Vísir - 29.06.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 29.06.1965, Blaðsíða 9
V í S I R . Þriðjudagur 29. júní 1965. 9 K3 ☆ Þar sem áður var oskipu- lögð byggð í Árbæjarbletl umogSelásverða innan skamms risin ný íbúðar- hverfi með4-6 þós. íbúum Hér sést hluti af því svæði, þar sem hin þrjú nýju íbúðarhverfi eiga að rísa. Myndin er tekin frá vesturhluta fjölbýlishverfisins. ÞRJIJ GLÆSILEG ÍBÚÐAR- HVERFI í BYGGINGU í Árbæjarblettum og Seláshverfi, þar sem verið hefur óskipulögð byggð, timbur- og steinhúsa af mörgum stærðum og gerðum hafa verið skipu- lögð þrjú glæsileg íbúðarhverfi. Framkvæmdir eru þegar hafnar, fjölmörg gömul hús hafa verið flutt og önnur rifin. Nýjar götur verða lagðar og bygg- ing nýrra húsa er hafin. Eftir nokkur ár er ekið verður um hinn nýja Suðurlandsveg er liggja á fyrir sunnan hverfin má líta yfir þrjú glæsileg og velskipulögð íbúðahverfi með 4 til 6 þúsund íbúum, fullkominni verzlunarmiðstöð, samkomu- húsi og nauðsynlegum þjónustumiðstöðvum. Það var árið 1962, sem frum- drög að skipulagi fyrir Árbæj- arbletti og Seláshverfi var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur oa eru nú fram- kvæmdir hafnar að fullum krafti í þremur hverfum. Á skipulagsuppdráttum eru þessi hverfi nefnd: garðhúsahverfi, einbýlishúsahverfi, og fjölbýlis- húsahverfi. Verzlunarmiðstöð skiptir síðan fjölbýlishúsa- hverfinu i austur og vestur- hluta. Suðurlandsvegi lokað. I dag liggur Suðurlandsveg- ur í gegnum hverfið. Ef veg- urinn er nú ekið frá Reykjavík er garðhúsahverfið á vinstri hönd, þegar komið er fram hjá Árbæ. Síðan kemur fjöl- býlishúsahverfið, og nær það niður undir Rauðavatn. Fyrir ofan Árbæ á hægri hönd, þeg- ar ekið er austur kemur svo einbýlishúsahverfið. Samk. skipu lagsuppdrætti á Suðurlandsveg- ur að lokast eins og hann er í dag, en þess í stað kemur þar svonefnd dreifigata. Hefur þessari götu verið gefið nafnið Rofabær. Þegar Suðurlandsvegi verður lokað verður lögð ný aðalbraut norðan við hverfið. Verður þessi braut notuð sem Suðurlandsvegur þar til að ein af aðalæðunum úr borginni verður lögð sunnan Elliðaánna. Garðhúsahverfið. Garðhúsahverfið er lang minnst þeirra þriggja hverfa, sem skipulögð hafa verið og framkvæmdir eru nú hafnar við. Hverfið er 3 ha. að stærð og'-'S'áfhkvæmt skipulagi verða reist' þar 50 hús. Þessi hús eru mjög svipuð raðhúsum, en hafa hins vegar hlotið þessa nafngift vegna þess að hverju húsi fylgir sérstakur lokaður garður. Gatna- og holræsagreð í þessu hverfi hefur þegar ver- ið boðin út og átti Malbikun h.f. lægsta tilboðið, sem hljóð- aði upp á 1.794510. Fjölbýlishúsahverfið. Fjölbýlishúsahverfinu er skipt í austur og vesturhluta og skiptir verzlunarmiðstöð hverf- inu. Eins og fyrr segir er þetta hverfi allt fyrir ofan núver- andi Suðurlandsveg, en nær upp að háspennulínunum að norðan. Vesturhlutinn er 8,6 ha. að stærð. í þessum hluta verða byggð þriggja hæða fjöl- býlishús með kjallara. Alls verða í vesturhlutanum 50 stigahús með 381 íbúð og 423 bílastæð- um. í marzmánuði var holræsa- gerð boðin út og kom lægsta tilboð frá Miðfelli h.f., kr. 2,485,000. — Austurhluti fjöl- býlishúsahverfisins er 11,2 ha. að stærð. Þar verða húsin einnig þrjár hæðir, en án kjall- ara. í þessum hluta verða 58 stigahús með alls 398 íbúðum og 478 bílastæðum. Vatns- og holræsálágnir í þehnan 'hluta hafa verið boðnar út og. átti einnig Miðfell h.f. lægsta til- aði upp á 1,794,510 kr. Einbýlishúsahverfið. Einbýlishúsahverfið er stærst jjessara þriggja hverfa og 17,5 ha. að stærð. Hverfið er fyrir neðan Rofabæ (núverandi Suð- urlandsveg) og nær niður að Elliðaám. I hverfinu verða 133 einbýlishús, sem standa við átta götur. Götuheitin enda öll á „bær“. Fyrsta gatan fyrir ofan Árbæ heitir Yztibær, en síðan koma: Heiðarbær, Fagribær, Glæsibær, Þykkvibær, Vorsa- bær, Hlaðbær og Hábær. Þá má einnig geta um annað götu- heiti, en það er Hraunbær. Fjölbýlishúsin standa öll við þessa götu en hún liggur fyrir norðan fjölbýlishúsahverfið og kemur síðan niður á milli vest- urhluta fjölbýlishúsahverfisins og garðhúsahverfisins og liggur niður að Rofabæ. Lægsta boð í gatna- og holræsagerð í þessu hverfi átti Hlaðbær h.f., kr. 4,860,000. 962 íbúðir á svæðinu. Alls verða á þessu svæði, sem skipulagt hefur verið og skipt niður í þrjú fyrmefnd hverfi 962 íbúðir og ná þessi hverfi alls yfir 40,3 ha. lands. Þá hefur verið gert ráð fyrir því, að fyrir innan einbýlis- húsahverfið og gegnt verzlun- armiðstöðinni komi miðstöð fyrir þessa byggð, m. a. kirkja, samkomuhús, póstur og sími. í þessu sambandi má geta þess, að borgarverkfræðingsembætt- ið vill alvarlega áminna fólk um að kaupa ekki sumarbú- staði eða sumarbústaðalönd fyrir austan þessi nýju hverfi, þar sem allar byggingarfram- kvæmdir hafa verið bannað- ar vegna fyrirhugaðs skipulags. Fyrstu húsin tilbúin. Framkvæmdir í þessum þrem ur hverfum eru þegar hafnar og miðar gatnagerð mjög vel áfram. Sama má segja um byggingaframkvæmdir, og verða fyrstu húsin tilbúin strax á þessu ári og reikna má með að flestum verði lokið á næsta ári. Þess verður því ekki langt að bíða, að þarna sem áður var óskipulögð byggð, verði risin upp þrjú glæsileg íbúðarhverfi með fjögur til sex þúsund íbú- um. — p. sv. Líkan af Árbæjarblettum og Seláshverfi. Gengið hefur verið frá skipulagi á þremur hverfum, sem framkvæmdir eru hafnar vlð. Fyrir ofan Elliðaárstífluna er einbýlis- húsahverfið, þá kemur Rofabær (núverandi Suðurlandsvegur). Þar fyrir ofan, lengst til vinstn. er garðhúsahverfið, en síðan vesturhluti fjölbýlishúsahverfisins, þá verzl- unarmiðstöðin, fyrir ofan Rofabæ, og aðrar þjónustumiðstöðvar fyrir neðan. Fyrir innan verzlunarmiðstöðina er svo austurhluti fjölbýlishúsahverfisins. Enn hefur ekki verið gengið endaniega frá skipulagi á hverfinu lengst til hægri á líkaninu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.