Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1965næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Vísir - 12.02.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 12.02.1965, Blaðsíða 3
V1 SIR . Föstudagur 12. febrúar 1965 ■WiWM—iniwmwiB«iiiriiinwinin' ■ i Stærstu flugvélur í furþeguflugi í heiminum eru í þjónustu Loftleiðu, fullhluðnur með um 200 munns innunborðs Eins og Vísir skýrði frá í fréttum f gær hafa Loftleiðir samið við Canadair-verksmiðj umar í Montreal í Kanada um kaup á tveim nýjum flugvélum af Canadair gerð, og um leng- ingu á öllum þessum vélum, þannig að þær taka nú 189 far- þega og að auki áhöfn, sem er alls 8 manns. Um borð í vélum þessum eru því 197 manns þeg ar fullskipað er og vélin veg- ur 210.000 ensk pund eða ca. 95 tonn. Til samanburðar má geta þess að fullhlaðin DC-6B eins og Loftleiðir hafa átt und- anfarin ár er rúm 48 tonn full- hlaðin. Lengingin á hverri flug vél kostar 800.000 dali en samn ingur Loftleiða við Canadair er langstærsti samningur sem ís- Ein af Rolls Royce flugvélum Loftleiða á flugi hátt yfir Reykjavík. lenzkur aðili hefur gert, sam- tals um 700 milljónir króna. Sumaráætlun Loftleiða breyt ist ekkert í sumar þrátt fyrir þennan bætta vélakost, sögðu þeir Kristján Guðlaugsson stjómarformaður félagsins og Alfreð Elíasson forstjóri. Hins vegar mun Ieiguflugið auk- ast mjög eíns og fram hefur komið í fréttum. „Við munum selja 2 DC-6B úr landi í haust eða snemma á næsta ári.“ Verð ið á góðri vél af þessari gerð er nú um 350.000 dalir, eða um 15 millj. kr. Samið hefur verið um ieiguflug allt sumar ið og 11 ferðir eru í áætluninni vestur um haf og til baka í hverri viku með Rolls Royce 400 vélunum sem eru þær stærstu f farþegaflugi yfir At- lantshafið og sennilega í öllu farþegaflugi f heiminum. Fyrri fiugvéiin af þeim tveim sem nú hefur verið samið um, verður notuð til þjálfunar á- hafna frá miðjum n.k. aprílmán uði, en hin verður fullbúin til farþegaflugs 15. maf n.k. Gert er ráð fyrir að önnur flugvélin verði notuð til áætlunarflug- ferða, og kemur hún í stað þeirra Cloudmastervéla, sem fara út úr áætlunarflugi frá þeim tfma, en hin einkum til leiguferða, og er fyrirhugað að 'íUÍIm • nijfí í> (|({u \jti auka nú verulega þann þátt í starfsemi félagsins. Samanlagt kaupverð flugvél anna nemur um 10 milljónum Kanadadollara, en það samsvar ar rúmum 400 milljónum ís lenzkra króna. Eigi eru varahlut ir þar innifaldir, en sérstakur samningur verður gerður um þá. Kaupverð á að fullgreiða á næstu sjö árum. Seljendur hafa hvorki krafizt banka- né ríkis ábyrgðar, en Loftleiðir gera ráð fyrir að greiða andvirði vélanna af eigin gjaldeyristekjum. Vitað er að mörg flugfélög hafa nú í huga að festa kaup á fiugvélum af stærri gerðum en þeim, sem nú eru algengastar, og hafa nokkur þeirra til athug unar að lengja sumar þeirra teg unda, sem nú eru f notkun til þess að auka farþegarými þeirra Stjóm Loftleiða hefur, að vand lega íhuguðu máli, talið nauð synlegt að gera ráðstafanir til að félagið geti á næstunni orðið samkeppnisfært við hinar nýju gerðir flugvéla, en fyrir því hef ur nú verið samið við Canadair flugvélaverksmiðjurnar um Ieng ingu á öllum fjórum flugvélun um af gerðinni Rolls Royce 400 Þess má geta, að burðarmagn Rolls Royce 400 er nú miklu meira en farþega- og farangurs rými þeirra. Þess vegna hefur það alllengi verið á döfinni hjá Canadair að lengja þessa gerð flugvéla, og auka þannig far þegarými þeirra úr 160 sætum í 189. Við þetta lengist bolur flugvélar um 5 m. Er áætlað að lengingu allra flugvélanna fjögurra verði lokið árið 1967. Viðhald Rolls Royce 400 flug vélanna verður fyrst um sinn í New York, þar sem Loftleiðir hafa enn ekki fengið aðstöðu til þess að framkvæma það á Keflavíkurflugvelli, en félagið hefur Iengi leitað leiða til þess að fá þar flugskýli til afnota, og hefur engin viðunandi úr- Iausn enn fengizt á því máli. Frá vinstri til hægri: Mr. P.E. Heybroek, sölusérfræðingur frá Canadair, Mr. Max Helzel, sölustjóri Lockheed, Mr. F.R. Conley, lögfr., forstjóri söludeildar Canadair, Mr. F. C. Lazier, lögfræðiráðunautur Canadair, Mr. R. Agar, forstjóri verkfræðideildar Canadair. Mr. R. Delany, lög- fræðiráðunautur Loftleiða í Bandaríkjunum, hr. Einar Ámason, flugstjóri, í stjóm Loftleiða, hr. E. K. Olsen, flugdeildarstjóri, í stjóm Loftleiða, hr. Alfreð Elíasson, framkvæmdastjóri Loftleiða, hr. Kristján Guðlaugsson hrl. stjómarformaður Loftleiða, hr. Sigurður Helgason, forstjóri, vara formaður stjómar Loftleiða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 35. Tölublað (12.02.1965)
https://timarit.is/issue/183230

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. Tölublað (12.02.1965)

Aðgerðir: