Vísir - 12.02.1965, Blaðsíða 2
VÍSIR . Föstndafiur i*> fchrúar IÍU5
SiÐAN
Kossadansinn
fyrirbrigði sem ryður sér til
rúms í Evrópu
Það er sagt, að ekki verði
langt þangað til við getum
kvatt saumavélina og þakkað
henni langa og góða samvinnu.
1 Bandaríkjunum er nú verið að
reyna nýja aðferð við ,,sauma-
skap," þar sem Hm kemur f stað
þráðar.
Tilraunir á þessu sviði eru
margra ára gamlar. og aðal-
vandamálið hefur verið að
finna hentugt lím. Lím, sem
menn hafa þekkt, hafa tilhneig
ingu til að gera saumana harða
og einnig tilhneigingu til að
mis^a áhrif sín við hreinsun.
Fyrirrennari þessa lím-sauma-
skapar er suðan, sem þegar er
mikið notuð við regnfatnað. Þá
tækni er nti verið að færa út á
önnur svið „saumaskapar."
Tilraunir með límið, eru svo
langt komnar, að það þarf ekki
að taka nema nokkra mánuði
að koma fyrstu lfmdu fötunum
á markaðinn.
Er,n einn nýr dans er kominn fram á sjóh-
arsviðið. Hann heitir „Letskiss'* eða „við skul-
um kyssast," en í honum eiga tónar, hreyfing-
ar og kossar að sameinast. Engu skal spáð um
framtíð þessa dans, sem er raunar upprunninn
frá Lapplandi, en þar heitir hann Jenka. Dans-
inn hefur breiðzt töluvert út að undanfömu og
að sögn dönsku blaðanna hefur hann náð
talsverðum vinsældum.
Það skal tekið fram, að þegar herra býður
dömu upp í „Letskiss," þá er það sjálfsögð
krafa að hann spyrji: „Á dansinn að vera með
eða án kossa?“ Svarið er auðvitað komið undir
því hvemig stúlkunni lízt á dansherrann. Hún
getur t.d. svarað að hún vilji dansa á finnsku,
sbr. skýringarmynd. Það getur lika komlð fyr-
ir að stúlkan vilji dansa á frönsku, en eins
og gefur að skilja er sá dans öllu heitari, faðm
lög og kossar.
Hún getur líka afþakkað dansinn, og þá losn-
ar hún við allt kossaflens.
Letskiss-dansinn á mestar vinsældir um þess-
ar mundir á skfðahótelunum í Ölpunum. 1
miðjum rólegum vals slær hljómsveitarstjórinn
i trommuna og tilkynnir: „LETSKISS" og allt
f einu hefst kossadellan á gólfinu.
Það er ekki alveg vist að ung stúlka vilji
að maður kyssi hana þótt hann hafi boðið henni
upp i vals. Þess vegna gera reglurnar ráð fyrir
að hún beygji sig lítið eitt niður þegar hann
vlll kyssa hana og er hún þá kysst á ennið.
Ung stúlka varð fyrir óhappi í dansi þessum.
Hún nefbrotnaði og fór 1 mál við dansherra
sinn. Hann var sýknaður af öllum kröfum, þvi
rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að þeg-
ar stúlkunni hefði verið boðið upp hefði hún
einnig boðið upp á koss, hún hefði ekki átt að
reyna að vfkja sér undan. Frh ,, bls 6
. eða kannski léttan vangakoss
■ræmmm
LETSKISS eða JENKA-dans, sem er afbrigði af dansi Lappanna i
Flnnlandi.
FAR YEL,
SAUMAVÉL!
Kári skrifar:
'p'rá ungum kunningja okkar
barst þetta bréf f gær:
Þegar ég kom inn f rak-
arastofuna sá ég þegar að
Gvendur rakari var fúll. en á
því hafði borið töluvert undan-
farið. Viðskiptavinirnir voru oft
klipptir með sitt hvoru sniðinu
sitt hvorum megin á hausnum
og var annað eftir þvf.
— Hvað er að þér eiginlega
Gvendur?
— Heimilisörðugleikar, svar-
aði hann.
Nú er ég hógvær maður og
spurði þvf ekki meir, en Gvend
ur þurfti greinilega að segja
meir um það mál.
— Ég veit að þetta er hlægi
legt, en þetta byrjaði allt sam
an út af mjólkinni.
— Nú!
Ofnæmi fyrir biðröðum
— Eins og þú veizt ofreyndi
konan mín sig hérna á árun-
um, þegar hún stóð f öllu þessu
stappi við að ná í gúmmfboms
ur og gaberdínbuxur og hefur
haft ofnæmi sfðan fyrir fólki
f röð, er það svo slæmt, að ég
má aldrei ganga á undan eða
eftir henni, heldur verð ég að
ganga til hliðar við hana jafn
vel þegar ég geng á gangstétt-
unum frægu i bænum og legg
mig þannig oft f töluverða hættu
bví auðvitað geng ég utar eins
og sannri hetju sæmir.
Vegna þessa nöjrótíkur hjá
elskunni minni hef ég að jafn
aði kéypt mjólkina sfðan 1951,
en núna mjlli jóla og nýárs
fékk ég sjálfur nervus breik-
dán og sálfræðilegur ráðunaut-
ur minn sagði að framvegis
mætti ég aldrei standa í röð
upp á fleiri en fjóra menn. Nú
éinhvem veginn verðum við þó
að ná í mjólkina svo ég stakk
upp á þvf við frúna að við
skiptumst á um að sækja hana.
Hún mátti auðvitað ekki heyra
á það minnzt og sagði, að ég
yrði bara að fara þegar fátt
fólk væri á ferli. Eins og þú
veizt fér ég aldrei úr vinnunni
fyrr en kl. hálf tólf, en þá eru
allar æðahnútakerlingarnar í
löngum röðum f mjólkurbúðun
um. en það var það sem verst
fór í mig hér áður en ég fékk
breikdánið og sálfræðingurinn
fann út þetta með raðarkompl-
exinn.
Um þetta hefur sem sagt deil-
an staðið og höfum við ekki
fundið neina lausn á vandamál-
inu enn. Spennan hefur magn-
azt dag frá degi og um daginn
þegar ég kom heim sá ég að
Magga var eitthvað skrýtin og
fór að tala um piparsveininn
upp á lofti af engu tilefni. Þeg
ar ég svo ætlaði að fá mér
kvöldglasið af sjerrfnu sá ég að
horfið var úr því f það minnsta
hálft glas, en það hefur aldrei
komið fyrir f þau 25 ár, sem
við Magga höfum verið gift.
Eftir að þetta gerðist hef ég
mikið hugsað um mjólkurbúðir
í bænum. Það gat varla heitið
að ég nyti Armstrongs vegna
mjólkurbúðarspekúlasjóna.
Mjólkurþrasið mikla
Ég veit að þetta fer ekki eins
illa f þig, þar sem þú ert geng-
inn f trúarfélag Sigga Sam á
móti mjólkinni en kæri vin-
ur, þú hugsar bara málið of
skammt. Hugsaðu málið frá þjóð
félagshagfræðilegu sjónarmiði.
Ég vil Iáta leggja niður
mjólkurbúðir og fá mjólkina
senda heim í staðinn, það myndi
alveg breyta þjóðfélagsmynd-
inni. Hugsaðu þér það, að 6000
kerlingar standa f mjólkurþrasi
hálftíma á dag. Ef við borgum
þeim 30 kall á tímánn gerir
þetta 90.000 krónur á degi
hverjum. Mætti fá heilan her
manna fyrir mun minni pening
að dreifa mjólkinni og einnig
mætti nota þann aur sem spa:
ast af sjálfu mjólkurbúðahald-
inu. Ég veit að ég er ógurlega
enþúsfastískur og langar til að
sýna fram á, að það að leggia
niður mjólkurbúðirnar væri
greinilega beinn hagnaður, en
jjó er mér svo sem sama þótt
það gangi ekki. Hagnaðurinn
gæti verið miklu meirl á öðrum
sviðum þjóðfélagsins.
Fólk mundi brosa
Kerlingarnar fengju síður
æðahnúta, sem yrði til þess að
mennirnir yrðu meira heima við
þeir væru ánægðari f vinnunni
vegna þess að eiginkonurnar
væru blíðari við þá vegna
bættrar fótaheilsu og vegna
Framh. á bls. 6