Vísir - 12.02.1965, Blaðsíða 10
V í S I R . Föstudagur 12. febrúar 1965
borgirt
t
<r
'ö
»mgin
dag
L
&
i
jæturvakt i Reykjavik »íikun8
6.—13. febr. f Lvfiabúðinni lö-
unni. y
Nætúrvarzla i Hafnarfirði að
faranótt 13. febr.: Bjami Snæ-
björnsson, cíirkjuvegi 5. Sími
50245.
Utvarpið
Föstudagur 12. febrúar
Fastir liðir eins og venjulega
15.00 Miðdegisútvarp
16.00 Síðdegisútvarp
17.05 Enduraekið tónlistarefni
17.40 Framburðarkennsla I esper
anto og spænsku
18.00 Sögur frá ýmsum löndum
20.00 Efst á baugi
20.30 Siðir og samtíð: Jóhann
Hannesson prófessor hug-
leiðir kenningar Kants um
hið góða.
20.45 Lög og réttur
21.10 Einsöngur í útvarpssal:
Kristinn Hallsson syngur.
21.30 Útvarpssagan: „Hrafn-
hetta," eftir Guðmund
Daníelsson
22.10 I tilraunaleikhúsi.
22.40 Næturhljómleikar
23.30 Dagskrárlok.
Sjónvarpið
Föstudagur 12. febrúar
16.30 To Be Announced
17.30 Password
18.00 Phil Silver Show
18.30 Sea Hunt
19.00 Afrts News
19.15 Science Report
19.30 Grindl
20.00 I’ve got a Secret
20.30 The Jack Paar Show
21.30 Rawhide
22.30 Headlines
23.00 Afrts Final Edition News
23.15 N. L. Playhouse
Styrkir
Matvæla- og landbúnaðarstofn
un Sameinuðu þjóðanna (FAO)
veitir árlega nokkra rannsóknar-
styrki, sem kenndir eru við
André Mayer. Hefur nú verið
auglýst eftir umsóknum um
styrki þá, sem til úthlutunar
koma á árinu 1965.
Styrkir þessir eru ýmist veittir
vísindamönnum til að vinna að
Spáin gildir fyrir laugardaginn
13. febrúar.
Hrúturinn, 21. marz til 20
apríl: Gættu þess að egna þá
ekki til mótspyrnu, sem geta
haft veruleg áhrif á afkomu
þína og atvinnu. Láttu heldur
undan sfga í bili, þangað til mál
in skýrast.
Nautið, 21. apríl. -21. maí:
Einhver af gagnstæða kyninu
veldur þér nokkrum vandræð-
um. Þú ættir ekki að taka néin
ar skuldbindingar á þig í þvf
sambandi og ekki gefa nein bind
andi loforð.
Tvíburarnir, 23. maí til 21
júní: Þú verður að öllum lík-
indum að beita hörku við inn-
heimtu þess, sem þú átt hjá
öðrum, svo að þú getir staðið
við fjárhagslenar skuidbinding-
ar þínar.
Krabbinn, 22. júrií ti) 23. júlí
Þú hyggur þig að öllum líkind
um að hafa unnið nokkurn sig-
ur, en treystu því varlega, það
kann að koma fleira á daginn
í sambandi við það, en þig
rrunar nú.
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst.
f starfi og peningamálum ættir
þú að vera kominn yfir það örð
ugasta, og allt að ganga yfir-
leitt mun greiðara á næstunni,
þó að smáagnúar geri vart við
sig.
Meyjan, 24. ágúst til 23. sept
Gættu þín í umferð og láttu
ferðalög bfða í dag, að svo
miklu leyti, sem þér er unnt.
Haltu þig við skyldustörf, og þó
að hægt gangi, muntu vinna á.
Vogín, 24. sept. iil ~23. okt.
Treystu varlega loforðum eða
fögrum fyrirheitum manna, sem
þú þekkir ekki að neinu ráði,
einkum í sambandi við atvinnu
og peningamáL.Breytingar óráð-
legar í bili.
Drekinn, 24. okt. til 23. nóv
Góður dagur í starfi, en erfitt
heima fyrir að ýmsu leyti,
kannski í sambandi við ná-
komna ættingja. Eyddu kvö'd-
inu í fámennum hópi góðra
kunningja.
Bogmaðurinn, 24. nóv. til
des.: Einhver samstarfsmaður
veldur þér vonbrigðum, og þú
tekur þér það nærri. Þú hefur
lagt hart að þér að undan-
förnu og telur þig eiga annað
skilið.
Steingeitin, 22. des. til 20.
jan.: Nú er tími til þess kominn
fyrir þig að leita fyrir þér um
nýja atvinnu, eða breyta um
umhverfi, að svo miklu leyti,
sem það á við hvern einstakan.
Vatnsberinn, 21. jan. til 19
febr.: Láttu ekki aðra segja þér
um of fyrir verkum, þó að þú
takir skynSamlegum fyrirmæl-
um yfirboðara þinna. Reyndu
að sýna þeim fram á, að þér sé
treystandi.
Fiskarnir, 20. febr til 20.
marz: Farðu ekki skilyrðislaust
að ráðum samstarfsmanna þinna
'og taktu ekki allt trúanlegt, sem
sagt er um kunningja þína.
Láttu þínar eigin tilfinningar
ráða.
tilteknum rannsóknarverkefnum
eða ungum vísindamannsefnu.n
til að afla sér þjálfunar til rani
sóknarstarfa. Styrkirnir eru
bundnir við það svið, sem starf-
semi stofnunarinnar tekur til, þ.e.
ýmsar greinar landbúnaðar, skóg
rækt, fiskveiðar og matvæla-
fræði.
Styrkirnir eru veittir til allt
að tveggja ára og til greina getur
komið að framlengja það tíma-
bil um 6 mánuði hið lengsta. Fjár
hæð styrkjanna er breytileg eftir
framfærslukostnaði í hverju dval
ariandi, eða frá 150-360 dollarar
á mánuði, og er þá við það mið-
að, að styrkurinn nægi fyrir hús
næði, fæði og öðrum nauðsynleg
um útgjöldum. Ferðakostnað fær
styrkþegi greiddan. Taki hann
með sér fjölskyldu sína, verður
hann hins vegar að standa straum
af öllum kostnaði hennar vegna
bæði ferða- og dvalarkostnaði.
Umsóknum um styrki þessa
skal komið til menntmálaráðu-
neytisins fyrir 1. marz n.k. Sér-
stök umsóknareyðublöð fást í
menntamálaráðuneytinu. Umsókn
fylgi staðfest afrit prófskírteina
svo og meðmæli.
Það skal að lokum tekið fram,
að ekki er vitað fyrirfram, hvort
nokkur framangreindra styrkja
kemur í hlut íslands þessu sinhi.
Endanleg ákvörðun um val styrkj
þega verður tekin í aðaistöðvum
FAO og tilkynnt í haust.
Menntamálaráðuneytið 9. febr. ’65
Ríkisstjórn Frakklands býður
fram tvo styrki handa íslending-
um til háskólanáms í Frakklandi
námsárið 1965-66. Styrkirnir
nema hvor um sig 480 frönkum
á mánuði. Skilyrði til styrkveit-
ingar er, að umsækjandi hafi til
að bera góða kunnáttu £ frönsku.
Umsóknum um styrki þessa
skal komið til menntamálaráðu-
neytisins, Stjórnarráðshúsinu við
Lækjartorg, eigi síðar en 10.
marz n.k. og fylgi staðfest afrit
prófskírteina ásamt meðmælum.
Umsóknareyðublöð fást í mennta
málaráðuneytinu og hjá sendi-
ráðum íslands erlendis.
Farsótfir
Farsóttir í Reykjavík vikuna
17.-23. jan. 1965, samkvæmt
skýrslum 20 (27) lækna.
Hálsbólga 59 (80), Kvefsótt 80
(123), Lungnakvef 6 (18), Heila-
bólga 1 (0), Iðrakvef 15 (43),
Kveflungnabólga 9 (7), Hlaupa-
bóla 5 (11), Kláði 3 (0), Dílaroði
2 (1).
Farsóttir í Reykjavík vikuna
24.-30. jan 1965 samkvæmt skýrsl
um 25 (20) lækna.
Hálsbólga 78 (59), Kvefsótt 130
(80), Lungnakvef 8 (6), Iðrakvef
23 (15), Ristill 1 (0), Kveflungna
bólga 9 (9), Hlaupabóla 3 (5),
Dílaroði 3 (2).
Happdrætti
Happdrætti skáta 1965 mun
hefjast 15. febr. n.k. og standa
til 26. apríl. Happdrætti þetta er
ætlað til að hjálpa hinum ýmsu
félögum við að bæta úr húsnæð
iserfiðleikum þeirra Rennur því
allur ágóði sölunnar á hverjum
stað beint til viðkomandi félags.
Aðalvinningurinn í happdrætti
þessu verður Opel Caravan bif-
reið að verðmæti kr. 225.000.00.
Einnig verða tveir aukavinningar:
Plastbátur á dráttarvagni að
verðmæti kr. 23.300.00 og Ferða
lag að eigin vali að upphæð kr.
11.700.00.
Happdrættismiðarnir munu
verða með nokkuð sérkennilegu
sniði og verður kjörorð happ-
drættisins: Lengstu miðar lands-
ins.
Happdrættismiðarnir munu
verða til sölu alls staðar þar sem
skátar eru starfandi á landinu.
ATHUGIÐ!
Tilkynmngum sé skil-
ad > dagbókina fyrir
i hádegi dagmn áður en
bær eiga aö birtast
Ég skal taka þetta Marva, ana. Ekkert ætti að koma leyni-
eztu niður og taktu af þér hanzk- iögreglumanni á óvart en ég get
ekki trúað því að þú sért gim- legur flótti? Ég er hrædd um það
steinaþjófur. Er þetta heimsku- Cynthia frænka verður ofsareið.
Jewel Brown, söngkonan,
sem kom hingað með jazzhljóm
sveit Louis Armstrong, vakti
mikla athygli á tónleikum
Satchmo í Háskólabíói.
Tilkynning
Nýlokið er við Stýrimannaskól
ann námskeiðum fyrir hið
minna fiskimannapróf og skip-
stjórapróf á varðskipum ríkisins,
en það námskeið geta þeir einir
sótt, sem lokið hafa áður far-
mannaprófi.
Minna fiskimannaprófi luku 9
menn: Einar Steindórsson, Stokks
eyri, Henning Fredriksen, Stokks
eyri, Hinrik Þórarinsson, Húsavík
Jón Björn Vilhjálmsson, Kefla-
vík, Pétur Friðriksson, Þorláks-
höfn, Ragnar Ingibergsson,
Drangsnesi, Svavar Símonarson,
Reykjavík, Þorvarður Lárusson,
Grundarfirði og Þröstur Þorsteins
son Þorlákshöfn.
Skipstjóraprófi á varðskipum
ríkisins luku 6 menn, sem allir
eru starfandi stýrimenn á varð-
skipunum. Þessir luku prófi: Guð
jón Petersen, Jón Eyjólfsson,
Kristinn Árnason, Leon Karls-
son, Ólafur V. Sigurðsson og
Þorvaldur Axelsson, allir úr
Reykjavík.
Vfinninggrpjöld
Minningarspjöld Fríkirkjusafn-
aðarins í Reykjavfk eru seld á
eftirtöldum stöðum: Verzluninni
Faco, Laugavegi 37 og verzlun
Egils Jacobsen. Austurstræti 9
MinningaspjÖid Rauða kross Is
lands eru afgreidd á skrifstofu
félagsins að óldugötu 4. Sími
14658
Minningarspjöld Asprestakalls
fást á eftirtöldum stöðum: Holts-
apóteki við Langholtsveg ,hjá frú
Guðmundu Petersen, Hvamms-
gerði 36 og hjá frú Guðnýju Val
berg Efstasundi 21.