Vísir - 14.06.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 14.06.1965, Blaðsíða 2
Skandinavíustúlkur orsök vaxandi glæpa á SPÁNI Stolnar ástir Ástarbrall danskra og sænskra stúlkna í sumarleyfum á Spáni, er orsök vaxandi afbrota ungra manna þar í landi, segir i doktorsritgerð, sem ungur lög fræðingur mun verja við Há- skólann í Madrid á næstunni. Lögfræð'ingurinn hefur í mörg ár haft aðgang að fang- elsum í ‘Madrid og leyfi til að spyrja fangana um ýmis atriði. Margir þeirra hafa skýrt frá því að þeir hafi sótzt eftir ást- um norrænna kvenna, einkum vegna þess að þeir fái ekki að sænga með spönskum stúlkum fyrr en eftir hringtrúlofun. Þeir halda fram að auðvelt sé að komast í „náin“ kynn’i við skandinavísku stúlkurnar, en þá þurfi þeir að kaupa sér fín föt og hafa peninga til að geta boðið þeim út. Þess'i út- gjöld fara fram úr tekjum þeirra, svo að þeir hafa neyðzt til að afla sér „ástarfjár" á ó- heiðarlegan hátt. Lögfræðingurinn vill halda því fram, að sök’in liggji hjá hinum norrænu stúlkum og þama séu þær í rauninni að njóta „stolinna ásta“. Nýtt Bítlabrúðkaup? Fyrir örfáum dögum síðan til hann hefur undanfarið eytt kynnti Paul McCartney að með henni sumarleyfi i Port- hann hefði í hyggju að kvænast úgal. Við blaðaman sagði vinkonu sinni, Jane Ashed, en hann: Vinsældarlisfinn Fresfur fiS uð sendu filBögur um vinsældurlisfunn og „Bítlubréf#/ er fii húdegis. næsfu fösfudug — Ég verð þriðji bítillinn sem giftir s’ig. Hvenær það verður vitum við ekki — við höfum hugsað okkur að gefa okkur tíma til að kynnast hvort öðru betur. Eins og kunnugt er, þá ér textahöfundurinn fyrsti kvænti bítillinn, síðan trommarinn, og nú er spurningin: hver verður sá þriðji. Daginn eft'ir að hafa sagt fyrrgreind orð sagði hann við annan blaðamann: — Ég verð ekki sá þriðji. Og þá er aðeins George Harri son eftir. ;| Kári skrifar: Erlendir Það Iiggur erlent skemmti- ferðaskip í höfn'inni, og gamlar konur koma í land og svipast um eftir eskimóum, og verða fyrir mestu vonbrigðum á ævi sinni. Sumar eru þó það fróðar, að þær vita að hér búa sömu eskimóarnir /Og annars staðar, sumar vita enn meira. Ein vék eér að mér hjá pósthúsinu og spurði mig hvar við værum að búa til land . .. hana langaði svo mikið að sjá hvernig farið væri að því að búa til land. Ég reyndi að koma henni í skiln- ing um hvar þær framkvæmd ir væru á döfinni, ég sagði hen'ni að yfirlandtilbúningsfræð ingurinn væri víst einmitt staddur þar úti núna, eini sér- fræðingurinn í heiminum, sem kynni að búa til land, en reynd ar væri bandarískur sérfræðing ur I læri hjá honum, en ekki vitað hvað næmur hann væri, það þyrfti haus til. Gamla kon an spurði mig hvort nokkur rússneskur mundi í læri hjá gestir honum — ég kvað nei við vit anlega hefðu rússneskir sent þangað sína njósnara, en ann- ars þættust þeir kunna fljót- legri og hagkvæmari aðferð til að búa til land. Gamla konan var ósköp fegin, hún sagði að það væri ekkert að marka, þó að rússneskir þættust kunna þetta og annað, þeir þættust t. d. hafa sent menn og konur út í geiminn. en það væri tóm vit- leysa það hefði bara verið smá segulbönd, sem talað hefði ver- ið inn á áður, og svo hefði spil inu verið stjórnað að neðan, þess vegna hefði öllu verið haldið leyndu . . Það væri eitt hvað annað með Bandaríkja- menn. Svo spurði húrt mig hvað orðið hefði af Eskimóun- um — mér varð svarafátt, sagði þó að þeir hefðu yfirleitt fengið starf á skrifstofum hins opinbera, og þekktust ekki leng ur úr 'nema .. já, nema hverju, ég lét sem ég myndi ekki orðið . .. í dag dettur mér í hug að gera skrúðgarðarækt að um- talsefni. Skrúðgarðar kringum híbýli fólks er eðl’ilega hugðar- efni margra húseigenda eða húsráðenda í kauptúnum og kaupstöðum og einnig á bænda býlum til sveita. Sumir kaup- staðir hafa reynt að vekja á- huga þess með því að verð- launa eða veita viðurkenningu fyrir fegurstu garða á hverju sumri. Þetta virðist í hvívetna vera hin virðingaverðasta við- leitni til að fegra einstaka garða og heildarsvipmynd hvers einstaks kaupstaðar eða bæjar. ÍSLENZKUR STÍLL Blómskrúð og trjágróður hef ur til þessa verið höfuðéin- kenni allra þessara garða og að mörgu leyti eðlilegt því af hvoru tveggia er ísienzk nátt- úra næsta fáskrúðug. En hinu ber þá heldur ekki að neita að mikíll hluti þess gróðurs, sem plantað er út, hvort heldur eru blóm eða tré, er erlent að upp- runa og þess vegna fá garðarn- ir meiri eða minni erlendan svip. Nú kemur mér önnur hug- mynd í huf. Væri ekki hægt að skapa hér á landi sérstaka skrúðgarðamenningu sem hefði á sér að mestu Ieyt'i íslenzkan blæ. Þannig að aðaláherzlan yrði lögð á innlendan gróður t.d. birki, sem er fegurst allra trjáa, og þær blómjurtir sem dafnað hafa um aldir í íslenzkri jörð. i GRÓÐUR OG GRJÓT En gróðurinn ætti samt sem áður ekki að skipa öndvegið, heldur íslenzkt grjót. Það má segja að ísland sé gullnáma að grjóti. Litafegurðin í því gengur oft og e’inatt ótrúleika næst og hún fölnar hvorki að vetri né sumri Gætu skrúðgarðaarki- tektar ekki lagt meiri áherzlu á grjótið okkar en þeir hafa gert til þessa og myndu þeir ekk'i með þvl geta skapað sér- kennilegan og nýstárlegan ís- lenzkan stíl í skrúðgörðum? AUÐUR í ÍSLENZKRI JÖRÐ Mér datt þetta í hug fyrir skemmstu þegar ég var staddur vestur á Snæfallsnesi og var að skoða Drápuhlíðarfjall og hið undur litfagra grjót í því hver dásamlegur auður væri fólginn í íslenzkri jörð, auður sem enn er ekki nýttur, en á mikla fram tið fyr’ir sér. En það eru fjölmargir aðrir staðir heldur en Drápuhlíðar- fjall sem búa yfir auðlindum litfagurs grjóts. Það er víða að finna og sumstaðar miklu nær heldur en þar. Fyrir flesta garð eigendur er því v'innandi vegur að sækja grjótið ef þeir aS öðru leyti fá skynsamlegar og smekklegar leiðbeiningar um notkun þess og niðurröðun. FRAMTfÐARVETTVANGUR Og hér er tvímælalaust fram tíðarvettvangur fyrir notkun grjótsins sem skraut, fyrst og fremst i görðum, en líka við byggingar húsa og innréttingar Hitt er manni lfka ljóst að nið urröðun, notkun og iitaval grjótsins er ekki vandalaust. Þar þarf í senn frumlegan og smekklegan sérfræðing — senn'ilega helzt arkitekt — til að leiðbeina fólki og hjálpa. '■'oassBmzimmsítraBseaiaiœaiMwa s

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.