Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1965næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Vísir - 12.02.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 12.02.1965, Blaðsíða 5
VlSIR . Föstudagur 12. febrúar 1965 5 utlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun JOHNSON SEGIR, AÐ HEFNIARAS'■ UNUM VERÐIHALDIÐ ÁFRAM Fréttir frá Washington herma, að Bandaríkjastjórn sé staðráðin í að halda áfram hefniárásum meðan Vietcong-skæruliðar halda uppi á- rásum í Suður-Vietnam. Brezka stjórnin styður þessa afstöðu og sfeínu Bandaríkjastjórnar, en hún mun beita sér fyrir samkomulags- urnleitunum um vopnahlé og frið, þegar hún telur tækifæri til þess að ná árangri af að taka sér slíkt frumkvæði í hendur. Bandaríkja- stjórn er sögð ánægð með þessa afstöðu brezku stjórnarinnar. I Bandaríkjunum eru uppi tvær stefnur varöand; Vietnam, stefna Johnsons forseta, margra demo- kratiskra leiðtoga og republik- anskra m. a. Nixons, um að halda áfram hefniaðgerðum, þrátt fyrir áhættuna, en hin er sú, að til- ganginum með að heyja styrjöld í Vietnam verði ekki náð. Þessari stefnu fylgir The New York Times og ýmsir demokratar. Styrjaldarhættan hefir haft þau áhrif, að verðbréf féllu í verði á Kauphöllinni í Wall Street, meira en nokkurn tíma slðan Kennedy heitinn forseti var myrtur. Soldatov, sovézki ambassador- inn í London, svaraði I gær ýmsum fyrirspurnum í sjónvarpi. Hann sagði, að vegna hefn'iárásanna hafi allt hið góða, sem áunnizt hafði I sambúð Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna sópazt burtu. Pravda segir, að Bandaríkjastjórn blekki sjálfa sig, ef hún haldi að tilganginum með hefniaðgerðunum verði náð. I útvarpinu í Hanoi var sagt í gær, að hefniárásirnar væru hættu- leg styrjaldaraðgerð. Alis fóru 150 bandarískar og suðurvietnamskar flugvélar í gær til hefn'iárása á stöðvar I Norður- Vietnam. >>■ Rannsóknarlögreglan í Bandaríkjunum hefir hafið rannsókn á atferli James Clark lögreglustjóra f SELMA, Ala- bama, en hann og menn hans knúðu böm og unglinga á aldr- inum 9—17 ára, til þess að hlaupa í spreng um 4 km. leið, til þess að hegna þeim fyrir að hafa farið 1 kröfugöngu til ráð- hússins til stuðnings við mál- stað blökkumanna. Lögreglu- mennimir vom vopnaðir kylf- um og rafmögnuðum stöfum. Sumir óku I bílum til þess að herða á böraunum, sem vom móð og hrædd, og sum nær ör- magna eftir hlaupin. „Þið vilduð ganga, — nú skuluð þið fá að hlaupa", höfðu lögreglumenn- imir sagt við þau. ► Lester Pearson forsætisráð- herra Kanada krefst gagngerðr- ar endurskoðunar á skipulagi Norður-Atlanshafsbandalagsins og vill að starfið verði aðallega stjórnmálalegt, efnahags- og menningarlegt. f STUTTU MÁLI Forseti sambandsþingsins í Bonn hefir staðfest, að hætt verði hergagnasendingum til Israel. — Hefir horft óvænlega milli V.Þ. og Egyptalands út af þessum málum og fyrirhugaðri heimsókn Walters Ulbrichts til Kairo og verið hótað slitum stjórnmálasambands á víxl. ► Ellefu banlcar sem Iánuðu Bretlandi 350 milljónir punda I des. til stuðnings sterlingspund- inu hafa framlengt lánið um 3 mánuði. ► Bannað er framvegis að aug- lýsa sígarettur f sjónvarpi brezka útvarpsins. ► Johnson Bandaríkjaforseti hefir krafizt nægilegrar Iög- regluverndar fyrir bandaríska sendiráðið í Moskvu. ► Yfir 20 voru drepnir í fyrra- dag í óeirðum á Suður-Indlandi en þær era sprottnar upp úr ó- ánægju með þá opinbera á- kvörðun að Hindi skuli vera hið opinbera mál landsins. Lög- reglan skaut á múg manns og biðu 10 bana, en í hefndar skyni vora tveir lögreglumenn teknir og brenndir á máli. Eignír Churchills 32 milljónir Sir Winston Churchill lét eftir sig eignir sem námu 226.054 stpd. eða sem svarar til rúmlega 32ja milljóna króna. Erfðaskrá hans var birt í Lon- don í morgun. Húsnæði óskast fyrir RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ Stjóm „Hjartavemdar“, landssamtaka hjarta- og æðasjúkdómavamafé- laga á íslandi, hefur í hyggju að festa kaup á 400—500 fermetra húsnæði fyrir rannsóknarmiðstöð, þar sem framkvæmdar verða heilbrigðisrann- sóknir á vissum aldurshópum með tilliti til hjartasjúkdóma. Æskilegast er að húsnæðið sé óinnréttað, en að öðru leyti frágengið. Skrifleg tilboð, er greini lýsingu húsnæðis ásamt teikningu, svo og skil- mála, sendist til lögfræðiskrifstofu Sveins Snorrasonar, Klapparstíg 26, Reykjavík, fyrir 25. þ. m. Stjóm „Hjartavemdar“. þingsjá Vísis þingsjá Vísis _ binqsjá Vísis Fundir voru í báðum deild- um Alþingis í gær. í efri deild var aðeins eitt mái á dagskrá breytingar á tollskrá, sem kom frá nefnd. f neðri deild voru tvö mál á dagskrá, stjómarfrv. um náttúrurannsóknir og land- græðslu. — Komu þessi mál bæði frá nefndum. Landgræðsla Sr. Gunnar Gíslason hafði framsögu af hálfu landbúnað- amefndar á frv. um land- græðslu. Er nefndin sammála um frv. og mælir einróma með samþykkt þess. Ér hér um allmikinn lagabálk að ræða í 44 grein um og mörg nýmæli M. a. er gert ráð fyr ir, að tekin verði upp, skipuleg gróðurvemd, sem rek in verði af stofnun, sem nefn- ist Landgræðsla ríkisins undir stjóm landgræðslustjóra. Þá er ákvæði um það, að innan 5 ára skuli gert yfirlit um land- skemmdir og áætlun gerð um framkvæmd landgræðslu. Framsögumaður sagði, að við 1. umr. hefði komið fram, að það vantaði fastan tekju- stofn fyrir landgræðsluna. Við því væri það að segja, að á undanförnum ámm hefði Al- þingi mjög hækkað allar fjár- veitingar til þessara mála. Og sagðist frsm. ekki trúa öðm en sá skilningur ríkti hjá fjárveit- ingavaldinu að landgræðslan sé svo mikilvægt málefni, að það verði haldið áfram að auka fjár veitingar til þeirra verkefna, sem fyrir liggja. Gísli Guðmundsson tók næst ur til máls og sagði að að þessu frv. væri langur aðdragandi, sem hann síð an rakti. Þá gagnrýndi hann, að í frv. vantaði heim- ild um að koma upp föst um tekjustofn- um handa land græðslunni. Landbúnaðarráðherra, Ingólf ur Jónsson, tók næstur til máls og sagði, að samskonar frv. sem kom fram á þingi árið 1957 hefði ekki hlotið fylgi vegna þess að deilt hefði verið um það hvort sú tekjuöflun, sem ráð var fyrir gert f þvi frv., hefði verið réttmæt. Þess vegna væri ekki gert ráð fyrir tekjuöflun í þessu frv. en hins vegar hefðu fjárframlög úr rík issjóði til þessara rnála farið síhækkandi undanfarin ár. En þingmenn gætu hugleitt hvemig finna ætti fasta tekju stofna en hann vildi benda á, að ekki væri rétt að skattleggja eingöngu bændur í þessu sam bandi vegna þess einfaldlega, að þetta væri ekki aðeins fyrir þá gert. Þetta frv. gerði ekki ráð fyrir tekjuöfl. un eins og fyrr segir, heldur væm gerðar skipulags- breytingar, sem auðveld- uðu allar fram kvæmdir þessara mála. Gunnar Gíslason sagði, að fjárveitingar hefðu farið vax- andi undanfarin ár, árið 1955 hefði hún verið 1,2 millj. í fyrra 5.4 millj. og á fjárlögum nú 7.5 millj. Og það hlyti að koma í sama stað niður hvort veitt er beint úr ríkissjóði til þessara framkvæmda eða fundinn yrði einhver fastur tekjustofn. Benedikt Gröndal sagði, að lagt hefði verið fyrir nefndina, sem um þetta mál fjallaði, að hún reyndi ekki að finna tekju öflunarleið, því allar hugleið- ingar um það hefðu tafið fram gang málsins hingað til. Þá benti hann á merkilegt ný mæli sem væri í 42. grein frv. þar sem stæði, að innan 5 ára skuli gert yfirlit um land- skemmdir og áætlun gerð um framkvæmd landgræðslu. Þegar lokið væri að gera þessa áætlun mundi koma til kasta Alþingis um fjárveitingu um framkvæmd hennar og á- stæða væri til að ætla, að það brygðist rausnarlega við. Var málinu síðan vísað til 3. umr. Náttúrurannsóknir Benedikt Gröndal hafði fram sögu af hálfu menntamálanefnd ar í stjórnarfrv. um náttúrurann sóknir. Frv. þetta gerir ráð fyrir, að Náttúrugripasafn íslands heiti framvegis Náttúrufræðistofnun ís lands og enn- fremur eru felld inn í það ýmis ákvæði, sem áð ur tilheyrðu verkahring Rannsóknar ráðs. Þá er ætl unin, að hlut- verk þessarar stofnunar verði að vera miðstöð fyrir vlsindalegar rannsóknir á náttúru landsins, en ekki að safna náttúrugripum eins og hing að til. Framsögum. sagði, að til að íslenzkt þjóðfélag gæti fylgzt með öðrum þjóðum yrði að gera hér endurskoðun á sviði skóla mála annars vegar og hins veg ar á sviði rannsókna og vísinda. Undirstaða þeirra greina sem mestri byltingu valda er á sviði náttúruvísinda, sem þetta frv. fjallar um. Undanfarin ár hafa oft verið fluttar tillögur um þessi mál, en þeim hefur lftt þokað á- leiðis vegna þess að frv. um rannsóknir almennt hefur ekki komizt í gegnum þingið ennþá. En nú hefur verið ákveðið að koma þessu frv. í gegnum þingið og mælir nefndin einróma méð samþykkt þess og vonar að það verði upphaf að betri aðbúnaði þessara mála en hingað til.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 35. Tölublað (12.02.1965)
https://timarit.is/issue/183230

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. Tölublað (12.02.1965)

Aðgerðir: