Vísir - 14.06.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 14.06.1965, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Mánudagur 14, júní 1965. tamm ZC3E23 75 Ingibjörg í dag hálfnar áttunda tuginn heiðurskonan Ingibjörg Jónsdóttir, ekkja Björns Magnússonar sím- stjóra á ísafirði. Ingibjörg er af góðum Skagfirðingum komin og læt ég það nægja tim ættfærslu hennar. Þessar fátæklegu línur eiga nefnilega engan veginn að vera nein upptalning á æviatriðum né tillag í íslenzkan ættarfróðleik, heldur aðeins innilegar hamingju- óskir til þessarar góðu og gömlu vinkonu, sem mér finnst reyndar hálf skrítið að hugsa til í dag sem hálf áttræðrar gamallar konu. Eg teldi það blátt áfram óhugsanlegt, að það hvarflaði að mér eða nokkr- um, sem þekkja hana, að tala um hana „Ingibjörgu gömlu“! Svona er það með sumt fólk — að það verður aldrei gamalt, þótt árin færist yfir það með hinni stöðugu — og óstöðvandi tímans rás. Þó er það alls ekki svo, að Ingibjörg hafi ekki líka, þrátt fyrir mikla lífsgæfu, fengið að kenna á ýmsu jarðnesku mótlæti. Sinn ágæta eiginmann missti hún langt fyrir aldur fram og seinna ara: Jónsdóttir varð hun fyrir óvenjulega miklum og þungbærum ástvina-missi er hún missti elztu dóttur sína, dótt- urson og tengdadóttur — með árs millibili. Margur hefir látið bugazt af minna en Ingibjörg brást hér við sem sönn hetja sem vænta mátti og stendur enn í dag keik og hress í anda og svo skemmtilega laus við alla fordóma og kerlingabækur að það er alltaf hressandi og gott að vera nálægt henni. Ég hefi heyrt ýmsa gamla Skag- firðinga, sem voru Ingibjörgu sam- tíða í æsku fyrir norðan, hafa orð á því, hve Ingibjörg var alltaf kát og skemmtileg — ólgandi af æskufjöri. Þannig hefir hún alltaf verið glæsileg kona, hrókur alls fagnaðar í vinahópi, hressandi gust- ur af henni. Sumum, sem ekki þekkjá hana, finnst hún jafnvel dálítið köld. — Hinir, sem hafa þekkt hana lengst og bezt vita, að fyrir innan býr‘ óvenju traust og hlýtt hjartalag, trygglyndi og drengskapur. Hvers konar fleðu- háttur og tepruskapur er henni ákaflega fjarri skapi. Hún hefir alltaf verið hrein og bein í við- skiptum sínum við þá, sem hún hefir umgengizt. Slíkt fólk á jafn- an marga góða vini. Sjálf á ég óteljandi ánægjulegar endurminningar frá gömlum og nýjum kynnum við þessa mætu konu, perluvinkonu foreldra minna frá fornu fari. Fyrir þá vináttu og tryggð fyrr og síðar sendi ég henni hugheilar þakkir og óskir um, að hún megi njóta lífsins sem lengst, hress og ung í anda, um ökomin ár. Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur. StormsvaBan — Framh. af bls 16. nokkuð hagstæður um tíma og mældu þeir þá hraðann 9 mílur á klst. Við Hjörleifshöfðá hvessti mikið og v'indhraðinn komst upp í 11 stig v'ið Vestmanna- eyjar. Þeir felldu seglið og sigldu á mastrinu einu saman frá Vestmannaeyjum að Reykja nesi. — Skútan lét mjög vel að stjórn, sagði Hörður, og ég hefði aldre'i haldið að htþi væri svona gott sjóskip Maður hefði kannski haldið að erfitt væri að hafa stjórn á seglskipi án segla en svo reyndist ekki vera. Þeir sem sigldu skipinu heim voru auk Harðar: Pétur Inga- son, Guðmundur Bertelsson, Ó1 afur Bertelsson og Einar Stef- ánsson. Stormsvalan er af svokall- aðri Fast Aux Bermudian Cutt- ergerð, hún er 49,5 fet á lengd, 10,75 nettótonn, 13,94 brúttó- tonn og burðarþungi er 18 tonn. Hæð mastursins frá dekki er 57,6 fet og samanlagt flatar- mál segla er 900 ferfet. í skút- unni eru tvær káetur hvor með svefnplássi fyrir 2, rúmgóð setustofa, þar sem tveir geta sofið, eldhús og salerni. Öllu er mjög haganlega komið fyrir í skútunni, þann'ig að þó hún sé ekki mjög stór nýtist pláss- ið mjög vel. Eigendur skútunnar eru 24. ATTRÆÐUR 1 DAG: JÚNÍUS JÓNSSON, fyrrv. vegameistari, Akureyri. Júníus á jafnri ferð jeppar þindarlaust. Verkleg er hans vegagerð, varanleg og traust. Örlygur. Stolið — Framh. af bls. 16 hinum heim til sín, og er ekki annars getið en vel hafi farið á með þeim. Loks kom að því að gestgjafinn sofnaði en þá greip gesturinn tækifærið og stal veski -hans með nokkur hundruð krónum í pening- um og ávísanahefti. Ekki. vissi maðurinii. um na: eð'á -heimiliflfang'íigeátsíiifeven v það að skoöafrnwndasaifn lögre, unnar, bar hann kennsl á kun: ingja sinn og leiddi það til hand töku þjófsins í gær. 2 herb. íbúð Til sölu 2 herb. kjallaraíbúð við Langholtsveg Útborgun kr. 200 þús. HÚS OG SKIP FASTEIGNASTOFÆ Laugavegi 11 Sími 21515 . Kvöldsími 33687. Kauptaxtar —- Framhald ■ bls. 16 nokkra daga. Sáttafundur hefur verið boðað ur með vinnuveitendum og full trúum Sjómannafélags Reykja- víkur kl. 10.30 í fyrramálið. Þá hefur félag bifvélavirkja hér í Reykjavík boðað sólar- hrings verkfall dagana 22. og 29. til áréttingar kröfum sínum um nýja samninga. íbúð fsl leigu íbúðin er 3 herb., eldhús og bað sér hiti sér inngangur. Tilboð ásamt upplýsingum um fjölskyldustærð og íyrirframgr. leggist inn á augl. blaðsins fyrir hádegi á þriðjudag merkt „íbúð'100“. Fyrir 17. júní Barnafánar og blöðrur. Fjölbreytt úrval. VERZLUNIN ÞÖLL Veltusundi 3 (Gegnt Hótel íslands-bifreiðastæði) Skrifstafustúlka Viljum ráða stúlku til allra venjulegra skrif stofustarfa, stúlkur með prófi frá verzlunar- eða kvennaskóla koma helzt til greina. BRÆÐURNIR ORMSSON H.F. Vesturgötu 3 Sími 11467 Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjud. 15. júní kl. 1—3 Til- boðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna Getur tekið að sér smáviðgerðir, flísalagnir mqsaik o. fl. Upl. í síma 24954. Faðir okkar BJÖRN GUNNLAUGSSON Laugavegi 48 lézt þann 12. þ. m. Kristin B. Rokstad( \ Gunnlaugur B. Björnsson Guðmundur Á. Bjömsson BLOÐRUR TIL SOLU Fjölbreytt úrval af alis konar blöðrum til söiu. Seijast ódýrt. — Sími 32854. ÓDÝRAR Getum boðið 2—3 og 4 herþergja íbúðir á góðum stað við Hraunbæ. — Seijast fokheldar. Út á þessar íbúðir fást hjá Húsnæðismálastjórn(Veðdeild) allt að 280 þús. á hverja íbúð. HÚS OG SBW' FASTEB6NASTOFA LAUGAVEGI 11 — SÍMAR 21515 KVÖLDSÍMI 33687. 2 1516 \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.