða og vikublaða, um snyrtingu og hvernig stúlkur gætu gert sig aðlaðandi í augum karlmannanna. Og ég_ lét mér ekki nægja'að lesa það. Ég fór eftir þeim ráðlegging- um, sem gefnar voru. Ég varði næstum öllu kaupinu mínu í fatnað og til þess að fara í hárgreiðslustofur Og ég var aldrei í vafa um, að ég var klædd eins og við átti hverju sinni. Kæmi það fyrir, að ég færi út með karl- manni, gætti ég þess, að sitja ávallt þannig, að birtan félli á mig þann ig, að ég nyti mín sem bezt. Og ég kom því svo fyrir, að við sátum þar, sem ég gat svo lítið bar á horft á sjálfa mig í spegli. Og vist er um það, að enginn sem bauð mér út þurfti að kvarta yfir, að ég væri ekki vel búin og snyrtileg. En ég hafði ekki náð tilætluðum árangri með öllu þessu umstangi Nágranni okkar, Sven Bakke, var að aka bílnum sínum inn í bílskúr inn, þegar ég kom að hliðinu heima. Hann veifaði til mín og brosti. Ég man í hverja hugaræsingu mamma komst, þegar hann fyrir nokkrum mánuðum keypti húsið við hliðina á okkar húsi. og það liðu ekki marg ir dagar þar til mamma og hann voru farin að tala saman yfir girð- inguna milli garðanna eins og gamlir kunúingjar, og eftir hálfan mánuð bauð hún honum að líta inn á laugardagskvöld til þess að „horfa á sjónvarpið". — Hann er ekkjumaður, sagði hún við mig, en hann er ekki gam- all — ég held, að hann sé ekki nema 28 ára. Hann á dreng, ljóm- T A R Z A Ráðagerðir Tarzans varðandi hjúkrunarstöðina við Dru ána eru rofnar af mikilvægu skilaboði. Tshulu kemur inn um dyrnar og segir: Tarzan hérna eru slæmar fféttir, sem við fengum frá út- THE 0MM5S SEKtT THEWIWTO THE JUMSLE, BEFOKE WE A.RKIVE7, 7IS&UISEÞ AS C0/A AAEN, TO OKGAWIZE HAN7- CHOPPINS KAIPS OH UKU-URU VILuAGES!j varpinu. Þegar Mombuzzi spurði fangana sem hann náði í flug- leiðis þá kom það í ljös að fjórir glæpamannanna, sem við vissum ekki af komust undan. Þeir féllu ékki í gildru okkar. Omarbræð- urn'ir sendu þá inn í frumskóg- inn áður en við komum, dulbúna eins og Obia-menn til þess að undirbúa áhlaup á Uru-Uru þorp in og taka við herfangi þéirra. Yeats, hershöfðingi, hefur sent út flugleiðangur til þess að kom ast að felustað þeirra, en hann varar okkur við og segir okkur að vera á verði éf þeir skyldu koma hingað í bakaleiðinni. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugaveg 18 3. hæð flyfta) Sími 24616 Hárgreiðslustofan PERMA Garðsenda 21, simi 33968 Hárgreiðslustofa Ólafar Bjöms dóttur. HATÚNl 6, simi 15493. Hárgreiðslustofan PIROL Grettisgötu 31 simi 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimei 9. slmi 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Marla Guðmundsdóttir) i Laugaveg 13, slmi 14656. Nuddstofa ð sama stað Dömuhárgreiðsla við allra hæf' TIARNARSTOFAN Tjarnargöfu 11 Vonarstrætis- megin. slmi 14662 Hárgreiðslustofan Asgarði 22. Slmi 35610. HARGREIÐSLU STOFAN ÁSTHILDUR KÆRNESTED} GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR SIMI 12614 HÁALEITISBRAUT 20 VENIf S Grundarstlg 2a Sími 21777. Hárgreiðsiustofan Sw,va!lagötu '.‘i Sími 18615 .V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V. -. SÆNCUR i REST-BEZT-koddar Endumýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver Selium æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DUN og FIÐURHREINSUN Vatnsstig 3 Sími 18740. ■.V.V.V.V.V.V.VAW.V

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.