Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 5
VlSIR . Föstudagur 11. júní 1965. 5 utlönd í morgmi útlönd í morgun utlönd i morsun utlönd í morgT.m DE GAULLE KOMINN TIL BONN OGRÆDIR VIÐ ERHA RD ÍDAG Lindsay De Gaulle Frakklandsforseti er kominn til Bonn til viðræðna við Ludwig Erhard kanslara Vestur- Þýzkalands. 1 sáttmála Frakklands og Vestur- Þýzkalands sem þeir voru höfundar að dr. Adenauer og de Gaulle, eru ákvæði um slíka fundi á misseris fresti og eru þeir haldnir í Bonn og París til skiptis. Viðræður þeirra de Gaulle og Er- hards munu vekja sérstaka athygli að þessu sinni, þar sem Erhard er nýbúinn að vera í Washington til viðræðna við Johnson forseta og hefir lýst yfir fylgi við hann í Viet- nam og lýst yfir, að hann muni gera tilraun til þess að fá ríkis- stjórnir Frakklands og Bandarikj- anna til þess að sættast á deilumál sfn. Fréttir frá Bonn herma, að stefna de Gaulle eigi litlu fylgi að fagna meðal Vestur-Þjóðverja og menn eru sagðir þar lítt trúaðir á, að Er- hard takist að mjókka bilið milli hans og Johnsons forseta. Það er ekki aðeins um Evrópu sem þá greinir de Gaulle og LBJ — heldur og um Vietnam. De Gaulle hefir nýlega gagnrýnt stefnu Johnsons varðandi Vietnam og sló á sömu strengi og áður þau mál varðandi við komuna til Bonn. — Blæs þyí ekki byrlega um einingu á viðræðufundunum f dag. Nauðungaruppboð Wagner borgarstjóríí N. Y. fer ekki fram gegn Lindsay annað og síðasta á húseigninni nr. 24 við Efstasund, hér í borg, þingl. eign Vigfúsar Guðbrandssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 16. júní 1965. kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Wagner borgarstjóri í New York hefir ákveðið að verða ekki í kjöri í borgarstjórnarkosningunum sem fram undan eru, en hann hefir ver- ið borgarstjóri þar við góðan orð- stir í 12 ár. Hann er víðkunnur maður og meðal helztu leiðtoga demokrata. Flokknum er nú mikill vandi á höndum, þar sem tiltölulega stutt er til kosninga, en mjög áríðandi fyrir flokkinn að fá sigurstrangleg- ÍBÚÐ ÓSKAST Höfum kaupanda að ca. 140 ferm. íbúð, 5-6 herbergjum í sambýlishúsi eða tví- eða þríbýl- ishúsi. íbúðin þarf að vera laus í september eða októbermánuði. Mikil útborgun. FASTEIGNASKRIFSTOFAN Austurstræti 17, 4. hæð. (Hús Silla & Valda). Simi: 17466 Kvöldsími 17733. Sumarbústaður Höfum verið beðnir um að útvega sumarbú- stað á góðum stað mikil útborgun ef um góða eign er að ræða. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10. 5. hæð. Si'mi 24850 og kvöldsimi 37272 Notað timbur Til sölu gott, notað timbur mjög ódýrt, 2x4 og 2VíxQ panell, þakjárn o. fl. Uppl. í síma 24954 og í síma 21673 eftir kl. 7 á kvöldin. TIL SÖLU Stór 3 herb. kjallaraíbúð við Barmahlíð sér inngangur sér hiti 5 herb. íbúð í Vesturbæn- um, sér inngangur, sér hiti. Bílskúr. F ASTEIGN AMIÐST ÖÐIN Austurstræti 12 — Símar 20424 og 14120. Blómubúðin Gleymmérei Vill minna yður á þetta lága blómaverð. BLÓMABÚÐIN GLEYMMÉREI Sundlaugavegi 12 — Sími 31420. an frambjóðanda, þar sem á það mundi verða litið sem mikið áfall fyrir flokkinn að tapa i New York. Borgarstjórar í New York City og rikisstjórar New York ríkis eru nefnilega menn ,sem jafnan er talið að koma muni til greina sem for- setaefni. Demokratar hafa átt traustu fylgi að fagna í New York tíðast, en nú liggur mikið við og ekki að eins vegna þess, að Wagner ætlar ekki að vera í kjöri. Af hálfu repu blikana verður í kjöri ungur maður að nafni Lindsay, og er hann sagður minna allmjög á Kennedy heitinn forseta hvað glæsileik og gáfur snertir, enda gera republik- anar sér nú sigurvonir í New York, en ef hann sigraði þar er alveg vafalausí, að á hann yrði litið sem líklegt forsetaefni repubiikana í næstu forsetakosningum. í STUTTU MÁLI ► Öryggisráðið kemur saman n.k. þriðjudag til þess að ræða tillögu um að framlengja dvöl friðargæzluliðsins á Kýpur enn um 3 mánuði frá 26. júní að telja. ► Haft var eftir áreiðanleg- um héimildum 1 gær f Washing ton, að 20.000 bandarísklr her- menn væru á leið til Suður- Vietnam. Talið er, að 100.000 manna bandariskt lið ver'ðl þar seinna f sumar. Þegar John- son tók við fyrir 3 misserum höfðu Bandarikin þar 14.000 manna lið. ► 1200 lögreglumenn f Bonn gæta öryggis de Gaulle Frakk- landsforseta er hann kemur þangað í dag (föstudag) til við ræðna við Ludwig Erhard kanslara. ► 22 ára gamall Austur-Þjóð verji flýði vestur yfir mörkin f fyrrinótt á sundi yfir ána Spree. Hann varð fyrir mörg- um skotum austur-þýzkra landamæravarða en komst yfir, og var fluttur alblóðugur f sjúkrahús. Talið er að hann sé ekki í Iífshættu. TIL SOLU Höfum til sölu 2 herb. íbúð og 1 herb. í risi í blokk við Lönguhlíð. Teppi á öllum gólfum Mjög falleg íbúð. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10 5 hæð. Sími 24850. Kvöldsfmi 37272. Frá Menntaskólanum nð Laugarvatni Umsóknir um skólavist næsta vetur þurfa að berast fyrir 1. júlí. Umsóknum skal fylgja landsprófsskírteini og skímarvottorð. Skólameistari. Trillubátur til sölu Trillubátur ca 3 tonn með nýupptekinni vél til sölu. Báturinn er með stýrishúsi og yfir- byggðum hvalbak. Verð 40 þús. Útborgun 15 þús. Uppl. í síma 50016. Pólsku gallabuxumar komnar aftur í stærð- unum 8—10—12. Verð frá kr. 130,00. Flónelsskyrtur drengja verð frá kr. 85,00. Peysur í úrvali. með fatriaðinn á fjölskylduna Laugaveg 99, Snorrabrautar megiii — Sími 24975

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.