Vísir


Vísir - 20.02.1965, Qupperneq 16

Vísir - 20.02.1965, Qupperneq 16
Laogardagur 20. febrúar 1965, / notkun Við opnunarathöfn nýja sendisins. Frá vinstri Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstj. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþm. Baldur Jónsson, Benedikt Gröndal form. útvarpsráðs og Þorsteinn Hannesson. Utvarpssendingar betri og öruggari — Leysir þó ekki vanda Austf jarða í gær var tekinn í notkun nýr útvarpssendir í sendistöð Ríkisútvarpsins á Vatnsenda- hæð. Er hann 100 kíiówött og er aðalsendir útvarpsins, um land allt. Útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason gat þess við opnunar athöfnina að hinn nýi sendir myndi leysa marga erfiðleika varðandi dreifingu útvarps- efnis. Vonaðist Ríkisútvarpið til þess að framkvæmdin mætti verða hlustendum um land allt til gagns og ánægju. Út sendingin yrði betri og örugg ari og auk þess væri veruleg- ur raforkuspamaður við til- komu hins nýja sendis. Ekki mun hann þó megna að leysa úr vandkvæðum hlustenda á Austurlandi. Þar verður að byggja nýja langbylgjusendi- stöð til þess að vel heyrist þar í útvarpinu. 1 Vatnsendastöðinni voru ýmsir gestir viðstaddir í gær kl. 5 er sendirinn nýi var tek inn í notkun. Þar var mennta málaráðherra, Gylfi Þ. Gísla- son útvarpsráðsmenn póst- og símamálastjóri. Gunnlaugur Briem, og tæknimenn útvarps Frh. á bls. 6. SJOMENN KROFÐUST NÆR 75% HÆKKUNAR Útvegsmenn telja að útgerðin eigi að fú stærri hlut með stærri skipum og fullkomnari tækjum kröfugerð fyrir verkfallið farið I til þess að mæta auknum útgerð • flrkn.QtnarSí na var haft Landssamband íslenzkra út- vegsmanna hefur gefið út grein argerð varðandi sjómannaverk- fallið langa í janúar s. 1. þar sem m. a. er skýrt frá því að samninganefnd sjómanna hafi í Konudagur ó morgun Vísir vill leyfa sér að minna eiginmenn um land allt á, að á morgun er fyrsti sunnudag ur í Góu. Venja hefur verið að dekra þann dag sérstak- lega við veikara kynið með blómum, uppþvottum og öðru því sem þessum ágætu verum þykir fengur 1. 1 dag er sein- asti dagur þorra, þorraþræll. fram á 38 — 74% hækkun og stað 1 arkostnaði og var það ástæðan ið á þessum kröfum fram á síð- ustu daga verkfallsins. Þessar miklu kröfur segir LÍÚ að hafi verið ástæðan til þess hve verk- fallið stóð lengi. Segir LlÚ, að hinn almenni sjómaður hafi enga vitneskju haft um það, hvað var verið að fara fram á fyrir hans hönd. Þá er rætt allmikið um hluta skiptin í greinargerð LlÚ. Segir þar m. a. að á undanförnum ár- um hafi átt sér stað svo stórfelld ar endurbætur á bátaflotanum, að til byltingar geti talizt. Breytingar þessar eru aðallega fólgnar í stórfelldri stækkun bát j anna og gerbreytingu á aðbúnaði j þeirra. Telur LÍÚ eðlilegt að í stærri c;, dýrari bátar þurfi að !fá meira í sinn hlut af aflanum fyrir kröfum útvegsmanna, þeg- ar þeir óskuðu eftir stærri hlut á síldveiðum. Þau hlutaskipti sem gilt hafa á síldveiðum með hringnót eru miðuð við 40 — 50 rúmlesta báta og því eðlilegt að þau hluta- Framh. á bls. 6 Vilhjálmur Þ. Gislason heldur ræðu við opnun nýja sendisins. UTAN AF LANDI, BEINT TIL ÚTLANDA MEÐ F.Í. Tilkoma hinnar nýju flugvélar Flugfélags íslands, Fokker Friend- ship, gerir kleift nýja þjónustu við farþega úti á landi fyrir utan hina bættu þjónustu, sem felst í bætt- um flugvélakost. Vegna flughraða °g öryggi þeirrar flugvélar er mögulegt að skipuleggja ferðir utan af landi þannig, að farþegar þaðan geta samdægurs komizt með flug- vélum F.i. til útlanda. Ferðir þessar til útlanda verða eftir hádegi, ýmist klukkan 14 eða 16, en Fokker Friendship-vélin verður þá búin að ná í farþega út á land. Á sama hátt verður hægt að komast samdægurs út á land þegar farþegar koma að utan. Þeir taka þá flugvél, sem fer kl. 9 f. h. t.d. í Höfn, ná hingað skömmu eftir hádegi og fljúga samdægurs út á land. Flugfélagið væntir þess að þetta verði vinsælt hjá fólki úti á lands- byggð'inni. Oft er erfitt að fá inni f hótelum á sumrin og auk þess aukakostnaður, ef fólk á ekkert erindi í höfuðstaðinn. Reikna má með að aukakostnaður sé um 1000 kr. í dvalarkostnað, mat og annað. SÍÐASTA FERÐIN - Nú hefur fólk ekki leng- ur tima til þess að ferðast með skipi, við erum um borð í Drottningunni og það er skipstjórinn Oskar Djurhus, sem segir þetta. - Hann er að leggja upp í síðustu ferð sína sem skipstjóri á Drottningunni en hún á eftir að fara tvær ferðir ennþá frá íslandi áður en henni verður lagt upp og hættir siglingum. Drottningin er 38 ára, byggð árið 1927 og hóf siglingar til íslands sama ár. Þá höfðu Danir tvö skip í siglingum til íslands og í byrjun fór Drottn ingin til Vestfjarða og Norð- urlandshafna en þær siglingar lögðust niður á stríðsárunum, þegar Drottningin var ekki í siglingum til íslands og voru ekki teknar upp aftur eftir stríð. - Það er viss sjarmi' að sigla til íslands, ég verð aldrei leiður á því, sérstak- Framh. á bls. 6 Oskar Djurhus, skipstjóri Á blaðsíðu 11 er birt sumar- áætlun Flugfélags íslands fyrir sumarið 1965. Bana- slys í Keflavík í fyrradag varð alvarlegt um- ferðarslys f Keflavík sem hefur nú leitt til dauða 6 ára telpu. Atburðurinn gerðist með þeim hætti, að stór fullhlaðinn vöru- bfll ók eftir götunni fyrir fram- an húsið Lyngholt 9. Lítil telpa, Ása Ingþórsdóttir, varð fyrir bílnum, hún mun ekki hafa orð- ið undir bílnum, heldur slegizt á einhvern hátt utan í hann án þess að bílstjórinn yrði þess var. Bifreiði.: var á hægri ferð. Telpan var þegar flutt á sjúkrahús Keflavíkur, en þar andaðist hún i gærdag.______

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.