Vísir - 26.02.1965, Page 6

Vísir - 26.02.1965, Page 6
6 VÍSIR . Föstudagur 26. febrúar 1965. útlönd í mor^un utlönd í morgun útlönd í morgun útl'önd í morgun Kekkonen segir stoínun kjnmorkuhers teilu friði á Norðurlöndum í hættu og væri það mál þeirra þjóða, sem hugleiddu slík samtök — en þetta væri gersamlega óvið- komandi Finnlandi. í NTB-frétt frá Moskvu segir, að það veki mikla athygli, að Kekkonen Finnlandsforseti hafi vikið frá þeirri stefnu, sem Finn land hafi tekið varðandi áformin um kjarnorkuher vestrænna ríkja (MLF eða Multilateral Force) Flutti hann ræðu í Moskvu í fyrrakvöld, þar sem hann komst svo að orði, að Finn land hefði áhyggjur af MFL- áformunum. Kekkonen forseti var fyrir skemmstu í opinberri heimsókn á Indlandi og heimsótti Sovét- ríkin á heimleið í þessari viku. Hann er fyrsti forsætisráðherr- ann frá Norðurlöndum, sem heimsækir Sovétríkin síðan hinir nýju menn tóku við. Ræðan var flutt í síðdegisboði í finnska sendiráðinu. Kvað hann framkvæmd MLF-áformsins tefla friðnum á Norðurlöndum í verulega hættu, og þess vegna hefði Finnland rétt til að segja álit sitt í þessu máli sagði hann. Og hann bætti við. Finnland getur því aðeins varðveitt hiutleysi sitt, að friður haldist í álfunni og vér höfum rétt til, með til- liti til þjóðarhagsmuna vorra, að gera grein fyrir af stöðu vorri gegn fram- kvæmdum sem geta raskað grunninum, sem friðar-^ stefna Norður-Evrópu hvílir á. Finnska stjómin hefir til þessa lagt mikla áherzlu á að forðast að gera MLF-áformin að umtals- efni. Max Jakobsen skrifstofu- stjóri stjómardeildar utanríkis- ráðuneytisins finnska sagði fyrir nokkm við erlenda blaðamenn, að MLF-málið væri mál sem væri Finnlandi óviðkomandi — Isinn Framhald af bls. 1. deildarhring sést þó óvenjuleg birta, sem Björn sagð'ist ekki geta áttað sig á, hvort væri ís röndin. Þá sagði hann, að sjór væri óvenjulega rólegur í Skoruvík, þar sem venjulega brimar verulega, og væri það merki um nálægð íss'ins. Norð- vestlæg átt var á þessum slóð- um f morgun, og mátti búast við ísnum að landi þá og þegar Magnús Einarsson, sem nú er skipstjóri á Skjaldbreið, sagð'i í samtalinu við Vísi, að hann hefði orðið að þræða sig gegn um íshroðann á mjög Iít'illi ferð i gærmorgun. Hann var þar í björtu um 11-leytið á fimmtu- dagsmorgun. Var þetta við Hælavíkurbjarg og þar fyrir austan. Þegar hann kom að ísn um virtist hann f fyrstu vera alveg samfelldur, en þegar hann kom nær sá hann, að vakir voru inn á m'illi og gat hann þrætt skipið þannig í gegnum fsinn með hægustu ferð. Á nokkrum stöðum þurfti hann að ýta við jökum með stefninu til þess að komast áfram. Það hefði ekki verið skemmtilegt að vera á ferð þarna ef hvassara hefði verið eða að næturlagi. Ég vil eindregið ráðleggja mönnum að vera ekki á siglingu í fsnum að næturlagi. Þetta eru litlir jakar, segir Magnús, en þeir geta verið mjög hættulegir. Is- hroðj er langt austur fyrir Hælavíkurbjarg og Hornvíkin virðist vera full af ís. Magnús kvaðst fara á morgun í Skagafjörðinn og síðan til Ó1 afsfjarðar, þá snýr hann við. Á standið er sem stendur allugg- vænlegt en fer þó mikið eftir Vindáttinni, ef hann brygði til austanáttar, myndi fsinn aftur fjarlægjast. Þá gerist vá fyrir dyrum með al þjóðar vorrar ef Reykjanes gýs öðrum þræðinum, hraunelf- ar streyma í átt til Reykjavíkur og stórhýsi skekkjast á grunn um í jarðskjálftum, en hins vegar tíðrum þræðinum ef hafis umlykur Iandið og bræðir firð' og víkur allt suður á Faxaflóa. Og það er allt útlit fyrir að það sé seinni váin, sem fyrr steðj'i að. Ef veðurguðirnir taka ekki skjótlega i taumana með sterkum suðaustan blæstri gæti farið svo að hafis legði suður með öllum Austfjörðum Iegð'i þar inn á hvern fjörð og hverja vík, héldi svo ferðinni áfram suður fyrir Horn, þaðan vestur með landi til Vestmanna eyja og að lokum fyrir Reykja- nes og inn á Faxaflóa. Af þessum vágesti höfum Við ekki haft að segja í miðaldra manna minnum og fæstir gera sér grein fyrir hve mikla þýð- ingu hann hefur fyr'ir þjóðina og þjóðarbúið í heild. Fiskveið ar lamast, samgöngur teppast, kuldar steðja að um ófyirsjáan legan tíma og það hefur sín á- hrif á búskapinn og sumar- sprettuna. Landhelgisgæzlan bauð blaðamönnum í gær að kynna sér legu íssins fyrir Norður- landí með landhelgisgæzluflug- vélinni Sif, sem fór í ískönnun- arflug langt norður og austur I haf. í þeirri ferð var m.a. Jón Eyþórsson veðurfræðingur, sem er allra manna fróðastur um ísalög við íslandsstrendur, enda til þess skikkaður að fylgj ast í einu og öllu með ferðum hafíssinS/Við strendur landsins. Og þegar flugvélin hafði sveimað yfir ísnum samfleytt í 5-6 klukkustundir, flogið 70 sjó- mílur norður í haf út af Mel- rakkasléttu og 80 mílur til aust urs út af Langanesi þá gaf Jón Eyþórsson blaðamönnum yfir- lýsingu um að sér lit'ist alls ekki á blikuna. Hættan sem að steðjar, sagði Jón, er fólgin £ því að hafís- inn er kominn of austarlega. Hann er kom'inn í slóð Islands straumsins sem liggur suður með landinu. Og ef veðráttan helzt óbreytt er ekki annað sjá- anlegt en ísinn berist með straumnum suður með Aust- fjörðum og úr því eru áhrif hans og afleiðingar ófyrirsjáanleg. Jón Eyþórsson sagði fréttam. Vísis að það hefði ekki komið fyrir £ marga áratug'i að haffs bærist að Austurlandinu og enda þótt hann hefði komið að Vestfj. öðru hvoru þá hefðu Austfirðingar sloppið v’ið hann að fullu og öllu í meir en sex tugi ára. Reyndar komust Vopn firðingar í snertingu við hann ár'ið 1914 og það ár var fs land fastur við Langanes, en sunnar barst hann ekki. Aftur á móti eru þess mý- mörg dæmi, sagði Jón, ef lengra er horfið aftur i tfmann, að Austfirðir hafi fyllzt af hafís og að hann hafi legið inni á fjörðum langt fram á sumar. Á öldinni sem leið kom það hvað eftir annað fyrir að hafís legði suður með landi, allt suður fyr- ir Berufjörð og stundum suður fyrir Austurhorn og vestur með Suðurströndinni. Síðast sem haffs heimsótti Austfirði var árið 1902. Þá tók fs að reka þangað seint f jan- úar og urðu hafþök af honum í febrúar svo skip gátu þar hvergi komizt inn á firði. Við mynni Reyðarfjarðar var fsbelt ið 4 mflur á breidd, en nokkru mjórra við Homafjörð. Fyrr'i hluta marzmánaðar greiddist eitthvað úr honum við sunnan verða Austfirði svo að skip gátu s'iglt inn á hafnir í nokkra daga, en svo rak hann saman aftur og þéttist og hindraði þá með öllu samgöng ur. En í maímánuði var orðið íslaust aftur. Hvað nú skeður er ómögu- legt að segja um, en svo mikið er víst, að það er gífurleg hreyf ing á ísnum, og á einum stað — út af Sléttu — hafði hann færzt um 20 mflur nær landi á einum sólarhring. Átti hann þar aðeins 12 mílur ófarnar til lands. Fréttamaður Vís'is spurði Þröst Sigtryggsson skipherra á Sif hvort hann teldi ísinn standa fyrir samgöngum út af norð- vesturhluta landsins, þar sem hann nær alveg að landi. Hann kvað það ekki vera eins og sak ir stæðu. Það væru hvarvetna það miklar rennur í gegnum hann að skip komast í gegn. Þó taldi hann óráðlegt fyrir skip að hætta sér í gegn um ís- inn að næturlagi eða í dimm- viðri. Fokker — Framhald af bls. 16. ákveðin útsýnisflug í sumar á sunnudögum vestur á land og austur en vélin er háþekja með stórum og góðum gluggum og sannkölluð útsýnisvél. Hr. Switzer sagði það mjög ánægjulegt fyrir verksmiðjur sfnar að hafa nú fengið þá á- nægju að tvöfalda Friendship- flota F.í. Hann kvað þetta 315. samninginn um flugvélakaup en 265 vélar hafa verið afgreiddar frá Friendship verksmiðjunum og frá Fairchild í Bandaríkjun- um, en það útibú framleiðir að- eins fyrir Ameríku. AIIs á Fokkers-verksmiðjan viðskipta- vini f 32 löndum, eða 90 við- skiptavini og vélin hefur safnað meira en einni og hálfrf milljón flugstunda og líkað afbragðs vel. Þannig eru sum flugfélögin byrjuð að endurnýja flugflota sinn með Friendship og höfðu þá vél fyrir. Ný prentsmiðja í undirbúningi Hafsteinn Guðmundsson prent smiðjustjóri í Hólum hefur ný- lega stofnað ásamt nokkrum að- iljum öðrum nýtt hlutafélag, Skarð h.f. Tilgangur félagsins er rekstur á nýrri prentsmiðju Blóðbíll — Framhald af b!s 16. Starfsemi Rauða krossins verður nánar getið næstu daga hér f blaðinu. — Aðalskrifstofur Rauða krossins eru nú á Öldugötu 4, þar sem hann hefir keypt hæð og hálf- an kjallara fyrir starfsemi sfna. Sími er 1-4658. Menn geta stutt starfsemina með ýmsu móti Gerzt félagar eða styrktarfélagar, keypt l hið kunna og fróðlega rit félags- \ ins Heilbrigt líf, og á margan ann- an hátt þakkað þvf 40 ára starf í alþjóðar þágu og sýnt hug sinn til framtíðarstarfs þess. og bókaútgáfu og bóksölu í sam baiidi við hana. Framkvæmdir eru enn á undirbúningsstigi og því erfitt að segja neitt ákveðið um þær. Prentsmiðjan verður staðsett á Seltjarnarnesi og hef ur þegar fengizt lóð undir hana. Blaðið hefur heyrt að þetta verði hið fullkomnasta fyrirtæki. Að offsett prentvélar verði not- aðar, en með þeim fæst mjög góð prentun, sérstaklega á mynd um. Áherzla verður lögð á skipu- iagningu prentsmiðjunnar, þann ig að sem bezt nýting fáist á vinnu. Hálfgerður færibandastíll verður á skipulagningu, þannig að setningarsalur prentsalur og bókbandssalur verða hver inn af öðrum. Birgðaskemmur verða út frá hinum mismunandi sölum. Ætíunin er að reka sýningar- sal í sambandi við prentsmiðj una, sem einnig verður hægt að nota sem fundasal. íþróffir — Framhald af bls. 1. og Guðmundur Þorláksson, og til vara Ólafur Kristjánsson. Þá hafði komið fram tillaga um að kjósa fræðslu- og skemmtinefnd og voru eftirtalin kosin í hana: Form.: Ragnar Magnússon, Valgeir Ö. Gíslason, Guðlaug Pálsdóttir, Ævar Harðarson og Erna Frið- finnsdóttir. í fundarlok þakkaði Hallsteinn Hinriksson fráfarandi formanni Valgarð Thoroddsen vel unnin störf og tóku fleiri til máls og þökkuðu Valgarði. Þá hafa þessir menn verið kjörnir í byggingar- nefnd FH-svæðisins: Form. Axel Kristjánsson Albert Guðmundsson, Valgarð Thoroddsen, Bergþór Jóns son og Kristófer Magnússon, Gísli H. Guðlaugsson og Ólafur Krist- jánsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.