Vísir - 04.05.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 04.05.1965, Blaðsíða 1
VISIR Rætt við flugstjórann á Gljófaxn, sem lenti á íseyjunni Gljáfaxi á Arlis II. kvikmyndatökumennirnir byrjaðir að skjóta. (Ljósm. Karl Schiöth) ísjakinn Arlis 2 heldur áfram að sveima suður á bóginn og í fyrradag fréttist af honum um 80 mflur út af önundarfirði. Einangrun jakans í nokkrar vikur var rofin af íslenzkri flug vél, Gljáfaxa frá Flugfélagi Is- lands, sem Jóhannes Snorrason stjómaði, en meó honum var flugmaður, Karl Schiöth. „Við flugum að jakanum eft ir smávita sem þeir hafa á Ar- lis,** sagði Jóhannes Snorra- son í viðtali við blaðamann frá Vísi eftir þetta fyrsta flug ís- ienzkrar vélar á „flugvöll“ á rúmsjó. „Þetta var auðvelt flug og mjög skemmtilegt. Maður hafði það sannarlega ekki á tilfinn’ingunni að við værum að lenda á hafi úti. Það var 3 stigi hiti á jakanum og nauð- synlegt að nota skíði á flug- vél'ina. Samt þurftum við ekki Norðanátt Undanfarna tvo daga hefur veðr- ið verið að færast úr austanátt í norðanátt, jafnframt því hefur mistur það, sem var f lofti, horfið að mestu, en þetta mistur mun hafa verið verksmiðjureykur frá meginlandi Evrópu samkvæmt upplýsingum Knúts Knudsen veð- nema hálfa brautina," sagði Jó- hannes. Tilgangurinn með för þeirra Jóhannesar og Karls út á Ariis 2 var að flytja brezka sjón- varpsmenn frá Independent Television (ITV). Jóhannes kvað móttökur vís'indamann- anna og starfsmanna hafa verið mjög hlýjar og einlægar, en inn ar skamms munu þeir yfirgefa þennan furðulega farkost, sem þeir hafa siglt með um norð- urhvel jarðarinnar. Daginn áð ur en þe'ir komu á Gljáfaxa höfðu þeir fengið gestkomu. Það var bjarndýr, sem heim- sótti búðirnar, snusaði af öllu, en var friðsamt og spakt og fór aftur án þess að gera usla. Haffræðingar á Arlis telja að jak'inn muni fara hjá íslandi en um áframhald þeirra siglingar Framh. á bls. 6 — næturfrost urfræðings á Veðurstofunni. Knút- ur spáir þvi að norðanáttin muni haldast næstu daga í það minnsta með frostum norðanlands, en næturfrostum sunnanlands. Veðrið verður því svalt og bjart sunnan- lands með mestum hita um hádegi um 5 stig. Stærsta Landsvirkjun í átakið í raforkumálum Þjórsá verður sameign ríkisins og Reykjavíkur þá er komið fram ríkisstjórnarfrumvarpið um landsvirkjun í Þjórs- á. Verður það stærsta átakið í raforkumáium sem nokkru sinni hefir verið gert hér á landi. Helztu atriði þess eru: - 0 Virkjunin verður við Búrfell og mun framleiða 210 þús. kw. | rafmagns. Reiknað er með að rafmagn frá nýju virkjuninni verði selt til alúmínbræðslu, sem verði 60 þús. tonn að stærð. Verður þá selt til bræðslunnar um 100 þús. kw. eða nær helmingur ork- unnar. 0 Hin nýja virkjun verður sameignarfyrirtæki ríkisins og Reykja- víkurborgar og á hvor aðili helming þess. Landsvirkjunin tekur við öllum eignum Sogsvirkjunarinnar, aflstöðvum og vatnsrétt- indum. 0 Eigendum Laxárvirkjunar, þ. e. Akureyrarbæ og rikinu, er heimilt að ákveða hvenær sem er að Laxárvirkjun sameinist Lands virkjun. 0 Þann 1. júlí í sumar tekur hin nýja Landsvirkjun formlega til starfa en umboð Sogsvirkjunarstjórnar fellur niður. Gengur þá sameignarsamningur ríkis og Reykjavíkurborgar í gildi. Kostar rúman milljarð króna. Hið nýja frumvarp er um- fangsmikið sem að líkum lætur og fylgja því ýmis skjöl og á- litsgerðir. Um fjáröflun til hinn ar nýju virkjunar segir svo í frumv. að rikisstjóminni sé heimilt að ákveða að ríkissjóður leggi Landsvirkjun til sem höfuð stól allt að 50 millj. króna gegn sama framlagi frá Reykjavikur- borg. Hin nýja virkjun mun kosta röskan milljarð í byggingu. Ljóst er að hin nýja virkjun verð ur að mestu leyti byggð fyrir lánsfé. Segir I frumvarpinu að ríkisstjórninni sé heimilt að Ibúðarbraggi ónýt- ur eftir eldsvoða Eldri kona brenndist allmikið, þegar íbúðarbraggi við Ármúla stórskemmdist í eldsvoða í gær- dag. I bragganum bjuggu hjón- in Jón Ó. Halldórsson og Sig- ríður Benediktsdóttir, en Jón var ekki heima, þegar eldurinn kom jpp. Kl. 17.00 í gærdag var hringt á slökkviliðsstöðina og tilkynnt um að eldur væri laus í íbúðar- bragga. Slökkviliðið fór þegar á staðinn ásamt sjúkrabifreið og lögreglu. Mjög mikill eldur var i bragganum og þurfti slökkviliðið að rifa hann mikið til þess að komast vel að eldin- um. Slökkvistarfið gekk þó greiðlega og var eldurinn fljót- lega slökktur. Bragginn er mik- ið skemmdur og ekki íbúðarhæf- ur eftir brunann. < ríkissjóður ábyrgist með sjálf- skuldarábyrgð lán sem Lands- virkjun taki að upphæð 1204 millj. krónur. Þá er og Iánsheim ild fyrir ríkisstjómina til virkj unarinnar að upphæð 100 millj. króna. Raforkuverðið Landsvirkjunin mun ákveða, að fengnum tillögum Efnahags- stofunarinnar, heildsöluverð raf magnsins frá hinni nýju virkjun. Skal verðið við það miðað að eðlilegur afrakstur fáist á hverj- um tíma af því fjármagni sem f rekstrinum er bundið. Raforku verð virkjunarinnar hefur ver- ið reiknað út og er mjög lágt f framleiðslu eða aðeins rúmir 8 aurar kwst. Þá er þess að geta að sá varnagli er sleginn að til orkusölusamninga til langs Framh. á bls. 6 Slökkviliðsmaður ræðst á eldinn í ibúðarbragganum í Múlakamp. Ljósm. Vísis B. &

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.