Vísir - 03.04.1965, Qupperneq 2
V í S IR . Laugardaeur 3. apríl 1965.
SíÐAN
F rægir
menn a
ferð
Koma unglingahljómsveitarinn-
ar Rolling Stones til Danmerkur
hefur vart getað farið fram hjá
fólki þar í landi. Aimenningur
í Danmörku veitir því ekki svo
mikia athygli þó einhverjir þjóð
höfðingjar komi í heimsókn tii
Kaupmannahafnar, en þegar
það eru piltar á borð við Roll-
ing Stones, þá gegnir nokkuð
öðru máli. Unglingamir safnast
þá saman til að hylla og hlýða
á þessi átrúnaðargoð sín og allt
ætlar af göflunum að ganga.
Auðvitað áttu Rolling Stones
fund með blaðamönnum fljót-
lega dftir komuna, þó að lítill
friður ætlaði að gefast á þeim
fundi. Varð að beita þeim að
ferðum, að læða þeim út um
bakdyr húsa og fela þá í lokuð
um bílum svo þeir kæmust und
an unglingahópnum sem sat
hvarvetna fyrir þeim.
Charlie Watts
trommuleikari
Mick Jagger — svaraði ákveðn-
ast.
Sendinefnd til Júgóslaviu?
Ráb fundið til bjargar landbúnaðinum ?
Tító marskálkur ræður í Júgó
slavíu. Hann m'innir að sumu
leyti á forna Islendinga, segist
mega heyra boðskap þeirra,
erkilandsfeðranna í Kreml en
er staðráðinn í að hafa hann að
engu, en hefur þó tekið upp
ráðstjórnarform og ræður einn
öllu. Að öðrum þræði m’innir
hann nokkuð á núlifandi Islend-
inga; hótar þeim vestrænu að
gerast austrænn, ef þeir splæsi
ekki á hann óafturkræfum lán-
um og þeim austrænu að ger-
ast vestrænn og efna til frjálsra
kosninga ef þeir ekki einungis
láti hann f friði — heldur splæsi
á hann líka. Þrátt fyrir þetta
hefur þjóðarbúskapurinn víst
ekki gengið of vel, einkum var
landbúnaðurinn erfiður, allt að
fara þar á bólakaf í niðurgreiðsl
um — ojæja, maður þarf svo
sem ekki að líta niður á hann
eða þegna hans þess vegna. En
Tító kunni ráð er dugði — það
er fjöllótt í Júgóslavíu, roilurn-
ar þar mestu fjallafálur og ljón
styggar þegar þeim er sleppt á
afrétt, og nú sleppti hann skot-
glöðum Bandaríkjamönnum og
arabískum olíuaðli líka á afrétt-
inn. En það kostaði skild’inginn,
og að auki urðu þeir svo að
greiða tvöfalt dilksverð fyrir
hvert Iamb, sem þeir hæfðu —
en bændur h’irtu skrokkinn, þeg
ar búið var að kvikmynda veiði
garpa og bráð frá öllum hliðum.
Þannig fá júgóslavneskir fjár-
bændur tvöfalt verð fyrir svo
að segja hvern sinn dilk — og
skrokkinn, sleppa við sláturhúss
kostnað og allt það, en ríkið við
niðurgreiðslur. Með tillit'i til
þess hvílíkt okurfé menn — er-
Iendir og innlendir — greiða nú
fyrir véiðileyfi í ár hér á landi
er engum vafa bundið að nógir
mundu fást til að greiða tvöfalt
og þrefalt fallverð fyrir hvern
dilk, sem þeir mættu skjóta hér
á afrétti og satt að segja undar
legt að ríkisstjórninni skuli ekki
hafa komið til hugar að senda
nefnd á fund Títós til að athuga
þetta fyrirkomulag, sem ekki
er ólíklegt að reynzt gæti ís-
lenzkum fjárbúskap lyftistöng
— og losað þjóðarbúskapinn við
n'iðurgreiðslurnar.
1
Danmörku
— þreyttur
Blaðamannafundurinn fór fram
á Royal Hotel í Kaupmanna-
höfn, en þar bjuggu þessir ungu
herrar í lúxusherbergjum. Hóp
ar unglinga stóðu stöðugt fyrir
utan hótelið og höfðu upp hróp
um að RoIIing Stones kæmu
fram og létu sjá sig. Blaða-
mannafundurinn var engin smá
smíði, minnti einna helzt á
blaðamannafundi de Gaulle, því
að þar mættu um 50 danskir
fréttamenn og ljósmyndarar. I
miðjum salnum stóð borð með
fimm hljóðnemum, allt í kring
biðu fréttamennirnir. Rollingun
um hafði seinkað vegna ásóknar
unglinga. Svo opnað'ist hurðin
og þeir gengu inn. Strax fóru
ljósmyndavélar að klikka og
flash-ljós að glampa. Svo hófst
samtalið, blaðamennirnir
spurðu til skiptis. Hér fara at-
riði úr samtalinu:
— Hvað ætlið þ’ið að gera í
kvöld?
— Ja, tónleikarnir verða ekki
fyrr en á morgun, ætli við sitj
um ekki kyrrir á hótelinu og
spilum grammófónplötur. Við
erum með 300 grammófónplötur
með okkur.
— Er það rétt að ykkur hafi
oft verið kastað út af gistihús
um þar sem þið búið, vegna
þess að enginn friður fáist fyrr.
— Já, segir Jagger og glottir,
okkur er alltaf kastað út. En
hér búum við víst of hátt uppi
til þess að það sé hægt að kasta
okkur út um gluggann.
— Eruð þið sjálfir ánægðir
með tónlist ykkar?
— Nei, ef við værum það, þá
þyrftum við ekki að halda á-
fram að spila. Nei, við erum
hundóánægðir með tónlistina
okkar og óánægðir með það,
hvað við þroskumst lít'ið.
Hvaðan fáið þið andagift-
Keith Richard
lætislegur.
dálítið yfir-
ffiííiB
Brian Jones
taka.
harður f horn að
ina í tónlist ykkar?
— Við eigum tónlíst negr-
anna í Ameríku mest að þakka
segir Jaggers.
— Eru okkrir fullorðnir menn
í hópi aðdáenda ykkar?
— Já, já, heilmargir, v'ið eig
um til dæmis einn aðdáanda
sem er 19 ára.
— Hvers vegna þykir ungling
unum svonar mikið varið í tón
list ykkar?
— Við höfum ekki minnstu
hugmynd um það. Þið blaða-
mennirnir verðið sjálfir að
reyna að leysa þá þraut.
— Hvaða hljómsveit eða söng
vara lfkar ykkur bezt við?
— Það er ný hljómsveit, sem
heitir „The Rolling Stones“.
— Já, en að öllu gamni
slepptu?
— Sammy Davis, Jimmy
Reed, — nei það vær of langt
að telja það, já meira að segja
Caruso.
Elinn blaðamaðurinn leggur
fram tónfræðilega spurningu
um hljóðfall og jazz og blues,
er fær kaldranalegt svar:
— Tónlistin okkar er ekki
efnafræði heldur dægurlög.
— Hvemig Iíkar ykkur við
„The Beatles“?
— Hverja?
— The Beatles?
— Já. Þeir eru góðir kunn-
ingjar okkar.
— Æpa dönsku aðdáendurn-
ir nákvæmlega eins og ensku að
dáendurnir?
— Ég veit ekki, svarar Brian
Jones, það var einhver ótti í
hrópum Dananna.
— Það er sagt, að aðdáendur
ykkar f Englandi sendi ykkur á
hverjum degi margar flöskur af
wihsky — er það rétt?
— Já, það er rétt, og við tæm
um þær jafnóðum — í vaskinn.
Og þannig hélt samtalið á-
fram.
Bill Wyman — hann virtist feim
in.
Kári skrifar:
TZ lukkan rúmlega eitt í gær-
1V dag varð mér litið út um
gluggann á ritstjórinni og veitti
því athygli að rétt um sama
leyti hafði orðið umferðarslys
beint fyr’ir framan húsið eða á
gatnamótum Laugavegar og Bol
holts. Maður á bifhjóli hafði ek
ið of nærri stórri vöruflutninga-
b'ifreið með þeim afleiðingum
að hann rakst aftan á bifreiðina
og féll i götuna. — Fólk kom
strax hlaupandi að og næstu bíl
stjórar stöðvuðu bíla sína. —
Svo gerðist það, sem alltof oft
vill brenna við hér í höfuðborg
inni. Nokkrir borgarar tóku
hinn slasaða og hnoðuðu honum
inn í fólksbifreið. Hversu oft
þarf að brýna það fyrir fólki
að hreyfa ekki slasað fólk, svo
ekk'i sé minnzt á að hnoða því
inn í aftursæti fólksbifreiðar?
Svigkeppni
Nú, 7 mín. seinna veitt'i ég
lögreglubifreið athygli, sem
kemur akandi inn Laugaveg
með sírenu og blikkandi rautt
aðvörunarljós. Þann tíma sem
ég veitti bifréiðinni athygli
þurft'i hún að aka framhjá 7
bifreiðum. Bílstjórar tveggja
viku strax út á vinstri vegar-
brún og stöðvuðu bila sína, sá
næsti vék alls ekki, annar
stöðvaði á miðri götu og tveir
óku yfir á hægri vegarbrúnina.
Minnstu munaði að þarni hlyt
ist af annar árekstur eða ann-
að umferðarslys. Þetta minnti
mig helzt á svigkeppni, þegar
lögreglubifreiðin þræddi á milli
bílanna þeytandi strenu.
Skriffinnska
1 svipuðum vandræðum lenti
sjúkrabifreiðin, þegar hún kom
að sækja hinn slasaða. öku-
manni bifhjólsins var nú hnoðað
út úr aftursæti fólksbifreiðar-
innar, og settur á sjúkrabörur.
og ekið á Slysavarðstofuna. Á
meðan á þessu stóð hafði mynd
azt meira en kílómeters löng
röð af bílum frá slysstaðnum
og inn Suðurlandsbraut. Lög-
regluþjónarnir tveir sem komu
á slysstaðinn, mældu, skrifuðu,
og yfirheyrðu einhver ósköp.
Nokkrir bílstjórar sem komu ak
andi að slysstaðnum eins og t.d.
niður Bolholt stöðvuðu bíla
sína á miðri götu og hlupu út
til þess að sjá hvað væri á seyði
Þeir ökumenn sem vildu kom
ast áfram leiðar sinnar þurftu
að margbrjóta umferðarreglum
ar til þess að geta komizt fram
hjá þeim bílum sem sk'ildir
höfðu verið eftir á miðri götu.
Enn mældu lögregluþjónarnir.
Sumir þeirra bílstjóra sem sátu
inni í bílum sínum, flautuðu
og voru orðnir óþolinmóðir að
komast ekki leiðar sinnar. Á
meðan skapaðist þarna hreint
hættuástand svo ekki sé meira
sagt. Enginn lögregluþjónn var
þarna t'il þess að stjórna um-
ferðinni.
Er þetta nauðsynlegt?
Þetta atvik er þvi miður ekk
ert einsdæmi og nú langar mig
til að spyrja og svari hver sem
v’ill: Er það óhjákvæmilegt fyr-
ir lögregluna að forða svona
vandræðum? Þurfa virkilega
tveir lögregluþjónar að standa
lengri tíma í skýrslugerð og
skriffinnsku, þegar slysið skeð
ur með jafnaugljóslegum hætti
og þessum? Og ef svo er, hvers
vegna er ekk'i sendur annar lög
reglumaður til þess að stjórna
umferðinni?