Vísir


Vísir - 03.04.1965, Qupperneq 6

Vísir - 03.04.1965, Qupperneq 6
6 V1SIR . Laugardagur 3. aprfl 1965, Myndsjá — .h. Dls i §chindler er raunar grasafræð- asgur áð mennt, en hefur unnið «ikið að þessum störfum. Frá því í maí 1961 hefur hann verið með f rannsdknarstarfinu og hann verður meðal þeirra visinda- manna sem siðastir yfirgefa jak- ann, en það verður sennilega eft ir tæpan hálfan mánuð. Þá kem- ur súersti ísbrjótur Bandaríkja- manna, Edisto, frá Boston og tek ur starfsmenn og dýrustu tæki, en mikið verður að skilja eftir af vistum Og tækjum, sem ekki eru tök á að flytja. Mun Ed'isto brjót ast gegnum ísinn sem er í kring- um Arlis II og að jakanum sjálf um, en þar hefst útskipunin. Flugið norður að Arlis tók á f jórða klukkutíma og gekk að ósk um. Lent var f hinu fegursta veðri á he'imskautaeyjunni, sem er sögð hafa sveimað um norð urhöfin í nær heila öld. Saga hennar hófst á Ellesmere-eyju, þar sem skriðjökull fór f sjó fram og má enn í dag sjá jarðlög jök- ulsins á eyjunni. Á Arlis er nú unnið að 8 mis- munandi verkefnum á sviði vís- indanna, m.a. að hljóðbylgjum neðansjávar, straumum, landa- fræði, veðurfræði og haffræði, en að þeim fræðum vinna þrír Jap- anir, heimsfrægir vísindamenn fyrir störf sín. Að auki var þar, er íslenzka blaðafólkið bar að garði, sveit manna frá Metro Goldwin Mayer (MGM) kvik- myndafélaginu sem var að taka upp heimildarkvikmynd af starf inu á Arlis II. Alls var búið að eyða nær 13 þús. fetum af filmu sem nægir til sýninga í 6 tíma, en úr þessu verður unnin klukku tíma mynd. Vísindamennimir á Árlis II tóku blaðafólkinu hið bezta. „Gestakomur eru alltof sjaldgæf ar“, sagði Jim Pew prófessor við háskólann i Wisconsin, en hann rannsakar neðansjávarhljóðbylgj- ur og leyfði okkur m.a. að hlusta á skvampið f selum undir fsnum, f flóknum tækjum sfnum. Þeir sögðu okkur líka, að lífið á eyj- unni væri duglegt, eins og von- legt væri, en samt tækju þe'ir þennan kostinn, — þ.e. fórna sér fyrir vísindastörfin. Þarna er 21 maður „um borð“ á jakanum, sem reyndar hefur lag sem minn ir á skip, þvf hann hefur stefni. Vfða um eyjuna eru kofar vís indamannanna. Þeir eru niður- grafnir eftir mikla snjóa f nóv- embermánuði og ganga verður inn f þá niður um op á þökunum. Maturinn á eyjunni er e.t.v. það sem vinsælast er, því þar er ekk ert til sparað. Var það mál manna að slíkur matur mundi sóma sér vel á hvaða veizlu- borði sem væri. Það er sagt að enginn ráði sínum næturstað og svo fór einn ig með fréttamenn í þessari ferð. Viðdvölin átti að vera tveir tím ar, en þegar flugvélin átti að leggja af stað kom í ljós að veð ur hafði spillzt svo mjög að ekki var gerlegt að leggja af stað.— Þetta var ekki veðrið þarna norður frá heldur á íslandi þar sem þoka breiddi sig yfir allt. Var hópurinn þvf tepptur um nótt'ina f búðum vísindamann- anna við bezta atlæti, en haldið af stað í gærmorgun og komið liingað til Reykjavíkur eftir há- degið eft'ir sérlega velheppnaða ferð. Þyrill — Framh. at bls. 1 Þyrils. Reyndist þessi aðferð mjög v@l og eru sum'ir þeirrar skoðunar, áð með notkun þess axtr nýju tækni, síldardaelunum skapist alveg nýtt viðhorf í sfld arflutningum hér við land, enda BB eru nú fleiri síldarflutningaskip með sama hætti að koma hingað til lands. Hinir nýju eigendur skipsins hugsa gott til þessara flutn- inga, sem munu væntanlega gefa verksmiðjum þeirra í Bolungar- vik og ísafirði hráefni, jafnvel þó síldin veiðist fyrir austan land. Þeir munu hafa í hyggju að bæta annarri síldardælu við á skipið, svo að hægt sé að dæla sild samtímis inn á bæði borð, úr tveimur bátum. Aflabrögð — ' ramli >>■ 16. siðu hvatningu. Stjórnarvöldin virðast hins vegar gera sér grein fyrir þessu og styrkja línuveiðina með 25 aur. á kg., en það er bara hvergi nærri nóg til að fá menn til að skipta yfir. Ég v’il láta hækka þennan styrk upp f krónu og láta jafnhliða banna net og nót á hag stæðustu línusvæðunum á Faxa- flóa, frá Reykjanesi að Jökli. Þetta er eina leiðin til að fá bát ana yfir á línuna. Hér er nefnilega ekki bara um það atriði að ræða, að fá meiri afla. Við megum markaðanna vegna ekki láta línufiskinn hverfa úr sögunni, því að hann er bezti fiskurinn. Þá er línuútgerð einn ig miklu ódýrari en netaútgerð og þjóðhagslega hagkvæmari. — Hverriig hefur netabátunum gengið upp á síðkastið? — Það er sláandi dæmið um eina bátinn f Sandgerði, Munin, sem hélt áfram á línu eft’ir að verkfall inu lauk í vetur. Meðan verkfallið stóð yfir voru Sandgerðisbátar yf irleitt á línu og þessi bátur, sem er gamall og lftill, var langafla- lægstur. Þegar verkfallinu lauk, skiptu hinir yfir á net og nætur, en Muninn hélt áfram á línunni. Nú er hann orðinn einn af þe’im aflahæstu, hefur veitt jafnt og þétt, meðan hinir hafa lítið sem ekkert fengið. Hroðbraut — FrambnUi af bls. 16 hendi í haust, var algerlega ó- raunhæfur. Með ’nliðsjón af þessu og ekki \ síður því, að Kópavogsbúar j telja þennan veg ekki nema að | litlu leyti f sína þágu, var þeg-! ar farið fram á það við sam-; göngumálaráðherra, að sérstak-; ar ráðstafanir yrðu gerðar, til; þess að útvega viðbótarfjár-; magn. Samgöngumálaráðherra j hefur nú skipað 6 manna nefnd, | til þess að athuga þessi mál.! Eiga sæti í nefndinni 4 fulltrú- ar Kópavogs, einn frá hverjum flokki í bæjarstjórn, og tveir fulltrúar ríkisins. LÍKUR Á AÐ FRAMKVÆMDIR HEFJIST í VOR Bæjarverkfræðingurinn í Kópa vogi upplýsti á fyrrgreindum fundi bæjarstjórnar þar, að sam göngumálaráðherra hefði hvatt til þess, að framkvæmdir yrðu hafnar strax í vor, og unnið í byrjun fyrir það fé, sera fyrir liggur skv. þeim fjárhagsgrund- velli, sem lagður var s.l. haust, en það nemur nú 7 millj. kr. Þá sagði bæjarverkfræðingur að leitað hefði verið hófanna hjá íslenzkum aðalverktökum s.f. um að taka að sér fram- kvæmdir en viðræður væru skammt á veg komnar. Von- andi væri þó ,að unnt yrði að hefjast handa strax og Vega- málaskrifstofan hefði skipt verk inu í áfanga, en það stæði nú yfir. NÝTÍZKU HRAÐBRAUT Hafnarfjarðai"vegurinn nýi í Kópavogi verður í beinu fram- haldi af Kringlumýrarbrautinni í Reykjavík og mun verða í svo til beinni línu í Fossvogi og sveigurinn á Digraneshálsi mun minni en nú er. Hann mun hækka yfir gatnamót Nýbýla- vegar og Kársnesbrautar en verða grafinn niður um 6 metra gegnum Digraneshálsinn, þar sem tvær brýr verða yfir hann, af Álfhólsvegi á Hábraut og Digranesvegi á Borgarholts- braut. Engin gatnamót verða sunnar í Kópavogi. Eins og tíðk ast um gatnamót með brúm verða á þeim slaufur og taka þau því allmikið landrými. Innifalið í kostnaðinum, 88 millj. kr., eru allir liðir, sem koma til greina Við þessa fram- kvæmd, s.s. brautin sjálf með brúnum, lýsing, rafmagns- og símalínur hitun í niðurgrafna hluta vegarins, samliggjandi hl’iðargötur, kaup á fasteignum o. s. frv. VERZLANIR OG ÍBÚÐARHÚS VÍKJA 1 sambandi við þennan breiða veg og rúmfreku gatnamót, munu nokkrar fasteignir og verzlanir verða að víkja. Það mun þó væntanlega ekki verða fyrr en verkinu fer að miða veruiega áfram, þar sem á- fangaskipting verður við höfð. Að norðanverðu í Kópavogi við gatnamót Nýbýlavegar og Kárs nesbrautar verður fyrst í vegin um Blómaskáli Þórðar á Sæ- bóli, síðan Byggingavöruverzl un Kópavogs, sem bæði eru stór og vinsæl fyrirtæki, hvort á sínu sviði. Einnig er líklegt, að Fossvogsbúðin verðj illa sett og verði jafnvel að víkja einnig. Þá er svipaða sögu að segja um eitt íbúðarhús við Kársnesbraut. Á Digraneshálsi munu tvö hús vera í vegarstæðinu, enda mun vegurinn liggja mjög nærri héilsuverndarstöð þeirri,! sem er f byggingu norðan Digranes vegar og verður hún hornhús. Á hálsinum er einnig ísbúð Dairy Queen sem mun verða að víkja. MEIRI KOSTNAÐUR KÓPAVOGSBÆJAR Bæjaryfirvöld í Kópavogi munu ekki hafa enn gert sér grein fyrir þeim kostnaði, sem leiða mun af breytingum og endurbótum á gatnakerfinu, svo unnt verði að tengja það og nýta við nýja veginn. Mun sá kostnaður falla óskiptur á Kópavogsbæ og jafnvel verða einn út af fyrir sig erfiður fjár hag bæjarins, sem ekki stendur traustum fótum, þar sem alls staðar kallar á framkvæmdir. Slys — Framh. af bls. 1. fréttamenn blaðsins sjónarvottar að því sem þar fór fram. Eins og oftast verður þegar slys ber að höndum dreif að múg og margmenni. Slasaði maðurinn lá í götunni í fyrstu og var ekkert við það að athuga. Þeim, sem komu á staðinn fannst aftur á móti að eitt hvað jrrði að gera og tóku þeir því manninn og byrjuðu að bera hann til. Það endaði með því að þeir tróðu honum inn i eina bifreið ina, sem hafði staðnæmzt vegna slyssins. Þegar svo sjúkrabifreið kom á staðinn var maðurinn aftur dreginn út úr bifreiðinni, settur í sjúkrakörfu og sjúkrabifreiðin ók honum ,á brott með vælandi sí- renu. Okkur þóttu þessar aðfarir eilítið undarlegar og höfðum þvf samband við Tryggva Þorsteinsson, lækni á Slysavarðstofunni og spurð um hann hvað hann vildi segja um slíka meðferð slasaðra. Það á ekki að eiga mikið við slasaða menn áður en sjúkrabifreið kemur, sagði Tryggvi. Sjálfsagt er að hagræða þeim eftir þörfum, eins og t. d. að breiða eitthvað undir þá ef aðstaða er til, sem og ofan á þá ef kalt er úti: Það getur verið stór- hættulegt, sérstaklega ef um hrygg brot eða hálsbrot er að ræða. Einn- ig getur t.d. lokað beinbrot breytzt í opið ef verið er að þvæla manni með lokað beinbrot mikið til og þannig bætzt við nýr liður í lækn- ingaþörf, sem er ígerð í sárið. Það getur Ifka eyðilagt æðar í beininu ef beinendarnir eru mikið hreyfðir til. Það er mjög sjaldgæft sagði Tryggvi að svo bráðliggi á að koma sjúkling undir læknishendur, eins og fólk virðist halda og þess vegna verkar það oft dálítið furðulega á mig þegar ég sé þennan ógurlega asa á sjúkrabflum. Það er miklu mikilvægara að fara gætilega með þá slösuðu, en að þeir komist ef til vill 2 — 3 mínútum fyrr undir læknishendur. Auðvitað getur það komið fyrir að það liggi á og verður fólk þvf að meta aðstæður hverju sinni, en það er sem sagt mjög sjaldgæft að liggi mikið á. 1 þessu tilviki sem að ofan grein- ir kom meðferðin á hinum slasaða ekk að sök, þar sem slysið var ekki eins stórvægilegt og ástæða var til að halda. Bílaskoðun — Framhald af bls. I. út 15. maí f fyrra“, sagði Pálmi Friðriksson, fulltrúi í Bifreiða- eftirlitinu, í viðtali við Vísi. Þá hefur Bifreiðaeftirlitið ákveðið að halda fast við það ákvæði reglugerðarinnar, að allar bif- reiðir skuli hafa aurhlífar. „Meðal þeirra ákvæða, sem Bifreiðaeftirlitið hyggst nú fram fylgja í fyrsta sinn, er ákvæði um skraut og annað það framan á bifreiðum, sem líklegt má telja að valdið geti sérstöku eða auknu tjóni ef slys verður af notkun bifreiðarinnar", sagði Pálmi og bætti síðan við: „Hér er einkum átt við skrautspjót og oddhvöss eða skarpköntuð merki. Þá flokkast einnig undir þetta skrautspeglar, sem hættu- legir geta talizt". „Hvað um önnur ákvæði?“ „Sérstök ástæða er til að minnast á það ákvæði reglugerð arinnar, sem fjallar um hjól- barða, en þar er ákvæði um há- marksslit hjólbarða. Skulu rauf- ar í mynstrum hjólbarða vera a. m. k. 1 mm á dýpt“. „En aurhlífarnar, þið fallið ekki frá þeim?“ „Nei, Bifreiðaeftirlitið hefur ákveðið að halda fast við það ákvæði reglugerðarinnar, að aurhlífar verði að vera á öllum bílum, og sjáum við enga ástæðu til þess að slaka á þessu ákvæði, þó svo að Danir hafi fallizt frá því varðandi nokkrar gerðir bif- reiða. En t. d. bæði Norðmenn og Svíar halda fast við þetta ákvæði. Vert er að geta þess varðandi þær prófanir ,sem fram kvæmdar hafa verið í Dan- mörku að þar er aldrei talað um grjótflug heldur vatnsaustur. Hér á íslandi búum við við allt aðrar aðstæður og vegir eru gjörólíkir". „Nokkur önnur nýmæli, Pálmi?" „Það má minnast á ökurit- ann. 1 fyrra kom það fram sem nýmæli í reglugerðinni um gerð og búnað ökutækja, að allar fólksbifreiðir yfir 30 farþega skuli hafa ökurita. Og fá þeir bílar, sem ekki koma með öku- rita til aðalskoðunar, að sjálf- sögðu athugasemd í skoðunar- vottorð". „Nokkuð að lokum?“ „Já, Bifreiðaeftirlitið vill hvetja menn til þess að koma með bifreiðir sínar á réttum tíma til skoðunar og hafa þær í lagi, svo komizt verði hjá því að boða þá aftur. — Skoðun í Reykjavík er framkvæmd frá því kl. 9 á morgnana til kl. 12 á hádegi og 13—16.30 e. h. að undanskildum fimmtudögum til kl. 18.30 e. h. Vert er að geta þess að ekki verða veittir sf- endurteknir frestir, heldur mun- um við stöðva akstur bifreiða þeirra eigenda, sem ekki sinna því að lagfæra samkvæmt at- hugasemdum bifreiðaeftirlits- manna“, sagði Pálmi að lokum. Sinfóníuhljómsveit íslands — Ríkisútvarpið TÓNLEIKAR Endurteknir tónleikar í Háskólabíó sunnud. 4. apríl kl. 3 Stjórnandi: Dr. Robert Abraham Ottósson Efnisskrá: BACH MAGNIFICAT STRAVINSKY: SÁLMA- SINFÓNÍA. viytjendur: Söngvasveitin Fílharmónía. Einsöngvarar: Hanna Bjarnadóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðjónsson og Kristinn Hallsson. Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Austurstræti og bókabúðum Lárusar Blöndal Skólavörðu- stfg og Vesturveri . JÁRNIÐNAÐUR Vélvirki eða rennismiður óskast strax. Einnig lagtækir menn til verksmiðjustarfa. STÁLUMBÚÐIR H.F. við Kleppsveg.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.