Vísir - 20.03.1965, Side 5

Vísir - 20.03.1965, Side 5
V' 1SIR . Laugardagur 20. marz 1965. 5 útlönd í morgun útl'.önd í*morgun útlönd í morgun utlönd rnorgim Geimfdramir sovézku vom 26 klst á lofti og fóru 17 hriugi um jörBu í gær síðdegis var birt opinber tilkynning um það í Moskvu, að geimfararnir hefðu lent heilu og höldnu. 'I'eir lentu nálægt bænum TERM vestan Uralfjalla. í tilkynningunni var sagt, að Beljajev ofursti hefði stjðrnað lendingunni og hefði hún £ öllu heppnazt svo sem bezt varð kosið og líðan geimfaranna sögð ágæt. Þeir voru 16 klst. á lofti og fóru 17 hringi um jörðu. Hin opinbera tilkynning var ekki birt fyrr en 4 y2 klst. eftir lend- ingu og var sagt í brezka útvarp- inu, að drátturinn kunni að hafa stafað af því, að tafsamt hafi ver- ið að komast á lendingarstaðinn eða ákveðið hafi verið, að tilkynna ekki lendinguna fyrr en að afstað- inni fyrstu læknisskoðun. Fyrstu fréttir um lendinguna bár- ust £ morgun, eins og getið var £ blaðinu i gær, en voru óstaðfestar, en haft eftir áreiðanlegum heim- ildum £ Moskvu, að þeir hefðu lent heilu og höldnu. En það stóð ekki á þvi, að ýmsar getgátur komu fram £ fréttum, sem lýstu beyg manna, að eitthvað hefði orðið að, en svo kom hin opinbera tilkynn- ing, og menn þurftu ekki að efast lengur. Rúmeníu-forseti lézt í gær Gheorghlu-Dej, ríkisforseti Rúm eniu, er látinn, 64 ára að aldri. Fréttir bárust um það f fyrradag að hann væri lffshættulega veikur. Var birt tilkynning þá um veiki hans og liðan, undirrituð af heil- brigðismálaráðherra landsins og 8 læknum. Forsetinn fékk gulu fyr- ir nokkru, en hún kom i kjölfar lifrarbólgu og er hann þar á ofan fékk lungnabólgu var honum vart líf hugað. Forsetinn var formaður Kommún istaflokks Rúmeníu. Gheorghiu-Dej Hvarvetna, þar sem til hefir^ spurzt, hefir verið farið þéim orð um um geimferð þessa, að vísinda- mönnum og mönnum almennt finnst mikið til um, og geimferðin talin stórkostlegt afrek. Shell olíufélögin brezk-hol- lenzku hafa tekið tilboði um smíði fjögurra stórra olíuskipa i Japan og Vestur-Þýzkalandi. Hvert skip um sig verður 165.000 lestir og verða þetta lang stærstu skip í heimi. Áætlaður kostnaður við smíði hvers skips er 4y2 miilj. stpd. — Tilboð bárust frá brezkum skipasmíðastöðvum og öðrum, en öll voru þau tilboð mun hærri en þau frá Japan og V-Þýzkalandi. Vestur-Þýzkaland hefur lánað Perú 9 milljónir sterlingspunda til kaupa á brezkum vörum. Er þetta fyrsti árangurinn sem í ljós hefur komið af viðræðum Wilsons for- sætisráðherra og Ludwigs Erhards kanslara V.Þ. á dögunum ,en Wil- son fór á þeim fundi fram á, að Bonnstjórnin létti undir með Bret- um vegna gjaldeyrisbyrða þeirra, sem stafa af dvöl Rínarhers þeirra f V. Þ. Gæzlulið úfram á Kýpur Það er nú fullvíst talið, að sam- þykkt verið í Öryggisráði, að fram lengja dvöl gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna á Kýpur um þriggja mán- aða skei ðeða hartnær til júnfloka Fyrir skömmu kom til átaka milli þjóðabrotanna norðvestan til á eynni og allt verið æsingasamt og ótryggt þar síðan. Fulltrúi Breta sagði á fundi Öryggisráðsins 1 gær, að óvænlega horfði um framtíðar- lausn Kýpurmálsins. Fulltrúar Grikkja og Tyrkja fóru í hár saman bæði á fundinum í fyrrakvöld og þar áður. — Bretar hafa boðizt til að hafa 1000 menn í gæzluliðinu næstu 3 mánuði og leggja fram jafnhátt tillag til gæzlunnar á þeim tíma og þeir hafa gert að undan- fömu. jBridgeþáttur VÍSISi Ritstj. Stefán Guðjohnsen " Bridgefélag Reykjavíkur og Tafi- og bridgeklúbbur Rvíkur standa um þessar mundir fyrir sameigin- legri sveitakeppni. Fimm sveitir frá hvoru félagi taka þátt i keppn- inni og eru spilaðir 20 spila leikir Að fjórum umferðum loknum er staðan þessi: 1. Sv. Jóns Magnúss. TBK 22 st. 2. — Bened. Jóhannss. BR 22 — 3. — Guðj. Tómass. BR 19 — 4. — Steinþ. Ásg.ss. TBK 18 — 5. — Ól. Þorsteinss. BR 15 — Eftirfarandi spil kom fyrir í sið- ustu umferð og er athyglisvert að þvf leyti, að hægt er að vinna út- tektarsögn I báðar áttir Norður gefur, allir utan hættu. ♦ G-8-6-4 V ekkert ♦ G-10-8-6-3 ♦ D-10-8-6 4 K-l 0-7-5 | 4 2 V Á-K-5-2 ! N 4 D-10-9 ♦ K-9-7-4 'V A 7-6-4-3 «9 C ♦ Á-D-5 i ........ * 7-4 ♦ Á-D-9-3 ♦ G-8 ♦ 2 4. Á-K-G-5-3-2 N-s eiga fimm lauf í spilinu og a-v eiga fimm hjörtu. Við annað borðið gengu sagnir þannig, að austur opnaði á þremur hjörtum, • suður sagði fjögur lauf, vestur fjög ur hjörtu, norður fimm lauf og sögnum lauk með dobli vesturs. Við hitt borðið opnaði austur á tveimur hjörtum, suður sagði þrjú lauf, vestur fjögur hjörtu, norður pass, austur pass, suður f jóra spaða og aftur lauk sögnum með dobli j vesturs. Suður fékk að vinna fjóra í spaða vegna mistaka vamarínnar. ! þvf það er engan veginn uppiagt að hnekkja þeirri sögn. ♦ , Um síðastliðna helgi var spilað Norðuriandsmót í bridge og var spilað í Landsbankasalnum á Akur- eyri. Islandsmeistararnir, sveit Benedikts Jóhannssonar og félags meistarar Bridgefélags kvenna, 1 sve'it Elinar Jónsdóttur, fóru norð- ur til keppninnar. Spiluðu Islands- meistararnir í fjögurra sveita keppni með Siglufirði, Akureyri og Húsavík. Sveit Benedikts hlaut 14 stig, sveit Óla Kristinssonar, Húsa- vík, 12 st'ig, Sveit Ragnars Stein- bergssonar, Akureyri, 8 stig og sveit Harðar Arnþórssonar, Siglu- firði 2 stig. í 15 sveita hraðkeppni vann sveit Mikaels Jónssonar, Ak- ureyri, sveit Benedikts var í öðru sæti og jafnar í þriðja sæti voru sveitir Elínar og Baldvins Ólafs- sonar Akureyrí. Ennfremur spilaði sveit Elínar Jónsdóttur einvfgi við sveit Soffiu Guðmundsdóttur Ak- ureyri. Missagt var í frétt hér £ blaðinu, að sveit Soffíu hefði unn- 'ið alla leikina þrjá, sem spilaðir voru, en hún vann tvo þeirra með 6 vinningsstigum gegn engu og tapaði einum með 1 vinningsstigi gegn 5. Gest'imir rómuðu mjög allar mót tökur nyrðra, sem voru gestgjöfun- um til mikils sóma. ^ % % STJÖRNUSPfl Sjonvarpio Laugardagur 20. marz 10.00 Þáttur fyrir börn. 12.00 Kúrekaþáttur Roy Rogers 12.30 My Little Margie 13.00 Wrestling 13.30 Keppni í akstri 14.00 Ford Sstar Anthology 14.30 íþróttaþáttur 17.00 Efst á baugi: Viðtal 17.30 Spurningaþáttur háskóla- nema. 18.00 Lög unga fólksins 18.55 Chaplain’s Corner 19.00 Fréttir. 19.15 Encyclopedia Britannica 19.30 Perry Mason 20.30 Leikhús Des'ilu 21.30 Gunsmoke 22.30 King of Diamonds 23.00 Kvöldfréttir. 23.15 Leikhús norðurljósanna. Sunnudagur 21. marz 12.00 Chapel of the Air 12.30 Star and the Story 13.00 This is the life 13.30 Pro Bowlers Tour 15.00 The Christophers 15.30 Wonderful World of Golf 16.30 Armed Forces Military Report. 17.00 The Big Picture 17.30 Sky King 18.00 Disney Presents 19.00 Afrts News 19.30 Bonanza 20.30 Sunday Special 21.30 The Ed Sullivan Show 22.30 Grindl 23.00 Afrts Final Editions News 23.15 N.L. Playhouse FUNDAHOLD Barnaverndarfélag Reykjavík- ur heldur aðalfund næsta mánu- dagskvöld 22. marz kl. 8.30 i Tjarnarbúð, uppi. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. — Stjórnin. Bessastaðasókn: Aðalsafnaðar fundur í Bessastaðakirkju þriðju dagskvöldið 23. marz kl. 8. — Sóknarnefnd. Bræðrafélag Bústaðasóknar Fundur í Réttarholtsskóla, mánu dagskvöld kl. 8.30. — Stjórn'in. Tilkynning Langholtssðfnuður: Síðasta kynningar- og spilakvöld safnað- arins verður i Safnaðarheimil- inu, sunnudag'inn 21. þ. m. kl. 8.30 Vetrarstarfsnefnd Spáin gildir fyrir sunnudaginn 21. marz. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú verður í því skapi að ' talsvert gengur undan þér, þar í sem þú beitir þér fyrir alvöru. Haltu þó heldur aftur af þér svo kapp þitt b'itni ekki á öðr- um. Nautið, 21. apríl til 21. mai: Farðu gætilega í peningamál- um. Láttu maka, eða þína nán- ustu hafa stjórn hlutanna á hendi í dag og farðu að ráð- um þeirra. Hvíldu þig eftir á- sfeæðum. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Þú átt um ýmis tækifæri að velja, sem líkleg eru t'il frama eða ágóða þegar frá líð- ur. Láttu ekki hik eða áhyggjur draga úr ákvörðunum þínum. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þú ættir að slaka á um helg- ina og helga þig sem mest fjöl- skyldu þinni og ástvinum. Ef um ferðalög verður að ræða, skaltu við hafa varúð. Ljónið, 24. júlí ti! 23. ágúst: Beittu athygli þinni að því, sem gerist á vinnustað og heima fyrir, láttu aðra hafa frum- kvæðið, en hafðu gát á öllu og hönd í bagga með. Meyjan 24. ágúst til 23. sept.: Þú fáerð að líkindum löngun til ferðalaga eða þá til þess að undirbúa iangt ferðaiag á næst- unni, og er dagurinn hentugur til þess á margan hátt. Vogin, 24. sept. til 24. okt.: Ekkj er óhugsandi að þú verðir fyrir e'inhverju happi í dag, og þá einkum í peningasökum. Farðu þó gætilega í öllum kaup um og sölum. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv. Það er eins og þfnir nánustu ætlist til þess af þér að þú tak ir forystuna í vissu máli eða málum. Vertu jákvæður í af- stöðu þinni og vongóður. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Láttu þá löngun þína ráða að njóta nokkurrar hvíldar og næðis umfram það, sem venja þín er. Leitaður þér aðstoðar vinar af gagnkvæma kyninu. Steingeitin, 22. des. til 19. jan.: Ekki er ólíklegt að þér bjóðist aðstoð kunn'ingja, sem betur mega, til þess að hrinda í framkvæmd fyrirætlunum þínum áður en langt um liður. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú nýtur vaxandi álits fyrir dugnað þinn. Ræddu við samstarfsmenn þína og þfna nánustu um þær framkvæmd- ir, sem þú hefur £ hyggju á næstunni. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Aukin fjárráð auðvelda þér ýmislegt, sem þig hefur lengi langað til að veita þér. Farðu gætilega I umferðinni, ef þú stjórnar farartæki.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.