Vísir - 08.05.1965, Page 3
V I SI R
Luugard.,
h1úi luúúi
■ yzitrmvx*
3
mm
í dag verður einn af merkari
borgurum Reykjavfkur níræður.
Jön Ólafsson einn af fyrri eig-
endum og stofnendum fyrirtækis-
ins Jón Halldórsson & Co., sem í
daglegu tali manna hefur verið
nefnt Gamla kompaníið og er eitt
af elztu húsgagnaverkstæðum, sem
starfað hafa í Reykjavík og eitt-
hvað Kveðið að. Sagt hefur verið
að mestmegnis hafi þar verið
smíðað úr hinum dýrari efnum svo
sem rauðaviði, eik, hnot og birki
og húsgögnin voru í endurreisnar-1
stíl.
Tíðindamaður hitti Jón á heimili
sonar hans, Sörlaskjóli 12, þar sem
Jón dvelur nú, til þess að eiga við
hann stutt afmælisrabb.
Pað var hátíðarblær í húsinu,
góðir gestir höfðu komið langleið-
ina frá Vesturálfu til þess að sækja
afmælisbarnið heim, Ólafur, annar
ÞAKKIR
Hugheilar þakkir öllum þeim, skyldum og
vandalausum, er heiðruðu mig á einn eða
annan hátt, ljóst og leynt, á og í sambandi
við 80 ára afmæli mitt 3. maí sl. og gerðu
mér þessi tímamót hátíðleg.
„Guð borgar fyrir hrafninn“.
Steindór Björnsson, frá Gröf
Bifvélavirki — Raf-
vélavirki
Óskum eftir að ráða mann vanan viðgerðum
á rafkerfi bifreiða.
Bílastilling, Hafnarbraut 2 Kópavogi.
Sími 40520.
Skrifstofuhúsnæði óskast
Skrifstofuhúsnæði óskast ca. 100-150 ferm.
frá 14. maí á góðum stað í bænum. Uppl. í
síma 13760 eða 32560.
Atvinna óskast
Áreiðanlegur 20 ára menntaskólanemi óskar
eftir góðri atvinnu í sumar. Vanur akstri.
Upplýsingar í síma 12036 í dag og á morgun.
VINNUSKÓLI
REYKJAVÍKUR
Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um
mánaðamótin maí — júní og starfar til mán-
aðamóta ágúst — september.
í skólann verða teknir unglingar, sem hér
segir: Drengir 13 — 15 ára, og stúlkur
14 — 15 ára, miðað við 15. júlí n. k.
Einnig geta sótt um skólavist drengir, sem
verða 13 ára og stúlkur, sem verða 14 ára
fyrir n.k. áramót. Umsækjendur á þeim aldri
verða þó því aðeins teknir í skólann, að nem-
endafjöldi og aðrar ástæður leyfi. Umsóknar-
eyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykjavíkur-
borgar Hafnarbúðum v/Tryggvagötu, og sé
umsóknum skilað þangað fyrir 20. maí n.k.
Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar.
mræour
af tveim sonum Jóns, ásamt konu
og barni.
Látleysi Jóns, ásamt glettnu og
vökulu augnatilliti varð til þess að
allur sá virðuleiki, sem tíðindamað-
ur hafði lagt sér til í þessu tilefni
fór skjótt af. Jón var fyrst spurður
um uppruna sinn og uppvaxtarár.
— Ég er fæddur þann 8. maí
— En þínir eigin smíðisgripir?
Hvað villtu segja um þá?
— Það er ekki gott að segja, jú
húsgögnin tsem voru í skrifstofu
Matthíasar* Þórðarsonar voru eftir
mig og eru nú á safninu.
— Hvað myndirðu segja um
smíðisgripi þá, sem gerðir eru í
dag? Finnst þér þeir standa hinum
á sporði?,
— Ég vil ekki játa, að þeir séu
fallegri núna; húsgögn voru dálítið
misjöfn áður en það var alltaf
svipur á þeim, en nú orðið eru þau
sviplítil að mér virðist.
— Hvað finnst þér annars um
nútímann og unga fólkið?
— Ungt fólk nú á dögum er
miklu frjálegra en það var og er
það sjálfsagt að nokkru leyti vel-
meguninni að þakka. Já, mér lízt
vel á æskuna.
— Og þegar þú lítur yfir farinn
vég?
— Það hefur allt gengið að ósk-
um. Ég er ánægður með lífið.
1875 í Lágadal á Langadalsströnd
við ísafjarðardjúp, þessi sveit er
alveg í eyði núna. Ólst þar upp
til fermingaraldurs hjá foreldrum
mínum þeim Salvöru Kristjánsdótt-
ur og Ólafi Jónssyni. Árið 1890
flutti faðir minn frá Lágadal til
Reykjafjarðar, Vestfjarðarsveit, þar
var ég hjá föður mínum til ársins
1896 er ég fór út til Kaupmanna-
hafnar til þess að nema húsgagna-
smíði.
— Það hefur verið óvenjulegt á
þeim tíma?
— Sumir vilja halda að það hafi
verið djarft af sveitastrák en löng-
unin til þess að nema smíðar hafði
lengi búið í mér. Þarna 1 Kaup-
mannahöfn dvaldist ég í níu ár og
stundaði smíðar á ýmsum stöðum.
Manni fannst þetta skemmtileg
dvöl. Ég bjó hjá íslenzkri konu. Þar
bjuggu margir I’slendingar, sem
urðu góðir vinir mínir og hjálp-
samir að mörgu leyti. Aldamóta-
árið giftist ég í Kaupmannahöfn
Guðrúnu Jónsdóttur og eignuð-
umst við synina tvo þá Ottó og
Ólaf. Guðrún sem var ættuð úr
Axarfirðinum var þarna við verzl-
unarstörf en þá var það ekki ó-
algengt að ungar stúlkur íslenzkar
færu til Kaupmannahafnar til
dvalar um skemmri tíma. Þarna
vorum við til ársins 1905, þá flutt-
um við heim.
— Heimþráin hefur verið farin
að segja til sín?
— Já, heimþráin er nú alltaf við
hendina. Þrem árum eftir að heim
kom var ég með að stofna firmað
Jón Halldórsson & Co. með þeim
Jóni Halldórssyni og Bjarna Jóns-
syni frá Galtafelli, síðar kom Kol-
beinn Þorsteinsson inn í fyrirtækið.
Húsgagnaverkstæðið var þá á
Skólavörðustíg 6, þar sem nú er
Breiðfirðingabúð. Þar rákum við
fyrirtækið um 40 ára skeið. Rekst-
urinn gekk hægt framan af, getan
var ekki mikil hjá fólki í þá daga,
en jókst svo smám saman. Margir
lærðu hiá okkur á þessum árum og
samstarfið ,við félagana var
skemmtilegt.
— Hvað tók svo við eftir að
fyrirt.ikið var selt?
— Ég vann töluvert við Þjóð-
minjasafnið við viðgerð á fornum
gripum eftir að ég hætti.
Ljóð laugardagsins
Bjarni Ásgeirsson, sendiherra, 1891-1956:
Ef ég mætti yrkja,
yrkja viidi ég jörð.
Sveit er sáðmanns kirkja,
sáning bænargjörð.
Vorsins söngvaseiður
sálmaiögin hans.
Blómgar akurbreiður
blessun skaparans.
Musterisins múra
marka reginfjöil.
Giitvef gróðurskúra
geislar skreyta höll.
Gólf hins gróna vallar
grænu flosi prýtt.
Hvelfing glæstrar hallar
heiðið blátt og vítt.
Vígjum oss í verki
vorri gróðurmold,
hefjum hennar merki
hátt á móðurfold.
Hér er helgur staður,
hér sem lífið grær.
íslands æskumaður, —
íslands frjálsa mær.
Íslandsglíman á morgun
Islandsglíman verður háð á Há-
logalandi á morgun og hefst hún
kl. 16. Þátttakendur verða 9 frá
þrem félögum og eru það flestir
beztu glímumenn landsins.
Þessir menn taka þátt í glím-
unni: Ármann J. Lárusson, Yngvi
Guðmundsson og Kristján Heimir
Lárusson úr Breiðabliki, bræðurn-
ir Guðmundur, Sigurður og Stein-
dór Steindórssynir úr héraðssam-
bandinu Skarphéðni og KR-ingarnir
Sigtryggur Sigurðsson og Garðar
Erlendsson.
Sumarbúða-
starf KR
KR mun í sumar hafa sumar-
búðanámskeið fyrir unga drengi á
aldrinum 8S—12 ára. Eru námskeið-
in tvö og stendur hvort námskeið
í 2 vikur.
Fyrra námskeiðið hefst 18. júní
en hið síðara 2. júlí. Forstöðu-
maður námskeiðsins, sem haidið
er í skiðaskála félagsins í Skála-
felli, er Hannes Ingibergsson,
íþróttakennari. Áherzla er lögð á
alls konar íþróttaiðkun, útilif, létta
vinnu og gönguferðir.
Nánari upplýsingar er hægt að
fá í síma 13025 og 24523.
V'iðavangshlaup / Kópavogi á morgun:
BEZTU
ÞEIR
MEÐ
Á morgun fer fram í Kópa-
vogi keppni beztu hlaupara
landsins. Það er víðavangshlaup,
sem þar fer fram og er einn lið-
urinn í hátiðahaldi í tilefni af
10 ára afmæli kaupstaðarins.
Hlaupið hefst kl. 16.30 við
gagnfræðaskólann á Digranes-
vegi og endar þar, en hlaupa-
leiðin er um 1700 metrar.
Hlaupararnir verða 12 talsins,
m. a. Kristleifur og Halldór
Guðbjömssynir, Agnar Leví, Ól-
afur Guðmundsson, Halldór Jó-
hannesson og hinn efniiegi
Kópavogsmaður Þórður Guð-
mundsson.
•STT"
' 'IJP V.IJ»I'IU,JJVSWWJ