Vísir - 29.12.1964, Page 16
* s”:
VtSIR
Tómas Einarsson, rannsóknarlögreglumaður sést hér með nokkra af
kínverjum, sem götulögreglan tók af þeim 30 piltum sem hún hand-
tók á Þorláksmessu í miðbænum. Hér er einkum um að ræða tvær
tegundir svonefnda „Camel“ og „Bandit". Ljósm. Vísis B.G.
Þriðjudagur 29. desember 1964.
Um 30 pikar handteknir
fyrir kín verja-sprengingar
Götulögreglan handtók á Þor
láksmessu um 30 pilta, sem
voru að sprengja kínverja á göt
um úti og höfðu sumir f frammi
ólæti og hrekki. Voru piltarnir
færðir á lögreglustöðina, og síð
að gefnar á flesta skýrslur. Mál
þessara drengja voru afgreidd
f gær hjá rannsóknariögreglunni
og sakadómi.
Vísir sneri sér í gær til Tóm
asar Einarssonar, rannsóknar
lögreglumanns, sem rannsakaði
mál þeirra pilta, sem teknir
voru. Sagði Tómas að hér væri
einkum um að ræða tvær teg
undir kínverja, svokallaða
„bandit“ og „Camel“. Ekki er
vitað til að slikt sé selt hér
í verzlunum, enda innflutningur
óheimill.
Flestir piltanna segjast fá kín
verjana með þeim hætti, að ein
hverjir ókunnugir menn víki sér
að þeim og bjóði þeim kínverja
Eru þeir yfirleitt seldir á 3.50
til 5.00 kr. stk. Mál margra pilt
anna voru afgreidd með réttar
áminningu, en sumir fengu sekt
ir.
Full ástæða er til þess að
vara foreldra við því, að láta
börn sín vera með slíkan vam
ing„ þar sem bæði er um að
ræða algjörlega óheimilan vam
ing og mörg undanfarin ár hafa
hlotizt slys af þessum kínverja
sprengingum.
Hafa unnið sóiarhring við
snjómoksturinn
Verkamenn Reykjavíkurborgar
hafa nú unnið rúman sólarhring
við snjómokstur og öll tæki borg
arinnar, sem að gagni mega koma
hafa verið f notkun þennan tfma
við að ryðja snjó af götunum.
Jón Ólafsson yfirverkstjóri hjá
Reykjavíkurborg sagði í viðtali í
morgun, að snjómoksturinn hefði
byrjað kl. 3 í gærdag, og hefði
verið unnið f alla nótt. Einkum
hefðu það verið aðalumferðaræð-
amar, sem reynt var að haldá opn
um, en það hefði gengið erfiðlega
vegna mikillar fannkomu og foks.
Einnig hefði það valdið miklum
vandræðum hvað litlir bílar, sem
sátu fastir voru fyrir hinum fljót
virku snjómoksturstækjum. „Eftir
snjólétta vetur kunna bílstjórar
ekki að útbúa sig í snjó,“ sagði
Jón. „Þannig eru tiltölulega fáir
bílar með keðjur og annar hver
bíll eða tæplega það með snjóhjól
barða.“
Jón sagði, að f snjómokstrinum
væru mílli 60 og 70 vérkanienn,
mest f Miðbænum, 5 vegheflar, 11
jarðýtur og 2 stórar ámoksturs-
skóflur. Allar aðalumferðaræðarn
ar voru færar bilum með keðjum
eða snjóhjólbörðum, í morgun, en í
úthverfum var víða mjög þungfært
EINSTÁKT FISKILEYSI
í N0RÐURHÖFUM í ÁR
mm Dr. Jcikob Magnússon segir frú fiskileif ú togarnmiðum
Japanskar botn-
vörpur í togarana
í haust voru framkvæmdar á veg
um Fiskideiidar Atvinnudeildar til-
raunir með japanska botnvörpu fyr
ir togara. Gáfust þær tilraunir vel
og mælir dr. Jakob Jakobsson fiski
fræðingur með vörpunni við þær
aðstæður, sem nú eru fyrir hendi.
Dr. Jakob flutti erindi í útvarpið
í fyrrakvöld og ræddi m.a; um til-
raunir þessar. Tilraunírnar voru
framkvæmdar á fiskileitarskipinu
Þorstein'i þorskaþit í haust og er
ætlunin að halda þeim áfram f vet-
ur.
Japanska varpan er fjögurra leysa
og með þar til gerðum toghlerum.
Hún er 56 m. að lengd frá væng-
endum út á pokaenda og hefur ann
að lag en venjuleg botnvarpa, og
Framh. á bls. 6.
Fiskileit á togaramiðum á þessu
ári hefur leitt í ijós, að einstakt
fiskileysi hefur verið f. Norðurhöf
um undanfarið og hefur það valdið
hinum sáralitla afla togaranna á
þessu ári.
Dr. Jakob Magnússon fiskifræð-
ingur flutti erindi í útvarpið í fyrra
kvöld um þessa fiskleit, en hann
hefur séð um hana af hálfu Fiski-
deildar. 1 ár voru fjárveitingar í
fyrsta sinn svo ríflegar, að hægt
var að halda úti skipi í stöðugri
fiskileit. Þorsteinn þorskabítur hef-
ur verið í leitarleiðöngrum síðan í
mal í vor undir skipstjórn Hall-
c|órs Gíslasonar. Farnir voru fjórir
leiðangrar, einn við ísland, tveir tíi
Austur-Grænlands og einn til Ný-
fundnalands.
Niðurstaða þessarar fiskijeitar
varð sú, að einstakt fiskileysi reynd
ist vera á yfirferðarsvæðunum.
Þetta virðist vera almennt fyrir-
bæri hér f Norðurhöfum í ár, svo
sem afli togara, ekki aðeins ís-
lenzkra, heldur einnig annarra
þjóða, ber með sér ,enda hefur
það komið fram i markaðsverði á
fiski á undanförnum mánuðum.
Dr. Jakob tók fram, að á Nýfundna-
landsmiðum hefði sums staðar ver
ið grundvöllur til veiða, hvað magn
sr.erti, þótt því hefði ekki verið
sinnt. Dr. Jakob sagði einnig frá
fiskileit norska skipsins Johann
Hjort við Austur-Grænlan<
gerði tilraunir viða, en varð
vart, og hefur aldrei verið jafn
dautt hjá þeim áður á þessum slóð
um
.. .............«
Á Hafnar-
fjorðarvegi
Þessi rnynd var tekin skömmu
eftir kl. 11 í gærkvöldi á Arn-
arneshæðinni. Þarna má greina
8 bíia, sem allir eru fastir. Far-
| þegarnir hafa yfirgefið flesta
og gengið eða fengið bílferð
til Hafnarfjarðar.
Ljósm. Vísis I. M.