Vísir - 26.02.1965, Page 3

Vísir - 26.02.1965, Page 3
V í S IR . Föstudagur 26. febrúar 1965. 3 Dansað í kringum gullkálfinn. Sænskir nemendur á skólaskemmtun ■*! Þær syngja þjóðvísun Agneta, Karin og Margaretha. Samkomusalurinn í Hagaskól- anum var troðfullur f fyrra- kvöld, þegar Myndsjáin kom á vettvang. Vama voru saman komnir nemendur úr efstu bekkj um skólans til þess að horfa á skemmtun sænskra nemenda, sem eru hér á ferð. Þessi nem- endahópur kallar sig Scengángar ama og hafa komið víða fram fyrir utan skóla sinn, m. a. í sænska útvarpinu og sjónvarp- inu. Þau notfærðu sér vetrarfrí- ið, sem er ein vika í febrúar, tii þess að koma til íslands og nú vom þau saman komin í Haga- skólanum til þess að skemmta jafnöldrum sínum. Efnisskráin var fjölbreytt. Píanóleikur, spil- að var bæði fjórhent og einnig var einleikur og var það sígild tónlist. Kór kom fram og söng, hljómsveit lék, sungnar voru þjóðvísur og sýndur var jazz- ballett, sem hét Dansað í kring um gullkálfinn. Vöktu öll skemmtiatriðin óskipta hrifn- ingu áhorfenda. Á eftir kom bítlahljómsveitin Tempó, og stig inn var dans til kl. 11. Sænsku og íslenzku nemendumir skemmtu sér hið bezta saman, og þótti þessi skemmtun ágæt tilbreytni í skammtanalífi skól- ans. í kvöld ætla sænsku nemend- urnir að skemmta í Tjamarbæ. Irene, GuniIIa og Christ leika á trommurnar. Kennedy - mynd — Framhald af bls 16 hefur verið sett í hana íslenzkt tal og f þeim búningi verður mynd- in sýnd hérlendis næstu vikur. Þulur myndarinnar er Gunnar Eyjólfsson leikari en Ásgeir Ing- ólfsson blaðamaður les kafla þá úr ræðum Kennedys forseta, sem heyrast í myndinni og forsetinn flytur að sjálfsögðu sjálfur því að notaðir eru þættir úr fjölmörg- um myndum, sem teknar voru af starfsferli hans. Sex meginþættir stefnskrár Kennedys forseta eru uppistaða myndarinnar, en þættirnir voru þessir: Friðarsveitirnar, framfara- bandalagið, mannréttindalögin, geimrannsóknir í friðsamlegum til- gangi, baráttan fyrir varanlegum, öruggum friði og vígbúnaður í ör- yggisþágu. Myndin sýnir Kennedy flytja boðskar sinn um frið og framfarir meðal ýmissa þjóða, og hann ræðir einnig brýnustu vanda mál heima og erlendis, um leið og brugðið er upp myndum af fram- vindu þeirra. Teknir eru kaflar úr frægustu ræðum hans. Myndin er í litum og er sýning- artími um 90 mínútur. Upplýsinga- þjónusta Bandaríkjanna hefur feng ið tvö 35 mm. eintök af myndinni til landsins, og munu þau verða send til hinna ýmsu kvikmynda húsa á landinu, þegar sýningum lýkur í Revkiavík og á Akureyri. Má gera ráð fyrir að myndin verð; sýnd í öllu kvikmyndahús- um landsins á næstu sex mánuðum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.