Vísir - 30.01.1965, Side 10
in
V1 SIR . Laugardagur 30. janúar 1965.
— Handritin
Frh. af bls. 6:
ir fundinn 19. apríl 1961] og
get ekki nú sagt skoðun mína
á- að hve miklu leyti skrá sú,
sem prentuð er í Kvöldberlingi
5. nóv. er söm henni.“
Um þátt Jóns Helgasonar seg
ir Skautrup í sömu grein, að
hann hafi á fundinum 19. apríl
stundum v farið eftir skilningi
Jóns, en engan veginn, að
skilningur Jóns hafi haft áhrif
til breytinga á skránni án sam-
þykkis dönsku fulltrúanna.
Einhver hula hvílir yfir þess-
um skrám, en henni hlýtur að
verða svipt af, áður en lýkur.
Sjöundi kaflinn nefnist Rett-
en til gaven. Den juridiskc argu
mentation. Hér er fjallað um
lögfræðileg efni. Ég er ekki sér
fróður um þau og skal því ekki
leggja margt til málanna. Is-
lendingar hafa viljað jafna
þetta ágreiningsmál við frænd-
þjóð sína Dani með samkomu-
lagi og hið sama er að segja
um mjög marga danska stjórn-
málamenn og fjölmarga merka
og frjálslynda og víðsýna menn
þar í landi. Og áreiðanlega fer
bezt á þessu. Danskir lögfræð-
ingar eru ósammála um það,
hvort lögin um breytingu á
skipulagsskrá Árnastofnunar
séu eignarnámslög eða ekki. Ég
vil aðeins benda á, að lögin gera
ráð fyrir, að stofnuninni sé
skipt í tvær deildir, sé önnur
t vörzlu Hafnarháskóla, hin 1
vörzlu Háskóla íslands. Frá
stofnuninni verður því ekkert
tekið. Hún heldur áfram að
starfa, aðeins er breytt um
skipulagsform og staðsetningu
Á þetta hafa merkir danskir
lögfræðingar bent, t.d. Alf
Ross prófessor. Að öðru leyti
skal ég ekki ræða þetta
mál. Ef til málaferla kemur
í sambandi við afhendinguna,
munu danskir dómstólar vitan-
lega útkljá málið.
Áttundi og síðasti kaflinn
ber heitið De Iærdes dyst. Vid-
enskabelige synspunkter. Hér
er rætt um málið frá báðum
hliðum, en þó greinilega dreg-
inn taumur þeirra, sem and-
stæðir eru handritaskilum. Um
þessi sjónarmið hefi ég áður
rætt í Vísisgrein minni 8. og
9. des. 1964 og læt nægja að
vísa til hennar. En því má bæta
við, að greinir danskra vísinda
manna um málið í vetur hefðu
að skaðlausu mátt vera vísinda
legri. Gaman hefði ég að vita,
hvað „den danske videnskab",
sem höfundi virðist svo hjart-
fólginn, hefði að segja um „vís-
indi“ af því tæi, sem í bókinni
birtast.
Niðurstaða mín er sú, að bet-
ur hefði mátt vanda til efnis
þessarar bókar. Skekkjur eru
svo margar, þar sem ég get bor-
iö eaman við frumgögn, að ég á
erfitt með að treysta því, sem
ég get ekki sannprófað. Að
loknum lestri duttu mér I hug
orð Páls postula: því að þekk-
ing vor er í molum.
' Óhreinar
bílrúður
Framhald af bls 16.
illa við og töldu lögregluna ekki
koma þetta neitt við. Þeir aðilar
voru skrifaðir upp og verður send
á þá kæra.
Annars sagði umferðarlögreglan
Vísl að enda þótt fleiri lögreglu-
menn hafi verið sendir í gær inn á
Suðurlandsbraut þessara erinda 1
gær, sé þetta ekki annað en dag-
legt eftirlit sem lögreglan hafi
með bílum og hreinlæti á bílrúð-
um, Ijósaútbúnaði og skrásetning-
armerkjum. Þetta sé eftirlit sem
hver einasti ökumaður megi búast
við að standa frammi fyrir og á
hvaða augnabliki sem er, ef hann
vanrækir lágmarkskröfúr og skyld-
ur um að halda farartækinu hreinu.
Umferðarlögreglan kvaðst að
lokum vilja benda hverjum ein-
asta bíleiganda á þá sjálfsögðu
ráðstöfun að koma upp rúðu-
sprautu á farartæki sín, svo fremi
sem þau séu ekki þegar fyrir
hendi. Þetta gildi jafnt fyrir litla
bíla sem stóra, en þó sé van-
ræksla í þessum efnum enn víta-
verðari hjá umráðamönnum stórra
mannflutningabíla sem flytja jafn-
vel tugi fólks í hverri ferð.
Churchill —
Frh. af bls. 3:
munu margar hljómsveitir hers,
flota og flughers leika I lík-
fylgdinni á leið til kirkjunnar
eða alls 10 talsins.
★
^thöfnin i Sankti Páls dóm-
kirkjunni mun taka um
hálfa klukkustund. Þar munu
þjóna erkibiskupinn af Kantara-
borg og York, ásamt dóm-
prófastinum í Westminster
Abbey. Auk þess munu 12 aðr-
ir prelátar taka þátt í athöfn-
inni. I kirkjunni verður fjöldi
þjóðhöfðingja viðstaddur, m. a.
þjóðh'Jfðingjar Norðurlandanna,
og forseti íslands, Ásgeir Ás-
geirsson.
Er athöfninni I kirkjunni lýk-
ur mun kistan flutt á vagninum
niður að Thamesá að Tower
bryggjunni. Þaðan verður farið
með vélbát að bryggjunni við
Waterloo Station. Fylgja þá að
eins nánustu ættingjar. Meðan á
bátsförinni stendur munu fall-
byssur skjóta og flugsveitir úr
brezka flughernum fljúga yfir
bátnum sem síðasta kveðja frá
Royal Air Force, sem Bretlandi
barg á dimmustu dögum stríðs
ins.
Frá Waterloo stöðinni verður
kistan flutt með járnbraut til
Blandon sem er Iítill bær fyrir
norðvestan Oxford. Er þá hin-
um opinbera þætti útfararinnar
lokið. Eimlestin sem ekur líki
Churchill ber nafn hans og
einkennistöluna 34051. í
Blandon verður kistan jarðsett
í viðurvist nánustu ættingja.
★
^ dag munu hljómar hinnar
miklu klukku í tumi brezka
þinghússins. Big Ben ekki heyr-
ast lengur. Klukkan mun ekki
slá frá því snemma í morgun
þar til seint i kvöld. Hinar
miklu Ijósaauglýsingar á Picca-
dilly Circus munu vera dimmar
í kvöld og annars staðar í Lon-
don. Þp ‘ • minnist I.ondon
hins mikla manns, Winstons
Churchills.
— Bókasafn Kára
Framhald af bls. 1
fyrir staðinn, ef hann á að verða
menningarlegt höfuðból. Og
þetta safn er svo vaxið, að
hvergi væri þjóðinni meira gagn
og sæmd að því en þar.
Tilraunir til þess að koma
þessu safni í eigu Skálholts hafa
ekki borið t angur hingað til.
Staðurinn á ekki fjárráð til slfks
og vantar mikið á. En þjóðin
getur bjargað þessu máli. Vill
hún ekki gera það?
Fyrir fáum árum var bóka
safn allverðmætt til sölu í Skaga
firði. Gerð var tilraun til þess
að fá það keypt til Hólastaðar
Það tókst ekki. Hvorugur þeirra
staða, sem um aldirnar voru í
forustu um bókagerð og menn
ingu hér á landi, eiga nýtilega
bók að talizt geti. Er það eðli
legt og vansalaust?
Vilja ekki góðir menn hlaupa
undir bjagga og skjóta saman fé
handa Skálholtsstað til kaupa á
bókasafni Kára Helgasonar?
29. jan. 1965
Sigurbjörn Einarsson.
— Útsýn
Framh af bls 1-
þær allar. Skemmtilegust þess
ara ferða hefði þó Madeiraferð-
in verið, en á Madeira væri
sannkallað gósenland ferða-
manna. I sumar eru 10 hóp
ferðir ráðgerðar á vegum Út-
sýnar, m. a. páskaferð til Mad-
eira, 13 daga ferð sem kostar
ekki nema 17 — 18 þús. krónur
með hótelkostnaði og ýmsum
kostnaði öðrum.
V erzlunar f r elsi
Framh ai ois i
lega verið aukið við frílistann.
Sú breyting, sem nú er gerð,
er þó mesta aukningin, sem gerð
hefur verið síðan 1960.
Batnandi gjaldeyrisstaða
Það hefur hins vegar verið
sjónarmið ríkisstjórnarinnar í
sambandi við afnám innflutn
ingshaftanna að ganga ekki svo
langt, að það stofnaði mörkuð
um íslands í AusturEvrópu í
hættu. Frílistabreyt'ing sú, sem
nú hefur verið ákveðin mun
ekki hafa áhrif á viðskiptin við
Sovétríkin og Rúmeníu, en hún
riær til ýmissa vörutegunda, sem
keyptar hafa verið frá Austur
Þýzkalandi, Póllandj og Tékkó
slóvakfu. Undanfarið hafa þessi
3 lönd keypt minna af íslenzk
um vörum en við höfum keypt
af þeim. Af þessum sökum versn
aði gjaldeyrisstaðan gagnvart
þeim um 75 millj. kr. á árinu
1964. Á sama tíma batnaði gjald
eyrisstaðan í frjálsum gjaldeyri
um yfir 400 millj. kr. og gjald
eyrisforðinn íheild jókst úr 1311
milljónum króna í tæplega 1600
milljónir króna á síðast liðnu
ári. Þessi þróun viðskipta og
gjaldeyrismála ger’ir kleift að
auka innflutningsfrelsi án þess
að það hafi áhrif á útflutning
til AusturEvrópu.
Á frílistann
Eftirtaldar vörutegundir munu
verða á frílista frá og með 30.
janúar: Ávaxtasulta, gúmmígólf
dúkur, linoleum, þakpappi, flóki,
prjónaður ytrj fatnaður úr baðm
ull, hlutar til mannvirkja úr
járni og stáli, miðstöðvarofnar
og katlar, málmsmíða og tré
smíðavélar og hlutar, leikföng,
blýantar og krít og ýmsir
smærri liðir.
Þá verður eftirtöldum liðum
bætt við frílistann frá 1. júlí n.
k.: Prent og skrifpappír og papp
írsvörur, baðmullarvefnaður,
borðbúnaður úr leir, postulíni og
gleri, naglar og ritvélar.
Jafnframt hefur viðskiptamála
ráðuneytið auglýst innflutnings
kvóta fyrir vörur sem enn eru
háðar innflutn’ingsleyfum, og
gilda þeir fyrir þetta ár. Er þar
gert ráð fyrir talsvert meiri ’ út
hlutun á frjálsum gjaldeyri til
kaupa á þessum vörum í ár held
ur en í fyrra“.
— Síldarflutn-
ingar
Framhald af bls. 1
báðum stöðum var sama sagan,
það vantaði fólk, einkum þó á
Kirkjusandi. Von var á meirj síld
til BÚR því Þórður Jónasson var
búinn að tilkynna afla, um 400
tunnur, sem átti að verka á Granda
garði.
Síldarflutningarnir sköpuðu bíi
stjórum austanfjalls og einnig í
Reykjavík góða vinnu, en hver bill
tekur eitthvað milli 60—70 tunnur.
Ferð’irnar I gær hafa vart verið
færri en þrjátíu talsins.
Benedikt Thorarensen, forstjóri
Meitils í Þorlákshöfn, kvað heldur
„matarlegt" um að litast í höfn
inni þar. „Það er bæði sild og fisk
ur“, sagði hann f gamantón. Og
það var vissulega rétt, þvf höfnin
var full af síídarbátum og að auki
voru bátar fyrirtækis hans að
koma með ágætan afla, sem þeir
hafa fengið á Selvogsbanka á lfnu.
Hafnargarðurinn f Þorlákshöfn er
enn ekk’i fullbúinn, því eftir er að
steypa slitlagið á garðinn og sömu
leiðis hluta af skjólgarðinum. Hins
vegar virðist Þorlákshöfn eiga fram
tíð sem umskipunarhöfn f tilfellum
sem þessum, enda langt að sigla
með afla til Reykjavíkur.
•fr ÝMIS VINNA — ÝMIS VINNA •&
*
Píanóflutningar. Tek að mér að flytja píanð og aðra þunga hluti Uppl. 1 síma 13728 og Nýju Sendi- bílastöðinni, Miklatorgi. Símar 24090-20990. Sverrir Aðalbjörnsson Brúðuviðgerðir. Tökum að okkur alls konar brúðuviðgerðir. Opið kl. 3 — 6 daglega nema laugardaga. Brúðuviðgerðin, Skólavörðustíg 13 (bakhús).
Handrið. Tökum að okkur handriðasmíði úti og inni. Smíðum einnig hliðgrindur og framkvæm- um alls konar rafsuðuvinnu ásamt fl. Fljót og góð afgreiðsla. Uppl. í síma 51421 og 36334.
Píanóstillingar og viðgerðir. Guðmundur Stefánsson, hljóðfærasmiður, Langholtsvegi 51. Sími 36081 kl. 10-12 f. h.
Húsbyggjendur! Tökum að okkur smíði á skápum og inn- réttingum úr plasti og harðviði. Trésmiðjan Víðistöðum, Hafnarfirði Sími 51960. Bifreiðaeigendur! Tökum að okkur smærri og stærri verk, fyrir ákveðið verð. Framkvæmum flestar tegundir vinnu. Sækjum. Sendum. Rétting s.f. við Vífilsstaðaveg Sími 51496. • 1
Bifreiðaeigendur, athugið. Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir fólks- og vörubíla-hjólbörðum Gerum víð keðjur og setjum þær undir ef óskað er Höfum opið alla daga vikunnar frá 8 árd. ti! 11 dðdegis. Hjólbarðaviðgerðin Múla við Suðurlandsbraut Simi 32960.
Nokkrir læknastúdentar óska eftir að taka að sér ýmiss konar smáþjón- ustu á heimilum, t. d. barnagæzlu á kvöldin svo og m. m. fl gegn hóflegu gjaldi. Uppl. I sfmum 14034, 37895 og 20080.
Húsaviðgerðir Tökum að okkur húsaviðgerðir úti sem inni. Útvegum einnig menn í mosaik og flísalagnir. Jóhannes Scheving, sími 21604 Hreingerningar. Hreingerningar, gluggahreinsun. Vanir menn Fljót og góð vinna. Sími 13549
Hreingerningar. Hreingerningar, Vanir menn. Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. Bjami, sími 12158
Málaravinna Annast alla innan- og utan húss málun. Steinþór M. Gunnarsson, málarameistari. Sími 34779.
Saumavélaviðgerðir Saumavélaviðgerðir, ljósmyndavélaviðgerðir Fljót afgreiðsla. Sylgja, Laufásvegi 25, sími 12656 Hreingemingar Hreingemingar. Vanir menn, fljót af- greiðsla. Hólmbræður, símar 35067—23071.
'zæam