Vísir - 12.02.1965, Blaðsíða 6
6
V1SIR . Föstudagur 12. febrúar 1965
ísloQdsvlnur
lútinn
í dag er gerð í Ramsgate, Eng-
landi, útför Englendings, sem var
niikill Islandsvinur, Albert G.
Newman, 84 ára að aldri.
Hann kom hinagð til lands
á vegum Marconifélagsins og Ein-
ars skálds Benediktssonar 1905.
Hann annaðist uppsetningu Mar-
conistöðvar við Rauðará og tók
við fyrstu loftskeytunum, sem bár-
ust hingað til lands (26. júní að
kveldi).
Albert G. Newman gekk að eiga
reykvíska stúlku, Ingigerði, systur
Valgerðar, konu Einars Bene-
diktssonar, þær voru dætur
Einars Zoega veitingamanns og
Margrétar konu hans, sem bæði
voru meðal kunnustu borgara hér
i bæ og ráku gistihúsið Reykjavík,
sem í öllu þótti samsvara því bezta
á sínum tíma.
Ingigerður lifir mann sinn. Þau
hjónin eignuðust 5 böm. Elzti
sonur þeirra féll í orrustunni um
EI Alaméin, en á lífi eru 3 synir
og ein dóttir.
A. Th.
Stórviðri —
Framh. af bls. 1.
Frá Akureyri var blaðinu sím
að að veður hefði verið gott og
hlýtt fram eftir degi í gær, en
brostið þá á með hríð, sem farið
hefði vaxandi í alla nótt og náð
hámarki í morgun. Bylurinn
var svo svartur í morgun, að
varla sá milli húsa. Fátt bíla
er á götum og leigubílar hreyfa
sig ekki. Snjór er þó ekki kom
inn ýkja mikill ennþá, en sums
staðar dregið í skafla. Ekki
hafði um tíuleytið í morgun
frétzt neitt af mjólkurbíl-
um en búizt við að þeim miðaði
eitthvað áfram þrátt fyrir byl
og blindu á vegum.
Flóabáturinn Drangur átti að
fara samkvæmt áætlun til Siglu
fjarðar í morgun, en fór ekki.
Er það talin hrein undantekn
ing að áætlunarferð Drangs falli
niður af veðurástæðum.
Símasamband við sveitirnar
við Eyjafjörð var orðið mjög
slæmt, en þó ekki vitað um að
það væri rofið.
Kynferðisbrot
í Eyjum
Vísir hefur fregnað að mað
ur nokkur hafi verið tekinn
höndum í Vestmannaeyjum
grunaður um mök við stúlku
bam eða böm.
Blaðið átti sakir þessa sim
tal við Freymóð Þorsteinsson
bæjarfógeta í Vestmannaeyj-
um. Það eina sem hann hafði
að segja um það var, að málið
væri ekki á því stigi, að hægt
væri að gefa neinar minnstu
upplýsingar um það. Hann
neitaði með öllu að svara
spumingu um það, hvort mað
urinn hefði játað. Sem stend-
ur óskaði hann eftir því að
sem minnst væri um þetta
mál talað.
Flugvélin —
Framh. af bls. 1.
Ný flugvél var fengin í stað-
in og var hún væntanleg um kl.
2,30 síðdegis, en fyrri flugvélin
hefði ef allt hefði farið eftir
áætlun átt að lenda hér um
eitt-leytið.
Skömmu áður er önnur Loft-
leiðaflugvél, sem flytur fulltrúa
frá Helsingfors og Osló vænt-
anleg hingað, en Flugfélagsvél,
sem flytur sænsku fulltrúana
h'ingað á að koma um 4-leytið.
Afgreiðsla allra flugvélanna
verður f afgreiðslu Flugfélags-
ins á Reykjavfkurflugvelli. Eng-
in sérstök móttaka verður þar
þó margir ráðherrar séu á ferð-
inni, en sendiherrar hvers ríkis
um sig taka á móti löndum sfn-
um.
V.R. —
Framhald af bls. 16.
á aðalfundinum og nær það nú yf-
ir Reykjavík, Seltjarnames, Kópa
vog, Mosfellssveit, Kjalarnes og
Kjós. Má þvf enn reikna með örri
fjölgun í félaginu á þessu ári.
V.R. verður 75 ára 27. jan. næsta
ár og hefur verið skipuð nefnd til
að sjá um, að það afmæli verði
sem glæsilegast.
I aðalstjórn V.R. eru nú Guð-
mundur H. Garðarsson, Bjarni Fel
ixson, Hannes Þ. Sigurðsson,
Helgi E. Guðbrandsson, Bjöm Þór
hallsson, Halldór Friðriksson og
Magnús L. Sveinsson, sem jafn
framt er framkvæmda?tjóri félags-
Kári skrifar
Framhald aí bls. 2.
meiri athygli eiginmannanna.
Spenna mundi minnka, fólk
mundi sjást brosa, jafnvel þótt
enginn dytti á bananahýði,
magasárstíðnin minnkaði, blóð-
þrýstingur lækkaði, læknum
fækkaði og húmorinn hækkaði.
Vinnuafköst manna stórykust
og barneignum fjölgaði, fólk
heilsaðist með bros á vör og
barir stæðu tómir um helgar,
sem og aðra daga. Ég er viss
um að drykkjuhneigð lands-
manna kemur beint úr mjólkur
búðum.
Nú var Gvendi skyndilega lit
ið á klukkuna, sem var að nálg
ast hálf tólf, og í sömu mund
fann ég logandi sársauka f
vinstra eyra.
; Kossadans —
Framh. af bls. 2
i Þetta var svolitið um kossana í
| Jenka-dansinum. Danssporin er okk
I ur því miður ekki kunnugt um, en
I hver veit nema dansskólarnir fari
brátt að kenna Letskiss hér í borg.
Það er margt skrýtið sem kemur
fram á sjónarsviðið úti í heimi og
nær útbreiðslu og hyili eins og
þetta dæmi sýnir. Á sfðasta ári
„topless" og bítilæði, nú Letskiss.
Hvar endar þetta allt saman?
► Alsírskir hermenn eru sagð
ir berjast með skæruliðum í
Kongó. Tóku þeir þátt í árás úr
launsátri á 700 manna hersveit
úr Kongóhernum 300 km. norð
austur af Stanleyville. Tíu féllu
af hersveitinni og 35 særðust. f
hersveitinni eru um 100 hvítir
málaliðar. Skseruliðar voru
hraktir á flótta.
Skrúfudagur
1 dag er hinn árlegi Skrúfudag
ur Vélskólans. Á þeim degi bjóða
nemendur til sín gömlum nem-
endum og öðrum sem vilja kjmn
ast starfsemi skólans.
Dagskráin hefst kl. 15 á því
að starfsemi skólans verður
kynnt. Nemendur verða þá að
störfum í vinnusölum skólans.
Um sama leyti verður veitt kaffi
í hátíðasal Sjómannaskólans. Kl.
17,30 hefst hátíðafundur í hátíða
sal Sjómannaskólans: Formaður
skrúfuráðs flytur ávarp og af-
hendir kennara verðlaunagrip
dagsins. Kennari afhendir nem-
anda heiðursvott frá kennurum
skólans. Hallgrímur Jónsson flyt
ur ávarp. Kennari flytur ávarp.
Ávörp gesta. Formaður skrúfu-
ráðs: lokaorð.
Norðurlandaróð —
Framhald af bis. 16.
ráðherranna munu búa í sendi-
herrabústöðunum.
Þegar fundur Norðurlandaráðs
var haldinn hérna árið 1960
kom húsnæðisvandamálið ekki
til þvi þá var hann haldinn um
sumar og bjuggu nefndarmenn
á Görðunum sem voru þá tóm
ir.
Góður árangur í lausn vanda
mála hefði ekki náðst, hefði
ekki komið til velvilji allra
þeirra sem við höfum leitað til
Samræming á tillögum í Norð
urlandaráði, sem lagðar hafa
verið fram, hefur einnig verið
mikið verk. Starfsfólk f sam
bandi við fundinn verður um
15.
Kostnaður við fundinn verður
greiddur f tvennu lagi, annars
vegar greiða meðlimalönd sam
eiginlegan kostnað í hlutfalli
við fjölda fulltrúa á fundinum
f öðru lagi greiðir hvert land
út af fyrir sig kostnað sem það
sjálft veldur.
Fulltrúar koma í dag með
þrem leiguflugvélum, en undir-
búningsfundur stjórnarnefndar
verður haldinn í kvöld.
Bókasafnið —
Frh. af bls. 7
— Ekki hér heima. Það er
hverju orðinu sannara. Þeim
mun me'iri aftur á móti erlendis
frá. Það komu fjölmargar fyrir-
spurnir frá Ameríku, Norður-
löndum og einnig Þýzkalandi
um það á hvaða verði safnið
yrði selt. Það var ekki sjáanlegt
annað heldur en að margir
þessara aðila hefðu kaup ein-
dregið í huga.
Tilboðsfrestur var ákveðinn
til 1. febr. og héðan að heiman
barst ekki eitt einasta tilboð.
Aðe'ins einn aðili hafðj látið
í ljós áhuga, en það var biskup-
inn yfir íslandi, Sigurbjörn
Einarsson. Hann bað mig um að
mega fylgjast með gangi mála
áður en safnið yrði selt úr
landi.
— Þú hafðir boðið rfkinu
safnið til kaups?
— Já, ég gerði það áður en
ég auglýstj það til sölu. En því
var hafnað.
— Ertu ánægður með söluna?
— Já. Ég tel reyndar að ég
hefði getað fengið fyr'ir það all-
miklu hærra verð erlendis frá,
en það var ekki aðalatriðið. Það
var frá öndverðu mitt hjartans
mál að safnið fengi að vera
sem heild í landinu sjálfu og
þess vegna gekk ég til samn-
inga um það fyrir miklu lægra
verð heldur en ég taldi mig
geta fengið fyrir það frá er-
lendum aðilum. Ég lét safn'ið til
Skálholts fyrir lægsta verð,
sem ég taldi mig þurfa að fá
til að sleppa skaðlaust — og
tel það vera langt undir sann-
virði.
En ég vil að lokum geta þess,
að ég tel Skálholtsstað vel að
safninu kominn og óska að það
megi þrffast þar og eflast um
ókomna framtíð. Og ég tel enn-
fremur að biskup íslands hafi
stigið örlagaríkt og mikilvægt
spor r síðustu stundu með
þessari ákvörðun sinni. Hefð'i
hann ekkj gert það, myndi
þjóðin hafa misst af dýrmæt-
asta bókasafni í einkaeign á
íslandi og orðið mörgum dýr-
gripnum fátækari.
Barnunúttföt
Hin margeftirspurðu ungversku
bamanáttföt komin aftur.
Stærðir 4—12.
með fafriaðinn á fjölskylduna
Laugaveg 99, Snorrabrautar megin - Sími 24975
****sr*nuxija*í j
Ungir Sjálfstæðis-
menn í Kjósarsýslu
Fyrsti fundur stjórnmálanámskeiðs F. U. S. í
Kjósasýslu verður haldinn að Hlégarði mánu-
daginn 15 febrúar og hefst kl. 21.
1. Námskeiðið sett: MATTHÍAS SVEINS-
SON, form. félagsins.
2. Erindi um fundarsköp: BRAGI HANN-
ESSON, bankastjóri.
3. Erindi um ræðumennsku: ÞÓR VIL-
HJÁLMSSON, borgardómari.
Félagar fjölmennið
Kulduhúfur
Enskar dömu kuldahúfur fyrirliggjandi.
Margar gerðir Hagstætt verð.
HEILDSALAN
Vitastíg 8A Sími 16205
og 17415
Tilkynning
til launaskattgreiðenda
Athygli launaskattgreiðenda er hér með
vakin á því, að hafi þeir ekki gert skil á launa-
skatti fyrir tímabilið 1. október til 31. desem-
ber 1964, í síðasta lagi fyrir mánudaginn 15.
þ.m., verða þeir látnir sæta þeim viðlögum að
greiða til viðbótar skattinum álag, er nemur
25% af skatti þeim, sem greiða bar.
Félagsmálaráðuneytið 10. febrúar 1965.