Vísir


Vísir - 03.04.1965, Qupperneq 7

Vísir - 03.04.1965, Qupperneq 7
VlSIR . Laugardagur 3. aprfl 1965. 7 Elías Þorsteinsson • F. 1. marz 1892 — D. 25. marz 1965 í dag er kvaddur hínztu kveðju vinur og kærleiksmaður, Elías Þor steinsson, framkvæmdastjóri frá Keflavík. Er hans sárt saknað af ættingjum, vinum og samstarfs- mönnum. Elías fæddist 1. marz 1892 á Eyr- arbakka, sonur Þorsteins Þorsteins sonar kaupmanns og e'iginkonu hans, Margrétar Jónsdóttur. Áttu þau ættir sínar að rekja til merkra ætta í Skaftafellssýslu. Fluttust þau hjónin með Elías ungan og syst- kini hans til Keflavíkur, þar sem þau bjuggu til dánardægurs. Elías Þorste'insson var tvíkvænt- ur. Fyrri konu sína, Ingibjörgu Einarsdóttur; missti hann árið 1930. Eignuðust þau þrjár dætur. Eru tvær þeirra, Guðrún og María, giftar og búsettar erlendis, en sú þriðja Margrét, dó f æsku. Seinni kona hans, Ásgerður Eyjólfsdóttir lifir mann sinn ásamt dóttur þeirra Ingibjörgu og stjúpsyni Þórarni Haraldssyni. Eru þau búsett í Kefla vík. Elías Þorsteinsson var einn af brautryðjendum nútíma atvinnu- hátta í sjávarútvegi og fiskiðnaði. og um langan aldur forystumaður í samtökum útvegsmanna og fisk verkenda. Haslað'i hann sér snemma völl á þeim vettvangi. Ef skrifa ætti ítarlega um þátt hans í uppbyggingu sjávarútvegs- og fiskiðnaðar, sérstaklega frystiiðnað arins, yrði það f megindráttum at- vinnusaga þjóðarinnar f þessum efnum, því víða kom Elías við. Hann var hið trausta bjarg í sér- hverju máli, manndómsmaður, sem allir gátu treyst til góðra verka í anda drengskapar og óeigingirni. Um árabil átti Elías sæti í stjórn Landssambands íslenzkra útvegs- manna, og var stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna frá stofnun hennar árið 1942 og þar til er hann lézt, að undanskild um tveimur árum. Auk þess var hann í stjórnum margra fyrirtækja sem beint og óbeint voru tengd þeim meginverkefnum, sem hann NYLON ÚLPUR 100% nylon i ytra og innra byrði. acrylmillifóður Stærðir: 6 —16 og 44 — 50 Sölustaðir: Kaupfélögin um land allt og SÍS Austurstræti vann að í þágu heildarsamtakanna. I Keflavfk var hann einn af stofn- endum og eigandi að Hraðfrystihús inu Jökull h.f. og átti aðild að fleiri fyrirtækjum. Elíasi var ekki um það gefið, að störfum hans væri haldið á lofti. Honum var eðlilegast að vinna í kyrrþey og af hógværð að þeim miklu verkefnum, sem hann var kjörinn til að leysa. Elíasi var falið mikið og erfitt hlutverk, er hann var kjörinn for- maður stjórnar Sölumiðstöðvarinn ar fyrir 23 árum. Hraðfrystiiðnað- urinn var í deiglunni, algjörlega ómótaður, og sölu- og markaðs- starf fyrir frystar sjávarafurðir á fjarlægum erlendum mörkuðum, íslendingum öþekkt. Það þurfti á- ræði og trú til að fara inn á nýjar brautir f samstarfi við hæfa menn, sem dygðu til þeirra átaka, sem þá voru framundan. í hlutverki oddamanns og forystumanns hrað- Kennedy — Frh af bls. 9. TZ' ennedy varð líka furðu lost- ■*•*■ inn yfir þessu atviki. Hann mælti nokkur afsökunarorð til Jacqueline formleg og kuldaleg. Síðan sneri hann þögull aftur til húss Bartletts. Sú þögn átti eftir að vara sjö mánuði. Jacqueline og Kenne dy hittust aldrei allan þann tíma. Og það gerðist margt á þessum tíma. Það gerðist m. a., að Jacqueline trúlofaðist John Husted og sleit aftur trúlofun- inni við hann, það gerðist líka, að hún vann verðlaunasam- keppni tímaritsins Vogue og fór að starfa sem blaðamaður við Times Herald. En sannleikurinn var sá, að alla þessa sex mánuði gátu þau ekki gleymt hvort öðru. Þau þráðu það hvort í sínu lagi að mega hittast aftur, en þessi ein- kennilegi atburður, ókunni mað urinn í bílsætinu, stóð eins og veggur á milli þeirra. Það var ekki fyrr en Waldrop ritstjóri gaf Jacqueline fyrir- mæli um að fara og eiga smá- samtal við John Kennedy öld- ungadeildarþingmann, sem tæki færið gafst að nýju til að end- urnýja kynnin. Það kom ein- kennilegur svipur á Jacqueline, þegar hún vissi við hvern hún átti að tala, en hún þagði og framkvæmdi fyrirskipunina. Minning frystihúsaeigenda, sýndi Elías snilli mikilhæfs leiðtoga, sem kunni að laða saman hina ólíklegustu menn og tengja saman óskyld öfl til sam eiginlegs átaks um uppbyggingu stóriðnaðar og ryðja þjóðinni nýj- ar brautir til aukinnar velmegun- ar. 1 þessu forystuhlutverki var El- fas Þorsteinsson mikill gæfumað- ur. í rúmlega tuttugu ára for- mannstíð hans hafa verið unnar miklar dáðir og ótrúlegur árangur náðst í uppbyggingu íslenzks hraðfrystiiðnaðar og öflunar mark aða fyrir frystar sjávarafurðir. I upphafi voru markaðir fáir og trú manna á framtíð hraðfrystiiðn- aðarins efa blandin. Hraðfrystihús in voru fá og smá og skiptu þeir hundruðum, sem að framleiðslunni störfuðu. 1 dag eru hraðfrystiiðn- aðurinn stóriðnaður á heimsmæli kvarða. í honum starfa þúsundir manna og kvenna. Byggðir hafa verið upp.traustir markaðir, sem skila þjóðinni miklum og öruggum gjaldeyristekjum. Er eigi ofmælt, að fyrir forystu S.H. hefur verið myndaður háþróaður iðnaður, sem í skjóli samtakanna hefur rutt full unnum sjávarafurðum braut á er- leridum mörkuðum og hlotið viður- kenn’ingu. Það er markmið sér- hvers athafnamanns, að uppbygg- ’ing atvinnustarfseminnar megi blómgast og verða sem flestum til blessunar. Þessu markmiði tókst Elíasi Þorsteinssyrii ásamt dugmikl um athafna- og framkvæmdamönn um að ná, í krafti samstöðunnar innan Sölumiðstöðvarinnar, sem hann myndaði af sinni þekktu lagni og festu. 1 dag býr íslénzkaþj<$- in að þessu starfi og mun gefa um ökomna framtíð, haldi hún og for ystumennirnir tryggð við þá stefnu og hugsjón’ir, sem felst í mikilvægi þess að starfað sé einhuga sam- an í sameinuðu átaki að fram- gangí þessara þýðingarmiklu mála svo sem verið hefur. Elías kvaddi til starfa með sér h’ina hæfustu menn, og naut stuðn ings þeirra í sínu mikla brautryðj- anda og hugsjónastarfi, sem var að efla hraðfrystiiðnaðinn og auka þar með þjóðarauðinn, velgengni Afrek / Sinfóníuhljómsveit íslands og ,um ströngustu kröfum Bachs til Söngsveitin Fílharmónía tóku trompetleikaranna var vel sinnt. höndum saman, ásamt einsöngv- Hiti og þungi dagsins var á urunum Hrönn Bjarnadóttur, herðum stjórnandans — ekki Aðalheiði Guðmundsdóttur, Guð aðeins þessa dags, heldur fjöl- mundi Guðjónssyni og Kristni marga undanfarandi æfinga- Hallssynþ í fyrrakvöld. Stjórri- daga. Það eru ekki margir stjórn andi var dr. Róbert A. Ottósson. endur í víðri veröld, sem eftir- Flutt voru tvö öndvegisverk, láta ekki öðrum æfingar með ólík og fjarlæg hvoru öðru í einsöngvurum og kórum fyrir tímanum, en bæði eru þau unn- sVori’á flutning — Það er talið in í hvítglóandi smiðju snilldar. næstum óhugsandi, að einn og Þetta voru Magnificat Bachs og sami maðurinn geti byggt allt Sálmasinfónía Stravinskys. Ein- frá grunni. söngvararnir, sem allir komu > Það er alvitað, að Stravinsky fram í Magnificat, gerðu hlut- er einn mesti snillingur „or- verkum sfnum nokkuð misjöfn kestrasjónar“ á okkar tímum. skil, hinir reyndustu þeirra voru Vegna okkar takmarkaða hljóð- skiljanlega bezt brynjaðir til færakosts var óhjákvæmilegt að stórátaka. gera ýmsar breytingar á hlut- Kórinn var hinn ágætasti, verkum hljóðfæranna í Sálma- sveigjanlegur í styrkleika, stöð- sinfóníunni. Þar bjó dr. Róbert ugur í hljómgæðum. i aftur aðdáanlega um hnútana — Þáttur hljómsveitarinnar var og var það eitt ekki sízt afreka heldur ekki tilkomulítill — hin- kvöldsins. Þorkell Sigurbjömsson. sjávarútvegs og fiskiðnaðar og vel megun alls landslýðs. Elías Þorsteinsson var alinn upp í skóla þeirrar kynslóð- ar, er mat elju og samvizku- semi mest allra dyggða. — Af trúmennsku skyldi unnið og ætíð gerðar mestar kröfur til sjálfs sín. Fram á hinztu stund voru skyldu- störfin rækt. Nokkrum dögum fyr- ’ir andlátið tók Elías virkan þátt J‘ \, l’awík. < og var með^j., .jframsþgumanna. Flutt-i—harm -sém—jafnan má'l - ’SttV" af stillingu, en á orð hans var hlýtt með athygli, því þar talaði vitur maður og gjörhugull. Máltæki seg’ir: „Göfug sál er á- vallt ung undir silfurhærum." Þann ig var Elíasi Þorsteinssyni farið. Athygli vakti, hversu víðsýnn .ög’ umburðarlyndur hann var og kom oft í ljós óbifanleg trú hans á þrótt og áræði ungra manna, og vildi hann jafnan skapa þeim sem bezt skilyrði til stórræða. Elías átti sérstaklega gott með að aðlaga sig viðhorfum nútím- ans í því sem horfðj til framfara, og var djarfhuga. Þröngsýn’i og aft urhaldssemi var honum fjarri skapi. Það er erfitt að lýsa jafn heilsteyptum manni eins og Elíasi Þorsteinssyni, svo vel sé. — Slík geislun góðvildar, rósemi og hlýju, sem stafaði frá hon- um, var svo ótrúlega mikil, að fá ir geta skýrt nema, ’þeir ’ssm kynnt ust honum. Um Elías og göfugt hugarfar 'harts má segja • eins og kveðið er i föerum sálmi: Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af. rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, vjð 'aðra vægð og góðv’ild hver og friösemd hrein og hógvært geð og hjartanrvði stillmg með. Far þú vel. kær; i vinur, friður Guðs fylgi þér. Guðmundur H. Garðarsson. Spjallað við icsipli ÍrarascMbe ATísir hefur átt tal við Mr. ’ Ralph E. Branscombe, fyrsta sendiráðsritara í send - ráði Kanada hér á landi. Sendi ráðið er sem kunnugt er stað- sett í Osló, en Mr. Brans- combe hefur undanfarið dvalizt hér á landi og rætt við íslenzka aðila og kynnt sér hér mörg málefni. — Ég er ekki eins vel settur og sendiherrann sjálfur, segir hann. Hann á ekki í neinum erfiðleikum með að tala is- lenzkuna, enda af íslenzku bergi brotinn. Sjálfur er ég til- tölulega nýkominn hingað á norðlægar slóðir. Áður var ég Jaðsettur í sendiráði okkar í Teheran, svo að nokkur eru við brigðin að koma aftur svo norðarlega á hnöttinn. En • því kann ég vel. Það minnir mann á heimkynnin. — Ég hef h’itt hér marga aienn að máli og notið góðrar lciðsagnar ræð;smanns okkar á íslandi, Hallgrjrns Fr. Hallgríms sonar. . —. Við Kanadamenn fylgj- umst með af áhuga með hinni hröðu þróun, sem á sér stað á öllum sviðum íslenzks þjóðlífs ekki sízt hinum miklu áformum ! atvinnumálum, sem nú eru á döfinni. Ég vona að vel gangi með alla þá þróun. — Viðskipti okkar Kanada- manna við I’sland eru ekki ýkja mjkil en ég held að þau hafi Verið til mikils gagns fyrir báða aðila og vona að þau eigi eft- ir að aukast verulega. Og með stórbættri samgöngutækni ættu kynnin milli þjóðanna tveggja að verða nánari. í Kanada búa flestir íslendingar sem stað- settir eru utan heimalandsins og því er nauðsynlegt að böndin rofnj ekki en séu treyst og kynnin-.enn aukin. cai

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.