Vísir - 04.05.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 04.05.1965, Blaðsíða 3
V1 S IR . Þriðjudagur 4. mai 1965. 3 GILDI STARFSFRÆÐSLU VISIR leitar álits fjögurra kunnra skólamanna Fyrir skömmu spurðist út sú fregn, að Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur, væri á förum til út- landa. Ólafur er, sem kunnugt er, brautryðjandi starfsfræðslu hér á landi og hefur staðið fyrir fjölda starfsfræðsludaga og starfskynninga. Þar sem hætta er á að fræðsla þessi kunni að falla nið- ur með brottför Ólafs Gunnarssonar, þá hefur VÍSIR leitað álits fjögurra þekktra skólamanna á gildi starfsfræðslunnar og nauðsyn hennar í nú- tímaþjóðfélagi. nú- Spurningarnar eru. 1) Teljið þér starfsfræösiu nauosymega í tímaþjóðfélagi? 2) Hvert er álit yðar á starfsfræðsludögunum, sem haldnir hafa verið að undanfömu? , 3) Er hugsanlegt að framkvæma starfsfræðslu • án samstarfs við atvinnulífið? 4) Hverja menntun teljið þér æskilegt að þeir kennarar hafi, sem annast starfsfræðsluna í skólum? Óskar Magnússon, skólastjóri Gagnfræða- skóla Vesturbæjar: 1) Alveg skilyrðislaust. Það yrði óbætanlegur missir, ef hún yrði felld niður. 2) Ég álít að starfsfræðslan hafi komið að mjög miklu gagni. Það hefur verið mikill og vax- andi áhugi hjá ungu fólki á að kynna sér möguleika á fram- tíðarstörfum, og nauðsynlegt að gefa því kost á slíkri fræðslu. 3) Það tel ég alveg útilokað, 4) Þeir þurfa í fyrsta lagi að vera vel menntaðir, og auk þess að hafa sérþekkingu á því fagi, er þeir kenna, jafnt fræðilega og verklega. Ólafur Gunnars- son hefur staðið fyrir starfs- fræðslu hér á landi, og það er honum að þakka, hve vel hún er á veg komin. Ég mundi telja það mikið tap, ef hann hyrfi úr landi, ekki sízt fyrir unga fólk- ið. Óskar Magnússon Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri Kvenna- skólans. 1) Þeirri spurningu svara ég játandi. Ég tel starfsfræðslu nauðsynlega í nútímaþjóðfélagi, ekki sízt hér á landi, þar sem mörg ný viðhorf hafa skapazt í atvinnulífinu og ótal starfsgrein- ar bætzt við í hópinn, eins og á sér yfirleitt stað, þar sem menn hafa á skömmum tíma flutzt úr fámenni £ fjölmenni. Margir örðugleikar £ uppeldis- málum eiga rætur að rekja til þessara snöggu breytinga, en þeim fylgja einnig kostir. Nýir möguleikar hafa myndazt og nýjar leiðir hafa opnazt, sem ég tel skylt að kynntar séu ungu kynslóðinni. Velferð ein- staklingsins er oft undir þvf komin, hvernig tekst til um starfsval. 2) Ég tel þá hafa verið vel skipulagða og gagnlega. Þar hefur farið fram almenn kynn- ing á starfsgreinum og yfirlit yfir stöðuvalið. En aðsóknin á starfsfræðsludaginn sýnir m. a. þörfina á vfðtækri starfsfræðslu. Hér þarf að koma á fót rann- sóknarstofnun, sem hefur á hendi rannsóknir og leiðbein- ingar um stöðuval og starfar á fræðilegum grundvelli, þar sem hæfileikakönnun getur m. a. farið fram, þar sem atvinnurek- endur geta fengið réttan vinnu- kraft, þar sem fram fer könnun á hæfni og óskum einstaklings- ins og honum veittar nægar leiðbeiningar. Slfkar rannsókn- arstofnanir eru vfða starf- ræktar, einkum í þróuðum iðn- aðarlöndum. 3) Ég held, að starfsfræðslan hljóti að byggjast á þörfum og kröfum atvinnulífsins hverju sinni og vera starfrækt í nánum tengslum við það. 4) Eins óe éq sasiSí áðan, tel ég starrsn-æðfciwisa tvf- Guðrún P. Helgadóttir þætta, og álít ég, að menntunin verði að vera í samræmi við það. Kennari með sérþekkingu í stöðuvali getur veitt almenna starfsfræðslu, t.d. varðandi nám og atvinnumöguleika í vissum starfsgreinum, en þegar kemur til kasta einstaklinganna verður kennarinn að hafa sérmenntun í uppeldis- óg sáíárfræði tií þess að geta gefið persónulegar leið- beiningar, annazt hæfileikapróf- un og veitt haldgóðar ráðlegg- ingar varðandi framtíðarstarfið. * árum. Atvinnugreinum fer ört fjölgandi og hinar eldr’i breyt- ast. Áður en ákvörðun um starfsval er tekin, þurfa ung- mennin að fræðast vel um það, sem um er að velja, og einnig að meta eigin hæfileika og áhugamál. Það er grundvöllur lífshamingju hvers einstakl'ings, að hann velji ævistarf, sem hug ur hans stendur til og hæfileik ar hans leyfa. Þá er það jafn- framt hagur þjóðfélagsins, að hver þegn þess vinni það verk, sem honum hæfir. 2) Starfsfræðsludagarnir hér hafa án efa gert mikið gagn. Ekki sízt þar sem aðrar og mikilvægari aðferðir starfs- fræðslu eru hér enn á algjöru byrjunarstigí, svo sem bein starfsfræðsla innan skólanna. Að sjálfsögðu væntir þess eng- inn, að ákvörðun um starfsval sé tekin á einum degi. Til þess þarf langan tíma og góða yfir- vegun. En á starfsfræðsludegi fá unglingarnir m. a. tækifæri til þess að ræða við fulltrúa þeirra starfsgre'ina, sem þeir eru að hugleiða, en það er mikil vægur þáttur, sem erfitt væri að framkvæma með öðrum hætti í jafn stórum stíl. 3) Það kann að vera fram- kvæmanlegt að einhverju markí, en vissulega mjög óeðli- legt. Atvinnurekendur hljóta að vera því fylgjandi, að æskan fræðist um störfin, sem hennar bíður í þjóðfélaginu, og hafa þeir raunar sýnt þann áhuga í verki, hér sem annars staðar, með béinum stuðningi við starfsfræðsluna. Fræðslukerfi og atvinnulíf eru undirstöður menningarþjóðfélags. Og hvor- ugt getur án hins verið. 4) Það er mikilvægt, að þéir kennarar, sem taka að sér starfsfræðlsu f skólum hafi góða sérmenntun þar að lút- andi. -K Ragnar Georgsson Ragnar Georgsson, skólafulltrúi Reykjavík- urborgar. 1) Já. Það er nauðsynlegt að fræða unglingana um störfin, í þjóðfélaginu. Þörfin á slíkri fræðslu hefur aukizt á síðustu Sveinbjörn Sigurjóns- son, skólastjóri Gagn- fræðask. Austurbæjar. 1) sú var tíðin, að íslenzkt þjóðfélag hafði öllum þorra barna sinna fátt að bjóða annað en störf við landbúnáð eða fisk Veiðar. Æska sveitanna lærði til verka á heimilum sínum, strax er vit og þroski leyfði. Nokkra fræðslu um störf veiði stöðvanna fékk hún er feður og frændur komu heim úr veri. Unglingar við sjávarsfðuna lærðu snemma störf sfns um- hverfis og margir þeirra dvöld- ust í sveit á sumrin: Þannig var vel séð fyrir starfsfræðslu þeirra tíma. Síðan borgir mynduðust og annað þéttbýli, hefur þetta stöð ugt verið að breytast og æ með vaxandi hraða. Tengsl æskunn- ar við atvinnuvegina hafa rofn Óað meir og meir, líkt og gerzt hefur f öðrum háþróðum þjóðfé- lögum. Þó skyldi það ekki van metið, að mikil þátttaka ís- lenzkra unglinga að sumarlagi í fjölmörgum atvinnugreinum hefur allt fram á þennan dag Sveinbjöm Sigurjónsson verið æskulýð okkar talsverð raunhæf starfsfræðsla umfram það, sem tfðkast með grann- þjóðunum. Þessi fræðsla hefur að sjálfsögðu verið nokkuð ein hæf og tilviljanakennd. þess vegna hefur frekari starfs- fræðslu verið þörf hér eins og í nágrannalöndunum til að auka æskunni yfirsýn og skilning. 2) Ég tel starfsfræðsludaga undanfarandi ára hafa gert mik- ið gagn. Þeir hafa fyrst og fremst verið vekjandi og örv- andi. Þeir hafa sýnt ungu og óráðnu æskufólki, hve marg- þætt og heillandi þau störf eru, sem æskunnar bíða, ef hún vill taka á og spjara sig. Þeir hafa opnað augu margs unglings og bent á markmið, sem vert væri að keppa að. Ég tel, að með dögum þessum hafi verið unnið þjóðnýtt starf fyrir æskulýð landsins. 3) Ég hygg, að starfsfræðsla þurfi ætíð að vera í lifandi tengslum við atvinnulífið. Heim sóknir nemendahópa á vinnu- staði alls konar og helzt ein- hver þátttaka í störfum ,þar sem því yrði við komið, þyrfti að vera snar þáttur alirar starfs- fræðslu. Án slfkrar örvunar og lífrænna tengsla gæti starfs- fræðsla, numin af bók f skóla stofu orðið þurr námsgrein,, sem missti að verulegu leyti marks. 4) Mér er ekki kunnugt, hverj ar kröfur kunna að verða gerð- ar til þéirra er annast skulu starfsfræðslu í framtíðinni. Fyrst um sinn, hygg ég, að ráð Iegast væri að tengja nokkra starfsfræðslu skyldum greinum, sem fyrir eru, átthagafræði f barnaskólum, en þjóðfélags- fræði í gagnfræðaskólum. Kenn urum, sem þessar greinar kenna mundi yfirleitt vel treystandi til nokkurrar starfsfræðslu, eink um ef þeir fengju aðstöðu til að kynnast reynslu grannþjóða okkar á þessu sviði. Einn til tveir almennir starfs fræðsludagar á vetri, líkt og verið hefur, mundu engu að síður æskilegir til frekara yfir lits og örvunar. T<

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.