Vísir - 08.05.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 08.05.1965, Blaðsíða 9
VlSIR . Laugardagur 8. maí 1965 nani n Brúðhjónin koma út úr kirkjunni í Newport. Lögreglumenn urðu að halda spenntum mannfjöldanum fni. Bfúðkaupið fór fram 12. september 1953. f# Boston það, að með því að fara tii London gæti svo farið, að Jack fyndi til fjarvistar hennar hver vissi nema að hann færi jafnvel að sakna hennar, fyndi tóm- leikann og færi að hugsa sig betur um. Auk þess var þetta upplagt tækifæri fyrir blaða- konu. Hún myndi kynnast nýju fólki og gefast tækifæri til að skrifa ótal nýstárlegar greinar um menn og málefni austan hafs. Og svo varð, Jacqueline lagði af stað til Evrópu. Hún sigldi með hafskipinu Queen Mary. Hún varð sjálf að greiða ferða- kostnaðinn. Blað hennar hafði sína eigin fréttamenn í London, en ef greinar hennar yrðu góð- ar var þó fyrirhugað að blaðið greiddi henni einhvern ferða- styrk eftir að hún kæmi til baka JjVrstu greinina skrifaði hún um borð í Queen Mary. En það er svo undarlegt, að hún skrifaði ekki grein um fólkið sem var með skipinu eins og hinir blaðamennirnir gerðu, hún hafði meiri áhuga á hundunum. Með skipinu voru 42 hundar og kelturakkar. Hún lýsti aðbúð þeirra og lífi á leið- inni. í London skrifaði hún síðan grein sem hafði inni að halda dálítið merkilega upp- götvun, sem enginn annar blaða maður vissi um. Enskur emb- ættismaður hafði skýrt henni frá því, að leynilegt merki hefði verið grafið í brezku kórónuna til þess að forða því að hún yrði lögð skakkt á höfuð drottningar eins og gerzt hafði við krýningu Georgs VI. árið 1937. Þá var hún viðstödd mik- íð samkvæmi, sem hin fræga samkvæmiskona Perle Mesta efndi til við bandaríska sendi- ráðið. Jacqueline skrifaði langa grein um samkvæmið og lýsd mörgu sem þar kom fram En hún lýsti einnig mörgum öðr um samkvæmum og dansleik-' um og þar lét hún það m.a koma fram að samkvæmin hefðu staðið fram á morgun og að þar hefðu verið margir heill- andi og glæsilegir ungir herrar og þar fram eftir götunum fikki er ólíklegt, að ýmislegt í þessum lýsingum hafi átt sér vissan tilgang í einkalífi hennar. Hún gat verið viss um að öldungadeildarþingmaður i Washington renndi augunum yf- ir greinar hennar. Það væri þá ekki ólíklegt að hann færi að spyrja sjálfan sig að því, hvaða ungu glæsilegu herrar þetta væru og hvað hefði gerzt í sam- kvæmum sem stóðu fram á morgun. Og sannleikurinn er sá, að Jack Kennedv las greinarnar með athygli. Hann las þær af svo mikilli athygli að hann sá ástæðu til að útvega sér sím- skeytaeyðublað og skrifaði skeyti: „Jacqueline greinar þín- ar eru ágætar. En ég sakna þín hérna" Lengra var það ekki, en það sýndi henni, að hún hafði gert rétt. Jack var ekki vanur að viðhafa mörg viðkvæm eða rómantísk orð. Svo að þegar hann skrifaði í símskeyti að hann saknaði einhverrar, þá jafngilti þkð fullkominni ástar- játriingu. ■yist er um það, að vinkonan T sem vár með henni í Lon- don segir að Jacqueline hafi allt i einu breytzt mikið. Hún varð eitthvað svo einkennileg og dularfull. Og svo tók hún upp á því að fara að kaupa bækur um.stjórnmál, sagnfræði og.lög. Það áttu að verá gjafir tii .Jacks. 'Hún þurft.i víst að borga hqiþfiikið í .yfirvigt,, þeg- ar hún tö® sér far með flugvél aftur héini', '• því að* bækur: - eru þungar í vigtina. Þegar, flugvél- in fór að. . nálgast Ámeríkú- strönd, vissh Jacqu'eline hver myndi taka-á móti henni á flug- vellinum við'Boston. Hún ætlaði því að fara inn í snyrtiherbergi flugvélarinnar til að greiða sér og snyrta. En hún varð of sein, kvikmyndaleikkonan Zsa Zsa Gabor var með sömu flugvél. Hún hafði farið inn í snyrtiher- bergið meðan flugvélin var enn langt yfir úthafinu og kom ekki út fyrr en flugvélin ætlaði að fara að lenda. Svo Jacqueline komst aldrei að, og það varð að hafa það, flugvélin lenti og Jacqueline steig niður tröppurn- ar. Þárna var mikill ys og þys en í miðjum hópnum sem beð- ið , hafði komu flugvélarinnar, sá hún hann og veifaði til hans. Þau heilsuðust, svo gengu þau til hliðqr út úr mesta skarkalan- um og settust á rólegan stað Framhald á bls. 11 it j í ,i 'é'J lh

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.