Vísir - 14.06.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 14.06.1965, Blaðsíða 7
7 V í S IR . Mánudagur 14. júní 1965. ÆÐRIJURTIR í SURTSEY VISIR ræð/V v/ð dr. Sturlu Friðriksson, erfðafræðing um gróðurathuganir i Surtsey og hinn merkilega plöntufund jbar nýlega. Hann gerir m.a. grein fyrir Jbv/, hvað þassi fundur sannar V „Það verður fróðlegt að sjá, hvernig plönturnar, sem fundust í Surtsey, dafna“, sagði dr. Sturla Friðriksson erfðafræð- ingur, þegar Vísir náði loks tali af honum í IAtvinnudeild Háskól- ans, „við fundum 3 æðri plöntur: Það var fjöru- kál, sem vaxið hafði upp af fræi, sem hefur bor- izt frá sjó — enda er Sturla dró fram plastöskju: „Hér er t.d. fræ af sömu plöntu“, sagði hann. „Á hvaða þroskastigi var plantan, þegar þið funduð hana?“ „Hún var nýsprottin úr sand- inum með kímblöðum og nokkr- um laufblöðum“. „Hvar á eynni funduð þið plöntuna?“ „Þetta var norðaustan á eynni við lónið — hinar tvær fundust rétt á sama svæði. Þetta eru fyrstu æðri jurtimar, sem vaxa upp af fræi á Surts- ey“. „Hvenær hefur fræið borizt?" „í vetur eða fyrrahaust. 14. Fjörukál úr Surtsey. fjörukálið strandjurt og fræið hefur mikið flot- magn. Það er því skilj- anlegt, að þessi planta geti verið hinn fyrsti landnemi í Surtsey". maí ’64 fundum við hins vegar fyrstu fræin á Surtsey. Þá vora líka reknir lifandi jurtahlutar — alls konar bútar og tætlur — jafnvel fundust heilar plönt- ur eins og fyrr hefur verið get- ið í fréttum. Síðan hefur Ey- þór Einarsson og ég annað veif- ið verið að finna jurtahluta á eynni.“ GRÓÐURSKILYRÐI. Dr. Sturla sagði, að þessi fræ, sem fundust fyrst á eynni (þ.e.a.s. áður en spiruðu plönt- urnar fundust) hefðu ekki verið spírunarhæf. — „Þetta vora melfræ, hvannafræ auk fjöru- kálsfræs". Hann kvað melinn geta spírað við jarðvegsskilyrði, sem nú væra fyrir hendi á eynni. „Þama eru góð vaxtarskil- yrði fyrir ýmsar tegundir jurta. Þang hefur rekið upp I fjöra- kambinn. Þess vegna er tals- vert af lífrænum efnum í jarð- veginum. Þarna í fjörukambin- um við lónið era orðin gróður- skilyrði fyrir æðra sem lægra plöntulíf". Sturla sagði, að það væri at- hyglisvert, að æðri plöntur væra svo fljótar að nema land 1 eynni. („Þær virðast.á undan skófum og mosum, sem er eðli- leg framvinda á nýjum hraun- um“). „Það má búast við öðrum strandjurtum — hins vegar er dálítið erfitt að gera spádóma," sagði hann. „Hvaða vfsindalegt svar veitir kálið, sem fannst?" „Þessi plöntufundur í Surts- ey sannar, að fjörukálið getur lifað seltu sjávarins og aðflutn- ing á sjó á þessum vegi, sem er a.m.k. frá nærliggjandi eyju á Vestmannaeyjaklasanum — Geirfuglaskeri. Það er kannski óvísindalegt að segja, að fleiri jurtir geti farið sömu leið“. GRÓÐURATHUGANIR. Varðandi gróðurathuganir á Surtsey sagði dr. Sturla: Dr. Sturla Friðriksson, erfðafræðingur: ,,Það er kannski óvísinda- legt að segja, að fleiri jurtir geti farið sömu leið og fjörukáiið fór“. (Ljósm. stgr.) „Við höfum oft viljað bera Surtsey við önnur gróðurlaus svæði á landi, en Surtsey. hefur þá sérstöðu, að fuglalíf er mik- ið kringum eyna, þannig að drit fuglanna mundi gera jarð- veginn fyrr frjósamari heldur en hann mundi annars vera, ef hann væi annars staðar inni á landi. Við höfum verið að bera aðstæður saman við Hekiu- hraun. Það má búast við því, að Surtsey klæðist fyrr gróðri en hrauniendið þar um slóðir. Fuglamir geta líka borið j fræ að eynni og plöntuhluta kring- um varpsstövar ...“ „Þér minntuzt á Eyþór Ein- arsson — hafið þið unnið sam- an að þessum athugunum?" „Við höfum verið til skiptis í þessum athugunum og Eyþór gaf skýrslu um þær á Surtseyj- arráðstefnunni ...“ „Hvað er síðast að frétta af gróðurlífi í Surtsey?" „Nú hafa fundizt fleiri plönt- ur — síðustu leiðangursmenn sögðu, að komið væri upp svo- lítið svæði í námunda við stað- inn, þar sem fyrstu plönturnar fundust". • — stgr. kvik mynair Stjörnubíó kvlk I myndir ~~|^^kvik m vudir kvik myndir kvik\kvik myndirjmyudir HttMf kvik “ SMmyndirBUMHgJmyndir Bobbi greifi nýtur lifsins nefnist þýzk gamanmynd, sem er í Stjörnubíó um þessar mundir. Myndin fjallar um vinina tvo, Bobby greifa og Mukka barón, sem ákveðið hafa að gerast leyni- lögreglumenn. Þeir félagar, sem leiknir eru af Peter Alexander og Gunther Philip, lenda í ka*ti við eiturlyfjasmyglara á skemmtiferða skipi, en inn í ævintýrið blandast in á leikritið og kvikmyndina Frænku Charleys, en mynd þessi er mjög í Jerry-Lewis-stíl og á köfl- um eru skrípalætin og apakatta- hættirnir svona rétt í það mesta. En eins og allt sem gott er, þá endar myndin vel, en það sem að- dáanlegast er við myndina, er hve leikstjórunum tekst að gera þýzka fitukalla og bjórsvelgi að vinaleg- um og elskulegum glæpamönnum. Arabíu-Lawrenoe, þá hafa fram- leiðendur þessarar myndar hagað því svo ,að enginn er drepinn, en glæpakallamir fá verðuga refsingu: Þeir era kaffærðir í sundlaug. Og sólin tekur að skfna og ungu elsk endumir leiðast eftir gullnum regnboga inn í stjömum prýdda framtíðina. — b. sigtr. Nýjabíó Ævintýri ungs manns Þessi bandarfska stórmynd gerð eftir skáldsögu Nóbelsv.- launahöfundarins Hemingways, er saga um lífsreynslu hans sjáifs, framleidd af Jerry Wald við leikstjóm Martins Ritt. — Fjallar hún um þroskaferil höf undarins og lífsreynslu og hefst sagan vestur f Bandaríkjunum 1917, þar sem söguhetjan — Nick á heima. Hann er leiður á öllu, útþráin ólgar í blóðinu og hann strýkur að heiman og hefst þannig ævintýra- og þroskaferillinn, er myndin lýs ir. Richard Beymer fer með hlutverk Nicks mætavel, en með hlutverk föðursins Arthur Kennedy. Sérstaka athygli vek- ur leikmeðferðin í hlutverkum hins geðbilaða hnefaleikakappa stjóra. og hins drykkfellda auglýsinga Nick ítölsku stúlkuna, sem ur Susan Strasberg. — Mynd verður ástfanginn af, leik sem á skilið beztu meðmæli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.