Vísir - 07.05.1965, Side 9

Vísir - 07.05.1965, Side 9
VÍSIR . Föstudagur 7. mai 1965. 9 Efíum o& vismai i En við vitum það líka, að í skólamálum stendur margt til bóta, og jafnvel hefur verið um afturför að ræða á sum- um sviðum. Ég nefni t. d. náttúrufræðina. Áður fyrr lögðu sumir kennarar a. m. k. á það áherzlu að kenna nemendum að greina jurtir, þurrka blóm, þekkja fuglana úti í nátt- úrunni á vorin, fara með nemend- ur á náttúrugripasafn. Nú virðist stundum minni áherzla lögð á þenn an sjálfsagða hlut, að tengja æsku- lýðinn fslenzkri náttúru, en meiri áherzla á bókarlærdóminn. Einnig má minnast á sögukennsl una. Áður fyrr voru sögurit Páls Melsteðs notuð við kennslu, — það var fyrir mfna skölatíð, en ég hef Iesið bækur hans síðar. Það er slík unun að lesa þær ,að þær líkjast skemmtilegri skáldsögu. Þær vöktu lifandi áhuga unga fólksins á sögunni. En sumar þær kennslubækur, sem nú eru notað- ar, eru með allt öðrum hætti, líkj- ast meira registrum og upptaln- ingu á ártölum og manna- og staða- nöfnum, stundum gefa þær rang- snúnar myndir af þvf, sem gerzt hefur. I’ sambandi við skóla- og mennta- málin vil ég minnast á nauðsyn á vísindalegri rannsókn fræðslumál- anna og nefna þar sérstaklega á- lyktun ungra Sjálfstæðismanna á ráðstefnu þeirra í marzmánuði s.l., þar sem þeir leggja til, að komið verði á 'fót sérstakri rannsóknar- stofnun fræðslumála, sem hafi það verkefni að aðhæfa hvert fræðslu- stig kröfum og þörfum upprenn- andi kynslóðar. Hér er hreyft markverðu máli. Það er brýn nauðsyn að koma á fót slíkri vísindalegri rannsókn fræðslumálanna til undirbúnings undir endurbætur í s kólamálum okkar og skólakerfi. Hvort það verður í byrjun sérstök ný stofnun, eða slík starfsemi yrði sett á fót við háskólann eða hagstofuna eða enn aðra stofnun, sem fyrir er, skiptir ekki aðalmáli. Meginmálið er það að hefja sem fyrst slíkar rannsóknir með skipulegum og vís- indalegum hætti, og að þeim starfi hinir færustu menn. Efling Háskólans 1. desember s.l. flutti rektor háskólans, Ármann Snævarr, merka ræðu um eflingu háskólans og gerði þar grein fyrir tillögu um mikla aukningu háskólans og stækkun, til þess að mæta þörfum á sviði vfsinda og tækni, raunvís- inda og húgvísinda. Þessar tillög- ur sýndu stórhug, en voru þó hóf- legar og raunhæfar. Það væri æski legt, að sem fyrst gæti ríkisstjóm og Alþingi markað stefnu á þess- um grundvelli, því að efling vfs- inda og tækni er eitt af helztu verkefnum okkar á næstu árum. Nú er svo fyrir að þakka, að við íslendingar eigum marga frá- bæra, unga vísindamenn. Vandinn er sá að skapa þeim aðstöðu til þess að starfa hér, bæði varðandi launakjör, rannsóknarstöðvar og annan aðbúnað. En getum við keppt við stórþjóðirnar um okkar ungu og efnilegu vísindamenn? Getum við boðið nokkuð i áttina Við það, sem stórþjóðimar bjóða þeim? Við verðum að kappkosta að vegunum, það er verið að heimta meira en burðarþol þjóðfélagsins leyfir. Menntamálin, tækni og vísindi, eru að verða eitt' aðalviðfangs- efni íslenzku þjóðarinnar á næstu árum. Það vil ég leggja áherzlu á. fyrirgreiðslu frá því opinbera. Eitt af því fyrsta, sem gert var í því efní var það, þegar nokkrir Sjálf- stæðismenn fiuttu á Alþingi, eft:r beiðni Óðinsmanna, frumv. um að aukavinna við byggingu eigin í- búða skyli skattfrjáls. Áður ríkti Síðari hluti ræðu Gunnars Thoroddsen á fundi sjálfstæðismanna Gunnar Thoroddsen bjóða hinum ungu vfsindamönn- um kjör, sem eru boðleg og við hæfi okkar íslendinga sjálfra. Við getum vafalaust ekki keppt í launa- kjömm eða um vísindalegan að- búnað við stórþjóðirnar. En sem betur fer er ættjarðarást og félags- þroski okkar ungu vísindamanna yfirleitt þannig, að þeir vilja helzt vinna störf sín hér heima, þjóð sinni til gagns. Hér, sem annars staðar, verðum við að framkvæma þetta vanda- sama mat: Hvað er æskilegt að gera og hvað er unnt að gera. Undirstaðan undir því hvað unnt er að gera, er burðarþol þjóðfé- lagsins, en það eru atvinnuvegirn- ir, fyrst og fremst sjávarútvegur- inn, sem allt byggist á. Það er ekki nóg að segja: Það er æskilegt að stofna þessa stöðu eða koma þessari rannsóknarstofn- un á fót, og: þetta gera aðrar þjóð- ir. Því að það er ekki víst, að 180 þús. manna þjóð geti gert það sama og 180 milljóna þjóð. Allt veltur hér á undirstöðunni. Við; verðum að byggja á bjargi, en ekki j á sandi. j Ef of mikið er lagt á atvinnu- vegina, og þá fyrst og fremst út- flutningsatvinnuvegina, sem eiga f harðri samkeppni við erlendar þjóðir, þá er verið að grafa grunn inn undan sjálfum höfuðatvinnu- 8 LÖG FRÁ ALÞINGI í gær voru 8 lagafrumvörp af- greidd sem lög frá Alþingi. Voru það frumvörp um eftirlit með útlendingum, atvinnu við siglingar, Húsmæðrakennaraskóla íslands, sala dýralæknisbústaðar i Borgarnesi, nýtt dýralæknisum- dæmi á Norðausturlandi, frv. um menntaskóla, lausaskuldir iðnaðar- ins og aðstoð við dráttarbrautir og skipasmíðastöðvar. Við síðasttalda frv. flutti Rafn A. Pétursson jóm- frúræðu sína á Alþingi en hann hafði framsögu fyrir nefndaráliti um það frumvarp. Það verður að búa vel að vísind- unum, að búa vel að okkar mörgu ungu, upprennandi vísindamönn- um, og reyna að halda þeim við störf hér heima, forðast að missa þá úr landi, búa þeim kjör, sem eru boðleg og við hæfi þjóðarinnar — kjör sem samrýmast burðarþoli hins íslenzka þjóðfélags. Vandi stjórnmálamanna er þessi, að meta hvað er æskilegt og hvað er unnt, en vera þess minnugir að Politik ist Kunst des Mögftchen — stjórn mál eru listin að finna hvað er mögulegt. Það verður líka að leysa þann vanda, í hverri röð framkvæmdir og umbætur eigi að koma. Stefnan mörkuð Góðir fundarmenn. í þeim sam- tökum, sem standa að þessum fundi, hef ég átt margar ánægju- stundir. í Heimdalli starfaði ég mín fyrstu ár á stjórnmálabrautinni í meira en áratug. Þar var mikill og brermandiofihugiþimiklarhugsjónir. Ég ætlá|'iað»starf Heimdállar hafi haft áhrif á Sjálfstæðisflokkinn og þjóðfélagið. I Verði hefi ég oft verið á fundum um bæjarmál, öll mín borg arstjóraár, — á hverjum vetri rætt um fjárhagsáætlun og mörg mál önnur. síðustu árin um fjármál ríkisins. I Hvöt hef ég oft haft þá ánægju að mæta á fundum, ræða um vandamál heimilanna, uppeldis- og skólamál. Þeirra funda minnist ég með mikilli ánægju. Á Óðinsfundum hefur verið rætt um hagsmunamál verkalýðsins, og ekki sízt um húsnæðismálin. Á þvi er enginn vafi, að málfundafélagið Óðinn hefur haft veruleg áhrif í þeim efnum til blessunar fyrir þjóð félagið. Óðinsmenn tóku strax upp þá stefnu, að greiða fyrir því, að verkamenn og aðrir launþegar gætu sjálfir unnið við það að smíða sér íbúðir, með tilstyrk og Krían er snemma á ferðinni Krían, sá rámi söngfugl, er kom- in til landsins. Margir hafa séð til hennar og maður einn, sem frétta- maður Vísis hafði tal af sagðist hafa verið staddur við Þingvalla- vatn fyrir nokkrum dögum ásamt Guðmundi bónda á Skálabrekku. Komu þeir þá í talsvert kríuger við vatnið. Blaðið Dagur á Akur- eyri segir líka fyrir nokkru eftir sjómönnum nyrðra að þeir hafi orðið varið við kríuna. Finmir Guðmundsson, fuglafræð- ingur, sagði að krían væri heldur snemma á ferð, en yfirleitt sezt hún að á vötnum og tjörnum inni í landinu um miðjan mánuðinn, en verður oft vart nokkrum dögum áður við sjávarsíðuna. það ástand, að þegar verkamenn höfðu í sveita síns andlits unnið við það myrkranna á milli, helgi- daga og nætur, með skylduliði sínu ,að koma sér upp íbúð, þá var öll þessi aukavinna metin til tekju- skatts og útsvars, Stundum fór svo, að vegna skattsins af allri aukavinnunni, misstu þeir íbúðina. Þessi lög um skattfrelsi við auka vinnu hafa haft mjög mikil áhrif í þá átt, að gera mönnum kleift að eignast þak yfir höfuðið. Bæj- arstjórn Reykjavíkur reyndi að ganga til móts við þessar óskir fyrst með því að byggja Bústaða- húsin, gera þau fokheld og selja þau verkamönnum og öðrum laun- þegum með vægum borgunarskil- málum, en þeir unnu áfram við í- búðirnar og luku þeim. Síðan kom smáíbúðahverfið til. Reykjavík skipar nú þann sess, að hér munu fleiri íbúar búa í eig- in íbúð heldur en þekkist annars- staðar. Það er áætlað, að milli 80- 00% af öllum íbúum Reykjavíkur búi í eigin íbúð. Ég veit ekki um aðra borg, þar sem til þekkist ^vipað þessu. þjóðinni stendur ógn og hætta af. Efnishyggjan sljófgar og deyfir ábyrgðartilfinningu og siðgæði, — hinar fornu dyggðir, — drengskap og orðheldni. Virðingarleysi fyrir kristindómi og siðgæðis- og kær- leiksboðskap hans er hér alltof út- breitt. Við verðum að gera okkur grein fyrir þessum hættum og reyna að finna leiðir til að spoma við þeim. Þótt meginstraumur þjóðlífsins liggi í réttar átti r,þá eru varasam- ar öldur undir hafsborði. í upphafi orða minna vitnaði éa í kvæði Sveinbjarnar Egilssonar. sem hefst svo: „Ei glóir æ á grænum lauki sú gullna dögg um morgunstund.“ Hann bendir i kvæðinu á fall- valtleikann, skipti meðlætis og mótlætis, og hann mælir að lok- um þessi varnaðarorð til okkar: „Hægt í logni hreyfir sig sú hin kalda undiralda. Verði því ætíð var um þig.“ Þau orð skulu minna á varfærni þótt vel gangi aðgæzlu, því að örðug ár eru oft skammt undan og fylgja í hinna far. Fyrir litla þjóð má svo lítið út af bera. Fram- sækni og varúð verður að haldast í hendur, ef vel á að fara. Ég þakka ykkur, kæru vinir og samherjar, allt ykkar traust og vin áttu. HættWJL UI ef nishygg j unnar. Sjálfstæði landsins var eitt það fyrsta, sem við hinir ungu Sjálf- stæðismenn töldum sjálfsagt að berjast fyrir. Sjálfstæðið er fengið að því leyti að við stofnuðum lýðveldi 1944, tókum öll okkar mál í eigin hend- ur. En sjálfstæðismálið er eilíft. Það verður að halda áfram að vernda það, virða og standa vörð um það. Þótt við búum við góðæri við- reisn og velgengni, eru margar hættur á vegi þjóðarinnar, leynt og ljóst. Ef við íþyngjum útflutn- ingsatvinnuvegum, þannig að þeir standi ver að vígi í samkeppni á erlendum mörkuðum en keppinaut ar okkar. þá er voðinn vís. Þá er samdráttur í atvinnulífi og gjald- eyrisöflun. Þá eigum við á hættu, að gjaldeyrisskortur hefjist hér að nýju með innflutningshömlum, skömmtun o.s.frv. En það er fleira en þetta, sem Þetta gerðSst í Róm ítölsk, sýnd í Nýja bíó. Kynósa mun margur telja þessa kvikmynd, enda byggð á sögu eft- ir Alberto Moravia (höfund „Dóttir Rómar“), sem hefur unun af því að skrifa um eymd og óhreinindi og örvæntingarfullt ástarlíf eftir alkunnri kokkabók. Og á hinn bóg inn pískar Moravia upp andstæður: periingana, úrkynjunina; þetta fell ur ekki í góðan jarðveg hjá öllum, en Moravia er hins vegar lesinn fyrir forvitnissakir; kannski er fólk kvik.. myiiair Á þakinu að leita ákveðins fróðleiks hjá hon um eða bara að skoða „myndir“ — hver veit: „Klámkjaftæði" segja sumir — „hreinar bókmenntir" segja aðrir. „Þetta gerðist í Róm“ er, þegar á allt er litið, ósköp venjuleg ítölsk kvikmynd með spengilegum stelpum, sem kunna að fara úr pilsinu, efnilegum don- sjúan um tvítugt, nokkrum bófum og öðru dóti. Þetta er ekkert ó- skemmtilegt á að horfa. Það stór- spillir blæ myndarinnar, að hún er með amerísku tali — þess vegna tapar hún m. a. hljóm ástarinnar.. Það kemur ekki svo mjög að sök uppi á þakinu, því að sú sena er þögul að mestu. — stgr. kvik myndir kvik myndir myíSfr kvik Lííáá í kvik táSBH kvik i.Gii i nUmyndirHðj

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.