Vísir - 04.05.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 04.05.1965, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 4. maí 1965. 9 Nú í síðasta mánuði gekk í gildi ný byggingarsarn- þykkt fyrir Reykjavík. Þessi breyting hefur gerzt hávaðalaust, en þó er það svo, að samning nýrrar byggingarsamþykktar markar tímamót. Svo var einnig, þegar sú samþykkt, sem nú er afnumin, ge’-1' í gildi fyrir 20 árum eða 1945. Vísir sneri sér til Páis Lindai borgarlögmanns, sem einnig er formaður byggingarnefndar, og bað hann um að greina frá þeim helztu breytingum, sem nú koma fram í hinni nýju bygg- ingarsamþykkt. Greinin sem hér ‘birtist er byggð á upplýsing- nm hans. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□r ar ýmis nýmæli hinnar nýju byggingarsamþykktar. 3 mánaða frestur Fyrstu tveir kaflamir fjalla um gildissvið byggingarsam- þykktar og stjórn byggingar- mála. Skipun byggingamefndar er ákveðin með lögum. I þess- um kafla eru það nýmæli m.a. að þeir sem telja rétti sínum hallað með ályktun byggingar- nefndar verða að skjóta henni til fullnaðarúrskurðar ráðherra innan 3 mánaða frá því að þeim var kunnugt um hana. Er þetta ákvæði sett, þar sem óheppi- legt er að hagga við ákvörðun byggingamefndar löngum tíma eftir að hún var tekin, kannski eftir að bygging hefur verið framkvæmd. Þá er það nýmæli, að ef um- sökn hefur verið synjað i bygg- mgamefnd, á umsækjandi rétt lengur, þá geti byggingarnefnd fellt úr gildi þann hluta leyfis- ins, sem ekki er farið að nota. Er þetta ákvæði sett m.a. til þess að forða þvi sem komið hefur fyrir að menn hálfklári hús og láti þau síðan standa hálfklámð kannski í heilan ára- tug. Þegar þannig stendur á er æskilegt að hægt sé að krefjast endurskoðunar uppdrátta. í byggingarsamþykktinni er nýr kafli um byggingarvinnu- staði, sem felur í sér ýmsar regl ur um öryggi í sambandi Við byggingarstarfsemi. Koma þessi ákvæði að nokkru leyti til við- bótar kafla í lögreglusamþykkt þar að lútandi. Lóðir og bifreiðastæði 6. kafli fjallar um lóðir og er þar um gerbreytingar að ræða andi á annan hátt getur hún lát ið framkvæma endurbætur á kostnað húséigenda. Þá er það einnig nýmæli, að ef gróður á lóð veldur óþægindum eða hættu fyrir umferð, eða ef gróð ur veldur óþægindum með því að skerða birtu í íbúð eða á lóð, getur byggingarnefnd krafizt að hann sé fjarlægður. 8. kafli fjallar um efni til húsagerðar og er þar tekið fram sem aðalregla að hús skuli gerð úr steinsteypu, steini eða öðru eldföstu efni. Þó má byggingar- nefnd heimila byggingu ein- lyftra t’imburhúsa í sundurlausri byggð, enda sé grunnflötur húss ekki meiri en 180 fermetr- ar. Óheimilt er að nota ris í slík um húsum til íbúðar. Með þessu ákvæði verður sú breyting a með öllu er bannað að reisa tveggja hæða timburhús. Auknar kröfur í næstu köflum er að finna ákvæði um gerð húsa og er í þeim að finna fjöldann allan af nýmælum, sem eru í samræmi við þær auknu kröfur sem farið er að gera til frágangs og gerð ar bygginga. Má benda á það að ef hús gert eftir þessari bygg ingarsamþykkt eru seld og full nægja ekki þessum kröfum, þá er um galla á húsunum að ræða, sem seljandi verður bóta skyldur fyrir. Hér er aðeins hægt að minn- ast á nokkur nýmæli. Þar eru t. d. ýmis ný og aukin ákvæði um hita, raka og hljóðeinangr- Leiksvæði á lóðum á að staðsetja fyrirfram Ef hús er meira en tvær hæðir skulu veggsvalir fylgja hverri íbúð sem er fyrir ofan aðra hæð a. m. k. 2 fermetrar að stærð. Lágmarksstærðir 15. kafli fjallar um íbúðir og er þar að finna ýmis merkileg- ustu nýmælin, sem eru í sam- ræmi við auknar kröfur, sem Þá eru reglur um að stærð forstofu skuli ekki vera minni en 1,30 m á hvorn veg. Stærð vatnssalernis skal minnst vera 1,2 ferm., stærð eldhúss minnst 6 fermetrar, en þó má það vera minna ef íbúð er minni en 35 fermetrar. Hverri íbúð verður að fylgja baðherbergi og loft- ræst sérgeymsla sem sé minnst 6 fermetrar og hverri íbúð skal byggingarsamþykkt Reykjavíkur | [ri iBcf BmojJ fém g-rnH5 »1.? m á að fá skriflega greinargerð um ástæðurnar. 3. kafli fjallar um byggingar- leyfi og eru í honum nokkur merkustu nýmælin. Það er t.d. safnað saman í 8. greininni á- kvæðum um gerð uppdrátta, sem voru áður á vfð og dreif og eru þar m.a. nýmæli að á uppdráttum skal sýna leiksvæði bama á lóðinni, bifreiðastæði auk margs annars. Hverjir mega teikna hús í 11. grein eru þrengd nokk- uð skilyrði til að menn megi gera uppdrætti af húsum og er þetta nú orðið svo ,að þeir skuli gerðir af húsameisturum, bygg- ingaverkfræðingum og bygginga tæknifræðingum og þeim öðrum sem hafa fengið þessi réttindi, er samþykktin öðlast gildi, en áður var þetta víðara, þannig að verkfræðingar, iðnfræðingar og aðrir sem byggingarnefnd taldi hafa nauðsynlega kunn- áttu máttu gera húsauppdrætti. í 9. grein er svo merkilegt nýmæli, þar sem meiri kröfur en áður eru gerðar til þeirra er teikna hús, þar sem þeim er skylt að sjá um að samræmi sé milli uppdrátta að viðkom- andi byggingu, þar á meðal sér- uppdrátta svo sem af vatnslögn, holræsalögn, hitalögn og raf- magnslögn, járnalögn og teikn- ingu að járnalögnum, útreikn- inga á burðarþoli. Skulu þessir uppdrættir að jafnaði liggja allir fyrir samþykktir áður en neðsta plata húss er steypt. I 15. grein er sú regla sem verið hefur að byggingarleyfi falfi úr. gildi, ef framkvæmdir eru ekki hafnar eftir eitt ár frá endanlegri samþykkt leyfis- ins. En þar við bætist nýmæli kvæmdir stöðvist eitt ár eða á mörgu því sem áður gilti. Þar eru m. a. ákvæði um það eitt bifreiðarstæði verði að fylgja fyrir a. m. k. hverja byggða 100 fermetra gólfflatar. Má gera ráð fyrir, að i hinu nýja skipulagi Reykjavíkur verði töluvert hert á þessari kröfu. Ef um samkomuhús er að reeða þá skuli fylgja eitt bifreið- arstæði fyrir hver 10 sæti. Ef ekki er hægt er að koma bif- reiðastæðum fyrir á lóðinni get ur bygginganefnd heimilað, að fyrir slíku verði séð annarsstað ar. Þó er borgarstjórn heimilt að leysa lóðarhafa undan þess- ari kvöð, ef hann greiðir and- virði þess lóðarhlutá, sem á vantar og skal þá andVirðið mið að við verðmæti þeirrar lóðar sem byggt er á. Reglur líkar þessu hafa verið teknar í notkun undanfarið með samþykktum borgarstjórnar. Var mönnum illa við þær í upphafi því að þeim getur fylgt mikill kostnaður. En nú eru menn famir að skilja, að óhjá- kvæmilegt er að setja sllkar reglur um bílastæði. Dæmi um notkun þessra reglna var að Hótel Holt við Bergstaðastræti keypti sérstaka lóð undir bfla- stæði. Ytra útlit húsa í kafla sem fjallar ur?. við- horf húsa til aðliggjandi lóða og gatna er sérstö^ grein sem fjall ar um ytra útlit húsa og er að langmestu leyti nýmæli. Þar er fyrst ákvæði um að byggingar skuli vera húðaðar, málaðar eða þannig frá gengið að útlit sé sæmilegt. Ef byggingarnefnd þyk ir sérstök ástæða til, getur hún bundið byggingarleyfi því skil- yrði að gengið verði frá húsi að utan með tilteknum hætti t d. ákveðið lit á þvi. Ef nefndin telur að útlit húss sé mjög ósmekklegt eða óviðun- un. Það er nú sett að skilyrði að tvöfalt gler sé í gluggum. Þá er í fyrsta skipti sett inn í byggingarsamþykktina heimild til að hafa hús reykháfslaus. Vegna hitavéitunnar er engin þörf lengur fyrir reykháfa og eftir að nú er farið að tíðkast að hitaveita sé leidd í húsin áður en flutt er í þau, er. óþarfi að koma upp reykháfi. Reglur um stiga eru mjög auknar m. a. í sambandi við háhýsin og eru reglur settar um breidd þeirra, sem fer eftir hæð hússins, lýsingu I stigahúsi og regla um það, að frá engum stað í húsi megi vera lengri leið en 30 m að stiga, annars þyrfti að fjölga stigum. Þá eru í byggingarsamþykktinni regla um að sé íbúðarhús meira en fjórar hæðir, þá skulu vera í því lyftur og síðan fylgir tafla um það hver stærð og hraði lyftanna skuli vera miðað við hæð hússiní og fbúafjölda. KfíT menn ger^n® Má hér minnast á nokkur atriði. Lofthæð íbúðarherbergis skal ekk’i výra minni en 2,45 m. Er nú miðað við raunverulega hæð, en áður við svokallað múrmál. Gólfflötur hvers íbúðarher- bergis skal ekki vera minni en 4 fermetrar enda ekki mjórra en 1,60 m. í hverri íbúð skal vera að minnsta kosti eitt her- bergi, sem sé ekki minna en 14 fermetrar að gólffleti. Á hverju íbúðarherbergi skal vera opnanlegur gluggi á út- vegg. Glerflötur gluggans má ekki vera minn’i en 1/10 af gólf- fleti herbergisins. Ef hús er tvær hæðir eða hærra skal ganga þannig frá gluggum að auðvelt sé að hreinsa þá innan frá. Fyrir ofan 2. hæð skal koma öryggiskeðju fyrir á hverjum opnanlegum glugga nema hann sé svo lítill eða þannig staðsettur að ekkl geti stafað hætta frá. fylgja aðgangur að þvottahúsl. Er hér um nýmæli að ræða. Þá er nú tekið fram £ fyrsta skipti, að íbúðir megi ekki gera í nýju hús’i undir jarðvegshæð. Ákveðnar reglur eru settar um gerð á sorprennum, sem nú tíðkast víða í húsum. Þær skulu gerðar úr glerhúðuðum pípum eða kopar, hringlaga að innan og minnst þvermál 40 cm, skulu þær ganga með óbreyttu þvermáli beint upp úr þaki. Meginregla er, að b’ifreiða skúrar skulu allir gerðir úr steini. Þó getur byggingarnefnd leyft að þak sé gert úr timbri og einnig má undir vissum kringumstæðum leyfa timbur- skúra. Leitað álits sérfræðinga í þessu yfirliti hefur aðeins verið stiklað á nokkrum helztu nýmælunum. Sem fyrr segir hefur Páll Líndal borgarlögmað ur samið samþykktina, eða eins og hann kallar það, annazt ritstjórn á henn’i, en um hin ýmsu ákvæði hefur verið leitað til fjölda sérfræðinga og stofn ana. Við samninguna hefur Páll notið mikillar aðstoðar Gunngeirs Péturssonar skrif- stofustjóra byggingarfulltrúa og margra fleiri. Fyrir alllöngu voru skipaðar sérstakar nefndir verkfræðinga til að semja reglur um gerð ste’insteypu og járnalagna. Þeim störfum er enn ekki lokið, en vonir standa til, að það drag ist ekki verulega úr þessu. Samþykktin liggur nú fyrir prentuð með bráðabirgða efnis- yfirliti, en ætlunin er að auka efnisyfirlitið verulega og gefa byggingarsamþykktina út í hent ugri útgáfu fyrir almenning og helzt ásamt reglum um gerð steinsteypu og járnalagna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.