Vísir - 20.03.1965, Side 15

Vísir - 20.03.1965, Side 15
V í S IR . Laugardagur 20. marz 1965. 15 : gþ CECIL SI. LAURENT: m SONUR KARÓ- ■ LÍNU ■■ — Ég hefi aðeins tvívegis ver- ð I höllinni. Klukkan fimm er lershöfðingjunum leyft að skip- ast í röð í Friðarsalnum til þess að hylla konunginn. Komið með mér og grípið tækifærið. Klukkan er orðin fimm. Þótt dvínandi dagsbirtan leggi enn inn um gluggaa hefir verið kveikt á ljósakrónum í öllum söl um hallarinar. Hásætissalnum, Friðarsalnum, Bláa salnum. Mar- skálkarnir eru komnir og taka sér stöðu þar sem þeim ber að vera samkvæmt tign þeirra í tvöfaldri röð. Og um leið og kon iingurinn stfgur áfram letilega, tineigja menn höfuð sín. Þegar hann er í tíu metra fjarlægð (cemur hallarvörður auga á Karó líu og þekkir hana. Hann óttast hneyksli. — Ég verð að biðja yður um að fjarlægja yður, frú, sagði hann. — Frúin er með mér og verð- ur hér kyrr, segir Thiebault reiði !ega. Varðmaðurinn hleypur til nærstadds yfirboðara síns og þeir talast við í hvíslingum. Kon ungurinn er aðvaraður, en það ar of seint — að vísa konu de Salanches á dyr, og konungur- inn getur ekki snúið við. Hann heldur áfram göngu sinni. Karólína stígur fram með út- nreidda arma. Hún segir ekkert, ;n yfir henni allri, svip hennar og hreyfingum og stöðu, er tign samtvinnuð auðmýkt þess, sem biður um líkn og náð, en hinn fótaveiki konungur reynir að herða gönguna og segir um leið: — Frú,' ég get aðeins gert 3kyldu mína. Á eftir honum gengur hertoga irnjan af Angouléme, hin van- sæla dóttir hans, sem nú er að- »ins hefnigirni í hug. Ósjálfrátt grípur Karólína í kjólfald henn- ar, en hin föla, rauðeyga hertoga ynja hrifsar til sín kjólinn reiði- lega og horfir á Karólínu með nístandi augnaráði þess sem hat ar af allri sál sinni. Karólína nær sér ekki fyrr en á heimleið, er hún situr í vagnin um við hlið Thiebault. - Hvílík grimmd, segir Karó- lína, og Thiebault skilst, að hún á við hertogaynjuna. — Já, en húr. hefir þjáðzt mikið Hún var mörg ár í fang- elsi eftir að foreldrar hennar voru teknir af lífi. Hún hefir ekki gáfur til þess að skilja og fyrirgefa. — Og ég er ekki nógu gáfuð til þess að geta skilið hana og fyrirgefið henni, segir Karólína. - — — ... ......t.:: í5 Klukkan er 6. Karólína er kom in heim. Hún er að kveðja lögfræðing sinn, herra Tripier. — Ég þakka yður fyrirfram fyrir allt, sem þér ætlið að reyna á morgun. En — en er víst, að maðurinn minn verði í lifenda tölu nema til morguns? Lögfræðingurinn verður hugsi á svip og segir svo: - í dag er miðvikudagur. — Við hvað eigið þér? - Aftökur fara venjulega fram á föstudögum. - Ó, aldrei á fimmtudögum. — Það kemur sjaldan fyrir, segir hann. Það er eins og honum svelgist á og svo bætir 4iann við: — Mjög sjaldan. Klukkan er sjö. í dyngju Karó línu er allt uppljómað. í kvöld er hún óttaslegin — hrædd við myrkrið Við hlið hennar situr Thérésa Ður.san. Þótt heitt sé í veðri er hún í kápu, rauðri á lit, og hún er kiædd Ijósgulum kjól, en í hatti hennar eru strúts fjaðrir. — Ég þakka góðvild yðar, seg ir lafði Thérésa — að leyfa mér að koma í kvöld, eins og yður hlýtur að vera innanbrjósts . . . Karólína horfir á hana án þess að segja neitt — á fyrrverandi þernu Pilar sem enskur aðals- maður kippti upp úr rennustein- inum í Haag. Aðalsmaður þessi var sérvitringur í meira lagi. Honum gat Thérésa þakkað stöðu sína og velgengni. Hún hafði tilkynnt komu sína fyrir mánuði, áður en de Salanches kom til Parísar. Þrátt fyrir ótt- ann er Karólínu dálítið skemmt við að sjá Thérésu og hugsar eitt hvað á þá leið, að hún geri sér ekki grein fyrir hvers vegna hún hafi gert henni boð, að hún vildi taka á móti henni í kvöld, en það var vegna þess, að hún var hjátrúarfull. „Það var mér nefnilega til happs er þú trúðir mér fyrir ævintýri þínu og Juans. Mér varð þá ljóst Lil hvers þið notuðuð hlöðuna. Og fyrir bragðið, er ég minntist þessa, fór ég þangað og fann Juan í tæka tíð, svo að Collins gat bjargað honum“. Og nú tók Thérésa til máls: — Ég ætla að biðja fyrir hers- höfðingjanum í kvöld — á spönsku, það er áhrifameira. Ég hefi nefnilega ekki gleymt móð- urmálinu. í London er fólki skemmt, er það heyrir Kastiliu- hreim máls míns. Byron lávarð- ur er svo hrifinn af mér. Þér 49 verðið að biðja. Hafið þér ann- ars heyrt söguna um ungu stúlk una, sem bjargaði unnusta sínum úr fangelsi? Hún bað sankti Isi- dor um hjálp og svo fór hún að finna vin sinn. Án þess í raun inni að vita hvers vegna hefir henni dottið í hug, að þau skipti um föt í klefanum, til þess að hann geti komizt undan dulbú- inn sem kona. Sagan fékk því miður sorglegan endi. Hún var drepin, og þegar unnustinn, sem hafði komizt undan, frétti það, svelti hann sig til bana. Á gröf þeirra óx upp lítið tré, sam hefir breiðzt út um allan Spán. Þegar hvasst er missa blöðin sín í bili sinn græna lit og verða hvít. Klukkan er hálftíu. Karólína er enn í dyngju sinni. Hún borðaði bita af kjúklingasteik og drakk iátt vín með. Þjónninn kemui, eftir að hafa farið niður í kjallara eftir nýrri flösku. Skyldi Gueneau ætla að tæma vínkjallarann? Gueneau patar og veifar eins og hann hefði tvær hendur. Föt hans eru- rykug og hann er ó- hreinn og órakaður. — Ég sagði við Adeline, að ég yrði að fara og bjarga hershöfð- ingjanum. Og það skal ég gera. Hann var að endurtaka þetta í tuttugasta eða þrítugsta skipti og svo lemur hann með hnefan- um á enni sér og segir: — Nú datt mér dálítið í hug. Hershöfðinginn var undir yfir- stjórn Dupionts, sem nú er her- málaráðherra. Ég fer á fund hans. Hann var búinn að stinga upp á einum tíu öðrum, sem hann bauðst til að leita ásjár hjá. Það ríkir þögn um stund. Loks segir Karólína: — Það er tilgangslaust. Du- pont myndi ekkert gera. — Hershöfðinginn talaði oft um Beugnot. — Ég hefi reynt við hann líka, sagði Karólína þreytulega. Gueneau tæmir glasið og lyft ir handleggnum eins og hann væri að skipa fyrir á vígvelli. — Við verðum að ná í heilan flokk vaskra hermanna — úr riddaraliðinu. Ég mun leita til beirra, sem voru í hersveitum, sem de Salanches stjómaði. Við verðum svo margir. að okkur mun takast að ryðjast inn gegn um hliðið á fangelsisgarðinum og þaðan inn. Við neyðum fanga verðina til þess að láta af hendi við ykkur lykla sína og leysum de Salanches úr haldi og förum burt með hann sigri hrósandi. Við gætum þetta fimmtíu sam- an, eins og að drekka vatn. Karólína verður svo hrærð, að hana langar til þess að faðma hannaðsér. Með tárin í augunum reynir hún að koma honum í skilning um, að erlendir her- menn séu í tugþúsunda tali í París og fimmtíu manna flokkur gæti því ekki aðhafzt neitt. Gueneau sezt, horfir á Karó- línu, Hún er alveg róleg, grætur ekki. — Guenau, viljið þér í raun og veru reyna þetta - til þess að bjarga manninum mínum? Eða gera annað? Spyrjið mig ekki, en gerið þá þetta: Leigið vagn og dulbúizt sem ekill. Verið með vagninn í ná- lægð fangelsisins annað kvöld klukkan átta. Nælið hvítri nell- iku í kraga yðar — og þá kemur koma til yðar. Þér kannizt við hana og biðjið hana að taka sér sæti í vagninum. í guðanna bænum, hafið með yður pístólur. — Hver er þessi kona? 1 fyrsta skipti nota tveir höfð- ingjar frumstaeðra ættkvisla töfra senditækis'ins til þess að ræða frið. Mumu höfðingi er reiðubúinn að ræða við Tula höfðingja, Tarzan. Tula höfðingi er reiðubúinn hér, Dunn foringi. Ég heilsa þér Mumu. Tarzan seg- ir að þessi töfrahlutur sendi orð mín til þín og ófð þíri til mín. Ég heyri orð yðar. Vilt þú skipta á Tupelokonuf gegn Kiki-búpen- ing. Strfðsmenn mínir þurfa kon- ur. I Hárgreiðslu- og snyrtistofa ) STEINU og DODÓ I Laugavegi 18 3. hæð (lyfta) Sími 2)616 Hárgreiðsiustofan PERMA Garðsenda ‘H, simi 33968. Hárgreiðslustofa Ólafar Björnsdöttur HÁTÚNI 6, simi 15493. Hárgreiðsiustofan PIROL Grettisgötu 31, simi 14787 | Hárgreiðslustofa ) VESTURBÆJAR ^ Grenime! 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa i AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, sími 14656 NuHdstnfa á sama stað. Dömuhárgreiðsla við allra hæfi 1 TJARNARSTOFAN I Tjarnargötu 11. Vonarstrætis- . meirín simi 14662._______ > I Hárgreiðslustofan Ásearð’ 22, sími 3C‘10 HÁRGREIÐSLU STOFAN ÁSTHILDUR KÆRNESTEdB \ GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR t| SIMI 12614 ^ HÁALEITISBRAUT 20 ^ VENUS Grur larstig Simi 21777 2A Hárgreiðslustofan Sólvallagötu 2 Simi 18615 Endurnýjum gömlu sængurn- ar, eigum dún- og fiðurheld ver, æðardúns- og gæsadúns- sængur og kodda af ýmsum stærðun? - PÓSTSENDUM. Rest bezt koddar Dún- og fiður- hreinsun, Vatnsstlg £ Sími 18740 (Örfá skref frá Laugávegi)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.