Vísir - 04.05.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 04.05.1965, Blaðsíða 2
SíÐAN Bostel - dansinn Stórkyndugur dans íer sigurför um Evrópu ★ Ef þér farið á dansleik og sjáið eiginkonuna eða unnust- una leggjast í gólfið með ó- kunnum dansherra, þá er samt engin ástæða til tortryggni Þá eru þau að öllum iíkindum aðsiins að dansa „la Bostella", nýjasta afbrigðið úr heimi dans- listar'innar. Franskur blaðamaður Bostel fann þennan furðulega dans upp, sem við hann er kenndur. Ástæðan var sú, að í einkasam- kvæmi í París féll Bostel skyndi lega á gólfið í miðjum dansi og lét sig þá hafa það að liggja þar og hrista sig í takt við tónlist- ina. Hinu dansfólkinu fannst þetta ágætis nýjung og ekki leið á löngu áður en allir lágu í einni kös á gólfinu. Meginregla dansins er: Dans- pörin hoppa í takt við tónlist- ina skamma stund afklæðast að miklu (eða öllu) leyti og láta sig síðan falla á gólfið. Þar upp- hefst síðan sá hluti dansins, sem vinsaélli er, en þar liggur dansfólkið hvað innan um ann að, og líkist það allsherjar- slagsmálum, þar sem tvö og tvö berjast saman. Bandaríkjamenn voru ekki lengi að hagnýta sér dansinn. Sérhæft dansfólk er leigt til hátíðahalda og skemmtana og fengið til að „koma fólkinu af stað." Dansinn hefur einnig breiðzt út um Evrópu, og í Danmörku nefnist hann „Riehardo", en ekki höfum við fengið fregnir af, að hann sé kominn hingað til lands. GRAMMYS-verð- laununum úthlut- að i Bandarikjunum LÖG ÁRSINS ☆ í kjölfar Óskarsverðlaunahá- tíðarinnar í Bandarfkjunum voru veitt önnur verðlaun:: Grammys verðlaunin svo nefndu, fyrir tónlistarviðburði ársins. Verðlaunin voru alls 47, en meðal þeirra voru: ☆ Bezta sönghóps-lag ársins: Hard Days Night, flutt af Bítl unum. Bezti söngur ársins (karlm.): Hello, Dolly; sungið af Louis Armstrong. Bezti söngur ársins (kona): People, sungið af Barbra Strei- sand. Lag ársins: Hello, Dolly; eftir Jerry Harman. Bezta rokklagið: Downtown, sem Petula Clark söng. ☆ Armstrong: Hello, Dolly! Kári skrifar: Hoppað og afklæðst eftir hljóðfalli. (Peter Otoole og Paula Prentiss f nýrri kvikmynd: What’s New, Pussycat). Síðan endar dansfólkið í einni hrúgu. Hafiö jb/ð heyrt þennan? Félagi Skoiovskij frá Moskvu hafði fengið ieyfi til að fara í kynnisferð vestur fyrir. Fyrsta póstkortið kom frá Póllandi. — Er í Varsjá. Lifi hið frjálsa alþýðulýðveldi Póliand! Næsta kort hljóðaði svo: — Er í Búdapest. Lifi hið frjálsa alþýðulýðveldi Ungverja- land! Næsta kort: — Er í Prag. Lifi hið frjálsa alþýðulýðteldi Tékkóslóvakfa! Næsta kort: — er í París. Lifi hinn frjálsi Skolovskij! Mér hafa borizt fleiri en ein kvörtun um strætisvagna borg- arinnar. Flestar hljóða þær á þá le'ið, að vagnarnir séu ekki eft- ir áætlun, svo og sumar um önn ur atriði. En nýlega barst mér bréf frá borgara, sem kemur fram með nýstárlega tillögu. Hann skrifar undir dulnefninu „Stundvís" og er yfir höfuð óánægður með fyrirkomulag strætisvagnanna. Vinnutap „Ég hef enn ekki lagt í það mikla verk að reikna út, hve miklu ég hef tapað, bæði fé og tíma, vegna óstundvfsi vagn anna. Nærri lá við að ég tapaði v'innunni eitt sinn, og oft og iðu lega hef ég ekki komizt heim í hádegismat, en þá gerist það tvent, að konan bíður með mat inn, og ég verð að kaupa mér máltíð upp á 40 til 50 krónur niðri í bæ. Ég h’irði ekki um að æfna fleiri dæmi, læt þjáningar bræður mína og systur sjálf um að rifja upp sfna reynslu. Einkarekstur strætisvagna Nú er málum þannig háttað, að opinber fytirtæki með einka leyfi á atvinnurekstri sfnum loka tíðast eyrum fyrir hvers konar gagnrýni í skjóli einokun ar. Þar sem einstaklingsfyrir komulag er á rekstrinum og heilbrigð samkeppni ræður neyðast þau einfaldlega til að fara eftir óskum viðskiptavin- anna, ella fara þau á hausinn. Þessvegna geri ég það að til- lögu minni, að borgin hætti sín um afskíptum af rekstri strætis vagnanna ,en ' einstaklingum verði falinn reksturinn í hend- ur. Vel hugsanlegur möguleiki er að fara eins að og með áætl- unarleiðir um landið, þar sem einstaklingum er veitt sérleyfi á vissum leiðum, en reynast þeir ekki trausts’ins verðugir, þá taka aðrir menn við. Varð andi þetta mál eru ýmis smá atriðj, sem óþarfi er að ræða hér nánar, en gaman þætti mér að heyra undirtektir samborgT ara minna, ekki sízt þar sem upphafleg hugmynd mín var sú að reka strætisvagnana með sniði almenningshlutafélags. Ótal leiðir eru til, og flestar betri en opinber rekstur." Stundvís o

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.