Vísir - 08.05.1965, Page 8
8
VISIR
S Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ö. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
^uglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
\skriftargjald er 80 kr. á mánuði
I lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) '
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Islenzk tunga
Þeir, sem hlusta að staðaldri á útvarpsþættina imi
íslenzkt mál, hafa þrásinnis heyrt að flytjendur þétt-
anna hafa margt að athuga við málfar manna og
meðferð tungunnar í ræðu og riti. Þeim hafa ekki
hvað sízt verið tiltæk dæmi úr dagblöðunum því til
sönnunar, að þrátt fyrir allan skólalærdóminn eru
málvillur mjög tíðar og amböguháttur í setninga-
skipan ótrúlega algengur. Margir, sem skrifa í blöð,
virðast ekki hugsa á íslenzku, heldur einhverju öðru
máli, sem þeir svo reyni að þýða.
Þetta er ískyggileg öfugþróun, sem nauðsyn ber til
að sporna við áður en of seint er orðið. Þeir sem
sjá hættuna, mega ekki stinga sjálfum sér svefnþorn
með því að hugsa á þá leið, að tungunni hafi áður
hnignað, en hún hafi náð fyrri reisn aftur ,og svo
muni enn verða. Rétt má vera að allt frá dögum
Snorra hafi íslenzk tunga aldrei verið betur rituð né
töluð en nú, af þeim sem bezt gera, en þeir eru allt-
of fáir. Orðfæri margs ungs fólks nú á tímum hljóm-
ar í eyrum okkar, sem komnir eru um og yfir miðj-
an aldur, eins og framandi mál, bæði vegna linmælis,
orðskrípa og hugtakaruglings. í munni sumra ungl-
inga er merking margra orða allt önnur en við lærð-
um. Auk þess er orðafátæktin svo mikil, að þegar
þetta fólk er að reyna að tjá hugsun sínar, verður það
að grípa til allskyns orðskrípa, oft af erlendum toga,
og með þeim hætti er verið að mynda hér slangurs-
mál, líkt því sem þróazt hefur með dreggjum þjóð-
félagsins í sumum öðrum löndum. Og þetta orðfæri
virðist engu að síður vera þeim sumum tamt á tungu
sem síðar á eftir að hlotnast heitið menntamenn, en
hinum, sem ekki hafa lagt í langskólagöngu.
En hvað má til varnar verða? Við skulum í öllum
bænum, eins og einhver sagði í útvarpinu á dögunum,
ekki kenna þetta áhrifum varnarliðsins og sjón-
* varpsins. Það væri léleg afsökun. — Orsakanna
hlýtur að vera að leita í uppeldis- og kennslu-
aðferðum okkar sjálfra. — Kynslóðin, sem nú
er að vaxa úr grasi, gæti iært móðurmál sitt eins vel
og þær, sem á undan íóru ef réttum kennsluaðferð-
um væri beitt bæði í heimahúsum og skólunum. Og
sú kennsla verður að hefiast strax í barnaskólúnum.
„Það þarf að leggja meiri áherzlu á anda tifngunn-
ar, á stíl á orðaforða og orðaauðgi. Við verðitm þess
átakanlega oft vör, er við lesum greinar eða heyrum
ræðu á mannamótum, að orðafátæktin er alltof mik-
il. Þó er íslenzkan orða frjósöm móðir. Eitt af gruntí-
vallaratriðum þess ,að tungan fái að njóta sín í ræðu
og riti er einmitt að ausa af þeim nægtabrunni, sem
er orðaauðgi tungunnar.“ — Svo mælti Gunnar Thor-
oddsen fjármálaráðherra nýlega í ræðu ,og munu all-
ir unnendur íslenzkrar tungu geta tekið undir þau orð
Og hann minnti einnig á, að i skólunum þyrfti að
kenna framsögn „orðsins list, en það er nauðyn
hverjum ungum manni og stúlku, að geta komið
fyrir sig orði.“
VISIR . Laugardagur 8. maí 1965.
í brúðkaupsveizlunni á Hammersmith Farm. Hin ham'ngjusömu brúðhjón skera af brúðkaupstertunni.
Á bak er Robert Kennedy hlæjandi. Jack var ára, Jacqueline 24 ára.
Kennedy er aíveg misheppnaður
sem kvennagull sagði Jacqueline
iim hníðauma «;inn
tacqueiine og John Kennedy
áttu saman margar skemmti-
legar stundir. Þau fóru saman
út um hvippinn og hvappinn á
Sýmsa skemmtistaði og dans-
leiki. Og svo kom að því að
g hann fór að bjóða henni til
& Hyannis Port til sumarstaðar
íj Kennedy-fjölskyldunnar. Og þar
fór fjölskyldan brátt að lita á
hana sem vinkonu Jacks. En
svo gerðírt ekkert meir. tannig
hðu margar vikur, jafnve! mán-
; uðir að þau voru saman : öilum
frístunöum sínum, eti hjóna-
band kom aidrei til tais. Þetta
var orðinn svo langur tími, að
það var ekki nema eðlilegt, að
farið væri að spyrja: — Hvao
er þetta, ætiar hanr, aldrei áð
biðja hennar?
Enn liðu fleiri vikur og Jack
þagði enr,. Ekkert orð um
hjúskap eða hjónabar.d kom
fram yfir varir hans. Áhugamái-
in voru svo mörg og svo margt
að tala um, að það var eins og
aldrei væri tími ti! að snúa sér
að alvörunni. Eða var Jack
þrátt fyrir al r brek sitt og þor
óframfærinn og feiminn þegar
komið var að þessari úrsiita-
stund að biðja ser konu?
r- HIIIII IIIIWIIM—IMMIIIIBIIIMIIII ■■IIHM WW
etta er einkennilegt tímabil
í lífi þeirra beggja. Það er
eíns og Jack Kennedy hafi far-
ið eins og köttur í kringum
heitan graut, verið tvístígandi
hvort hann ætti að taka á-
kvörðunina. Ef til vill sú hugs-
un að hjúskapurinn þýddi stór-
fellda breytingu á lifnaðarhátt-
um, eftirsjá eftir því frelsi sem
piparsveinar njöta.
'ins vegar var Jacqueline
vafalaust orðin eftirvæntingar-
full, jafnvel óþreyjufull. Það
þarf ekki annað en að fletta ein-
tökutn Times-Herald á þessum
tíma og leita uppi litla sam-
taladálkinn hennar ,,The
Inquiring Camera Girl“. Þar
má sjá nokkuð, um hvað hugs-
anir hennar snerust. Og ef til
vill voru spurningar hennar
viss merki, sem hún vonaði, að
hinn rétti lesandi skildi. Lítum
yfir nokkrar spurningarnar,
sem hún lagði fyrir fólk: „Getið
þér skýrt hvers vegna maður
sem er piparsveinn og ánægður
með sinn hlut, hlýtur að æskja
þess að komast í hjónaband?",
„Eruð þér hamingjusamur að
vera giftur?" „Eruð þér þeirrar
skoðunar, að konan sé eins og
hljóðfæri, sem hægt sé að leika
á?“ „Hver teljið þér að sé bezta
næring ástarinnar?"
Allt bendir til þess, að
Kennedy hafi gert sér ljóst, að
hann var ástfanginn af Jac-
queline og að það myndi draga
að því, að hann myndi mæla
hin örlagaríku orð. En eins og
mörgum piparsveinum fannst
honum ekkert liggja á. Þau
höfðu það svo ágætt saman og
hann gat þó samtímis haldið
enn um sinn í hið marglofaða
frelsi piparsveinsins. Og saman
við þetta blandaðist það e.t.v.
að hann gerði sér ljóst, að hún
var hans, hvenær sem hann léti
til skarar skríða. Það lá þess
vegna ekkert á.
Jacqueline þurfti að grípa til
einhverra róttækra ráðstaf-
ana til að yfirvinna óframfæmi
og hik vinar sjns, og þá jafn-
framt eitthvað sem vekti upp
grun eða ótta hans um að hann
kynni að missa hana. Og nú
vildi svo til, að ágætt tækifæri
kom til þess. Það var kvöld
eitt í maí-lok, sem ein vinkona
Jacqueline hringdi í hana: —
Jackie, villtu ekki koma með
mér til London á krýningarhátfð
Elísabetar drottningar? Við get-
um lagt af stað eftir tvo daga.
Jacqueline tók boðinu, hún sá