Vísir - 03.04.1965, Qupperneq 4
4
VÍSIR . Laugardagur 3. apríl 1965.
Guði sé lof —
Þegar maður kemur úr gný-
miklum hávaða umferðarinnar á
Hringbrautinni og beygir inn á
Vesturvallagötuna, hlýtur mað-
ur ósjálfrátt að segja við sjálf-
tn sig: „Það hlýtur að vera
>ér, sem andi kyrrðarinnar og
róseminnar á heima“.
Númer hvað?
Kannske bara á númer eitt.
Og viti menn. Ef næðið og frið-
urinn á sér nokkurn staðar grið
land í þessum atorkusama og
ört vaxandi bæ, þá er það hér
á fyrstu hæðinni i húsinu við
Vesturvallagötu nr. 1, þar sem
þau búa prófastshjónin frá Hofi
í V.opnafirði, frú Guðbjörg Hjart
ardóttir og prófastur emerítus,
sr. Jakob Einarsson. Hér hafa
þau búið síðan þau fluttust
hingað til bæjarins er hann
hætti prestsskap haustið 1959.
Sá, sem þetta ritar, hefur
aldrei komið í Hof, en óneitan-
lega oft óskað sér þess meðan
þau áttu þar heima frú Guð-
björg og sr. Jakob, því svo mik-
ið var látið þar af hýbýlaprýði
og snyrtimennsku bæði utanbæj
ar og innan. En í þessu spjalli
við þau prófastshjónin verður
nú ekki rætt um veru þeirra á
Hofi eða starfið í Vopnafirði.
bæjarsókn var öll Jökulsárhlíð-
in, Tungan og fáeinir bæir, ein-
ir fjórir í Hjaltastaðaþinghá,
Dratthalastaðir, Ekra, Stóra-
Steinsvað og Tjarnaland. Þessir
áttu kirkjusókn að Kirkjubæ
handan yfir Lagarfljót og sú
kvöð fylgdi, að prestur var
skyldur að láta ferja kirkjufólk
yfir Fljótið. Þá kom það á Mel-
..........11
Kirkjan
og þjóðin
-
inn og kallaði á ferjuna. Það
var nú helzt alltaf á hverjum
einasta messudegi ,sem einhver
kom. Hins vegar var lögferja á
Litla-Steinsvaði.
— Var messað hvern helgan
dag?
— Já, þegar prestur var
heima, var það mjög sjaldgæft
að félli niður messa, og þegar
ekki í neinum hávegum haft.
Það var vekurðin — skeiðið —
sem mest þótti í varið.
— Atti afi þinn góða hesta eftir
að hann kom austur?
— Ja, ég man t. d. eftir ein-
um, sem hét Hjalti. Hann var
víst ættaður úr Hjaltadalnum.
Hann var svanhvítur á lit og
fallegur gripur, mikið vakur og
afburða töltari. Hann var talinn
einn allra bezti hestur eystra
á sinni tíð og voru þar þó marg
ir snjallir gæðingar. Afi seldi
föður mínum hest, sem hét
Stóri-Skjóni, dásamlega fallegur
gripur og ágætur ferðahestur.
Hann var mikill töltari, en átti
ekki til skeið. Faðir minn átti
hann í herrans mörg ár. Svo
man ég eftir einum hesti, sem
afi átti lengi, jarpkúfóttur að
lit, traustur hestur, en enginn
gæðingur, því að hann var ill-
gengur. Afi notaði hann lítið
sjálfur. Ein af fyrstu minningum
mínum er sú, að ég var úti þeg-
ar afi reið í hlaðið. Ég stökk inn
og kallaði: „Afi er kominn á
gamla Kúf“. En afi „fornemað-
ist“ við mig. Honum fannst það
vera heimóttarskapur af mér að
hlaupa inn í bæ í stað þess að
Prófastshjónin frá Hofi. Myndin á veggnum er gjöf frá Vopnafirð-
ingum—málverk eftir Jón Þorleifsson: Dyrfjöil séð úr Hróarstungu
ég var ekki búinn að vátryggja
lí /" | - .ÍJte2 3S JUBtd j |< or JS,- rf w /,
Það var af svo mörgu og mikli)
að taka á langri starfsævi að það
rúmast ekki allt í einni grein.
Kannske kemur þá líka önnur
grein einhvern tíma seinna og
síðarmeir?
— Ertu fæddur eystra
sr. Jakob?
— Já í Kirkjubæ í Hróars-
tungu. Foreldrar mínir sr. Einar
Jónsson og Kristín Jakobsdóttir
fluttust þangað árið 1889 tveim
árum áður en ég fæddist, norð-
an úr Skagafirði. Þar var faðir
minn prestur, fyrst á Felli í
Sléttuhlíð, síðan í Miklabæ. Svo
sótti hann um Kirkjubæ og eftir
það var hann allan sinn prests-
skap á Austurlandi.
—Hann hefur heldur viljað
vera þar en á Miklabæ?
— Já, bæði var hann ættaður
þaðan að austan og svo var
Kirkjubær langtum tekjumeira
brauð heldur en Miklibær. Hann
lenti líka í því að vera í Skaga-
firði á mestu og verstu harð-
indaárunum á 19. öldinni.
Undir Kirkjubæ lágu margar
jarðir. Leigur og landskuldir
voru aðallega greiddar í vetur-
gömlum sauðum. Tölu þeirra
man ég ekki, en jarðirnar voru
sjö. Auk þess var talsvert af
smjöri og eitt kvartel af sellýsi.
Það kom sér vel. Það var notað
á fjóskoluna. Svo var heytollur
— lambsfóður — á hverjum bæ.
Þetta breyttist nú allt með
prestakallalögunum frá 1907.
Eftir það fengu prestar laun sín
greidd i peningum.
— Voru margar kirkjur í
Kirkjubæjarprestakalli?
— Bara ein, á staðnum sjálf-
um. Sleðbrjótskirkja kom ekki
fyrr en löngu seinna. En í Kirkju
■fdðir rhírih"’ ýaf ' á' ■’þingi, fékk
hann nágrannaprestana til að
messa fyrir sig. En það fór mik
ið að draga úr kirkjusókn upp
úr aldamótunum.
— Var ekki Páll Ólafsson á Hall
freðarstöðum þegar þið voruð
á Kirkjubæ?
— Það var nú fyrir mitt minni,
því að hann fór þaðan árið 1892
eða árið eftir að ég fæddist.
Seinna fluttist afi, minn, sr.
Jakob Benediktsson, þangað
norðan úr Skagafirði. Hann var
þá orðinn hrumur, enda kom-
inn á áttræðisaldur. En hann
yngdist allur upp og varð eins
og ungur í annað sinn við að
koma á hestbak. Hann var líka
talinn einn mésti hestamaður
og reiðmaður á Islandi á sinni
tíð. Ég held það hafi aðallega
verið vegna þess að hann lagði
rækt við töltið og kenndi mönn
um að meta það. Áður var það
kallað „gluðugangur“, og var
bíða sín úti. En ástæðan var, að
mér þðtti skrýtið að sjá afa rfð-
andi á þessum hesti. Hann var
vanur að velja sér betri reið-
skjóta.
— Er Kirkjubær góð jörð?
— Það er mikil jörð. En fjár-
hirðing er erfið og heyskapur
langsóttur og reytingssamur.
Þetta kom ekki svo mjög að
sök meðan nóg var af vinnu-
afli. En það mundi ekki þykja
mikill gróðavegur nú að búa
við slík skilyrði. En talið var að
faðir minn efnaðist á Kirkjubæ.
— Stórt bú?
— Þegar það var stærst mun
það hafa verið eitt af þeim
stærstu í sveitinni, á fimmta
hundrað fjár af fjalli þegar flest
var, sauðirnir rúmt 200 að haust
inu þegar þeir voru flestir. Eftir
að ég fór að fylgjast með, var
féð ekki nema um 400 af fjalli.
I brauðinu voru 40—50 heytoll-
ar (lambsfóður), svo að uppeld-
ið á fénu var Jétt. í fjósi voru
oftast 5—6 kýr auk geldneyta,
og hrossin 10—12. Þau voru all-
þung á fóðrum, því að i Kirkju-
bæ er engin hrossaganga.
— Manstu eftir því þegar brann
í Kirkjubæ?
— Hvort ég man. Eins og það
hefði skeð í gær. Ég var bara
6 ára þegar það skeði,-en þessi
atburður mndi sig svo sterkt
inn f barnsvitund mína, að
hann stendur mér enn ljóslif-
andi fyrir hugskotssjónum. Mér
finnst ég ennþá sjá reykjar-
bólstrana leggja til lofts og
bjarmann af bálinu roða loftið
þessa eftirminnilegu nótt. Þetta
var haustið 1897 — aðfaranótt
7. október. Faðir minn var ekki
heima, hafði farið niður á Seyð
isfjörð til að halda þar þing-
málafund ásamt Jóni á Sleð-
brjót. Þeir voru þá þingmenn
Norð-Mýlinga. Ég man þegar
mamma bar mig, út úr brenn-
andi þænum út f, gamla fjósið,
þar sem við höfðumst við, þang
að til við fórum að Hallfreðar-
stöðum til afa. Þar vorum við
svo um veturinn.
ISl
Enda þótt sr. Jakob segi ým-
islegt fleira um þennan mikla
bæjarbruna á Kirkjubæ, er hér
á eftir aðallega fylgt frásögn
blaðsins Bjarka, sem þá kom
út á Seyðisfirði undir ritstjórn
Þorsteins Erlingssonar.
Seyðfirðingar fregnuðu fyrst
um brunann með þeim hætti,
að þessa nótt var Kristján lækn
ir að koma sunnan úr Mjóafirði
úr sjúkravitjun ásamt fylgdar-
manni. Um sólaruppkomu urðu
þeir varir við mikinn reykjar-
mökk og loga uppi á Héraði til
norðvesturs. Töldu þeir víst, að
þar mundi á einhverjum bæ
vera stórbruni. Eftir stefnunni
að dæma bar reykjarmökkinn
nálægt Kirkjubæ og lagði til
austurs í stórum boga eins og
úr miklu gufuskipi. Eftir að
þeir félagar komu niður á Seyð-
isfjörð og sögðu tíðindin, var
margt um þetta rætt í bænum
og beðið með óþreyju nánari
fregna. Og þeirra var ekki langt
að bíða. Ekki voru glæðurnar
kulnaðar í brunarústunum í
Kirkjubæ, er frú Kristín sendi
mann af skyndingu niður á
Seyðisfjörð til að segja manni
sínum þessi miklu og hörmu-
legu tíðindi. Valdist til farar-
innar Sigurður kennari Sigurðs
son (síðar á Seyðisfjrði). Hann
hafði um sumarið verið kaupa-
maður í Kirkjubæ. Um komu
Sigurðar til Seyðisrjarðar og
fréttaburð hans af brunanum
farast Bjarka svo orð:
„Gamli Páll Ólafsson, skáld,
var staddur hér þessa daga á
Framh. á bls. 5
Kirkjubær í Hróarstungu.