Vísir


Vísir - 19.06.1965, Qupperneq 8

Vísir - 19.06.1965, Qupperneq 8
, r11 ’ | .'f» ii ■ t1',«» 8 muamíii já VlSIR. Laugardagur 19. júuí 3 VISIR Otgefandl: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axet Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ö. Thorarensen Ritstjórnarskrifstotur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði 1 lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vísis - Edda h.f Atökin í Vietnam J>jóðviljinn hefur varið miklu rúmi í skrif um styrj- öldina í Vietnam og mörg ófögur orð verið sögð um Bandaríkjamenn í þeim skrifum. Blaðið heldur því hiklaust fram að Bandaríkin eigi sökina á þess- um ófriði. Hitt er þó sannara, að Kína á þar stærstu sökina. Kínverskir kommúnistar standa þar á bak við. Það er útþenslustefna þeirra, sem hörmungun- um veldur. Bandaríkin geta ekki látið það afskipta- laust, að þeir flæði þarna yfir. Og eftir þeim köldu kveðjum að dæma, sem Kínverjar eru við og við að senda Rússum í sambandi við þessi mál, virðist svo sem Rússar hafa ekki mikinn áhuga á því að Kína nái þarna yfirráðum. Það er auðséð á öllu að Kínverjar vilja ekki frið á þesum slóðum. Bandaríkjamenn eru reiðubún- ir til friðsamlegra samninga, þar sem sjálfstæði Suð- ur-Vietnam væri tryggt, ef kommúnistar fengjust til að láta þjóðina í friði. Þarna eins og annars stað- ar þar sem kommúnistar stofna til ófriðar kalla þeir það frelsisbaráttu alþýðunnar og öðrum álíka nöfn- um, þótt þjóðin eigi enga ósk heitari en þá að vera í friði og losna við erindreka kommúnista úr landinu. Ef kínverskir kommúnistar réru ekki þarna undir væri þar engin styrjöld. Virðist auðsætt að þeir stefna að því að leggja Asíu undir sig, eins og yfir- gangur þeirra við Indverja, þjóðarmorðið í Tíbet og ótal margt fleira sannar. Og næðu þeir yfirráðum í Vietnam er hætt við að fólkið þar fengi að kenna á valdi þeirra á svipaðan hátt og Tíbetbúar. Rússar hafa áreiðanlega ekki mikinn áhuga á því að veldi Kínverja aukist að mun. Vináttan ristir ekki djúpt þar á milli, og svo gæti farið áður en langir tíma líða, að hagsmunirnir rækjust á. Kín- verjar hafa vitaskuld ekki enn sem komið er neinu mátt á við Rússa, en þeir ætla sér að fá hann, og færi svo hlífa þeir engum. Margt er ólíklegra en það, að sá tími komi, að Evrópa þurfi að standa saman gegn ásælni austan að og Rússar verði útverðirnir í því viðnámi. Það er áreiðanlega mikil skammsýni hjá ritstjór um Þjóðviljans, ef þeir halda að heimsfriðurinn verði bezt tryggður með því, að Kínverjar flæði yfir alla Asíu. Þvert á móti er nauðsynlegt að halda þeim í skefjum eins og mögulegt er, og það virðast Rússar sjá og skilja, hvernig sem á því stendur að Þjóð- viljinn er þar á annarri skoðun. Það er vissulega hörmulegt hvað fólkið í Viet- nam verður að þola, en það hefur víða fyrr og síð- ar kostað miklar fórnir að verjast ofbeldinu og kúg- uninni, og þjóðin í Suður-Vietnam vill færa sínar fórnir til þess að komast hjá að lenda í ofbeldisklóm kínverskra kommúnista. Hverju mundu ekki Tíbet* búar hafa viljað fóma til þess að sleppa við þau ■BT 1 ☆ Á morgun er væntanlegur hingað til lands framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins Manlio Brosio. Mun hann dvelj ast hér nokkra daga og kynna sér menn og málefni hér á landi. Brosio hefur ekki komið hing- að til lands áður, enda tiltölu- lega nýlega tekinn við embætti framkvæmdastjóra vamarbanda lagsins. Vísir kynnir hann fyrir lesendum sínum £ eftirfarandi grein. 'C'ramkvæmdastjóri Atlantshafs bandalagsins, ítalinn Man lio Brosio, fæddist í Torino 10. júlí 1897. Hann nam lögfræði við háskólann þar, en þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út varð hlé á námi hans. Gekk Brosio þá í herskóla í Caserte og varð slðan liðsforingi í Alpa-stórskotaliðinu árin 1917- 18. Hlaut hann heiðursmerki fyrir dugmikla framgöngu. Þegar Brosio hafði lokið laga námi árið 1920, sneri hann sér að stjórnmálum og gekk i Frjálslynda flokkinn og varð einn af leiðtogum í hreyfingu „Frjálslyndra byltingarsinna" sem stofnuð var af Piero Co- betti. Á uppgangstímum fasista tók Brosio ákveðna afstöðu gegn þeim og átti hlut að til- Mantio Brosio F ramkvæmdast jóri Italinn Manlio Brosio raunum sem gerðar voru til að hindra valdatöku þeirra. Leiddi það síðar til þess að honum bárust fyrirmæli frá lögregl- unni um að hætta öllum af- skiptum af stjórnmálum. Hóf Brosio þá lögfræðistörf að nýju í Torino, en hélt stöðugu sam- bandi \' - samtök and-fasista, einkum heimspekinginn Bene- detto Croce og hagfræðinginn Luigi Einaudi sem síðar varð forseti ítalska lýðveldsins. Eftir fall Mussolinis í júli 1943, tók Brosio að nýju upp störf sín í Frjálslynda flokkn- um í Róm. Hann starfaði í neð anjarðarhreyfingunni unz her- námi landsins lauk og átti á ár- unum 1943-44 sæti í þjóðfrelsis nefndinni. Þegar Róm varð frjáls á ný, var hann tilnefndur framkvæmdastjóri Frjálslynda- flokksins — og á árinu 1944 sat hann sem ráðherra án stjórnardeildar í tveim ríkis- stjórnum undir forsætis Bono- mis. Árið eftir varð hann vara forsætisráðherra í stjórn Parris, og þegar de Gasperi tók við stjómartaumunum varð hann varnarmálaráðherra í fyrstu stjórn hans og gengdi því em- bætti fram eftir ári 1946. J janúar 1947 hófst svo ferill Brosios í ítölsku utanríkis þjónustunni með því að hann varð sendiherra í Moskvu. Þar tók hann m. a. þátt í þýðingar miklum viðræðum um friðar samningana eftir síðari heims- styrjöldina, skaðabætur og skil á stríðsföngum. í tíð hans var einnig gerður fyrsti viðskipta- samningur Ítalíu og Sovétríkj- anna eftir heimsstyrjöldina. Brosio var í Moskvu í full 5 ár, eða þar til hann í ársbyrjun/ 1952 tók við sendiherrastörfum í Lundúnum. Meðal meirihátt- ar mála, sem hann hafði af- skipti af meðan hann var sendi herra þar, var Trieste-vandamál ið. Var hann fulltrúi Itala við þær samningaumleitanir, sem þá áttu sér stað um framtíð héraðsins og undirritaði af lands síns hálfu samkomulagið um lausn deilunnar. Á tímabi!- inu 1955 og fram á mitt ár 1961 var Brosio sendih. i Washing- ton, og að því búnu í París. Þar var hann sendiherra til júlí loka á þessu ári, en hann tók f STUTTU ► Blaðið AKTUELT í K-höfn segir að 4 af G Tékkum sem „hurfu“, er austur-þýzkt far- þegaskip var þar nýlega, hafi fengið landvistarleyfi. Málverk eftir franska im- pressjónistann Claude Monet var í gær selt á listaverkaupp- boði í Paris fyrir yfir 21 millj. ísl. króna og mun þetta vera met sala á frönsk” málverki. Mál- verkið heitir: I sandhólunum asFwsj.-.miaBP———wjnwra við framkvæmdastjórastarfi Atlantshafsbandalagsins hinn 1. ágúst. Brosio er vanur að taka dag- inn snemma og byrjar með því að lesa dagblöðin. Flesta morgna leikur hann einnig tennis stundarkorn, áður en hann heldur til skrifstofu sinn- ar. Hefur hann mikið dálæti * þeirri íþrótt sér til hressingar Meðan Brosio v,ar sendiherra í París fór það orð af honum, að hann gerði strangar kröfur til samstarfsfólks síns, bæði um vinnusemi og nákvæmm, enda sjálfur kunnur fyrir hvort tveggja. Hann hefur ritað greinar bæði um lögfræði og stjórnmál í tímarit. Brosio og kona hans Clot- hilde, en þau giftust árið 1936, lifa cins kyrrlátu lífi og hjón- um í þeirra stöðu er frekast unnt. MÁLI 1875—1878. Madame Monet og sonur hennar. Nafni kaupand- ans er haldi leyndu. ► Ægileg sprenging varð í nótt í Rotterdam þar sem það lá við bryggju og kviknaði i því. Á- höfnin — 42 menn bjargaðist, en 16 verkamenn biðu bana. ► Vopnahlé hefir verið gert í Santo Domingo, en bardagar voru háðir þar í gær og féllu yfir 20 uppreistarmenn. Illlll III I IIIII ■■llllllllll— ERLENDAR FRÉTTIR

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.