Vísir - 25.06.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 25.06.1965, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Föstudagur 25. júní 1965, VÍSIR Otgetandi: Blaðaútgátan VISIF Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ö. Thorarensen Ritstjórnarskrifstoíur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr ð mánuði 1 Iausasölu 7 kr eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis - Edda h.f Félagsréttindi vanvirt Samtakafrelsi hefur hér á landi sem annars staðar verið talið til hinna sjálfsögðustu félagslegu mann- réttinda. Engum kemur til hugar að reyna að hindra það að launþegar gangi í stéttarfélög sín og reki hagsmunabaráttu sína á grundvelli heildarsamtaka sinna. Því meiri furðu gegnir að nú skuli kommún- istar í íslenzku þjóðfélagi blása til refsiaðgjörða vegna þess að tvö stór atvinnufyrirtæki, Mjólkur- samsalan og Mjólkurbú Flóamanna hafa gengið í félagsskap vinnuveitenda. Ekkert er þó eðlilegra en þessi fyrirtæki marki sér samstöðu með öðrum vinnuveitendum á grundvelli samtakafielsisins. En þegar það gerist hrópar Þjóðviljinn hátt um að hér sé um árásir á verklýðinn að ræða. Að dómi blaðsins virðast þau sjálfsögðu mannréttindi að bindast félags samtökum aðeins eiga að gilda fyrir fylgismenn þess flokks sem blaðið styður af ráð og dáð. Þannig er lýðræðisástin og virðingin fyrir mannréttindum þeg- ar á reynir. Verkfall það sem í næstu viku á að gera hjá stofnunum þessum í refsiskyni fyrir að þær kjósa að ganga í samtök vinnuveiténda er lítið dæmi um það hvernig ráðskazt yrði í þjóðfélaginu ef kommún- istar fengju vilja sínum framgengt og valdastöður til að stjórna úr. Sem betur fer sitja þeir ekki við völd og áhrif þeirra fara þverrandi með hverjum deginum sem liður. Nauðsynlegt spor j>að má undrun sæta að enn skuli engin sú stofnun upp risin hér á landi sem annist rannsóknir á því hvernig unnt sé að lækka byggingarkostnað, byggja íbúðir á sem hagkvæmastan hátt og leiðbeina hús- byggjendum í fjölmörgum tækniatriðum. Þó eru hús- byggingar einn stærsti iðnaðaratvinnuvegur þjóð- arinnar, áhuga og áhyggjumál þúsunda fjölskyldna um land allt og fjármagnsatriði upp á fleiri hundruð milljónir króna árlega. Það er jafnframt viðurkennd staðreynd að íbúðir eru hér miklu dýrari í bygg- ingu en samsvarandi íbúðir erlendis. Flestir viður- kenna að starfsaðferðir og háttalag í byggingamálum sé hér bæði gamaldags og óhagkvæmt, en það hvort tveggja orsakar hið fyrrnefnda. Fálmkenndar tilraun- ir til þess að innleiða nýjungar í íslenzkum bygging- ariðnaði hafa venjulega endað á þá leið að bygging- arkostnaðurinn hefur sízt lækkað, svo sem við til- komu skriðmótanna. Og sjálfsagðar nýjungar, eins og notkun málningarrúlla, hækkar kostnaðinn í stað þess að lækka hann. Húsnæðismálastjórn hefur ekki rækt þetta hlutverk af höndum, þótt lög mæli fyrir um slíka starfsemi til lækkunar byggingarkostnaðar og hagræðingar á vegum hennar, enda er meginhlut- verk hennar á öðru sviði. En hér má úrbót ekki leng- ur dragast. Uppbygginga slíkrar rannsóknarstofnun ar er brýnt hagsmunamál þúsunda og stórfellt fjár- hagslegt sparnaðarmál. sflm* ■■■■■■■ ,, Sameiginlegur kjarnorkufloti hugsanlegur frá herfrœðilegu sjónarmiði" Moorer aðmíráll — segir T. H. Moorer, aðmiráll, yfir- maður flota NATO - rikjanna Yfirmaður flota Atlantshafs- bandalagsins, Thomas H. Moor- er ræddi i fyrradag við blaða- menn. „Hvalfjörður verður að eins notaður mjög takmarkað, sem birgðastöð fyrir flota okk- ar og engar breytingar fyrirhug aðar. Á Keflavikurflugvelli er heldur engra breytinga að vænta í framtíðinni á stöðu vamarliðsins." Moorer kvað hinn sameigin lega kjamorkuflota NATO-ríkj- anna vel framkvæmanlegan frá herfræðilegu sjónarmiði, en mál ið væri nú á pólitfsku stigi og ákvörðun um stofnun hans yrð'i tekin af stjórnmálamönnum ríkjanna. Tilraun í þessa átt þar sem tundurspillirinn Olaude V. Rieketts var notaður í gekk mjög vel. Var skipið mannað 316 mönnum frá 6 NATO-lönd Um átökin í Vietnam sagði Moorer aðmíráll, að þau hefðu ekki veikt vamarmátt og styrk leika Atlantshafsflotans. Hefði flotinn ekki verið færður til af þessum sökum, nema hvað flug vélamóðursldpið Independence var sent til SA-Asíu. Moorer kvaðst mjög ánægður með heimsóknina til íslands. Hann hefur átt viðræður við for sætisráðherra og utanríkisráð- herra. 1 gærkvöldi sat hann veizlu Weymouth, yfirmanns varnarliðsins á Keflavlkurflug velli. Fyrr um daginn hafði hann farið til Þingvalla. Héðan hélt Moorer aðmíráll til aðal- bækistöðva NATO f Norfolk í Virginíu. Afhending nafnskírteina hefst í nœstu viku í byrjun næstu viku hefst af hending nafnskírteina þeirra, sem samþykkt voru Iög um á síðasta alþingi. Hefur Hagstofan géfið út' nafnskírtéini til allra 12 ára og eldri, sem skráðir eru hér á landi og er tala nafnskírtein- anna um 140.000. Tilgangur lagasetningarinnar er í fyrsta lagi sá að skapa grundvöll fyrir framkvæmd gildandi ákvæða um takmörkun á athafnafrelsi bama og ung- menna. Hefur reynslan sýnt að þessi ákvæði eru ekki fram- kvæmanleg nema gefin séu út persónuskilríki til ungs fólks allt að 25 ára aldri. I öðru lag'i er talið, að með útgáfu nafnskfrteina til allra einstakl inga á starfsaldri séu möguleik ar á að nota nafnskírteini með évinriingi á gyo að segja ijllum sviðunj'' >Siiran© starfraðtslu, jjar semTum er áð ræða sam- skipti borgara og opinberra að ila. I þriðja lagi á nafnskírtéinið að fullnægja almennri þörf fyr ir persónuskilríki, sem menn nota til að sanna aldur sinn og hverjir þe'ir séu. Ekki er skylda að hafa mynd á nafnskírteininu, en þegar þarf að framvísa því í sambandi við opinber fyrirmæli um að t'il tekinn aldur sé skilyrði fyrir komu eða dvöl á stað, er skír tein'ið því aðeins sönnunar- gagn um aldur, að á því sé mynd skfrteinishafa, með em- bættisstimpli lögreglustjóra. Þetta þýðir að böm og ungling ar geta ekki notað nafnskfr- te'inið til að sanna aldur sinn, þegar þess er krafizt, nema á því sé mynd. Menn éru ekki skyldif til að bera skírteinið á sér, en þeir sem hafa það ekki tiltækt njóta ekk'i þeirra réttinda og þess hagræðis, sem skfrteininu fylg ir, auk óþæginda, sem þeir kunna að verða fyfir. Jafnframt afhendingu nafn- skírteina fer fram afhending nýrra sjúkrasamlagsskirteina, sem Sjúkrasamlag Reykjavíkur hefur gefið út og koma f stað núgildandi skírteina. Verða bæð'i skírteinin afhent á sama stað, Vonarstræti 1. Áttatíu sinnum á „rauðu" í Iðnó - og nú fer Leikfélagiö Um helgina lýkur leikári Leik félags Reykjavfkur. Þetta er algjört metár hjá okkur,“ sagði Sveinn Einarsson, leikhús stjóri í viðtali við blaðamenn í gær. Sveinn var heldur Iltil- látur og kallaði árangur félags ins í vetur „Heppni,,. Leikfélagið hefur aldrei fyrr sýnt jafnmargar sýningar og í vetur 218 f allt og leikrit'in sem tekin voru til sýninga alls 9 og hafa þau heldur aldrei verið fleirí en nú. 1 fyrra voru leikrit in 6 og sýningarnar 150. Hagur félagsins í vetur hefur verið ágætur, enda oftast upp- selt á þessum 218 sýningum, „rautt ljós“ á öllum 80 sýning- um á Ævintýri á gönguför eftir Hostrup, þeim létta og sindr- andi leik, sem alltaf virðist vera jafn vinsæll. Og á mánudag'inn fer leikfólk ið úr ,,Ævintýrinu“ út á þjóð- vegina með leikrit sitt. Það á að sýna leikinn 35-40 sinnum og stendur leikförin allan júlí- mánuð. Leikaramir fljúga fyrst með Ævintýrið út á land til Hornafjarðar, _n þar verður sýnt á þriðjudagskvöld. Þar verður bíll flokksins kom'inn með ný leiktjöld sem varð að mála, heldur minni en þau, sem notuð eru í Iðnó. Hópurinn er skipaður 10 leikurum, þeim sömu og le'ika í Iðnó nema að Komin er út hjá Almenna bókafélaginu bókin „12 konur“ eftir Svövu Jakobsdóttur. Er þetta fyrsta bók Svövu, en eft ir hana hafa áður birzt smásög ur í tfmaritum og blöðum. Eins og nafn bókarinnar ber með sér er hér um að ræða sögusafn, frásagnir af tólf nú- timakonum og vandamálum þeirra, og f sumum tilfellum bama þeirra. Bókin er þvf skrif Gísli Halldórsson mun ekki fara í leikförina og tekur Jó- hann Pálsson við hlutverki Ver mundar, skógarfræðings, þá er með í ferðinn'i, Guðmundur Pálsson, sem er fararstjóri og Guðrún Kristinsdóttir undirleik ari. „Ævintýrið" mun ferðast um Austfirðina, siðan um Norður- land og vestur um land. uð af konu um konur. Sögurn ar gerast sitt í hverju um- hverfi, og þótt þær séu ekki efnislega samstæðar myndr þær þó innbyrðis eins konar heild. Svava Jakobsdóttif hefur lagt stund á bókmenntanám Bandaríkjunum og Svíþjóð Bókin er prentuð og bundin ' Prentsmiðju Hafnarfjarðar. M- TÓLF KONUR Smásögusafn eftir Sv'óvu Jakobsdóttur komið út

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.