Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 11.06.1965, Blaðsíða 6
VÍSIR . Föstudagur II. júní 1963. laawiMMHaa——I 6 n VERÐ EKKI MILLJONARI" — segir Osvald Knudsen, sem hefur samið um s'ólu á Surtseyjarmynd sinni á heimsmarkað „SURTUR FER SUNNAN“, mynd Ósvalds Knudsen um Surt og Surtsey á eftir að birt- ast oft á hvita tjaldinu. Samn ingur hefur verig gerður við bandarískt fyrirtæki North Shore News Co. Inc. um afnot og dreifingu á myndinni í Bandaríkjunum, Kanada, Mexí- kó og Puerto Rico. Til að byrja með verða gerð 2500 eintök af myndinni. Síðar verður reynt að ryðja myndinni braut inn á heimsmarkaðinn og skuldbind ur North Shore Co. sig til að vinna að þvf. Eigandi þessa fyrirtækis mun vera prófessor Bauer, sem kunn ur er orðinn hér vegna áhuga sfns á Surtseyjarmálefnum. — Fékk hann mikinn áhuga á mynd Ósvaldar þegar £ upphafi. Voru gerðir samningar um þetta fyrir milligöngu Stein- gríms Hermannssonar, fram- kvæmdastjóra Rannsóknarráðs ríkisins og lögmannanna Þor- valdar Þórarinssonar og Sigurð ar Reynis Péturssonar. Við óskuðum Ósvaldi til ham ingju með samninginn í morgun og væntanlegar „milljónir" hans. „Ég verð nú varla ríkur þó ég seldi réttinn til að láta gera þessi 2500 eintök. Ykkur að segja hef ég alveg eins gam an af þessu þótt ég fái ekki nein ósköp fyrir það. Þetta er fyrsta myndin min sem fer á heimsmarkað og ég hef mjög mikla ánægju af þessu“. í vor sýndi Ósvald myndina um Surt í Gamla Bíói í Reykja- vík og var henni vel tekið. Með henni var og sýnd myndin „Sveitin milli sanda“, sem fjallar um Öræfasveitina og „Svipmyndir sem fjalla um líf og starf ýmissa þjóð- kunnra manna. Er Ósvald nú að leggja af stað í sýningar- ferðalag með myndir sínar. Hefj ast sýningar á Eyrarbakka £ kvöld. Sfœndsamciður — Framh. af bls. 16 skreiddist niður af þakinu aftur og staðnæmdist móts við Múlakaffi. Þar stóð bill á götunni og inn í þennan bíl fór maðurinn og lét hann renna niður brekkuna og nið- ur á Suðurlandsbraut. Þar fór hann út úr bilnum og hvarf sjónum mann anna. Á meðan. höfðu þeir náð i leigubíl og báðu bílstjórann að gera lögreglunni aðvart. Fór lögreglubíll á stúfana og tvær leigubifreiðir að leita mannsins og innan skamms fann annar leigubílstjórinn hann inni á Suðurlandsbr. Var hann þá handtekinn og fluttur í geymslu. Við yfirheyrslu hjá rannsóknar- lögreglunni í gær kvaðst maður- inn lítið muna eftir umræddri nótt eða hvað þá hefði gerzt. Gamem — Framh. af bls. 8 góð lífskjör. Býlin eru flest í stærra lagi og greiðar samgöng ur við aðra landshluta og án nokkurra verulegra undantekn- inga, þá hafa lífskjör manna hér um slóðir batnað mjög und anfarið. Aftur á móti er vafa- samt hvort byggð helst lengi á Norðurströndum. Þar er víða gott Iandrými til búskapar en það er dreift og samgöngur við þá staði eru erfiðar. — Og að lokum, Guðbrandur, hefur ísinn valdið ykkur bænd- um einhverjum erfiðleikum? — Ég held að isinn hafi yfir- Ieitt valdið skaða hvar sem hann var. Til dæmis hófst æðar varp hér síðar en venjulega og allt útlit bendir til að selveið- arnar verði með rýrasta móti í ár. 3 herbergja íbúð Til sölu er skemmtileg þriggja herbergja í- búð, ca. 90 ferm. á I. hæð á Seltjarnarnesi. Hagstætt verð, lág útborgun. FASTEIGNASKRIFSTOFAN Austurstræti 17. IV. hæð. (Hús Silla & Valda). Sími: 17466. Kvöldsími: 17733.____ Tryggingar og Höfuikiicáupendur 2*3 he'rb. ibúftuni víðs- vegar um bæinn. Háar útborganir. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10 5 hæð. Sími 24850. Kvöldsimi 37272. ísskápur ísskápur til sölu vegna flutnings. Uppl. Vesturgötu 50A 5. hæð. Sími 23565. Síntaskráin — Framhald af bls 1. Þá er viðskiptaskrá einnig mun fullkomnari. Sýnishorn af heilla óskaskeytum Landssímans og kort yfir Reykjavík er nú aft ast £ skránni. Að öðru leyti er skráin mjög svipuð þeirri síð ustu. — Samkvæmt upplýsing I um sem Vísir fékk frá Bæjar-; símanum í morgun verður senni I lega byrjað að dreifa skránni hér í Reykjavík 20. þ.m., en nánar verður skýrt frá því slðar Meðfylgjandi mynd er tekin niðri í Hólum, þar sem tíu manns vinna frá morgni til kvölds við bókband. Þing ungro Sfálfstæðism. ú Norðurlnndi Aðalfundur Fjórðungssam- bands ungra Sjálfstæðismanna á Norðurlandi verður haldinn í Bifröst á Sauðárkróki dagana 12. og 13. júní. Hefst þing sam bandsins með almennum fundi kl. 16 á laugardaginn. Á fundinum munu flytja er indi þeir Gunnar G. Schram ritstjóri, Stefán Stefánsson bæjarverkfræðingur og Stefán A. Jónsson frá Kagaðarhóli. Á fundinum mætir sr. Gunnar Gislason alþingismaður. Sjónvarpstæki Vegna brottflutnings er til sölu R.C.A. Victor sjónvarpstæki. Sími 30374 eftir kl. 5. Bíll til sölu Góður Skoda Octavia ’58 nýskoðaður til sölu. Sími 36729. Bíll óskast Skoda Combi station greiðsla; Sífni 11851 64 óskast! Stað- AAAAAAAíWWVWWNAA/VWSAAAAAAAAAAA/NAAAAAi Öllum þeim mörgu nær og fjær, sem minntust mín með skeytum, blómum og öðrum góðum gjöfum, í tilefni af sjötugsafmæli mínu, sendi ég mínar beztu þakkir og óska þeim árs og friðar. Sérstakar kveðj- ur og þakkir sendi ég nemendum mínum eldri sem yngri fyrir hlýhug og virðingu sem þeir vottuðu mér og Reykholtsskóla í sambandi við þetta afmæli mitt. Þórir Steinþórsson, Reykholti. HÚSGAGNAMARKAÐURINN AUÐBREKKU 53 KÓPAVOGI BÝÐUR UPP Á 20% AFSLÁTT gegn staðgreiðslu á öllum framleiðsluvör- um fyrirtækisins. • SVEFNSÓFAR SVEFNBEKKIR, SÓFA- ÚTDREGNIR BEKKIR, SÓFASETT, 4 gerðir. KASSABEKKIR ARMSTÓLAR, SÓFABORÐ, VlPP-húsbóndastóll INNSKOTSBORÐ, SÍMABORÐ HJÓNARÚM o.m.fl. ÍSLENZK HÚSGÖGN h.f. SÍMI 416 90 \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.