Vísir - 07.05.1965, Síða 3

Vísir - 07.05.1965, Síða 3
V1 S IR . Föstudagur 7. maí 1965. 3 \í Snjólfur Pálsson í einni af jafnvægisæfingunum. Ljósm. Vísis B.G. armm-— "— Umferðarlöggæzlan aukin og bættl „Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því, að slysum og óhöppum í umferðinni hefur fjölgað mikið á undanförnum árum, enda hefur bílum fjölgað og umferðin vaxið stöðugt ár frá ári. Ein leiðin til þess að vinna gegn slysum og gera um- ferðina greiðari er aukið og bætt umferðareftirlit af hálfu lögreglunnar og er nú stefnt að því, að auka þennan þátt í starfsemi lögreglunnar. Þannig komst Ólafur Jónsson lögreglufulltrúi m. a. að orði, þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann um þær ráðstafanir sem lögreglan í Reykjavík hef- ur þegar gert og hyggst gera á Ólafur Jónsson, lögreglufulltrúi næstu árum varðandi aukið og bætt umferðareftirlit í höfuð- borginni. Hófst með stofnun Umferðardeildar. — Það er hægt að segja að með stofnun sérstakrar umferð- ardeildar innan lögreglunnar hafði verið stigið stórt skref fram á við. Deildin var stofnuð 1960 og eins og nafnið gefur til kynna fæst hún einkum við umferðarmál, þó svo að lög- reglumennirnir, sem starfa í deildinni sinni hverfalöggæzlu, sem við teljum einnig mjög þýð ingarmikla. Næsta skrefið var svo að vinna að eflingu þessarar deildar m. a. með því að fjölga lögreglumönnum og tækjum og síðast en ekki sízt, að veita þess um mönnum sem f deildinni starfa sérstaka þjálfun varðandi sitt starf. — En, hvað um aðra lögreglu menn? — Þó svo að umferðardeild hafi verið stofnuð þá starfar auð vitað allt lögreglulið borgarinn ar meira eða minna að umferð armálum og sama má segja um umferðadeildarlögreglumenn, þeir verða auðvitað að sinna almennri löggæzlu. 17 menn og 9 bifhjól. — Hvað starfa margir lögreglu þjónar f Umferðardeildinni? — Þegar deildin tók til starfa Frá fyrsta sérnámskeiði lögregluskóla ríkisins. Magnús urður E. Ágústsson varðstjóri fylgist með. Einarsson flokksstjóri á b»*hjólinu, en Sig- skömmu. Var þetta fyrsta sér- námskeið lögregluskólans og vænta yfirmenn lögreglunnar mikils árangurs. — Og efling deildarinnar á næstu árum? -attöiðíiöiiHRWin,sð, hægt yerðj, -möT. bIbíííV Rætt við Ólaf Jónsson, lögreglufulltrúa m. a. um umferðarfræðslu fyrir gangandi vegfarendur, umferðardeild lögreglunnar, og aukið umferðar- eftirlit í Reykjavík. voru þar yfirleitt 8—9 menn, og starfstími deildarinnar frá kl. 10 á morgnana til 7 á kvöldin. Núna höfum við fjölgað mönn- unum upp f 17 og nýlega tekið í notkun 2 ný bifhjól. Starfs- tíminn hefur lengst og starfar deildin yfirleitt til 12 á kvöldin og einnig um helgar. Þá hefur deildin 2 til 3 bíla til afnota. Eitt það mikilvægasta, að okkar áliti, sem gert hefur verið til þess að efla deildina er sérnám- skeið, sem lögregluskóli ríkisins hélt fyrir bifhjólamenn en þessu námskeiði lauk nú fyrir áð fá a. m. k. tvö ný bifhjól á þessu ári og ef til vill einn til tvo nýja bíla fyrir deildina, en að sjálfsögðu er þetta allt háð fjárveitingum. Hins vegar ef- umst við ekki um góðan skilning þeirra er um þá hlið málanna sjá. Eitt bifhjól kostar t.d. eins og meðalstór nýr bíll og talstöð á bifhjóli kostar sennil. um 30 þús. krónur. Hvað önnur tæki snertir bindum við miklar vonir við komu ,radarsins“, en ekki er ólíklegt að hægt verði að taka hann í notkun á þessu ári. Um bifhjólin er hægt að segja það, að þau eru mjög hentug til margvíslegra löggæzlustarfa, einkum þó til þess að koma í veg fyrir afbrot, eða varnaðar- löggæzlu, eins og við nefnum það, en sú löggæzla er ekki hvað þýðingarminnst. Hins vegar er akstur á bifhjólum stundum erfjður á veturna og verður því umférðaráeildin að hafa bíla til umráða, að einhverju leyti. Aukin umferðarfræðsla og samstarf við almenning. — Er ekki umferðarfræðsla ofarlega á dagskrá? — Jú. umferðarfræðsla er orðin mjög aðkallandi mál og nauðsynlegt að auka hana. 1 mörg undanfarin ár hefur lög- reglan farið i skólana og nú á sl. ári var efnt til reiðhjóla- námskeiðs fyrir börn og ungl- inga og ráðgert er að halda slfkt námskeið aftur nú í þessari viku. Þá er einnig í undirbún- ingi leiðbeiningarstarfsemi fyrir gangandi vegfarendur, sem ætl- unin er að hafa nú í vor. Ætlun lögreglunnar með þessari starf- semi er að leita samstarfs við hinn almenna borgara og vón- umst við til að þessi starfsemi beri skjótan og góðan árangur. Framh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.