Vísir - 12.02.1965, Blaðsíða 4
V í f! IR . Föstudagur 12. febrúar 1963
NEMENDAMOT V.I.
Aðalhátíð Verzlunar-
skólanema kallast nem-
endamót. Allar aðrar
skemmtanir falla í
skugga þess. Viku eftir
viku og mánuð eftir mán
uð eyða margir nemend-
ur hverri frístund sinni
til æfinga á söng, leikrit-
um o. fl. og fá ekki önn-
ur laun fyrir en ánægj-
una og lof skólafélaga
á hátíðarkvöldinu. Einn-
ig má reikna til tekna
skemmtilegar minningar
frá þessum störfum —
minningar sem verða því
ljúfari sem lengri tími líð
ur.
Nemendamót Verzlunar-
skólans fór að þessu sinni
fram dagana 9.-10. febr. og
var haldið í Sigtúni. Sökum
nemendafjölda verður að tví
skipta mótinu og er hafður sá
háttur á, að fyrra kvöldið
Sviðsmynd úr Islandsklukkunni.
koma eldri nemendurnir, en
þeir yngri það einna. Þá er
einnig haldin sýning fyrir for
eldra og eldri nemendur og
fer sú samkoma fram næsta
sunnudag þ. e. 14. febr. og
hefst kl. 2.
Við sóttum nemendamótið
fyrra kvöldið og hófst það þá
kl. 19 og var hvert sæti húss
ins skipað og menn virtust
þegar í upphafi vera ákveðnir
í að skemmta sér vel, hvað
kom á daginn. Það var skóla-
kórinn sem opnaði mótið með
söng sínum. Síðan kom Magn
ús Gunnarsson, formaöur
nemendamótsnefndar og setti
mótið og bauð gesti vel-
komna. Dr. Jón Gíslason
skólastjóri tók þessu næst til
máls og þakkaði nemendum
og leiðbeinendum þeirra fyrir
vel unnin störf við undirbún-
ing hátíðarinnar. Kvað skóla-
stjóri hátíð sem þessa hafa
gildi út fyrir ramma skemmt-
unarinnar og ánægjulegt væri
að sjá hvað nemendur legðu
sig fram til þess að allt mætti
sem bezt fara.
VI. bekkingar sýna ár hvert
þætti úr einhverju klassisku
leikriti eftir íslenzkan höf-
und. Að þessu sinni voru sýnd
ir þættir úr íslandsklukku
Halldórs Kiljan Laxness.
Tókst sýning þessi mæta vel,
þrátt fyrir erfiðar aðstæður á
sviði. SÍéáh' rák'"; hVért
skemmtiatriðið. annað. Nem-
endamótskórinn söng. verzl-
unardeildin sá um leikþátt,
félagar úr 1. bekk fluttu gtfn
þátt og nokkrir nemendur
sýndu á gamansaman hátt
hvernig útvarpsmenn fara að
því að sjóða saman frétta-
auka. Kvartett verzlunardeild
ar söng nokkur lög, skóla-
hljómsveitin flutti bítlamús-
ik og kátir félagar tóku lagið
með aðstoð allra gesta húss-
ins. Er þá ótalið það atriði
sem einna mesta athygli
vakti, en það var akrobatik
sýning 5 stúlkna. Var það atr-
iði sérlega vel heppnað og
leikni stúlknanna undraverð.
Er skemmtiskrá var lokið lék
hljómsveit Svavars Gests fyr
ir dansi til kl. 2.
Við hittum að máli Magnús
Gunnarsson, formann nem-
endamótsnefndar og fyrrver-
andi formann málfundafélags
ins skömmu áður en skemmt
uninni lauk og báðum hann
að fræða okkur svolítið um
undirbúning hátíðarinnar.
Magnús sagði að undirbún-
ingur hefði hafizt þegar um
miðjan október og staðið
stanzlaust síðan. Rétt hlé
meðan miðsvetrarprófin
stóðu yfir. Atriðin kröfðust
náttúrlega misjafnlega mikils
undirbúnings, fyrst var byrj-
að að æfa skólakórinn og leik
rit VI. bekkjar, svo og leik-
fimina sem stúlkurnar sýndu.
Við kunnum þeim er aðstoð-
uðu okkur miklar þakkir. Sér
stoðuðu okkur og sáu í gegn
um fingur við þá sem voru
önnum kafnir við æfingar.
— Eru það allir bekkir sem
leggja fram skemmtiatriði?
— Yfirleitt eru það nemend
ur úr eldri bekkjunum, en
vissulega koma neðri bekking
ar einnig við sögu, - láta
ekki sitt eftir liggja. •
- Og Magnús, ertu nú
ánægður með hvemig
skemmtunin heppnaðist.
— Já, það verð ég að vera.
Það er einkenni fyrir Verzl-
unarskólann hvað þar er
félagslynt fólk og fúst til allra
starfa og samstarfs. Það hefur
sitt að segja, að á nemenda-
mót koma allir f þeim tilgangi
að skemmta sér og ekki síður,
skemmta öðrum.
Fram á gangi hittum við
tvær brosandi stúlkur Sig-
rúnu Ámadóttur og Helgu
Einarsdóttur, í II. bekk. Þær
sungu í kórnum og gátu því
verið bæði kvöldiri. — Þær
sögðu að það væri reglulega
||||||
Stúlkur úr 1. og 3. bekk sýndu akrobatik.
Skólahljómsveit Verzlunarskólans.
staklega ber að nefna Erling
Gíslason leikara, er hjálpaði
til við leikritið og leikþættina,
Jan Morávek er hafði söng-
stjórn og söngæfingar á hendi
og Ninnu Breiðfjörð leikfimi-
kennara er sá um æfingar
stúlknanna er sýndu akro-
batik.
— Það þarf náttúrlega ekki
að spyrja að því, Magnús, æf-
ingarnar hafa tekið mikinn
tíma?
- Já, vissulega gerðu þær
það. Bæði tíma og erfiði, og
ég er mjög þakklátur þeim
sem unnu að undirbúningnum
og komu hér fram í kvöld.
Einnig sýndu margir kennarar
málinu mikinn skilning að-
gaman að syngja í kórnum og
að þær hefðu skemmt sér vel
í kvöld. — Þegar þetta
nemendamót er búið, förum
við að hlakka til þess næsta.
í tengslum við hátíðina er
gefið út Verzlunarskólablað-
ið. Er það hið myndarlegasta
rit og kennir í því margra
grasa. — Þar eru ritsmíð-
ar eftir nemendur og kennara
svo og skólasiltaræða skóla-
stjóra. Þar er einnig annáll
félagslífsins í skólanum s.l.
ár og þar glögglega hægt að
sjá að það hefur staðið í
miklum blóma. Ritstjóri
Verzlunarskólablaðsins að
þessu sinni var Steingrímur
Þ. Gröndal.