Vísir - 14.06.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 14.06.1965, Blaðsíða 11
V1SIR . Nlánudagur 14. júní 1965. n klandsmeistararnir töpuðu fyrír Akureyri á heimavelli! Óvænt úrslit i Njtarðvík þegar „nýlið- arnir4# unnu 1:0 mjög verðskulduð í gær Afeureyringar náðu upp á tindinn til Valsmanna eftir að sigra íslandsmeistarana á heimavelli þeirra í Njaisðvík í gær. Þar voru „nýliðarnir“ í 1. deild í 4 kluIÖkustundir, þar til Valsmenn höfðu sigrað Fram í Laugardal í Reykjavík. Það hafa eflaust ekki marg- ir fariið á völlinn til að sjá Akureyringana sigra í þessiam leik, en það er samt staðreynd að íslands- meishararnir urðu að sjá þarna enn af tveim stigum og \ierða þeir nú að fara að herða róðurinn ef þeir ætla|sér að verja titil sinn. Þeir eiga nú tækifæri á að fá 15 stig í mótinu, en til þess verða þeir að vinna þá 6Í leiki, sem þeir eiga eftir. Me6 þeim leik, sem Keflavík sýndþ í gær, tekst það örugglega ekki.; Með slíkum leik verður það Keflawík, íslandsmeistararnir, sem FALíÍA í 2. deild, svo slakir voru þeirfeí gær á eigin velli með rúm- lega^'þúsund manns til að hvetja sig. Leiikurinn var fjörugur og skemmtilegur á að horfa. Akureyr- ingar léku mun betur í fyrri hálf- leik og uppskáru eitt mark, — sigurmarkið, fyrir leik sinn. Það var /skorað eftir 26. mín. leik af Valsteini Jónssyni v. útherja, en áður hafði hann „brennt“ yfir marikið í gjöropnu færi og markið mannlaust með öllu. Markið skoraði hanm eftir að Högni Gunnlaugsson hafiði reynt að renna boltanum til Kjartans markvarðar. Bæði var að boBtinn var heldur stuttur og að Kja.rtan hikaði, en það gerði Val- steiinn hins vegar ekki og setti táma í boltann og inn rann hann ogf færði Akureyringa þar með upp d -efsta sætið á 1. deildartöflunni með Valsmönnum. Akureyringar reyndust mun haUtuIegri í sókn í þessum leik en heimaliðið. Þar var eitt allsherjar islen yfir liðinu. Einn bezti fram- herji liðsins, Rúnar Júlíusson, hafði komið akandi um nóttina frá Sigluf. en þar hafði hann verið að leika með hinni vinsælu hljómsveit sinni, Hljómum, kvöldið áður. Hann var greinilega örþreyttur. Og verra en það, því Rúnar hefur sýnt sífellt lakari leiki, sem líður lengra á hljómleikaferðalag þeirra félaga. Sama var um aðra leikmenn Keflavikur að segja. Framlínumenn- irnir höfðu ekki þann neista, sem áður hefur verið í liðinu. Boltinn gekk ekki milli manna og sending- amar voru oft á mótherjann. Ak- ureyringum gekk þetta hins vegar betur og voru fljótari á boltann. í seinni hálfleik léku Keflvík- ingar undan golunni og vörðust Akureyringar aðallega, en brutust öðru hvoru upp og voru hættuleg- ir. Hins vegar tókst Keflvíkingum aldrei að setja Akureyrarmarkið í neina verulega hættu, en einna helzt vom tvær aukaspyrnur Högna Gunnlaugssonar seint í leiknum hættulegar, en hinn rólegi markvörður Akureyringa bægði sérhverri hættu frá. Beztu menn í liðunum voru Steingrímur Björnsson og Skúli Ágústsson hjá Akureyringum. Steingrímur hefur sjaldnast sézt berjast sem nú. Berjist Steingrímur alltaf eins og nú er hann leikmað- ur, sem hver miðvörður má vara sig á og svo reyndist nú með Högna Gunnlaugsson, sem réði mjög illa við hann. Valsteinn var mjög skemmtilegur og Magnús Jónatansson og Guðni Jónsson vom sterkir á miðjunni, mun sterk- ari en framverðir Keflavíkur og miðvörður liðsins sömuleiðis, — fyllti nærri því það mikla skarð sem Jón Stefánsson skilur eftir sig. Af Keflvíkingum voru bakverð- irnir einna beztir. Ólafur Mar- teinsson er alltaf traustur leikmað- ur, þótt lítið fari fyrir honum og Sigurvin sömuleiðis, en er full ó- löglegur í leik sínum. í framlín- unni var það einna helzt Karl Her- mannsson sem reyndi að gera eitt- hvað. Dómari var Grétar Norðfjörð og dæmdi ágætlega — jbp — Valsmenn heppnir tí sigurgönganni Fram útti skilið jafntefli eða jafnvel sigur í gærkvöldi, en Valur vann 2:1 Valsmenn halda áfram sigurgöngu sinni í 1. deild. Þeir hafa nú lokið 4 af 10 leikjum sínum. Það má segja sem svo: Þeir eru eina liðið í deildinni sem er úr fallhættu. Hvort þeir vinna íslandstignina 1965, skal engu spáð. Það geturj orðið hvert liðanna sem er j því aldrei fyrr hefur keppn i in verið jafn hörð og nú. í gær vann Valur Fram með 2:1 og eru þau úrslit Sig. Dagsson gripur £ leik Fram og Vals í gærkvöldi. Helgi Númason kemur hlaupandi í átt til hans, en Matthías horfir á. ekki í hlutfalli við þau tækifæri, sem Framarar veltu sér bókstaflega upp úr í leiknum, en nýttu ekki. Jafntefli hefði verið mjög sanngjamt eða eins marks sigur Fram. Ingvar Elísson klúðraði herfilega tví eða þrivegis í byrjun leiksins í ágætum marktækifærum. Fyrsta markið skoraði Fram og var það á 26. mínútu og skoraði hinn ungi miðherji Hreinn Elliðason markið mjög laglega. Baldur Scheving náði boltanum nálægt miðju, óð upp hægra megin og gaf nákvæman bolta fyrir í átt að markinu, Hreinn var svo sannarlega með á nótunum og kastaði sér á eftir boltanum og herti á honum í netið, en markið var óverjandi fyrir Sigurð Dags- son markvörð Vals. Ekki liðu nema 8 mínútur þar til Valur jafnaði. Markið var að vísu ekki skorað með sama glæsibrag, en engu að síður nógu gott til að færa markatöfluna. Bergsveinn kc^mst inn í sendingu frá Ólafi Óláfssyni til markvarðar og skor- aði fram' hjá markverðinum 1:1. Framarar sóttu megnið af seinni hálfleik að marki Vals en tókst ekki að skora. Áttu þeir þó ágæt skot, en Sigurður Dagsson, sem er á góðri leið með að leika sig inn í Iandsliðið, bjargaði alltaf og oft á stórkostlegan hátt. Valsmenn skoruðu hins vegar 1. deild Á Keflavík—Akureyri 0:1. Valsteinn Jónsson, v. útherji < Akureyrar skoraði hið dýrmæta, sigurmark gegn Islandsmeistur- < um Keflavíkur á 26. mínútu J leiksins. ic Valur—Fram 2:1. Hreinn Elliðason skoraði 1:0 < fyrir Fram með fallegum skallaj á 26. mín. Bergsveinn Alfonsson , skoraði 1:1 á 34. mínútu, en< sigurmark Vals skoraði Ingvar J Elísson á 30. mín. síðari hálf- leiks. Staðan eftir Ieikina í gær: Valur 4 3 1 0 7 10:5] Akureyri 4 2 1 1 5 7:7, KR 3 1 2 0 4 5:4 < Keflavik 4 1 1 2 3 3:5 \ Fram 4 1 0 3 2 6:5 < Akranes 3 0 12 1 5:7 J Markhæstu menn í 1. deild: Hreinn Elliðason, Fram, 4] Bergsveinn Alfonsson, Val, 3 < Skúli Ágústsson, Akureyri, 3 ] Steingr. Dagbjartsson, Val, 3, Baldvin Baldvinsson, KR, 2< Ellert Schram, KR, 2 ] Reynir Jónsson, Val, 2< Skúli Hákonarson, Akranes, 2\ Steingr. Björnsson, Akureyri, 2 2. deild Leikirnlr um helgina: 4:4 < 0:1 5:1 ★ Siglufjörður—Þróttur (1:1). ★ Vestmannaeyjar — FH (0:0). ísafjörður — Víkingur (2:0). ★ Skarphéðinn mætti ekki til] leiks i Kópavogi gegn liði < Hauka úr Hafnarfirði og fá1 Haukarnir því stigin án leiks. ] Staðan í deildinni: A-riðill: Þróttur 3 2 1 0 5 19:5 'Siglufj. 2 1 1 0 3 7:4 Haukar 2 1 0 1 2 1:3 Reynir 1 0 0 1 0 0:3 Skarph. 2 0 0 2 0 0:12 < B-riðilI: FH 2 2 0 0 4 9:0 < ísaf jörður 2 1 0 1 2 9:7 < Vestm.eyjar 2 1 0 1 2 6:5 j Breiðablik 2 1 0 1 2 3:9 < Víkingur 2 0 0 2 0 2:8] Markhæstu menn í delldinni: Haukur Þorvaldsson, Þrótti, 10 ] Eiríkur Helgason, FH, . 5' eina mark hálfleiksins og var vörn Fram þá heldur betur „frosin“, — stóð- hreinlega og horfði á gang mála í stað þess að reyna að bjarga. Árni Njálsson gaf langan bolta í átt að marki Fram og Ingvar Elísson fylgdi eftir og rak tána í boltann og skoraði 2:1. Enn héldu Framarar áfram að sækja á mark Vals en án árangurs. Beztu menn Vals voru þeir Sig- urður Dagsson í marki, Þorsteinn Friðþjófsson, Reynir Jónsson og Steingrímur Dagbjartsson. — Hjá Fram voru beztir þeir Ólafur Ólafs son, Helgi Núniason, Baldur Schev ing og Hreinn EUiðason. Dómari var Magnús Pétursson. Hann dæmdi yfirleitt vel. — jbp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.