Vísir


Vísir - 03.04.1965, Qupperneq 16

Vísir - 03.04.1965, Qupperneq 16
... - •*;' I W*i WSBBKmm Laugardagur -3. april 1965 Hraðbraut um Kópavog hraðað Verzlanir og hús verðo að víkja Á bæjarstjórnarfundi í Kópa- vogi urjiu nokkrar umræður um fyrirhugaða endurbyggingu Hafnarfjarðarvegarins í Kópa- vogi. Komu þar fram upplýsing- ar um það sem síðast hefur gerzt í málinu. S.l. haust, þegar ákveðið var i samráði við samgöngumála- ráðherra og vegamálastjóra að fá teiknaða tillögu að endur- byggingu vegarins, mun það hafa verið álit vegamálastjóra, að um væri að ræða fram- kvæmd, sem kosta myndi 25— 30 millj. kr. Gert var ráð fyrir að hluti Kópavogs af benzín- skatti og % af ráðstöfunaríé ríkisins af sama skatti til vega, sem sérstök þörf er á að greiða fyrir, rynnu til þessa vegar ár- lega fyrst um sinn, en það nem- ur nú 31/2 millj. kr. á ári sam- anlagt. Var því gert ráð fyrir, að endarnir næðu saman án sér- stakra ráðstafana í stórum stfl. Þegar tillögur verkfræðinga þeirra, sem teiknuðu endurbygg inguna, voru lagðar fram og Vegamálaskrifstotan hafði gert endanlega kostnaðaráætlun kom í ljós að verkið mundi ekki kosta undir 88 míllj. kr. Er því augljóst, að fjárhagsgrundvöll- urinn, sem álitinn var vera fyrir Framh. á bls. 6 Byggingavöruverzlun Kópavogs eitt blómlegasta fyrirtækið í Kópavogi yrði einnig að hverfa við lagningu nýrrar akbrautar. 24 þjóðerni í Eyjum Fólk 24 þjóða vinnur nú í Vest mannaeyjum á vertíðinni og munu aldrei hafa verið þar fleiri erlend- ir menn í vinnu. Færeyingar eru efstir á blaði, Englendingar næst flestir, þá Spánverjar og írar fjórðu. Fréttaritari Vísís í Eyjum segir að fólk þetta hafi yfirléitt komið vel fram, en þyki misdug- legt til vinnu. Færeyingarnir fái mjög gott orð, sem dugandi, sam- vizkusamt fólk, einnig hafi írarnir reynzt vel og fleiri, en suðræna fólkið reynzt miður og sumt reynzt allhyskið f starfi. Alls hafa verið skrásettir um 200 til starfa í landi og 72 á fiskiskip. Hér fer á eftir tala fólksins eftir löndum: Færeyjar 135, England 26, Spánn 19. Irland 17, Þýzkaland 16, Austurríki 10, Skotland 9, Svíþjóð 7, Holland 6, Ástralía 6, Marokko 4 Suður-Afríka 3, Frakkland 2, Ítalía 2, Portugal 2, Argentína 2, Ghana 1, Noregur 1, Grænland 1, Grikk- land 1, Bandaríkin 1, Ceylon 1, Danmörk 1 og Tunis 1. Konur vOru innan um en um tlu þeirra veit blaðið ekki. Meðal þe'irra voru tvær argentínskar stúlkur, sem nú eru farnar. fr<í 7- Hér sést Þórður á Sæbóli fyrir framan Blómaskálann sinn f Kópavogi, en eftir nýju skipulagi verður það hús að hverfa. Finnbogi Gubmundsson úfgerðarmaður vill láta banna borskanet og borskanætur á stórum svæðum og endurlifga linuveiðina með styrkjum „Línan er það eina, sem get- ur bjargað vertíðinni," sagði Finn Myndin sýnir skemmdirnar á bakborðshlið hins norska skips. m bogi Guðmundsson, útgerðarmaður frá Gerðum, þegar Vísir forvitnað ist hjá honum í gær um ástand og horfur f veiðunum suðvestanlands. — Það hefur verið hörmungará stand á Faxaflóa og raunar við allt Suðvesturland á þessari ver- tíð, og afli enginn svo að heit'ið geti. Það hefur verið helzt út af Vestfjörðum, sem afli hefur feng izt, en erfitt tíðarfar hefur komið í veg fyr'ir góðan árangur. — Hvernig skýra menn þetta?. — Það er ekki hægt að reikna með verulega góðri veiði í nætur eða net hér við Faxaflóa, nema mikil þorskgengd og miklar sílis- 1 gær kom inn til Reykjavíkur norskur Ifnuveiðari, Pioner, frá Alesund. Hann kemur inn til viðgerðar, en siglt var á hann við A.-Grænland siðastliðinn þriðjudag. Það var þýzkur tog- ari, Island að nafni, sem árekstr- inum olli. Veður var vont þegar atburð- urinn gerðist og lét Pioner reka. Island sem er stór togari, kom á skipið bakborðsmegin og hjóst stefni þess þrisvar f Pioner. — Fyrst aftarlega, þá miðskips og að lokum f brúna. Tveir menn voru á vakt í brúnni, ‘en sakaði göngur fari saman. Fiskurinn fæst ekki að neinu ráði í þorskanet nema í sílisgönguárunum, vegna þess að hann þarf að komast niður á botn til að nást í netin. En hann leggst ekki að botni á Faxaflóa- svæðinu nema hann hafi troðið sig fullan af loðnu og öðru síli. Þeg ar loðnan er engin að ráði, er þorsk urinn uppi um allan sjó í leit að æti, og næst ekki lengur í net eða nætur. . — En nú var mikil loðna i vet- ur? — Já, aðstæðurnar í vetur hafa verið mjög óvenjulegar og það á tvennan hátt. í fyrsta iagi kom hvorugan. Skemmdir urðu á siðunni á þremur stöðum og auk þess skemmdist brúin tölu- vert, m. a. kom gat á hana og loftskeytatækið gekk til. Skipið verður tekið í slipp hér fljótlega og er búizt við að við gerð taki 5 — 6 daga. Að því loknu heldur skipið aftur til veiða, en veiðiferð þess var tæp lega hálfnuð. Veiðiferðir með lfnu vara yfirleitt 3—4 mánuði hjá þessum bátum. Þeir veiða í salt og hefur Pioner þegar aflað 110 tonn. Þess má til gamans geta, au hlutur eftir þessar veiði ferðir eru um 1100 norskar kr. ISLAND OG PION ER REKASTÁ loðnan miklu fyrr en venjulega, í byrjun febrúar og í öðru lagi eru göngur þorsksins miklu seinni í ár en venjulega. Allar horfur eru á því, að þorskfiskurinn verði mestur í seinni hluta apríl og maí en venjulega er hann mestur í marz og fyrri hluta aprfl. Mér hef ur dottið f hug, að þorskurinn gangi seint á hrygningarstöðvar, þegar páskar eru séint og virðist mér reynslan styðja það, þótt ég geti ekki útskýrt þetta samhengi. Einnig getur verið ,að kuldinn í sjónum hafi áhrif f þá átt að se'inka göngunni. Nú er hafísvetur Síðdegiskaffi Síðdegiskaffi Sjálfstæðisfélag- anna, Varðar, Hvatar, Óðins og Heimdallar verður I dag milli kl. 3 — 5 í hinu vistlega félags- heimili ungra Sjálfstæðismanna í Valhöll við Suðurgötu. Vilja félögin hvetja meðlimi sína til þess að líta inn svo að þessi ágæta starfsemi megi takast sem bezt. Fært inn á firði á Austurlandi Að þvf er Þröstur Sigtryggsson, skipherra á flugvél Landhelgisgæzl unnar, Sif, tjáði blaðinu í gær- kvöldi þá taldi hann siglingu mögu lega fyrir öllu Austurlandi allt til Vopnafjarðar. Fært er inn á alla firði að undanteknum Vopnafirði og Borfarfirði eystra. ístungan fyrir Austurlandi hefur mjókkað, út af Gletting er hún um 10 mílur á breidd. Enginn fs sást fyrir sunnan Gerpi. S.-vestanátt er spáð á þessum slóðum og ætti ísinn því enn að fjarlægjast og reka til norðurs. — Breytist áttin aftur á móti í N.A. átt, er viðbúið að firðina fylli á ný. og árjg 1918 var líka hafísvetur og seinir páskar, en þá virtist þorskurinn hegða sér svipað og nú. Þessi samhengi hafa ekki verið rannsökuð og þetta eru bara tilgát ur mfnar. Alla vega er það staðreynd, að í vetur fara loðnugöngumar og þorskurinn á mis við hvort annað. Loðnan var farin áður en þorskur- inn kom. — Hvernig er hægt að ná þorsk inum, þegar hann er uppi um all- an sjó? — Þá er það línan, sem gildir. Línan er beitt og svangur þorskur inn tekur hana. Því miður eru nærri aliir hættir að nota þetta veiðarfæri og enginn vill líta við öðru en netum eða nót. Menn eru orðnir ölvaðir af mokafla stóru dag anna af vertfðinni f fyrra og ís lendingar hafa alltaf verið meira gefnir fyrir happdrættin. Línan gef ur enga stóra daga, enjafna og. þétta veiði, en það fellur ekki í kramið hjá okkur. — Þú reiknar með þvf, að þorsk- magnið aukist í vor? — Já, eins og ég sagði áðan, réikna ég með mestum þorski seint í þessum mánuði og f næsta mán- uði. Þá munu Eyjamenn sjálfsagt fá góða aflahrotu í net og nætur, af þvf að þar eru hrygningarstöðv- arnar. En I Faxaflóa verður afla- leysi áfram, nema bátarnir taki upp línu í stað neta. Með Ifnunni er hægt að ná þorskinum upp, þegar hann er upp'i um allan sjó í leit að æti. — Heldurðu að menn taki ekki almennt upp línu? — Nei, það vantar einhverja Framh. á bls. 6 Flýtið klukkunni Blaðið vill minna lesendur á það, að um fyrstu helgl f aprfl hefst sumartimi og á þá að flýta klukkunni um eina klukkustund aðfaranótt sunnudagslns.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.