Vísir - 31.05.1965, Side 8

Vísir - 31.05.1965, Side 8
8 VÍSik . VISIR CJtgefandi: Blaðaútgáfan VISIK Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn 0. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði í lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis - Edda h.f EFTA etlist Fyrir nokkrum dögum lauk í Vínarborg ráðherra- fundi Fríverzlunarbandalags Evrópu, en þar eru Norðurlöndin meðal aðila. Á fundinum var gerð sam- þykkt um nauðsyn þess að því yrði forðað að Evrópa skiptist í tvær andstæðar viðskiptaheildir. Ekki er á dagskrá sameining hinna tveggja viðskiptabanda- laga, en lögð var áherzla á samvinnu þeirra í við- skiptamálum. Fríverzlunarbandalagið hefur að und- anförnu eflzt, og fram kom á fundinum, að Norður- löndin telja sér mikinn hag af aðild sinni og þeirri stefnu bandalagsins að ryðja. viðskiptahömlum úr vegi. Nær helmingur allra utanríkisviðskipta okkar íslendinga er við lönd Fríverzlunarbandalagsins. Þess „ vegna er eðlilegt að við könnum ítarlega hvort við- skiptahagsmunum okkar er ekki betur varið með sam starfi við bandalagið en því að standa utan þess. Að lokinni þeirri könnun og upplýsingasöfnun verður tímabært að taka afstöðu til slíks samstarfs. Íp m <& ’m 254 milljónir Húsnæðismálastjórn gerði þau tíðindi heyrum kunn fyrir helgina að á því ári, sem liðið er frá 1. júní s.l., hafi verið úthlutað 254 millj. króna í íbúðalánum. Þar með hefur verið efnt það heit, sem ríkisstjórnin gaf í fyrravor við heildarsamningana við verkalýðs- félögin að útvegaðar skyldu og lánaðar 250 millj. króna til íbúðabygginga. Vel hefir því verið fyrir málum íbúðabyggjenda séð en þessi upphæð er tvöfalt hærri en nokkru sinni hefur áður verið út- hlutað. Hafa og lánin hækkað um 280% frá því sem - var á tíma vinstri stjórnarinnar en byggingarvísi- talan innan við 100%, þannig að nú er húsbyggjend- um veitt miklu verðmætari aðstoð en áður var. Það dylst engum að slík aðstoð er vissulega mikilsverð kjarabót, engu síður en kauphækkanir. Því ætti verk- lýðshreyfingin að marka stefnuna áfram á þessari braut. Reynslan af þeim aðgjörðum sem þegar hafa verið framkvæmdar lofar vissulega góðu. Sióferóisskylda Á ráðstefnu Varðbergs í Borgarnesi verður í dag rætt um aðstoð við þróunarlöndin. Það er vél að skilningur er loks að vakna hér á landi á því að það er siðferðisskylda okkar íslendinga, sem annarra efnaðra velmegunarþjóða, að styrkja öreigaþjóðir Afríku ofí Asíu. Norðurlöndin hafa þegar unnið mik- ið starf í þessum álfum að heilsugæzlu og mennta- málum. Við eigum að hefjast þegar handa í samvinnu við þær og leggja okkar lóð á vogarskálina. Það verður að vísu ekki þungt, en um hvert grammið munar í þessum efnum. Og okkur sjálfum yrði slíkt hjálparátarf lærdómsríkur skóli. ..i.....ut>ugur 31. maí 1965. Kennedy". Brothers félagsins „Cape Togari Hudson Bylting í togaraveiðum Mjög örar framfarir eru nú á sviði togaraút- gerðar, sérstaklega í Bretlandi. Stjórnarvöld- in þar í landi veita tog- araútgerðinni þar nú stóra styrki sérstaklega til nýbygginga skipa, og eru útgerðarmennirn ir nú að fara inn á nýj- ar brautir sem virðast nálgast það að vera stór felld bylting í togaraút- gerðinni. Miðar allt að því að gera rekstur skipanna hag^væmari og er leitað ýmissa tæknilegra ráða til að fullkomria þau tækrii lega. Það sem helzt virðist stefnt að nú er m. a. að gera stjórn skipanna sjálfvirka, að öllu sé stjórnað úr brúnni. Þá er greinileg þróun í þá átt að stækka skipin og verka aflann og frysta hann um borð. Nú er orðið mjög lítið um það að byggðir séu nýir togarar með hliðargálgum. Skuttogararnir hafa sigrað vegna miklu meiri hagkvæmni á allan hátt. Auk þessa er verið að gera margs konar smábreytingar á tækjum á þilfari, svo sem vindum og fyrirkomulagsbreytingar í lest- um. Tjað er margt sem ýtir undir þessar stórfelldu breytingar í tækniútbúnaði skipanna. Fyrst og fremst það að tap á togara- rekstri hefur farið vaxandi og menn skilja að þar verður að framkvæma rationaliseringuna alveg eins og í öllum öðrum at- vinnugreinum. Þá hefur fisk- skorturinn á þeim miðum sem Bretar hafa stundað sín áhrif ásamt útilokun frá þeim miðum sem tekin hafa verið inn fyrir landhelgi sín áhrif. Menn hafa komizt á þá skoðun, að nauð- synlegt sé að leita nýrra miða og það þó í mikilli fjarlægð séu. Er ekki ólíklegt að brezkir togarar fari nú að sækja suður á bóginn, á suðurhluta Atlants- hafsins og koma hin stærri skip þá í góðar þarfir. TVTú fyrir nokkrum dögum var stærsta togaraútgerðarfé- lagið í Grimby, Associated Fisheries, að taka á móti nýju skipi, sem vakið hefur mikla og verðskuldaða athygli. Togari þessi kallast „Victory" og er hugmyndin að hann verði sá fyrsti í stórum flota sams kon- ar skipa. Stærðin er 1750 tonn og^epgd sljipsjns 244 fet. Skip þetta er þannig að öll- um útbúnaði, að það getur stundað fiskveiðar í hitabeltinu og siglt langar leiðir með afl- ann. Enda draga eigendur enga dul á það í yfirlýsingum sín- um við móttöku skipsins, að þeir ætla að vera undir það bún ir að sækja fiskinn alla leið suð- ur á miðin við Afríku og jafn- vel Argentínu, þar sem þeim lízt illa á það, hvað aflinn er farinn að minnka á norðurslóð- Vfictory er skuttogari og hann er auk þess frystiskip. I frystigeymslum getur hann tek- ið 500 tonn af fiski. Úthalds- tími hans getur verið yfir 50 daga. Sérstök áherzla er á það lögð að búa sem bezt að áhöfninni. Brezk fiskveiðitímarit, sem sent hafa fréttamenn sína til að skoða þennan nýja togara segja að áhöfnin lifi við hinn mesta Iúxus. Útgerðarfélagið skýrir þetta vannig út, að nú sé fyrir- sjáanleg mikil breyting á starfi sjómannanna. Fram til þessa hafi verið litið á togarasjómenn í Bretlandi eins og hálfgerða miðaldasæfara, nú hljóti tæknin að verða tekin í notkun í vax- andi mæli, skipin verði fyllt af elektrónískum tækjum, margs konar sjálfvirkum vélum. Ef útvegurinn á að halda í við aðrar atvinnugreinar verður hann að taka breytingu og sjó- mennimir verða að vera hæfari og menntaðri menn til þess að kunna að fara með öll þessi margbrotnu tæki. JFjað er nokkuð síðan annað togarafélag i Grimsby Hud- son Brothers tók við nýju skipi, Cape Kennedy, sem smíðað var hjá Cochrane skipasmíðastöð- inni í Selby. Cape Kennedy er álíka skip og Victory en nokkru minna. Það er um 1200 tonn og lengdin 227 fet. Það er talið mjög full- komið að öllum tæknilegum út- búnaði, sem ætlaður er til að spara vinnukraftinn. Öll stjórn á vélum fer fram úr brúnni og þar um borð eru einnig tæki til frystingar á aflanum. Drezk fiskveiðitímarit leggja áherzlu á það, að smíði þessara nýju togara tákni bylt- ingu í togaraútgerð. En það er ekki nóg með það, að skipun- um verði breytt í framfaraátt. Þetta hlýtur jafnframt að hafa miklar breytingar í för með sér í landi og í samræmi við breytta framleiðsluhætti á skip- unum sjálfum verður að fram- kvæma endurskipulagningu í móttöku fisks og í dreifingar- kerfinu. Það er t. d. fyrirsjáan- legt að á næstu árum mun draga úr löndun á ísuðum fiski í brezkum höfnum. í stað hans mun löndun á frystum fiski fara vaxandi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.