Vísir - 14.06.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 14.06.1965, Blaðsíða 15
V1S l R . Mánudagur 14. júní 1965. ■■■ RACHEL LINDSAY: ástir Á RIVERIUNNI Rose fann til vonbrigða, en að eins vegna þess að hún vildi sjá framan í hann er hann sæi árang ur erfiðis hennar, — að minnsta kosti reyndi hún að telja sér trú um, að það væri aðeins vegna þess. — Ég hélt, að hann byggi í snekkjunni sinni, sagði Rose er þau voru setzt og Alan undir stýri. — Alan býr þar sem honum dettur í hug að búa, svaraði hann. — Og þú kemur á eftir, sagði hún, Alan yppti öxlum. — Það er einn þáttur starfsins, sagði hann. — Gerir hann aldrei neitt? spurði Rose. Alan fann. að það var broddur í þessu en lét sem hann tæki ekki eftir því. — Ætli hann fari ekki eitthvað að dunda, þegar hann kvongast, sagði Alan meö hægð. Hann er vel gefinn. — Drottinn, minn, að sóa lífi slnu og hæfileikum svona. Þetta var komið yfir varir henni áður en hún vissi af. Alan leit á hana sem snöggvast. Svo hló hann. — Nú held ég að þú sért komin á villigötur. — Æ, ég sagði þetta víst í hugs unarleysi, sagði hún og roðnaði. 1 raun og veru v.ar ég að hugsa um blómin, — en það var bara alls ekki um blómin, sem hún hafði verið að hugsa. Hún var farin að lesa þvaður-1 dálka dagblaðanna af meiri áhuga | en áður. Og vitanlega fór það ekki fram hjá henni, að það var eitt- hvað um Lance og Enid í þeim á hverjum einasta degi. Þau höfðu sést í þessum eða hinum nætur-1 klúbbnum, eða verið gestir ein- hvers staðar og þar fram eftir götu. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að hún væri allt of mikið ein og | bezta lækningin við að vera ein-! mana væri að verða ástfangin — ! það dreifði hugsununum frá þessu fólki, sem vissi ekki aura sinna tal og lifði óhófslífi. Alan? Nei, fyán var ekki ástfangin í Alan. Hann var góður félagi, en meira en góður félagi mundi hann aldrei verða. Þegar vel stóð á kom það fyrir að Alan bauð Rose út til miðdeg- isverðar, og fóru þau þá ávallt f einhverja hinna, smærri vistlegu veitingastofa, sem svo mikið var af í Cannes. En þetta kvöld stakk Alan upp á að þau borðuðu í La Plage. — Ég ætla að „ryðja mig“ í kvöld, skilurðu, sagði hann bros- andi, þegar Rose næstum óttasleg in á svip minnti hann á verðlagið í La Plage. — Hefur þér tæmst arfur? spurði hún ertnislega. — Nei, því miður, en það kemur yfir mig við hátíðlegustu tækifæri að láta alla fjármálagætni fara lönd og leiðir og skemmta mér konung- lega. Þau sátu við smáborð, undir beru lofti. Hann tæmdi glasið sitt. — Og á morgun verð ég sami leiðindaskrjóðurinn og ég vanalega er. — Þú ert aldrei leiðinlégur, sagði Rose. í sömu svifum komu þau út úr veitingastofunni Enid og Lance og tóku sér sæti við eitt borðanna. Rose varð enn að hugsa, að Enid væri svo fögur, að hún myndi vekja athygli hvar sem hún kæmi. Og Lance var án efa sá karlmann- anna sem þarna var, sem bar af; öllum. Aln gretti sig. — 1 samanburði við I.ance Hajnm ond verða allir leiðinlegir — hvers; dagslegir,' sagði hártn stuttlega. *í — Heldurðu ekki atvinr.u þinni, | þegar hann kvongast? — Það verður engin breyting strax, en þegar hann byrjar að vinna . . . ? — En væri ekki hyggilegra, að koma sér fyrir, treysta stöðu sína I fyrirtækinu einmitt nú? spurði Rose. — JQ, vitanlega gæti ég það,; sagði Alan með hægð, en ég vil ekki yfirgefa hann. Mér geðjast að honum . . . þú trúir þvl kannski ekki, en hann þarf á mér að halda — á vissan máta. — Þú talar um hann eins og hann væri vesalings lítill, ríkur drengur, sagði Rose. — Kannski hann sé það, sagði hann. Hann kemur ekki betlandi og biður um samúð, en þar með er ekki sagt, að hann þurfi ekki á henni að halda. Auður getur verið þung byrði að bera. Hvar sem hann kemur vita allir hver hann er. Einkalíf I okkar skilningi þekkir hann ekki. — Það lítur nú ekki út fyrir, að hann geri sér mikið far um að draga sig út úr margmenni og glaum. — Má satt vera, en meðvitund- in um að ljósinu var alltaf beint að honum háði honum I uppvextin- um. Hann átti ekki hamingjuríka ævi þótt hann væri bundinn sterk um böndum við föðurinn, sem hann dáði, en það átti fyrir honum að iiggja að missa hann 13 ára, og b?ð var mikið áfall fyrir hann. Hann missti hann sem sagt á erfiðu uppvaxtarskeiði. Móðir hans lét hann fá nóg af öllu — nóg af peningum, og þar með var fyrir öllu séð, hugði hún, og hann sá hana sjaldan. Hún var I skemmti- ferðalögum. Hún var aðeins heima, þegar hann átti leyfi, og hún var alltaf I samkvæmum. Og . . . . — Og þú getur aðeins ímyndað þér, ef þú þekkir Didi Hammond, að hún var ekki hrifin af íjð hafa við hlið sér son, sem þegar gnæfði yfir hana þótt hann. væri ekki fermdur. — Hún er nú ákaflega fögur og aðlaðandi, sagði Rose. — Vlst er hún það, sagði Alan og var stutt I honum, svo fögur cg aðlaðandi, að maður fer ósjálf- rátt að hugleiða nvort nokkuð sé undir hinu glæsta yfirborði. Ég veit, að hún var mjög hrifin af’ manni sínuni' ög að það var hið mesta áfall fyrir hana, þegar hann féll frá. Ef til vill áræðir hún ekki að Iáta sínar sönnu tilfinning- ar I Ijós . . ef til vill óttast hún að verða fyrir vonbrigðum . . . ef til vill er þar að finna ástæðuna fyrir, að hún er á þönum með þessa ungu menn I kringum sig . . . . þú getur gert þér I hugar- lund hvernig Lance fellur þetta? — Getur hann ekki stöðvað hana? Alan hristi höfuðið. — Hann reynir það ekki, — hann ber meiri virðingu en svo fyrir frelsi einstaklingsins. Þú hefir að sjálfsögðu veitt því athygli, að hann kallar hana Didi. - Ég hélt, að það væri eins konar gælunafn, sagði Rore. —Heldurffu, að Lance vildi ekki miklu frekara kalla hana mömmu, — Ég veit það. En hún vill vera ungleg, — að menn ætli hana ár- um yngri en hún er — hún vill ekki vera að auglýsa það, að hún eigi son rúmlega tvítugan. í raun- inni er allt nánara milli hans og Helenu Rogers. Rose horfði á hann steinhissa. — Þú átt þó ekki við frú Rogers I Charlesgötunni? — Jú, hún hefir verið honum sem móðir — eins og aðstæður leyfðu. Þekkir þú hana? Rose fór að hlæja og sagði hon- um'frá kynnum sýnum við Rogers og konu hans. — Þetta skal ég snnarlega segja Lance sagði Alan. — Vertu ekki að hafa fyrir því. Hann er sjálfsagt búinn að gleyma mér. Rose reyndi að segja þetta kæru leysislega. Hvers vegna skyldi hann muna eftir henni — ungri biðmasölu- stúlku? — Heldurðu að Lance sé ástfang inn I Enid Walters? spurði hún eftir nokkra þögn. — Það er ekki smálítill áhugi, sem hann hefir á hénni, en ég það er svo alvarlegt, að hann bið- ur hennar og hún tekur honum, þá er það ekki vegna peninganna. Hún á nóg af aurum sjálf eða vcr. á þeim, svo að ef hún giftist honum er það af ást. i — Jæja, ég á nú bágt með að trúa, að hún geti elskað nokkurn annan en sjálfa sig. Hún horfði hugsi I áttina til Enid, sem stóð I talsverðri fjar- lægð frá þeim. — Gleymdu þessu annars, ég ætl aði ekki að vera svona rætin . . . — Vertu ekkert að afsaka þig, sagði Alan hlæjandi, mín skoðun á henni er nefnilega hin sama og þín. Þetta er annars einkennilegt, ég er þó sneyddur því að hafa hug boð um hlutina eins og sumar konur hafa. Rose svaraði ekki. — Við skulum annars hætta að tala um Enid — og Lance, sagði Alan og lyfti glasi. Nú tölum við um hana Rose litlu. Rose þurfti ekki að lesa þvaður j dálka fréttablaðanna til þess að j fylgjast með ástarævintýri Enidar ! og Lance. Hann pantaði blóm og | lét senda upp I íbúð hennar á gisti- i húsinu á degi hverjum og Rose ! lagði sig fram um að hafa blóm- j vendina sem fjölbreytilegasta og | fegursta, en einn daginn misheppn j aðist henni að hagræða ljós- rauðum nellikum og rósum — mis- heppnaðist tvívegis, og er hún tók til I þriðja sinn tók hún önnur blóm. — En þetta hefði orðið mjög fallegt, heyrði hún sagt allt í einu og Rose sneri sér við. — Æ, þér komið ávallt þegar maður á ekki von á ykkur, sagði hún stuttlega og beit svo á vör sér. Skyldi Lance hafa nokkra hug mynd um hve mikla fyrirhöfn hún hafði hans vegna? Svo brosti hún vinalega til hans. — Get ég verið yður hjálpleg á einhvern hátt, herra Hammond? — Eru blómin handa ungfrú Walters tilbúin? — Ég er með þau I höndunum. Blómvöndurinn verður til eftir 2 — 3 mínútur. Ef þér blðið getið þér 15 sjálfar séð ... Rose starði á gripinn. Hún hafði aldrei .á ævi sinni séð svo fagran hring og sagði, eins og henni bjó I brjósti: — Ég treysti yður fyllilega, svar aði hann brosahdi. En við þessi orð fauk I Rose þvr-að henni fannst þau bera vitni um algert skilningsleysi hans á því hvers var krafizt af henni. — Getið þér falið þennan fyrir mig, spurði hann og stakk demants hring I lófa hennar, —- I blóm- vendinum? THINWNS ALL MEMTO BE AS FEACEFUL AS TAKZAN—mv THEIK PTOTECTOES, THE URUKUTR,lgESftEN- SOLP-KICH AH-YL) SEEAS UMASLÉ TO K.EALIZE HIS ' colomy's pamser:,. T A R Z A N Ah-Yu virðist ekki geta áttað sig á því að ekki eru allir menn eins friðsamir og Tarzan og verndarar þeirra Ururuættbálk- urinn og að nýlenda hans sé I hættu. Við gerum aldrei neinum WE NEVEK HARM AMYTHINS! WHY WILLTkAPEg WHO WAMTS OUK SOLP HARIA US? WE HAVE MAMY-MAMY SOLP;EOCKS! ' WE SIVE TRAPER HOW MANY 1 HE WANTS! THEN HE SIVES US THIMSS WE-WANT-NO?^ taioir JOHfJ C.cARPo 'MB/S WORLP YOU NEVEK SEE, AH-YU, . ALL MEN AR.E HOT PEACEFUL-OR. SOOP! 1 SOME MEN WHO HAVE MO GÖL7 KILL , THOSE WHO HAVE SOLP7! YOU HAVE MUCH GOL?! SO, EVIL MEM COME ' HERE, MAYSE TOMORROW,TO K.ILL > YOU STEAL YOUR 60LR! # SUT YOU A<E B/G, , STRONG, TAKZAN! OU/Z FRIENP! " neitt. Hvers vegna ætti verzlun armaðurinn sem vill fá gullið okkar gera okkur mei? Við höf- um marga, marga gullsteina. Við gefum verzlunarmanninum eins marga og hann vill fá. Þá lætur hann okkur hafa hluti, sem við viljum ,ekki rétt? í stóra heimin um sem þú hefur ekki séð Ah-Yu edu ekki all’ir menn góðir eða friðsamir. Sumir menn, sem eiga ekkert gull drepa mennina sem eiga gull. Þú átt mikið gull. Svo að vondir menn koma hingað kannski á morgun til þess að drepa þig og stela gullinu. En þú ert stóri sterki Tarzan vinur okkar. I /\fgreiðslu VÍSIS í Kópa vog! anaast frú Bima larisdöttir, sími 41168. A.ígreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. Afgreiðslu VÍSIS í Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, uírni 50641. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. KEFLAVÍK Afgreiðslu VÍSIS í Kefla vík annast Georg Orms- son, sími 1349. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. VÍSIR ASKRIFEND AÞ.I ONUST A Áskriftar- Kvartana- siminn er «1661 virka daga kl. 9 - 20, aema Laugardaga ki. 9 —13. ^A/NAAAAAAAAAAA^\AAAA/

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.