Vísir - 14.06.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 14.06.1965, Blaðsíða 8
8 y VISIR CJtgetandi: Blaðaútgáfan VISIK Ritstjórir Gunnar G. Schraro Aðstoðarritstjóri: Axel Thorstemson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn 0. Thorarenser Ritstjórnarskrifstotur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er <?0 kr 3 mánuði 1 lausasölu 7 kr eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vfsis - Edda h.f Víötækir samningar Hin fjöimörgu Iðjufélög í Reykjavík, Akureyri og í Hafnarfirði hafa nú samþykkt nýja kjarasamninga, sem eru samhljóöa samningunum sem um hvítasunn- una tókust við verklýðsfélögin fyrir norðan og austan. Skiptir það iðnverkafólk þúsundum sem gert hefur slíkan samning til heils árs. Auk þess hafa verklýðs- félögin á Siglufirði, Raufarhöfn, Akureyri og Húsa- vík samþykkt samkomulagið en í þeirri tölu eru tveir stærstu síldarbæirnir. Og fulltrúar verklýðs- félaganna á Eskifirði og Reyðarfirði hafa ritað undir samkomulagið. Af þessu sést að víðtæk samstaða hefur náðst innan verklýðshreyfingarinnar um hina nýju kjarasamninga. Með þeim hefur vofu verkfalls- ins verið bægt frá dyrum þessara bæja og þar verður unnið dag og nótt á næstunni við móttöku síldarinn. ar. J>að ber hins vegar að harma að nokkur smærri verklýðsfélög á Austurlandi skuli hér hafa skorizt úr ieik, fyrst og fremst vegna innanflokkserja í kommúnistaflokknum, og neitað að ganga að því alls- herjarsamkomulagisemumhvítasunnuna náðist. Með því hafa þau rofið samstöðu og einingu verklýðsfé- laganna í þessum landshlutum. Slíkt hlýtur að veikja samtakamátt félaganna og er enn ófyrirséð hvaða af- leiðingar það mun íiafa. Verulegar kjarabætur feng- ust fram með hvítasunnusamkomulaginu, allt frá tæpum 11% upp í 17% kauphækkun í nokkrum flokk- um. Verður það varla með rökum fullyrt að þar hafi verið gerðir lélegir samningar fyrir verklýðsfélögin. Þess vegna vekur sú afstaða Dagsbrúnar jafn mikla furðu að neita samkomulagi á svipuðum grundvelli, en taka í þess stað upp skæruhemað á vinnustöðum. Virðist því miður að nú sem endranær ráði annarleg pólitísk sjónarmið afstöðunni þar í kaupgjaldsmálum, í stað þess að hagur launþega sé enn látinn sitja í fyrirrúmi. Greiðfærar götur þaS dylst engum sem um höfuðborginá ekur að óvenju rösklega er nú unnið við gatnagerðarfram- kvæmdir og nýjar götur malbikaðar í mörgum hverf- um. Á síðasta ári var meir en fimmtungi af heildar- útgjöldum borgarinnar varið til gatnagerðarfram- kvæmdar eða yfir 100 millj. króna. Það er vel að þessi stefna hefur verið tekin. Borgin vex ört greið- færar götur eru höfuðnauðsyn, auk þess sem stein- lagning þeirra er bæði heilbrigðis- og þrifnaðaratriði. Þeirri stefnu sem hér hefur verið mörkuð ætti að halda áfram á næstu árum. Það er tvímælalaust ósk fólksins sem borgina byggir. V í S I R . Mánudagur 14. júni 1963» Kýmar víkja fyrír holda- nautum á Bessastaðabúiau Kúabúreksturinn á Bessastöð um verður lagður niður í sumar og tekin þar upp holdanauta- rækt í staðinn, auk þess, sem hænsnaræktin verður aukin. Á morgun þriðjudag verða all ar kýrnar seldar á opinberu upp boði. Þær eru 36 að tölu, en auk þess verða seld naut og geldneyti, alls um 50 nautgrip ir. Þá verða seldar mjaltavélar / 65 taka lokapróf í Háskóla íslands Prófum er að ljúka í Háskóla íslands. Lokapróf taka að þessu sinni 65 stúdentar. — Prófum lauk í verkfræði á laugardag, en prófum í læknisfræði lýkur í dag. Embættisprófi í lögfræði luku 16, skráðir nemendur í lögfræði voru 165. Kandídatsprófi í íslenzkum fræðum 3, innritaðir 56, 7 gangast undir lokapróf í læknisfræði, inn- ritaðir 157, enginn tekur loka- próf í tannlæknisfræði, en innritaðir 53. í lyfjafræði tekur heldur enginn lokapróf (innritaðir 20). Embættisprófi í guðfræði luku 3 og prófum i B.A.-greinum luku ellefu. Kandidatsprófi í við- skiptafræði luku 3. 12 stúdentar gangast undir fyrri hluta próf í verkfræði, en einungis er hægt að taka fyrri hluta próf hér á landi. í vetur voru innritaðir 1036 stúdentar í Háskól| íslands. Fjöl- mennasta deildin var heimspeki- deild, 437. í heimspekideild eru taldir stúdentar, sem eru innrit-, aðir í íslenzk fræði, forspjalls- visindi (fílu) og B.A.-greinar. og annað i sambandi við mjólk- urbú. Mikill taprekstur hefur ver- ið á Bessastaðabúinu og var í fyrra skipuð þriggja manna nefnd til að gera tillögur til úrbóta. Skipuðu hana Sigtrygg ur Klemenzson ráðuneytis stjóri, Pétur Gunnarsson, for- stjóri Búnaðardeildar, og Ólaf- ur Stefánsson ráðunautur Bún- aðarfélagsins. Þeir skiluðu á- liti í vor, og er nú verið að framkvæma t'illögur þeirra. Enginn nautpeningur verður á Bessastöðum í sumar, en byrj að verður á holdanautarækt- inni í haust, í smáum stíl í fyrstu. Hænsnaræktin verður aukin til muna í sumar. Fram að þessu hafa fjórir menn unn ið við Bessastaðabúið en fram- vegis verða þeir aðeins þrír, nema yfir heyskapartlmann. Ingvi Antonsson, sem hefur verið bústjóri á Bessastöðum í níu ár, sagði blaðinu í morg- un, að hann liti svo á, að þess ar breytingar mundu auka hag kvæmni búsins til mikilla muna. LAXAGÖNGUM Tvær vikur eru liðnar af vertíð laxveiðimanna, en all margar ár voru opnaðar til veiða um s. I. mánaðamót. Enn sem komið er hafa litlar sögur bor izt af aflanum, enda naumast búizt við landburði þegar fyrstu dagana, þar sem veiði- menn eru ekki ennþá komnlr i æfingu eftir vetrarlanga hvfld. Norðan úr Húnaþingi berast þær fregnir, að lítinn feng hafi menn sótt á það stóra veiði- Ævæði sem þar er. Þar eru 6 af beztu laxveiðiám á land- inu, en ekki er ýeiði hafin í þeim öllum enn. Virðist véiði- mönnum sem þreytt hafa fyrstu daga vertíðarinnar á þessu svæði, að óvenju lltið líf sé að finna í ánum og líta haf- ísinn óhýru auga I því sam- bandi. En sem kunnugt er, hef ur hafís verið á reki um allan Húnaflóa og firði inn af honurii s. 1. rúma tvo mánuði. Það var trú margra eldri Húnvetninga, þegar hafisinn rak inn á flóann, að í kjölfar hans kæmi síld á ný í flóann, og rifjuðu þá upp gömlu góðu síldarárin þar nyrðra. Nú hefur verið gerð Ieit að síld á norður svæðinu og lít'ið fundizt, þó fjarri sé því, að öll von sé úti enn um bað svo snemma sum- ars, Hvað sem því líður, er það nú til umræðu meðal hinna sportlegu landkrabba, sem stunda laxveiðar I ám Húnvetn inga, að hafísinn h'indri göngu laxins upp í árnar á þessu sumri og líta þeir því ekki jafn hýrir til hans og gamlir síldar- spekúlantar norður þar. Ný gerð gong- stéttohellno í Danmörku er að ryðja sér til rúms ný tegund gangstétta- hellna, svonefndir „S-steinar“. Fyrst og fremst eru S-steinarnir þó ætlaðir til lagningu kanta á malbikuðum vegum, því lag þeirra hefur þann kost, að þeir færast ekki til — þeir binda hvern ann- an. S-steinarnir eru einnig skemmti legir við lagningu gangstétta ,en eins og flestum er kunnugt, þá vilja gömlu ferköntuðu hellumar færast til á alla kanta. Reykjafoss heitir nýja skipið Nýtt skip Eimskips hljóp sl. föstudag af stokkunum i skipasmíðastöð Álaborgar i sólskini og sumarveðri. Forsæt isráðherrafrú Sigríður Björns- dóttir gaf hinum nýja farkosti nafnið Reykjaíoss. Óskaði hún skipinu allra heilla og hamingju. Margir gestir voru viðstadd- ir athöfnina f skipasmfðastöð- inni. Meðal þeirra voru hinn nýi hmbassador í Dan- mörku, Gunnar Thoroddsen og frú hans, Einar B. Guðmunds- son, hæstaréttarlögmaður og frú, Óttarr Möller, forstj. Eim- skipafélagsins og frú, Pétur Sig urðsson, forstjóri, Árni Eggerts son og Viggó E. Maack. skipa- verkfræðingur. Þá var forstjóri Alborg Værft, Krag, viðstaddur og marg'ir gestir aðrir bæði íslenzk ir og danskir. Reykjafoss er systurskip hins nýja Skógarfoss, sem er um þessar mundir að ferðbúast frá Álaborg og er væntanlegur hingað til Reykjavíkur eftir rétta viku. Skipin eru 2670 tn. (tómaþyngd), ganghraði er áætlaður 13,0 sjómílur. Búizt er við að smíði Reykjafoss ljúki I október n. k. og verður skipið þá afhent Eimskipafélag

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.