Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1965næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Vísir - 12.02.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 12.02.1965, Blaðsíða 8
VÍSIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinso í'réttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarense i Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 linurj Prentsmiðja Vísis — Edda h.f Gildi norrærmar samvinnu J dág hefst norræn vika á íslandi. Hingað koma í dag og á morgun forsætisráðherrar Norðurlandanna, ásamt merkustu stjórnmálamönnum og þingskörung- um þessara landa til þess að sitja fund Norðurlanda- ráðs. Hefst nú stærsta alþjóðaráðstefna, sem nokkru sinni hefur verið haldin hér á landi. Hinir norrænu stjórnmálagarpar eru aufúsugestir á íslandi. Við ís- lendingar höfum frá upphafi talið okkur Norðurlanaa- menn, enda rót ætternis og menningar þaðan sprottin. Sagan bindur okkur Norðurlöndum órofa böndum og | þangað sóttu íslendingar um aldir menntun sína og I lærdóm, og gera enn í verulegum mæli. Með fullu £ sjálfstæði og sökum atburða síðustu heimsstyrjaldar ;i eru tengslin við Norðurlönd hins vegar lausari en áður var. i ir eðlileg þróun, sem ástæðulaust er að harma. Áður sóttu forvígismenn íslendinga veraldlega forsjá lands og þjóðar til Norðurlanda. Nú þinga for- vígismenn þeirra í Reykjavík. Ástæða er til þess að spyrja í dag: Hefur norræn samvinna gildi? Er hún ekki meiri í orði en á borði? Því er ekki að neita, að ýmislegt hefur borið á milli í samskiptum Norðurlandaþjóðanna innbyrðis og að undanförnu hefur meira borið á deiiuefnum okkar Is- iendinga og þeirra en samvinnunni. Hagsmunir ís- lands og Norðurlandanna fóru ekki saman í landhelg- ismálinu og þar börðust íslendingar án stuðnings Norðurlandanna. LoftferðasamningsmáJið virtist um hríð ætla að verða að ásteytingarsteini og sama var að segja um handritamálið. En það er athyglisvert, að bæði hin tvö síðartöldu deilumál hafa verið leyst með fullu tilliti til óska íslendinga. Er ekki of djarft álykt- að, að þar hafi norrænn andi og norræn samvinna mjög auðveldað lausnir, skapað þann skilning, sem 1 þeim lá til grundvallar og flýtt fyrir úrslitum, sem | okkur reynast hagstæð. Þar hefur norræn samvinna | sýnt gildi sitt í verki. Það er einmitt í deilumálunum, sem á þau vináttu- og frændsemisbönd reynir, sem 1 tengja þessar fimm þjóðir saman. Þau bönd eru sterk- | ari en margan grunar. Það hafa atburðir síðustu miss- era óneitanlega sýnt, svo ekki verður um villzt. Norrænn framkvæmdabanki ]\orrænn framkvæmdabanki er eitt merkasta málið á dagskrá Norðurlandaráðs að þessu sinni. Slík stofn- un mundi verða mikilvæg lyftistöng fyrir fjárfestingu og atvinnulíf innan Norðurlandanna og efla viðskipti þeirra á milli. Er stofnun hans ekki sízt hagsmunamál Finna og íslendinga, sem sitja að mestum fjármagns- skortinum. Er þess að vænta, að Noregur, Danmörk og Sviþjóð taki þessari hugmynd vel og ljái henni samþykki sitt. Þá er stofnun norræns menningarsjóðs einnig hið merkilegasta mál. Enn þekkja Norðurlönd- in of lítið til lista og bókmennta hvers annars. Átak þarf að gera í þeim efnum og þar kæmi norrænn menningarsjóður að góðu haldi. LÉTTSTÍG KYÆÐI OG HUGÞEKK Jnni á miðju meginlandi Norður-Ameríku, þar sem þessi ritfregn er í letur færð, ríkir „frost á Fróni“, og þá er gott að grípa sér í hönd bók, er hiiar lesandanum um hjartarætumar og lyftir huga hans yfir hið hversdagslega umhverfi upp í heiða heima birtu og hlýju. Það gerir hún sannarlega nýja bókin hennar Margrétar Jónsdóttur, í vökulok, er út kom fyrir stuttu síðan á veg um Prentsmiðjunnar Leiftur i Reykjavík. Er þar um að ræða úrval úr gömlum og nýj um ljóðum skáldkonunnar, en hún er löngu þjóðkunn fyrir ritstörf sín bæði í óbundnu máli og stuðluðu. Bamabæk ur hennar, frumsamdar og þýddar, hafa orðið vinsælar að verðleikum, og árum sam a.n annaðist hún af mikijli prýði; ritstjórn bamá'bláðsins Æskunnar. Áður fiefii' Höh gefið út þrjár ljóðabækun Við fjöll og sæ (1933), Lauf- vindar blása (1940) og Meðan dagur er (1953), og erú tvær hinar fyrstnefndu ófáanlegar. Eftir all nákvæman saman burð við eldri bækumar, fæ ég ekki betur séð, en að þetta úrval hafi vel tekizt, þó að það geti löngum orðið smekks atriði, hvað beri að velja og hverju að hafna, þegar eins huglægt viðfangsefni og skáldskapur er annars vegar. Eitt er víst, að hér er að finna mörg beztu og fegurstu kvæði skáldkonunnar, er um leið bregða björtu ljósi á kvæðagerð hennar í heild sinni, hugðarefni hennar og lífsskoðun. Það er áreiðanlega engin tilviljun, að hún lætur kvæðið „Útþrá“ skipa öndvegi í þessu úrvali Ijóða sinna. Það er mjög sérkennandi fyrir hana, því að þar finnur djúpstæð hug- sjónaást hennar sér framrás í hreimmiklu Ijóði, en þetta er lokaerindið: Ég vil halda á höf, ég vil hvergi eiga töf, ég sé h'illa undir sólroðin lönd, þar sem dagurinn skín, vorsins ljósfagra lín ieggur bjarma á ókunna strönd, bera liöfuðið hátt teyga heiðloftið blátt, draga hvítvængja fánann _ á stöng, hefja könnunarför, ýta knerri úr vör, leysa kúgarans f jötra með söng! Sú hugsjónaást, samhliða ást á hinu fagra og góða og djúpri samúð með þeim, er höllum fæti standa í lífsbar- áttunni. svipmerkja þessi kvæði Margrétar. Hún ann fegurðinni í hinni ytri nátt- úru, eins og fram kemur í mörgum kvæðum hennar. Gott dæmi þess er ,,Sumar- kvöld í sveit“, er einnig ber vitni bragfimi skáldkonunn- ar: Glóir dögg á grænum móa, guSlkrýnd mjöil á bláum fjölium. Bieik er móða á brunahrauni, blóði roðið fellið góða. Glampa þil á bóndabæjum, blágrár reykur um loftið feykist. íslenzk sveit, ég ann þér heitar öllu, er geymir þessi heimur. Þessi fagra sveitarlýsing ber því einnig. glöggt vitni, íjye.-fasttengd skáídkpnan er möðurmpldmni. Sam önnur dæmi þess má nefna kvæðið „Til íslands" og þá ekki síð- ur hina angurblíðu „Bæn“, seinasta kvæði bókarinnar: Móðurmold, móðurjörð, gróðurmold með grænan svörð. Mjúkan beð bú þú mér, fósturmold, í faðmi þér. Samúðin er. hins vegar, hinn sterki strengur í „Stúlk- an mállausa", „Blindur dreng ur“, „Vökukonan" og „Þór- unn gamla“. Margrét yrkir ljóð sín í hefðbundnu formi, eins og það er nú kallað, rimar kvæði sín og stuðlar að gömlum og góðum íslenzkum sið. En inn an þeirrar umgerðar gætir hreint ekki lítillar fjölbreytni í Ijóðformi hennar. Hún kann góð tök á ferskeytlunni, yrk ir heilt kvæði í hringhendum; þá eru f bókinni vel ortar og fallegar sonnettur, og þulur, sem eru meðal fegurstu kvæða hennar, eins og „Við eldinn" og „Leggjum land undir fót“. Þulumar hafa Iöng tmi verið íslenzkum eftirlæt- is bragarháttur, og Margrét er prýðilega hlutgeng á þeim vettvangi. Fjarri fer því, að kveði við nokkum vonleysistón í þess- um Ijóðum skáldkonunnar, þó að það leyni sér elgi, að kald- viðri lífsins hefir stundum um hana nætt, og er það gömul saga og almenn. En bjargföst vortrú hennar hefir lyft anda hennar yfir þá fjallgarða and streymis og erfiðleika. Hið þýða og fallega kvæði „Lauf- vindar blása“ er ágætt dæmi þess: Laufvindar blása, líður að hausti, fjúka fölnuð lauf. Ljúfur blærinn loftið fyllir ilmi unaðsríkum. Söngþrestir fljúga suður um höf, vinir Ijóss og ljóða. Húmar og hljóðnar, en hugann dreymir Iiðna sumarsælu. Veit eg að vori veg þeir finna heim yfir svalan sæ. Grænkar grein, gleður á ný söngur í sólgullnu laufi. gama máli gegnir um kvæð- in „Mitt týnda land“ og „Athvarf", sem bera því frek ar vott, hve skáldkonunni hefir tekizt það vel, að halda vakandi í huga og hjarta helg um eldi drauma sinna og vona, hvemig sem á móti blés um ævina. Hvergi Iýsir Jætta sér þó betur heldur en í kvæðinu „Haust“, er lýkur með þessu tilfinningarfka og faguryrta erindi: En nú er haust og húm á öllum leiðum. og hjarta mitt berst ótt af duldri þrá, og bliknuð laufin falla af flestum meiðum, og fölnuð hníga sumarblómin smá En aftanroðans ey í bláum sænum hún er þó meir en vöku- draumasýn og um það hvíslað er i svölum bjænum að eitt sinn þangað liggi sporin mín Kvæði Margrétar Jónsdótt ur eru ljóðræn smekkvís um málfar, hugþekk að yrkisefn- um, og þrungin þeim inni leika, sem til hjartans talar. Richard Beek.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 35. Tölublað (12.02.1965)
https://timarit.is/issue/183230

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. Tölublað (12.02.1965)

Aðgerðir: