Vísir - 30.01.1965, Qupperneq 2
V 1 S I U . T^.usiardagur 30. ianúar 1965
Aristoteles Onassis gríski skipa
kóngurinn frægi er nú farinn að
missa áhugann á söngkonunni
Mariu Calias. 1 stað þess er
hann farinn að snúa sér að öðr
um frægum kvenmanni, kvik-
myndadísinni Melinu Mercouri
sem er grísk eins og hann.
Þau nota tímann til að lifa
„ljúfu lífi“. Er það í frásögur
fært, að nýlega hafi þau verið
í næturklúbb í Aþenu með hópi
kunningja sinna. Hefur þetta
partý vakið hneyksli í Aþenu
vegna lífernis fólksins. Þau
gerðu það m.a .sér til skemmt
unar að kasta glösum og flösk
Roswitha Jahn heitir stúlkan hér á myndinni, hún er flug-
freyja á farþegaþotu Lufthansa. Roswitha komst í krappan
dans á dögunum. Einn farþeganna reyndi að opna öryggis-
hurð í þotunni, því að hann ætlaði að fremja sjálfsmorð með
því að kasta sér út. Hefði honum tekizt að opna lúguna var
flugvélin öll í hættu. Roswitha réðist á manninn og tókst að
halda honum niðri þar til aðstoð barst frá öðrum farþegum.
SMURÐA MEÐ
LISTAMANNALAUNUM
Þá hefur listamannalaunum þessa
árs verið úthlutað ... raunar mun
i réttara að segja fyrir árið sem
' leið, því að listamenn hljóta að
j fá laun sín greidd eftir á þar sem
starf þeirra í þágu menningar-
innar er jú allt akkorðsvinna, að
áliti úthlutunarnefndar — og
mesta bölvað púl, sem er þar
að auki illa greitt að dómi þeirra
sem eiga laun sín undir
mati hennar. Hefur og aldrei leg
ið fyllilega ljóst fyrir við hvað
mat hennar miðaðist, og hafa
framámenn hennar tekið það
þráfaldlega fram, að með því
væri enginn dómur lagður á af-
I rek launþeganna eða listrænt
gildi, vitanlega væri ekki
heldur farið eftir neinni uppmæl
ingu — blaðsíðutali, fermetrum
eða rúmmáli listaverkanna, þó nú
ekki væri... hins vegar hefur
nefndin aldrei tekið frani að ekki
væri farið eftir tengdum eða póli-
tík, og mun eflaust hafa álitið
það óþarft, sem og allir vita að
er... að vísu er ekki unnt að
velja þá eina í nefndina, sem
engum eru tengdir, en hitt er al-
kunna, að ekki er valið f hana
eftir flokkum eða póiitík enda
væri það vitlaust að ætla að vega
og meta dómgreind nefndar-
manna á bókmenntir og listir eft
ir því, hve ötulir þeir hafi verið
að pota sér að flokksjötunni...
En nóg um það ... að þessu sinni
er það helzt nýjunga í sambandi
við úthlutunina, að henni hefur
verið hagað nokkuð eftir þeirri
breyttu þróun, sem nú á sér stað
í bókmenntum okkar og listum,
og margt hefur verið um rætt að
undanförnu ... nefnist nú einn
flokkurinn, manna á milli eð
minsta kosti, kerlingaflokkur —
en ekki eru þó allar þær kerl-
ingar, sem hann skipa, valdar
eftir yfirlýstu kynferði... heldur
kemur þar ýmislegt annað til,
sem úthlutunarnefnd telur sig
bezt vita ... og telur sér eflaust
ekki bera skyldu til að tilgreina,
það, frekar en aðrar reglur —
eða óregiu — sem hún hefur við
úthlutunina ... Kannski hefur þar
ráðið nokkru um, að hún vildi
að hinar náttúrulegu kerlingar
yndu sem bezt við félagsskapinn
sem þeim er þar fenginn ...
um í gólfið og brjóta það í
massavís. Þjónalið og eigandi
klúbbsins hafði ekkert á móti
þessu því að Onassis borgaði
brúsann. Rétt þegar þau Onass
is og Melina voru að ganga út
kipptu þau í borðdúk, sem mik
ið af glösum og postulíni stóð
á og hentu öllu f gólfið, svo
það fór í mask.
Jayne Mansfield var fyrir
nokkru stödd í New York og
komst hún þá í það að stilla
til friðar milli fyrrverandi eig
inmanns síns Mickey Hargitay
og núverandi eiginmanns Matt
Cimber. Þeir eru báðir fullir af
afbrýðisemi hvor út í annan
og lentu saman f hörku slags-
málum, þegar þeir hittust úti
á götu. Það var ekki fyrr en
Jayne stillti til friðar og sagði
þeim meiningu sína á svona
hundaslagsmálum sem þeir
urðu aðskildir.
Elvis Presley rokksöngvarinn
frægi hefur verið i dálitlum
öldudal að undanförnu vegna
þess að Bítlarnir og Rollingarnir
hafa orðið svo vinsælir að eng
ir aðrir hafa komizt upp við
hliðina á þeim. En nú horfir allt
vænlegar fyrir Elvis. Hann varð
nýlega þrítugur og hélt upp á
afmælið sitt með því að undir
rita samninga um leik í þrem
ur kvikmyndum, en fyrir hverja
þeirra fær hann 20 millj. kr. Er
þetta með hæstu kvikmynda-
samningum sem gerðir hafa ver
ið.
Fabiola Belgíudrottþing er enn
barnlaus og er það ástand bið
mesta hryggðarefni fyrir belg
ísku þjóðina. Nýlega komst á
kreik sterkur orðrómur í Belg
íu um að hún ætti von á barni
í júní n.k. Orðrómur þessi varð
svo sterkur að drottningin varð
að láta gefa út tilkynningu, að
þetta styddist ekki við rök.
Romy Schneider þýzki kvik-
myndaleikarinn er mikill tungu
málamaður. Hann er nú að læra
ítölsku. Áður kunni hann reip
rennandi ensku, frönsku og að
sjálfsögðu þýzku.
^r
Britt Eklund kona enska kvik-
myndaleikarans Peter. Sellers
eignaðist í London dóttur, sem
Karl Gústav krónprins Svíþjóðar varð nýlega 19 ára. Vegna
þess að hann hafði náð þeim aldri hefur hann nú tekið sæti
í ríkisráði Svíþjóðar og fyrir nokkru var hátíðleg athöfn, þar
sem hinn ungi prins sór konungi Svíþjóðar, Gústav Adolf
afa sínum trúnaðareið. Mynd þessi var tekin er hann gekk
í salinn til þeirrar athafnar. Með honum er Bertil prins föður-
bróðir hans. Það er óskadraumur margra Svía að Karl Gúst-
av eignist góða konu. Helzt hafa menn augastað á Önnu
prinsessu af Englandi, þegar hún vex upp, en hún er helzt
til ung enn til að fara að hugsa um mannsefni.
hefur verið skírð Viktoría, lík
lega í höfuðið á Viktoríu Breta
drottningu.
^r
Michael John Chaplin sonur
Chaplins gamanleikara hefur
tilkynnt að hann ætli á næst-
unni að ganga að eiga ensku
leikkonuna Patricia Jones.
Hann sagðist þó ekki enn vera
búinn að fá samþykki föður
síns við þeim ráðahag. Brúð-
kaupið fer fram á Spáni.
’mtísdM'. ■ '■■
Anná Maria Mussolini yngsta
dóftír hins ítalska einræðis-
herra er nú 34 ára gömul. Hún
hefur verið ráðinn fastur starfs
maður við ítalska ríkisútvarpið
RAI. Verksvið hennar verður
að taka samtöl við kunnustu
dægurlagasöngvara og dans-
hljómsveitastjóra Ítalíu.
Jeanette Mac Donald amerísk
söngkona og kvikmyndaleik-
kona er nýlega látinn. Hún var
mjög fræg á fjórða tug aldar-
innar. Þá lék hún m.a. í kvik-
myndinni San Francisco á móti
Clark Gable. Hún var 57 ára
gömul, gift leikstjóranum Gene
Raymond. Voru þau barnlaus.
Marina Oswald eiginkona for-
setamorðingjans hefur nú inn
ritazt á skóla í Ann Arbor í
Michigan. Það er skóli, sem
kennir útlendingum ensku,
talinn mjög góður. Myndin
hér fyrir ofan var tekin af
henni, er hún kom til skól-
ans. — Marina er dökkhærð,
en hún hafði nú látið lýsa
hár sitt.
Kári skrifar:
Ðréfin sem við höfum birt
undanfarna daga um dvöl
og búsetu þeldökkra manna
hér á landi hafa greinilega vakið
mikla athygli, og enn halda á-
fram að berast bréf um málið.
Stúlka sem kallar sig „Ein
skjannahvít“. skrifar:
I LEIT AÐ
ÞELDÖKKRI KONU.
„Eftir að hafa lesið um álit
manns þess, sem lét f ljós skoð
un sína í þessum dálki um kyn
blöndun milli svartra og hvítra,
og eina ráðið væri bara að
flytja hingað þeldökkt fólk, svo
það yrði bara rækileg kynbiönd
un, og við værum orðin svo
einangruð og allt of hvít.
Þetta er hið allra bezta
spaug, en í fyrsta lagi erum
við alls ekki einangruð. Það
þarf ekkert að fjölyrða um það.
í öðru lagi getur hver sem er
og langar til að leita út fyrir
landsteinana, ekki lengra en til
Bretlands, og það getur þessi
maður gert, eignazt þeldökka
konu og kynblendinga að börn
um. Þá er hans vandi leystur,
og ákjósanlegra fyrir alla Is-
lendinga, heldur en að flytja
hingað her af þeldökku fólki.
Það getur verið að svart fólk
sé engu verra fólk en það
þvitg, en mitt álit er, að svart-
ir pigi að þglda sig saman og
eips sé utp þá hvítu. Svo er
gnnað, svart fólk vill í flestum
tilfellum halda sig sér, en marg
ir halda að þeir vilji endilega
umgangast þá hvítu, en svo er
nú samt ekki. Eigum við ekki
að óska manninum góðs gengis
í leit sinni að svartri konu og
með alla litlu kynblendingana
sína, en leyfa okkur hér á landi
að vera algerlega laus við þel-
dökkt fólk og halda áfram að
vera hvít“.