Vísir - 10.06.1965, Page 1
VISIR
55. árg. - Flmmtudagur 10. júnf 1965. - 129. tbl.
Stöðvast farskipin ínótt?
Þemur, matsveinar og þjó’n-
ar á kaupskipaflotanum hafa
boðað verkfall frá og meS miS
nætti f nótt ef ekki hefur sam
izt um nýja kjarasamninga fyr-
ir þann tíma. Samningafundir
undanfama daga með fulltrú
um skipafélaganna hafa reynzt
árangurslausir.
Lokasamningafundur í deil-
unni hefur verið boðaður í dag
með sáttasemjara, og hefst
hann kl. 2.30. Verður þar reynt
til þrautar hvort fyrrgreind
félög starfsfólks á kaupskipim
um reynast ekki fús til að
fresta verkfaílinu um sinn, með
an línur skýrast í kjaramálun-
annarra féiaga.
1 morgun voru 7 skip í
Reykjavíkurhöfn, sem öll voru
að búa sig undir að fara
fyrir miðnætti, áður en verk-
fall skellur á.
Guilfoss á að fara að ó-
breyttu ástandi kl. 22 í kvöld
og verður að taka með sér vör
ur, sem komu frá Danmörku,
því að ekk'i vinnst tími til að
skipa þeim á land hér. Selfoss
fer í kvöld á ströndina og það
an til Rússlands og Bakkafoss
fer til Keflavíkur og. síðan á
ströndina til að losa vörur.
Selá, eitt af skipum Hafskips
h. f. fer í dag í hringferð til
losunar og lestunar og fer það
an til útlanda.
Katla, skip Eimskipafélags
Reykjavíkur fer í dag til Akra-
ness eða Keflavíkur.
Skipaútgerð ríkisins hefur
fengið Jarlinn í léiguflutninga
á Austfjarðahafnir ,og fer skipið
Framh á bls. 6.
Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, skoðar hið nýja byggingarsvæði útvarps- og sjónvarpshúss vlð Bústaðaveg í morgun. (Ljósm.:I.M.)a
Útvarps og sjónvarpshús reist við Golfskálann
30 manna sjónvarpslið ráðið á næstunni
Innan fárra ára mun mikið út-
varps- og sjónvarpshús risið á
háhæðinni skammt austan Golf-
skálans gamla, á gatnamótum
Bústaðavegar og Kringlumýrar-
brautar. Þar hefur Ríkisútvarpið
sótt um stóra lóð undir framtíð
araðsetur sitt. Ctvarpsstjóri Vil
hjálmur Þ. Gíslason fór í morg-
un á staðinn f fylgd með frétta-
manni Vfsis og skýrði honum
frá fyrirhuguðum framkvæmd-
um á þessum stað, skammt frá
Öskjuhlíðinni, þar sem hið feg
ursta útsýni er norður yfir borg
ina og suður yfir Fossvoginn.
— Hér vonumst við til þess að
fullkomið útvarps- og sjónvarps
hús rísi innan skamms, sagði út-
varpsstjóri. Landið sem við höf-
um sótt um til byggingarinnar
er stórt, aðalráðunautur okkar
telur 15 hektara nauðsynlega.
Enn er þó ekki vitað hve mikið
landrými við fáum á þessum
stað. Yrði þá aðeins ríkisútvarp
ið hér með rekstur sinn, ef til
kæmi en sjónvarpið annars stað
ar í borginni.
— Hvenær hefjast byggingar-
framkvæmdir á þessum stað?
— Það er ekki afráðið. Eins
og þér vitið stóð til að reisa
útvarpshús norðan við þann stað
sem Hótel Saga stendur nú á.
Frá því ráði hefur verið horfið,
en teikningar höfðu verið gerð-
ar af því húsi. 'Við þær má að
miklu notast varðandi hið nýja
útvarps- og sjónvarþsver.
— En húsnæðismál sjónvarps
ins ’verða í bili ieyst á annan
hátt?
— Já, Undanfama daga og
vikur hefir farið fram ítarieg
Framh. á bls. 6.
ELZTA BYGGD í REYKJAVÍK UM 610?
Niðurstaða mælinga á kolefnisrannsóknum. En þjóð-
minjavörður telur ástæðu til að taka því með mestu varúð
Kolefna-aldursgreining sem
fram hefur farið á neðstu lög-
um jarðvistarlaga í Reykjavík
frá landsnámsöld hefur leitt til
þeirrar niðurstöðu, að leifar
jiessar séu frá því um árið 610.
Skýtur það mjög skökku við
það sem sagan greinir frá um
landnám ísiands og búsetu Ing
óifs Arnarsonar i Reykjavík.
Sýnishom þau sem athuguð
hafa verið voru tekin sumarið
1962 við borun á lóðinni.
Vísir átti í morgun stutt sam
tal v'ið Kristján Eldjám um
þetta einkennilega fyrirbæri.
Taldi hann að taka bæri þess
ari athugun með varfæmi. Sýn
ishomin sem send hefðu verið
til rannsóknar hefðu ekki verið
góð og auk þess væri tekið
fram í skýrslu frá Þjóðminja-
safninu í Kaupmannahöfn, sem
framkvæmt hefði þessa aldurs
greiningu, að verið gæti, að líf-
ræn efni úr neðri jarðlögum
hefðu blandazt saman við þess-
ar leifar.
Það myndi skjóta mjög
skökku við sögu og yfirhöfuð
allar hugmyndir sem menn
hafa gert sér um landnám ís-
lands, ef byggð í Reykjavík
hefði átt að hefjast um 610 og
það jafnvel þó tekið sé t'il
greina að um 100 ára tímamun
væri að ræða eða árið 710. En
eins og kunnugt er segir sagan
að Ingólfur Arnarson hafi tek-
ið sér bólfestu hér árið 874. Og
þó það ártal sé e. t. v. ekk'i al-
veg hámákvæmt getur ekki
skeikað mikiu. Helzt það í
hendur við tímaákvörðun ótal
fornleifafunda á Norðurlönd-
um.
Áður hafa verið aldursá-
kvarðaðar leifar frá fyrstu
byggð á Bergþórshvoli og kom
sú ákvörðun ágætlega heim Við
söguna, enda vom það miklu
betri sýnishorn. Elztu íslenzkar
fornleifar em frá seinnihluta
víkingaaldar eða frá 10. öld,
en ekki frá 9. öld.
Þegnskylduvinna að bræða síldina
— segir Aðalsteinn Jónsson ó Eskifirði
Bls. 2 Vinsældalistinn
— 3 Aiþjóðlega sjó-
stangaveiðimót-
ið. Myndsjá.
— 4 Tánungar blóta
hvítasunnu á
Laugarvatni.
— 7 Úr ræðu Gylfa Þ.
Gíslasonar á
fundi kaupmanna
samtakanna.
— 9 Talað við Snæ-
bjöm Jónasson
verkfræðing.
„Við erum mjög vongóðir
hér á Eskifirði, en það eina
sem skyggir á gieðina er hvað
síldin er mögur. Það er bókstaf
lega þegnskylduvlnna að
bræða þessa sfld, sagði Aðal-
steinn Jónsson forstjóri sfldar-
bræðslunnar á Eskifirð1
Síldarbræðslan á Eskifirði
hefur nú tekið á móti um 30
þús. málum, en á sama tíma í
fyrra hafði verksmiðjan ekki
tek'ið á móti neinnj síld. Fyrsta
sfldin barst að morgni 26. maí
og bræðsla hófst tveimur dög
um seinna.
Vísir átti í gær stutt sam-
tal við Aðalstein Jónsson for-
stjóra sfldarbræðslunnar og
sagði hann m. a.: í nótt var
hér mjög mikil veiði og allt er í
fullum gangi, en það sem
skyggir á gleðina er hversu
mögur síldin er. Þetta er bók-
staflega þegnskylduvinna að
bræða þessa sfld. Við fáum há
mark 9-10 kg. af lýsi úr hverju
mál'i. Verðlagsráð situr nú á
rökstólum fyrir sunnan til þess
að ákveða verð á bræðslusfld-
inni í sumar og ef það hækkar
frá því í fyrra töpum við tugum
kr. á hverju máli. Nauðsyn-
legt væri að athuga möguleika
á því, að miða verð'ið við fitu-
magnið í sfldinni, sagði Aðal-
steinn að Iokum.