Vísir - 03.04.1965, Side 8

Vísir - 03.04.1965, Side 8
8 V í S I R . Laugardagur 3. apríl 1965, VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn ö. Thorarensen Ritstjðrnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði ! lausasðlu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 Ifnuri Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Viðreisnarsjóður Evrópu f»að var á Alþingi í fyrra að einn af þingmönnum Vestfjarða, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, bar fram tillögu um að Aþingi skoraði á ríkisstjómina að láta athuga möguleika á því að íslendingar hagnýttu sér lán frá Viðreisnarsjóði Evrópuráðsins í þeim tilgangi að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Hefur sjóður- inn það hlutverk að aðstoða Evrópulönd við lausn vandamála sem stafa af tilflutningi fólks, og hafa allmörg Evrópuríki þegar hlotið lán úr sjóðnum. I framhaldi af þessari tillögu lét ríkisstjórnin kanna möguleika til lántöku hjá sjóðnum, en Þorvaldur Garðar er einn af fulltrúum íslands á þingi Evrópu- ráðsins. Niðurstaðan hefur orðið sú að sjóðurinn hef- ur ákveðið að lána tvær milljónir dollara hingað til lands eða 86 millj. krónur á næstu fjórum árum. Að auki verði aflað 85 millj. króna þannig að til sam- göngumála Vestfjarða mun samkvæmt þessari áætlun alls verða varið 171 milljón króna. — Skýrði fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen frá því á þingi í fyrradag, að fé þessu yrði varið á næstu árum til þess að stórbæta samgöngur Vest- fjarða, til vega, hafna og flugvalla. Miða þær ráð- stafanir allar að því að stöðva fólksflóttann úr þess- um sýslum og gera þennan landshluta byggilegri en áður var. sAMEimmm J>að er ástæða til þess að fagna því að hér skuli með framsýni hafa tekizt að fara inn á nýjar leiðir í efl- ingu jafnvægis í byggð landsins. Er það ekki aðeins samvinnan við þessa stofnun Evrópuráðsins, sem fyrr var getið, heldur og það að nú er unnið að því að full- gera sérstaka framkvæmdaáætlun fyrir Vestfirði. Með þeirri áætlunargerð eru mál Vestfjarða tekin skipulegum og traustum tökum. Með því er tryggt að meira fæst fyrir hverja krónu sem í þessu skyni er eytt en áður og séð verður um að uppbygging at- hafnalífsins haldist í hendur við aðra þætti verklegra framkvæmda. Er það vel að farið hefur verið út á þessar nýju brautir því sannarlega er kominn tími til þess að stöðva fækkun fólks í þessum landshluta. Auk þess mun framkvæmdaáætlunin fyrir Vestfirði verða mikilvæg fyrirmynd að svipaðri áætlanagerð fyrir aðra landshluta. Á Norðurlandi hefur verið við erfið atvinnuvandamál að stríða að undanförnu, og reyndar einnig á Austfjörðum, þrátt fyrir góðar síld- arvertíðir. Svipaðar stórhuga framkvæmdaáætlanir þarf að gera fyrir þessa landshluta og verja til fram- kvæmda þar jafnvægisfé á grundvelli þeirra. Það dylst engum að við höfum ekki efni á því að láta byggð landsins dragast meira saman en orðið er. Þvi þarf þáttaskil í þessum efnum og þau eru á næsta leiti, eins og greint hefur verið hér að ofan. IjUÖ er stundum sagt að til- hugalif Jacqueline og John Kennedy hafi veriö rómantískt og stundum æsilegt og fullt af spennu. Það er að vísu rétt, en hins vegar er það um leið ein- kennileg staðreynd, að segja má að sameiginlegur vinur þeirra beggja blaðamaðurinn „Charles Bartlett“ hafi „gefið þau sam- an“. Hann var af þeirri mann- tegund, sem sér út fyrirfram hvaða pör eiga bezt saman og siðan var hann óþreytandi við að gefa þéim tækifæri til að hittast og hvatti þau einnig með ýmsum ráðum til að kynn- ast betur. Lengi hélt hann þess- ari iðju sinni áfram árangurs- laust, en þar kom að virkin féllu og þau Jackie og Jack felldu hugi saman. Hér verður nú lítillega rakin þessi saga. Jacqueline hitti John Kennedy í fyrsta skipti árið 1948. Það var í brúðkaupsveiziu á Long Island. En sá fundur þeirra átti ekki eftir að hafa nein áhrif á líf þeirra. Þau voru kynnt form lega hvort fyrir öðru, hneigðu sig, heilsuðust, brostu og skipt- ust á nokkrum innihaldslausum kurteisisorðum. Rétt á eftir fjar iægðist Kennedy hana og kom inn í hóp ungra manna í öðru herbergi, sem sátu þar saman og ræddu um pólitík. Þar sat Kennedy það sem eftir var kvöldsins og rabbaði um póli- tik. Jacqueline sat á öðrum stað í blönduðum hópi manna og kvenna, sem hún þekkti og þau röbbuðu saman um heima og geima. j þá daga var Charles Bartlett * ókvæntur og í hópi þeirra ungu manna, sem gerðust að- dáendur Jacqueline. Hann bauð henni oft út, var herra hennar á dansleikjum og samkomum. En nokkrum árum síðar kvæntist hann og tók það þá í sig, að allir vinir hans ættu að gifta sig til þess að verða ham- ingjusamir eins og hann. r>ann- ig stuðlaði hann að kynnum og hjúskap ýmissa kunningja sinna Hann var alltaf að nré- dika það, að þeir ættu nú að fara að gifta sig. Bartlett þekkti bæði Jacque- line og John Kennedy mjög vel. Og hann varð sannfærður um það, að varla væri hægt að hugsa sér betra par í hjóna- bandi. Þar af leiðandi fór hann að gera ýmsar ráðstafanir til að láta þau hittast. Jjartlett fór t. d. að beita við Jacqueline öllum sinum sann færingarkrafti til að koma henni i skilning um að Kennedy væri hennar útvaldi lífsförunautúr. Hvenær sem hann hitti Jacque- line fór hann að tala um hina miklu Kennedys eða Jacks, eins og hann kallaði hann, hvað hann væri mvndarlegur, hvað hann væri ríkur og gáfaður og hann rifjaði upp hetjudáðir Kennedys í heimsstyrjöldinni Það var engu líkara en að Bart- lett væri að leika á hliöðfæri með einum streng og þessf strengur hét Kennedv. eð? rð hann væri eins og söiumanur að bióða út vöru. En siálfur RÓMANTÍSKT KVÖLD ENDAÐI MEÐ VANDRÆÐALEGU ATVIKI

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.